Morgunblaðið - 27.01.2007, Page 1

Morgunblaðið - 27.01.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 26. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is NEYSLUMÆLISTIKA HVERNIG KAUPIR MAÐUR ELTON JOHN? KANNSKI Á RAÐGREIÐSLUM? >> LESBÓK VINKONUR SEM SKIPTAST Á FÖTUM FATAKLÍKAN BYGGIST Á TRAUSTI >> 26 AFKOMA Landsbankans á síðasta ári sló fyrri met; hagnaður bankans nam 40,2 milljörðum króna en var 25 milljarðar árið áður. Aukinn hagnaður skýrist að miklum hluta af mikilli innlánaaukningu en milli ára jukust innlán viðskiptabankans um 104% og námu 683 millj- örðum í árslok. Aukin innlán skýrast síðan að miklu leyti af sparnaðarreikningnum Icesave sem Landsbankinn fór af stað með á Netinu í október sl. fyrir almenning í Bretlandi. Hærri vextir bjóðast á reikningnum en almennt ger- ist þar í landi. | 18 Icesave lyfti upp Landsbankauppgjöri Metafkoma Brynjólfur Helgason, Halldór J. Kristjánsson, Baker lávarður og Björgólfur Guðmundsson á kynningarfundinum í London í gær. FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is EVRUEIGN Kaupþings banka er nú eitthvað innan við 200 millj- arða króna, en var sl. haust innan við 60 milljarðar króna. Tvenns konar viðhorf eru uppi meðal fjár- málaspekúlanta um hvaða áhrif það kæmi til með að hafa á Kaupþing banka ef hann flytti að öllu leyti eig- ið fé sitt og hlutafé yfir í evrur. Annars vegar er bent á að í þeim alþjóðlegu greiningarskýrslum, sem gerðar voru um Kaupþing banka (þá KB banka) á liðnu ári, hafi verið sterkur undirliggjandi tónn í þá veru að ef bankinn lenti í alvarlegum vandræðum væri næsta víst að íslenska ríkið myndi hlaupa undir bagga, þ.e. að óbein ríkis- ábyrgð væri fyrir hendi. Með flutn- ingi á eigin fé og hlutafé yfir í evrur séu minnkandi líkur á ríkisaðstoð í erfiðleikum og ef Kaupþing banki flytji höfuðstöðvar sínar úr landi séu hverfandi líkur á slíkri aðstoð í erfiðleikum. Ísland fjötur um fót? Sjónarmið þeirra, sem telja að það gæti orðið bankanum til fram- dráttar að flytja sig yfir í evrur að fullu, eru m.a. studd þeim rökum að alþjóðlegir fjárfestar gagnrýni hversu lágt lánshæfismat Kaup- þing banki þurfi að sætta sig við. Eignir Kaupþings í krónum séu að- eins í kringum 10% af eignum bankans. Ef bankinn flytti sig alfarið yfir í evrur og flytti höfuðstöðvar sínar til Bretlands eru þeir á því að láns- Kaupþing á um 200 milljarða í evrum Í HNOTSKURN »Dótturbankarnir í Bret-landi og Danmörku hafa hærra lánshæfismat en móð- urfélagið Kaupþing banki. »Það er hluthafafundurKaupþings sem tæki ákvörðun um að flytja allt eigið fé og hlutafé í evrur. »Nóg er að sækja um slík-ar breytingar fyrir 1. nóvember miðað við fram- kvæmd 1. janúar 2008. hæfismat bankans myndi hækka, kjör batna og traust alþjóðlegra fjárfesta á bankanum, sem þá heyrði undir breska fjármálaeftir- litið, myndi aukast. Þýðing óbeinn- ar ríkisábyrgðar sé því ofmetin. Það hafi kostað KB banka sitt, snemma árs í fyrra, þegar Fitch Ratings lækkaði lánshæfismat rík- issjóðs. Við það hafi lánshæfismat KB banka lækkað og bankinn þar af leiðandi þurft að búa við lakari lánskjör. Segja megi, að það að vera íslenskt fyrirtæki sé orðið Kaup- þingi banka fjötur um fót. Bent er á að þegar KB banki keypti danska bankann FIH á sín- um tíma hækkaði lánshæfismat KB banka við það. Líklega myndi Kaupþing flytja sig yfir í evrur í tengslum við kaup á erlendu fjár- málafyrirtæki eða samruna. UMRÆÐA um málstefnu verður í danska þinginu á þriðjudag. Danska málnefndin segir það tíma- bært og varar við sterkum áhrifum frá ensku. Hún vill jafnframt að staða dönskunnar verði skoðuð ár- lega til að hægt verði að grípa í taumana áður en það verði of seint. Þetta kemur fram í vefútgáfu danska blaðsins Berlingske Tid- ende í gær. Danska málnefndin segir að frá 2003 hafi enska rutt sér æ meira til rúms sem kennslu- mál á framhaldsskólastigi í Dan- mörku. Niels Davidsen-Nielsen, prófessor og formaður nefnd- arinnar, segir að enskan hafi náð yfirhendinni og verði ekkert að gert verði danskan ekki full- komlega nothæft samskiptamál á ýmsum sviðum. Að óbreyttu sjái málnefndin fyrir sér samfélag þar sem yfirstéttin notist við ensku en allur almenningur verði á allt öðr- um bás. Álit dönsku málnefndarinnar kom í kjölfar tillögu frá danska þjóðarflokknum um umbætur á lögum um dönsku og danska mál- notkun. Þar er meðal annars lagt til að kveðið verði upp úr um það í eitt skipti fyrir öll að í Danmörku skuli töluð danska og engu öðru tungumáli verði gert jafnhátt und- ir höfði. Danskir jafnaðarmenn hafa einnig lýst því yfir að grípa verði í taumana í þessum efnum og eru með tillögugerð þar að lútandi í bígerð. Danskan sýkt af ensku Danski þjóðarflokkurinn vill styrkja stöðu dönskunnar HLJÓMSVEITIN Mínus dvaldi í Los Angleles í desember og tók upp nýja plötu. Láta hljóm- sveitarmeðlimir vel af dvöl sinni í Bandaríkj- unum og samstarfi sínu níu árum eftir stofnun hljómsveitarinnar. Síðasta plata Mínuss, Halldór Laxness, kom út hér á landi 2003 og vakti mikið umtal. „Þetta er mjög hættulegur staður að vera á sé maður að reyna að vera tónlistar- maður,“ segir Frosti. „Sumir geta misst sig út í einhverjar gloríur sem eru þeim ekki hollar. Okkur líður vel með það núna að vera sem lengst frá þeim stað. Og nýja platan verður ekki spiluð á FM957. Næsta plata þar á eftir verður svo enn lengra frá slíku. Við erum þegar farnir að tala um næstu plötu á eftir þessari, hvað hún verð- ur allt öðruvísi.“ Meðlimir Ampop, annarrar vinsællar ís- lenskrar hljómsveitar, eru í viðtali í Les- bók Morgunblaðsins í dag. Ampop er á leið til Bandaríkjanna í kynnisferð með von um að næla sér í plötusamning. „Þegar maður fer í svona ferðir finnur maður nánast fyrir svona pressu eins og hand- boltaliðið,“ segir Kjartan F. Ólafsson, hljómborðsleikari Ampop. | 55 og Lesbók Morgunblaðið í dag Mínus og Ampop Krummi í Mínus. HERRAR berast með tískustraumum eins og kvenþjóðin og herra- tískan fyrir komandi sumar er alvöruþrungin enda ku hún verða full- orðinslegri með ári hverju. Lýsingarorð sumar- tískunnar eru aðsniðið, grátt og jafnvel málm- kennt, skínandi og sum- arlegt. Aðalatriðið er að elta ekki for- skriftir að fatavali heldur leita innblásturs og velja það sem hentar hverjum herra- manni. Persónulegur stíll er fæddur. | 30 Herraleg tíska ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.