Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 67

Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 67 sporgöngumenn hafi beint og óbeint sótt áhrif til hennar allt frá snill- ingnum Hieronymus Bosch (1450– 1516) til samtímans. Innan ramma hinnar fjölþættuerfðavenju miðalda er Ci-mabue talinn hafa búið yfir yf-irgripsmestu þekkingu sam- tíðarmanna sinna, og í myndverkum hans renna saman svo margir straumar að ekki er mögulegt að greina nein ein ríkjandi stílmörk. Þannig var málarinn nátengdur hin- um býzantíska tjáhætti en í verkum hans má einnig greina áhrif frá mál- aranum Duccio de Buoninsegna (virkur 1278–1318), sem hélt stórt verkstæði í Siena og var samtíð- armaður Giottos. Buoninsegna var upphafsmaður sérstaks gotnesks skóla í Siena og var líkast til undir frönskum áhrifum. Auk þess má rekja slóðina til róm- verskra málara sem studdust við síð- rómanska antík, svo sem málarans Pietros Cavellini og mótunarlista- mannsins Nicolas Pisano. Cimabue var þannig af gerð þeirra myndlist- armanna sem soga til sín áhrif úr öll- um áttum, samlaga um leið stílein- kennum sínum. Falslaus og einlægur trúarhiti var helsta kennimark miðaldamálaranna, streymir úr verkum þeirra og er lík- astur svölum andvara á tímum auð- hyggju, umbúða og glitfagurs yf- irborðs. Fólk fór í guðshús til að tjá himnaföðurnum, frelsaranum og guðsmóðurinni ást sína og lotningu, síður fyrir skinhelgi og skyldurækni. Nú, á hinni helgu og ævafornu hátíð vetrarsólhvarfa, mætti margur vera þess minnugur, hvert sem trúarhit- inn stefnir. KOMIN er út smáskífan Helga himneska stjarna sem hefur að geyma samnefnt lag. Ljóðið orti Sigurbjörn Ein- arsson, fyrrver- andi biskup Ís- lands, við lag Steins Kárason- ar. Lagið er í tveimur útgáfum á hin- um nýja hljómdiski; annars vegar í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar og í flutningi Schola cantorum og félaga úr Kammersveit Hallgríms- kirkju undir stjórn Harðar Áskels- sonar; hins vegar sungið af Hrólfi Sæmundssyni bariton við orgelund- irleik Steingríms Þórhallssonar organista í Neskirkju. Helga himneska stjarna var upp- runalega frumflutt í messu í Dóm- kirkjunni 13. júní 2004 undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar org- anista. Síðan þá hefur það m.a. ver- ið flutt í Neskirkju í Reykjavík, af Þórbergi Jósepssyni í Sauðárkróks- kirkju, í frímúrarahúsinu í Reykja- vík og víðar. Hin himneska stjarna á disk Sigurbjörn Einarsson Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.