Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 15 Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu segja að það komi ekki til greina að þau láti af kjarnorkutilraunum sín- um fyrr en öllum viðskiptaþving- unum gegn landinu hefur verið af- létt. Bandarísk stjórnvöld segjast hins vegar vera að missa þolinmæð- ina með Norður-Kóreumönnum en hinir síðarnefndu settu fram ýmsar kröfur við upphaf viðræðna um kjarnorkuáætlun þeirra í Peking í Kína í gær. Norður-Kórea hefur í rúmt ár neitað að eiga fund með fulltrúum Bandaríkjastjórnar vegna viðskipta- þvingana þeirra og því sætir fund- urinn í Peking nokkrum tíðindum. Ekki ríkti þó mikil bjartsýni á að árangur næð- ist. Norður-Kóreu- menn sögðu við upphaf fundarins í gær að þeir myndu leggja aukið kapp á kjarnorkutilraun- ir sínar ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. Þeir vilja að komið sé fram við þá sem jafningja Bandaríkja- stjórnar, enda hafi þeir sannað með kjarnorkutilraunum sínum í október að þeir búi yfir kjarnorkuvopnum. Viðræður þurfi því í framtíðinni að snúast um fækkun kjarnorkuvopna í veröldinni almennt, en ekki aðeins um þeirra tilraunir. Og stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja að þeim verði fenginn kjarnaofn til framleiðslu raforku. Bandarískir embættismenn segja hins vegar að ekki komi til greina að Norður-Kórea verði við- urkennd sem kjarnorkuríki. Þolinmæðin á þrotum Norður-Kóreumenn eru að vísu þekktir fyrir að taka mjög harða af- stöðu í viðræðum en Christopher Hill, aðalsendimaður Bandaríkj- anna, lýsti mikilli óánægju með framgöngu Norður-Kóreumanna er hann ræddi við fréttamenn í Peking í gær. Sagði hann að þolinmæði Bandaríkjamanna væri senn á þrot- um, stjórnvöld í Pyongyang yrðu að hætta að storka umheiminum. Krefjast þess að viðskipta- þvingunum verði aflétt Christopher Hill lögreglan viti ekki hvers vegna svo stór skammtur af pólóníum 210 var notaður en hún rannsakar nú hvort efnið var selt á svarta markaðnum. Lögreglan telur að annaðhvort hafi svo stór skammtur verið notaður viljandi til að auðvelda breskum vís- indamönnum rannsóknina og senda út sterk skilaboð eða að gerð hafi verið mistök. Kovtún yfirheyrður á ný Starfsmaður bresku leynilögregl- unnar sagði í gær að það væri ekki hægt að kaupa svo mikið magn af BRESKA lögregl- an telur að geisla- virka efnið pólóní- um 210 sem notað var til að myrða Alexander Lítv- ínenkó hafi kostað tæplega 700 millj- ónir króna. Niður- stöður úr fyrstu rannsóknum á líki Lítvínenkós hafa leitt í ljós að tífalt minni skammtur hefði dugað til að myrða hann. Breska blaðið The Times segir að efninu á Netinu eða að stela því af rannsóknarstofu án þess að vekja grunsemdir. Hann sagði að trúlegt væri að efnið væri úr kjarnorkuveri eða frá ákaflega vel tengdum svarta- markaðsbraskara. Fram kom í rússneskum fjölmiðl- um í gær að Dimitrí Kovtún, lykil- vitni í málinu, hefði verið kallaður til yfirheyrslna á ný. Sagði Kovtún, sem nú er til meðferðar vegna geisla- mengunar á sjúkrahúsi í Moskvu, að hann hefði verið spurður í þaula á fundi með rússneskum saksóknurum og breskum lögreglumönnum í gær. Tífalt meira magn en þurfti Alexander Lítvínenkó ALLAR skrifstofur Rauða hálfmán- ans í Bagdad í Írak voru lokaðar í gær vegna gíslatöku á að- alskrifstofu samtakanna í borginni í fyrradag, en vopnaðir mannræn- ingjar rændu þá um 30 manns. Mun um helmingi síðar hafa verið sleppt, en hinn helmingurinn var enn í haldi. Alls starfa um 1.000 manns á vegum Rauða hálfmánans, sem er hluti hinna alþjóðlegu Rauða krosssamtaka, í Írak. Á myndinni sést kona ganga framhjá skrifstofum Rauða hálfmánans í Bagdad en einn ættingja hennar var meðal þeirra sem rænt var. AP Lokað vegna gíslatöku E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 8 6 6 Dregi› 24. desember 2006 Vertu með og styrktu gott málefni! skattfrjálsir vinningar að verðmæti 186 22.875.000 kr. Glæsilegir vinningar: KIA Sorento Ver›mæti 3.475.000 kr. Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›. Ver›mæti 1.000.000 kr. Úttektir hjá fer›askrifstofu e›a verslun. Hver a› ver›mæti 100.000 kr. 184 Fjöldi útgefinna mi›a: 137.000 Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á heimasí›unni www.krabbameinsfelagid.is/happ www.krabb.isKrabbameinsfélagsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.