Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 26. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is NEYSLUMÆLISTIKA HVERNIG KAUPIR MAÐUR ELTON JOHN? KANNSKI Á RAÐGREIÐSLUM? >> LESBÓK VINKONUR SEM SKIPTAST Á FÖTUM FATAKLÍKAN BYGGIST Á TRAUSTI >> 26 AFKOMA Landsbankans á síðasta ári sló fyrri met; hagnaður bankans nam 40,2 milljörðum króna en var 25 milljarðar árið áður. Aukinn hagnaður skýrist að miklum hluta af mikilli innlánaaukningu en milli ára jukust innlán viðskiptabankans um 104% og námu 683 millj- örðum í árslok. Aukin innlán skýrast síðan að miklu leyti af sparnaðarreikningnum Icesave sem Landsbankinn fór af stað með á Netinu í október sl. fyrir almenning í Bretlandi. Hærri vextir bjóðast á reikningnum en almennt ger- ist þar í landi. | 18 Icesave lyfti upp Landsbankauppgjöri Metafkoma Brynjólfur Helgason, Halldór J. Kristjánsson, Baker lávarður og Björgólfur Guðmundsson á kynningarfundinum í London í gær. FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is EVRUEIGN Kaupþings banka er nú eitthvað innan við 200 millj- arða króna, en var sl. haust innan við 60 milljarðar króna. Tvenns konar viðhorf eru uppi meðal fjár- málaspekúlanta um hvaða áhrif það kæmi til með að hafa á Kaupþing banka ef hann flytti að öllu leyti eig- ið fé sitt og hlutafé yfir í evrur. Annars vegar er bent á að í þeim alþjóðlegu greiningarskýrslum, sem gerðar voru um Kaupþing banka (þá KB banka) á liðnu ári, hafi verið sterkur undirliggjandi tónn í þá veru að ef bankinn lenti í alvarlegum vandræðum væri næsta víst að íslenska ríkið myndi hlaupa undir bagga, þ.e. að óbein ríkis- ábyrgð væri fyrir hendi. Með flutn- ingi á eigin fé og hlutafé yfir í evrur séu minnkandi líkur á ríkisaðstoð í erfiðleikum og ef Kaupþing banki flytji höfuðstöðvar sínar úr landi séu hverfandi líkur á slíkri aðstoð í erfiðleikum. Ísland fjötur um fót? Sjónarmið þeirra, sem telja að það gæti orðið bankanum til fram- dráttar að flytja sig yfir í evrur að fullu, eru m.a. studd þeim rökum að alþjóðlegir fjárfestar gagnrýni hversu lágt lánshæfismat Kaup- þing banki þurfi að sætta sig við. Eignir Kaupþings í krónum séu að- eins í kringum 10% af eignum bankans. Ef bankinn flytti sig alfarið yfir í evrur og flytti höfuðstöðvar sínar til Bretlands eru þeir á því að láns- Kaupþing á um 200 milljarða í evrum Í HNOTSKURN »Dótturbankarnir í Bret-landi og Danmörku hafa hærra lánshæfismat en móð- urfélagið Kaupþing banki. »Það er hluthafafundurKaupþings sem tæki ákvörðun um að flytja allt eigið fé og hlutafé í evrur. »Nóg er að sækja um slík-ar breytingar fyrir 1. nóvember miðað við fram- kvæmd 1. janúar 2008. hæfismat bankans myndi hækka, kjör batna og traust alþjóðlegra fjárfesta á bankanum, sem þá heyrði undir breska fjármálaeftir- litið, myndi aukast. Þýðing óbeinn- ar ríkisábyrgðar sé því ofmetin. Það hafi kostað KB banka sitt, snemma árs í fyrra, þegar Fitch Ratings lækkaði lánshæfismat rík- issjóðs. Við það hafi lánshæfismat KB banka lækkað og bankinn þar af leiðandi þurft að búa við lakari lánskjör. Segja megi, að það að vera íslenskt fyrirtæki sé orðið Kaup- þingi banka fjötur um fót. Bent er á að þegar KB banki keypti danska bankann FIH á sín- um tíma hækkaði lánshæfismat KB banka við það. Líklega myndi Kaupþing flytja sig yfir í evrur í tengslum við kaup á erlendu fjár- málafyrirtæki eða samruna. UMRÆÐA um málstefnu verður í danska þinginu á þriðjudag. Danska málnefndin segir það tíma- bært og varar við sterkum áhrifum frá ensku. Hún vill jafnframt að staða dönskunnar verði skoðuð ár- lega til að hægt verði að grípa í taumana áður en það verði of seint. Þetta kemur fram í vefútgáfu danska blaðsins Berlingske Tid- ende í gær. Danska málnefndin segir að frá 2003 hafi enska rutt sér æ meira til rúms sem kennslu- mál á framhaldsskólastigi í Dan- mörku. Niels Davidsen-Nielsen, prófessor og formaður nefnd- arinnar, segir að enskan hafi náð yfirhendinni og verði ekkert að gert verði danskan ekki full- komlega nothæft samskiptamál á ýmsum sviðum. Að óbreyttu sjái málnefndin fyrir sér samfélag þar sem yfirstéttin notist við ensku en allur almenningur verði á allt öðr- um bás. Álit dönsku málnefndarinnar kom í kjölfar tillögu frá danska þjóðarflokknum um umbætur á lögum um dönsku og danska mál- notkun. Þar er meðal annars lagt til að kveðið verði upp úr um það í eitt skipti fyrir öll að í Danmörku skuli töluð danska og engu öðru tungumáli verði gert jafnhátt und- ir höfði. Danskir jafnaðarmenn hafa einnig lýst því yfir að grípa verði í taumana í þessum efnum og eru með tillögugerð þar að lútandi í bígerð. Danskan sýkt af ensku Danski þjóðarflokkurinn vill styrkja stöðu dönskunnar HLJÓMSVEITIN Mínus dvaldi í Los Angleles í desember og tók upp nýja plötu. Láta hljóm- sveitarmeðlimir vel af dvöl sinni í Bandaríkj- unum og samstarfi sínu níu árum eftir stofnun hljómsveitarinnar. Síðasta plata Mínuss, Halldór Laxness, kom út hér á landi 2003 og vakti mikið umtal. „Þetta er mjög hættulegur staður að vera á sé maður að reyna að vera tónlistar- maður,“ segir Frosti. „Sumir geta misst sig út í einhverjar gloríur sem eru þeim ekki hollar. Okkur líður vel með það núna að vera sem lengst frá þeim stað. Og nýja platan verður ekki spiluð á FM957. Næsta plata þar á eftir verður svo enn lengra frá slíku. Við erum þegar farnir að tala um næstu plötu á eftir þessari, hvað hún verð- ur allt öðruvísi.“ Meðlimir Ampop, annarrar vinsællar ís- lenskrar hljómsveitar, eru í viðtali í Les- bók Morgunblaðsins í dag. Ampop er á leið til Bandaríkjanna í kynnisferð með von um að næla sér í plötusamning. „Þegar maður fer í svona ferðir finnur maður nánast fyrir svona pressu eins og hand- boltaliðið,“ segir Kjartan F. Ólafsson, hljómborðsleikari Ampop. | 55 og Lesbók Morgunblaðið í dag Mínus og Ampop Krummi í Mínus. HERRAR berast með tískustraumum eins og kvenþjóðin og herra- tískan fyrir komandi sumar er alvöruþrungin enda ku hún verða full- orðinslegri með ári hverju. Lýsingarorð sumar- tískunnar eru aðsniðið, grátt og jafnvel málm- kennt, skínandi og sum- arlegt. Aðalatriðið er að elta ekki for- skriftir að fatavali heldur leita innblásturs og velja það sem hentar hverjum herra- manni. Persónulegur stíll er fæddur. | 30 Herraleg tíska ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.