Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 47 að Soffía sé komin á grafarbakkann. Soffía I hlaut virðulega greftrun, undirvagninn og hásingarnar voru nýttar í heyvagn en hin heimasmíð- aða yfirbygging var heygð og las presturinn í Reykholti yfir henni. „Já, þar á hún sinn grafreit,“ sagði Guðni og telur hann að nú þurfi að taka ákvörðun um hvort Soffía II eigi að hljóta sömu örlög. Soffíu þrjú er varla minnst á enda fremur ný- tískulegur bíll sem er enn í notkun í Skagafirði og ekki víst að hún beri enn Soffíunafnið. Sveitastúlkan Soffía Það eru fimm ár síðan þau Guðni og Soffía II sáust síðast og það var ekki laust við að honum brygði í brún að sjá ástandið á henni í dag. Guðni stansar við er hann sér bílinn fyrst, hann kastar á hana kveðju og gengur síðan rakleiðis að dyrunum og ýtir þeim opnum. Bíllinn er furðu heillegur, það er ryð í gluggakörm- um og ein rúðan er dottin út en kramið virðist við fyrstu sýn vera heillegt. Stýrið er að sjálfsögðu hægra megin í bílnum enda var hún smíðuð löngu áður en skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi eins og sést á skrautlega munstruðu gólfteppinu. Við hlið Soffíu á geymslusvæðinu í Straumsvík stendur annar bíll frá svipuðum tíma, sá er nefndur eftir skapara sínum Bjarna í Túni og er sýnu verr farinn enda er hann að miklu leyti smíðaður úr timbri. Eftir að við Guðni höfðum skoðað ástandið á Soffíu, gengið hringinn í kringum hana, klappað henni og litið inn í hana spurði ég Guðna hvaða örlög hann kysi helst fyrir hana Soffíu sína. – Ætti ekki einhver laghentur að gera hana upp og hafa síðan til sýnis á Árbæjarsafni sem dæmi um merk- an kafla í samgöngusögu landsins? „Hún ætti frekar heima uppi í sveit,“ sagði Guðni, „hún er úr sveit og þar á hún heima,“ bætti hann við. Ekki öll von úti enn Guðni hefur verið í sambandi við Sverri Magnússon sem sér um Sam- göngusafnið á Skógum og hugsan- legt er að hún fái þar inni er fram líða stundir. Safnið hefur til þessa hvorki haft bolmagn til að gera Soffíu upp né að hýsa hana en verið er að athuga hvort það sé hægt að skjóta yfir hana skjólshúsi. „Það getur verið að það skapist möguleiki á því, en það hefur ekki verið hægt hingað til. Það fylgir því mikil ábyrgð að taka við svona göml- um gripum,“ sagði Sverrir í samtali við Morgunblaðið. Samgöngusafnið á Skógum er yfirfullt sem stendur og það hefur ekki fjármagn til að taka að sér nýja gripi. Sverrir sagði að safnið þyrfti að koma sér upp góðri skemmu til að geta hýst menn- ingarverðmæti á borð við Soffíu og Bjarna í Túni, landrými undir slíka geymslu er til staðar en ekki fjár- magn til byggingar og reksturs skemmunnar. Safnið er með nokkra óuppgerða merkisbíla í leigu- geymslum og hefur ekki bolmagn til að bæta við sig fleiri slíkum gripum sem stendur. Sverrir sagði að fyrir utan kostnaðinn þá væri leigu- húsnæði ávallt ótryggur nætur- staður og því hæpið að taka að sér gripi sem safnið gæti síðan lent á hrakhólum með. Það er ljóst að það þyrfti að leggja mikla vinnu í að gera hana Soffíu upp og hið svokallaða forsetabílsmál hefur opnað augu fólks fyrir þeim kostnaði sem fylgir því að gera upp svo gamla bíla frá grunni en Sverrir á Samgöngusafninu sagði að forseta- bíllinn hefði verið sérstaklega dýr og að það þyrfti ekki að kosta svo mikið að gera upp ódýrari bílategundir. Einnig hefur verið viðruð sú hug- mynd að nú losni rúmgott húsnæði á svæði varnarliðsins í Keflavík þar sem hægt væri að hýsa og jafnvel gera Soffíu upp. Við Guðni Soffíusmiður kveðjum hinn sögufræga fjallatrukk í bili og þótt hann segi það ekki í svo mörg- um orðum er ljóst að honum þykir miður að framtíð hennar Soffíu hans skuli vera svona óljós. Tryggur fararskjóti Soffía fór það sem hún var beðin um . Fríður farkostur Soffía þótti skara framúr í fríðleik með rúnnaðar og ávalar línur sem veita henni sígilt yfirbragð. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Útikerti eru oft staðsett þannig að hætta er á að yngsta kynslóðin rekist í þau og að yfirhafnir fullorðinna, sérstaklega kápur og frakkar fullorðinna sláist í loga þeirra. Munið að slökkva á kertunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.