Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag laugardagur 27. 1. 2007 börn ERT ÞÚ SPÆJARI? DULARFULLT DULMÁL Í VERÐLAUNALEIK VIKUNNAR » 2 Kristín Nanna gagnrýnir teiknimyndina Happy Feet » 4 Hvað á ég nú að gera? ÍR verður 100 ára á þessu ári og á að baki glæsilega íþróttasögu. ÍR var fyrsta félagið til að hefja frjálsíþróttaæfingar hér á landi og útvega sér kastáhöld og stöng fyrir stangarstökksæfingar og gerði þar með fé- lagið að forystufélagi um frjálsíþróttir. Einnig voru ÍR-ingar fyrstir til að halda frjálsíþróttamót hér á landi. Þegar ÍR hóf æfingar á Landakotstúninu vorið 1907 mun fæstum hafa dottið í hug að það félag myndi geta þjálfað liðsmenn sína í frjálsíþróttum svo að þeir vektu á sér heimsathygli, eins og þeir áttu seinna eftir að gera, en ÍR var fyrst félaga til að senda keppanda á Ólympíuleika árið 1912. Morgunblaðið/Kristinn Frjálsar Um síðustu helgi var haldið frjálsíþróttamót sem var tileinkað 100 afmælinu og hittum við fjöldann af efnilegum frjálsíþróttakrökkum. Íþróttafélag Reykjavíkur 100 ára Einungis fjórar smámyndir af átta passa nákvæmlega inn ístóru teikninguna. Sérðu hvaða smámyndir það eru? Lausn aftast. Hvað passar? – En hvað það er dimmt í dag. – Nei, það er ekkert dimmt, þú hefur bara gleymt að greiða þér. – Hvað kom fyrir bílinn hans Friðriks? – Honum var eitthvað illa við ljósastaur um daginn. Tveir Marsbúar lentu geim- skipi sínu í Afríku og þegar í stað söfnuðust forvitnir apar í kringum þessa óvæntu gesti. Þá sagði annar geimfarinn: Þeir eru nú hreint ekki eins kjánalegir og maður hafði haldið eftir að hafa hlustað á útvarpsþættina þeirra. Hnefaleikarinn kom öskureiður inn til læknisins og sagði: Þú hefur snúið eyranu öfugt þegar þú saumaðir það aftur á. Læknirinn: Það gerir ekkert til. Næsta laugardagskvöld verður það slitið af þér aftur og þá skal ég muna að sauma það rétt á. – Passaðu þig á baðvigtinni þarna, Nonni. – Af hverju þarf ég að vara mig? – Ég veit ekki nákvæmlega hvað hún gerir en mamma öskr- ar alltaf þegar hún stígur upp á hana. Skop Krakkar!Við minn-um ykkur á ljóðasamkeppn- ina. Þemað er kærleikur, vin- átta eða fjöl- skylda. Skila- frestur hefur verið fram- lengdur til 3. febrúar. Í verðlaun eru veglegar bóka- gjafir. Munið að láta fylgja með upp- lýsingar um fullt nafn, aldur, heimilisfang og síma. Ljóðin skal senda á: born@mbl.is eða Samkeppni – Barnablaðið Morgunblaðið Hádegismóum 2 110 Reykjavík Ljóðasamkeppni Arnar Björn er mjög efnilegur íþrótta-strákur en hann fór örugglega öfugummegin fram úr í morgun. Hann getur ekki með nokkru móti fundið hlaupabrautina svo hann geti æft 400 metra hlaup. Hann finn- ur hvorki kringluna sína né kúluna svo hann getur hvorki æft kringlukast né kúluvarp. Það vantar grind svo hann geti æft grindahlaup. Hann hefur leitað um allt að slánni til að æfa hástökk en finnur hana alls ekki. Eins er hann búinn að týna bæði spjótinu sínu og stönginni svo hann getur ekki æft spjótkast eða stang- arstökk og svo finnur hann heldur enga sand- gryfju svo það reynist honum erfitt að æfa langstökk. Getur þú hjálpað honum að finna þessi atriði á síðum Barnablaðsins. Laugardagur 27. 1. 2007 81. árg. lesbók ÞORP JÓNS KALMANS SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN GERIST Í NÚTÍMALEGU EN JAFNFRAMT FORNU UMHVERFI ÍSLENSKS SMÁÞORPS » 10 Kannski mætti reyna að fá Elton John á Visa-raðgreiðslum » 2 Leikhús á Íslandi forðast að einskorða sig viðverkefni til gulltryggðrar aðsóknar. Upp-færslur eru ekki réttlættar með aðsókn einni saman.“ Þetta segir Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari í svari sínu við ádeilu Árna Tóm- asar Ragnarssonar á verkefnaval og stefnu Ís- lensku óperunnar í seinustu Lesbók en Árni Tóm- as hélt því fram að Óperan sýndi fyrst og fremst fágæt verk í stað þess að sýna þekkt og vinsæl verk. Gunnar mótmælir þessu harðlega og segist vona að Óperan fái að þróast hér sem listform en ekki bara skemmtun: „Listum er nauðsynlegt að þróast og takast á við áskoranir. Ef aldrei er veðj- að á óþekktar stærðir sætum við endalaust uppi með sömu listamennina og einsleita listsköpun.“ Hljómburður Tónlistarhúss góður Stefán Hermannsson svarar gagnrýni Ólafs Hjálmarssonar á Tónlistarhúsið en Ólafur hefur haldið því fram í Lesbók að hljómburður verði ekki eins og best verður á kosið í húsinu auk þess sem illa hafi verið staðið að verki við undirbúning byggingarinnar. Stefán vísar gagnrýni Ólafs á bug og segir hljómburð verða eins og best verður á kos- ið. Hann segir sömuleiðis að vel og eðlilega hafi ver- ið staðið að undirbúningi byggingarinnar. » 3 og 8 Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenska óperan „Uppfærslur eru ekki réttlættar með aðsókn einni saman,“ segir Gunnar Guðbjörnsson. Morgunblaðið/ÞÖK Ampop Hljómsveitin hefur slegið í gegn hérlendis undanfarin ár en er nú á leið vestur um haf til að reyna fyrir sér. Arnar Eggert Thoroddsen ræðir við meðlimi sveitarinnar.» 4-5 Kvikmyndin Ba- bel eftir Mexíkóann Alej- andro González Iñárritu er lík- leg til þess að verða sigurveg- arinn á Ósk- arsverðlaunahá- tíðinni í lok febrúar en til- nefningarnar voru kynntar í vikunni. Þetta er mat Björns Norðfjörð kvikmyndafræðings en hann segir að baráttan á milli Clints Eastwoods og Martins Scorsese eigi þó eftir að setja mestan svip á hátíðina að þessu sinni en þeir eru báðir til- nefndir til verðlaunanna fyrir myndir sínar Lett- ers from Iwo Jima og The Departed. Björn telur enn fremur að Little Miss Sunshine eigi enga möguleika á því að hreppa verðlaunin sem besta myndin en að hún gæti fengið verðlaun fyrir besta handrit eins og myndir sjálfstæðu framleiðendanna í Bandaríkjunum fá gjarn- an. » 12 Eastwood gegn Scorsese Þeir setja mestan svip á Óskarsverð- launahátíðina. Babel líklegustÓperan fái að þróast sem listform laugardagur 27. 1. 2007 íþróttir mbl.is                         ! "#$%"$$& íþróttir Michel Platini felldi Lennart Johansson hjá UEFA >> 8 ALFREÐ ÆFUR VIÐ WENTA NOTAÐI UPPLOGIN UMMÆLI SEM ÁTTU AÐ VERA FRÁ MÉR KOMIN TIL ÞESS AÐ ÆSA UPP SÍNA MENN FYR- IR LEIKINN >> 4 Eftir Guðmund Hilmarsson ummih@mbl.is LANDSLIÐSMAÐURINN Hannes Þ. Sigurðsson hefur fengið þau kilaboð frá forráðamönnum danska liðsins Bröndby að hann þurfi að leita sér að nýju liði. Hannes er ekki inni í myndinni hjá Tom Køhlerts, nýráðnum þjálfara Bröndby, sem tók við liðinu fyrir nokkru af René Meu- lensteen. Umboðs- maður Hannesar hefur þegar haf- ð viðræður við önnur félög sem vilja fá Íslendinginn í sínar raðir. Danskt úrvalsdeildarlið og lið frá Hollandi vilja Íslendinginn ,,Danskt lið sem leikur í úrvals- deildinni hefur sýnt áhuga á að á Hannes og þá er ég með í höndunum tilboð frá hollensku élagi,“ sagði Jim Solbakken, um- boðsmaður Hannesar, í viðtali við danska blaðið BT. Hannes gekk til liðs við Bröndby frá enska 1. deildarlið- nu Stoke í lok ágúst. Hann hefur eikið 14 leiki með Bröndby af 18 og hefur skorað í þeim tvö mörk en keppni í dönsku úrvalsdeild- nni hefst að loknu vetrarhléi í mars. Hannes er 24 ára gamall sókn- armaður sem festi sig í sessi í A- andsliðinu á síðasta ári og spil- aði fimm af sex landsleikjum á árinu. Hann hefur leikið 9 landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hannes á förum frá Bröndby Hannes Þ. Sigurðsson Eftir Ívar Benediktsson í Dortmund iben@mbl.is Vafi lék á því í gærkvöldi í herbúðum íslenska landsliðsins í handknattleik hvort það gæti teflt fram Guðjóni Val Sigurðssyni í leiknum gegn Slóven- um í Halle Westfalen síðdegis í dag. Guðjón Valur fékk þung högg á framanvert hægra lærið í leiknum gegn Pólverjum á fimmtudag og leið ekki vel í gær. Mikið mar er í vöðvanum. „Það er ekkert hægt að segja um framhaldið hjá Guðjóni Val á þessari stundu. Það verður einfaldlega skoðað skömmu fyrir leikinn gegn Slóvenum hvernig hans heilsa er,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, við Morgunblaðið í gær. Guðjón Valur fór ekki með félögum sínum í íslenska landsliðinu í skoð- unarferð um Bilefeld í gær. Gefið var frí frá öllum æfingum í gær, en þess í stað æft árdegis í dag. Leikurinn gegn Slóvenum hefst kl. 17. Sú þjóð sem vinnur í dag tryggir sér sæti í 8 liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Ekki þarf að fjölyrða um það ef til þess kemur að Guðjón Valur getur ekki tekið þátt í leiknum enda hefur hann verið einn jafnasti og besti leik- maður íslenska landsliðsins á mótinu. Ekkert skal þó útilokað og var Guð- jón Valur í meðferð hjá nuddurum og lækni íslenska landsliðsins í allt fyrrakvöld eftir viðureignina við Pólverja og í gærdag. Logi er á batavegi Logi Geirsson hlaut þungt högg á vinstri öxlina í fyrrgreindum leik gegn Pólverjum. Logi fór í hljóðbylgjumeðferð hjá sérfræðingum þýska liðsins Lemgo í gær, en hann er á mála hjá félaginu. Þetta er sömu sér- fræðingarnir og aðstoðuðu Loga þegar hann fór úr axlarlið á sömu öxl í lok nóvember. „Logi er leikklár og verður að öllu forfallalausu með okkur gegn Sló- venum,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. Morgunblaðið/Günther Schröder Tveir góðir Logi Geirsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa staðið sig mjög vel í HM í Þýskalandi. Íslenska liðið verður ekki það sama án þeirra. Vafi um Guðjón Val Yf ir l i t                                 ! " # $ %       &         '() * +,,,                       Í dag Sigmund 8 Umræðan 36/38 Staksteinar 8 Bréf 36 Veður 8 Minningar 38/48 Viðskipti 18/19 Kirkjustarf 49/50 Erlent 20/21 Leikhús 58 Menning 22/23, 55/ 60 Myndasögur 60 Akureyri 24 Dagbók 52/56 Árborg 24 Bíó 62/65 Suðurnes 25 Staður og stund 62 Landið 25 Víkverji 64 Daglegt líf 26/33 Velvakandi 64 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66 * * * Innlent  Kaupþing á nú um 200 milljónir í evrum en átti aðeins 60 sl. haust. Deildar meiningar eru um hvað myndi gerast ef bankinn flytti að öllu leyti eigið fé sitt og hlutafé yfir í evrur. Vilja sumir meina að nú njóti bankinn óbeinnar ríkisábyrgðar sem myndi hverfa með upptöku evru og hvað þá flutningi úr landi. Aðrir segja krónuna vera bankanum fjötur um fót. » Forsíða  Frjálslyndi flokkurinn heldur nú landsþing sitt. Í setningarræðu for- manns kom m.a. fram: „Varla er of- mælt að segja að Ísland upplifi nú aðstæður sem aldrei hafa komið upp fyrr í sögu landsins þar sem mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Íslendinga um vinnu.“ Spennandi kosningar um varaformannsemb- ætti fara fram í dag. » Miðopna  Matvörumarkaðurinn er nú und- ir smásjá hjá Samkeppniseftirlitinu. Forstjóri stofnunarinnar segir at- hugunina hafa byrjað um mitt síð- asta ár en hún nær m.a. til smá- söluverslunar og verðlagningar hjá birgjum. » Baksíða  Heimilin í landinu borguðu 17,5% meira í tryggingar í fyrra en árið áð- ur. Á sama tíma tvöfaldaðist hagn- aður tryggingafélaganna. Fram- kvæmdastjóri FÍB segir þetta sýna að ekki sé virk samkeppni á trygg- ingamarkaði. » Baksíða  Landsbankinn stendur vel að vígi samkvæmt uppgjöri. Fyrir utan methagnað varð í fyrsta sinn meira en helmingur tekna hans til erlendis. Innlán viðskiptavina tvöfölduðust líka milli ára en sparnaðarleiðin Icesave hefur slegið í gegn hjá Bretum. » 18 Erlent  John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, segir að mengun og lofts- lagsbreytingar verði eitt af stóru málunum í þingkosningunum síðar á árinu. » 20  Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, hefur kynnt til- lögur sínar um framtíð Kosovo og njóta þær stuðnings Bandaríkjanna og Bretlands. » 21 HAFÍSSPÖNG var landföst í mynni Arnarfjarðar í gær og talið er mjög líklegt að ís reki inn á Vestfirði í dag. Veðurstofan sendi frá sér viðvörun síðdegis í gær og benti á nálægð haf- íss skammt undan Vestfjörðum. Sigl- ingaleiðir á þeim slóðum voru sagðar geta verið mjög varasamar og jafnvel lokaðar litlum bátum. Jón Þórðarson á Bíldudal, sem m.a. sér um vefinn www.bildudalur- .is, ók út í Selárdal við Arnarfjörð og tók myndir af ísspönginni. „Spöngin er nokkur hundruð metra breið og autt þar fyrir utan,“ sagði Jón. „Að sjá yfir í Dýrafjörðinn, að Svalvogum, er spöngin samfelld og landföst þar og lokar alveg firð- inum.“ Jón sagði að vegna þess hve veðrið væri gott gætu stærri skip komist í gegnum ísinn, en ekki plast- bátar. Brimnes BA frá Patreksfirði var að veiðum á Arnarfirði gær og sagði Jón að báturinn hefði landað á Bíldudal í gærkvöldi því hann komst ekki út úr firðinum fyrir ísnum. Auk Brimnessins landaði Höfrungur BA einnig afla sínum í gærkvöldi og voru bátarnir báðir með góðan afla. Jón sagði að sér þætti einkennilegt hve litlar fregnir hefðu verið af ísnum og ekki orð um hann fram eftir degi í gær í fjölmiðlum, hvorki í almennum fréttum né veðurfréttum. Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðing- ur og dósent, vinnur að hafísrann- sóknum við Jarðvísindastofnun Há- skóla Íslands. Þar styðst hún m.a. við radarmyndir úr ENVISAT-gervi- tunglinu sem sýna legu hafíssins hvernig sem viðrar og hvort heldur er á nóttu eða degi. Hún sagði að hæð sunnan við Ísland ylli sterkum suð- vestlægum áttum og það skýrði hve hratt hafísinn hefði nálgast landið. Segja mætti að þetta væri fullkomin uppskrift að hafískomu, en hafísinn væri óvenju sunnarlega nú. Hægt hefði verið í tæpa viku að sjá fyrir hættuna á að hafísinn nálgaðist, en ísrekið hefði orðið hraðara en hún bjóst við. Ísinn er ekki samfelldur en í honum eru þéttar spangir, sem geta verið tugir kílómetra á lengd en jafn- vel ekki nema einn kílómetri á breidd. Ingibjörg sagði að sjóveður- spár í gær reiknuðu með að ísinn ætti eftir að færast enn nær um helgina og líklegt væri að hann bærist inn á firði. Hafísspöng lokaði Arnarfirði Horfur á að haf- ísinn færist nær landi um helgina og inn á Vestfirði Ljósmynd/Jón Þórðarson Hafís Spöngin í Arnarfirði lá frá Selárdal, yfir í Sléttanes og Svalvoga í gær.                  SKIPAFÉLÖGIN Samskip og Eim- skip hafa tilkynnt verðhækkun á fraktflutningum sínum frá 1. febrúar næstkomandi. Á þetta er bent á vef Neytendasamtakanna. Samskip hækka sína gjaldskrá um 5% og Eimskip um 4,5%. Þar segir einnig að félögin leggi á sérstakt olíuálag, 2,75% hjá Samskipum og 2,68% hjá Eimskipi. Margir viðskiptavina skipafélag- anna gagnrýndu á síðasta ári gjald- töku þeirra er tekið var upp svonefnt staðsetningargjald, sem var nokk- urn veginn hið sama hjá félögunum. Félag íslenskra stórkaupmanna, FÍS, sendi inn erindi til Samkeppn- iseftirlitsins, sem vísaði erindinu frá og taldi félögin ekki hafa gerst brot- leg við samkeppnislög. Engu að síð- ur munu nokkur fyrirtæki hafa neit- að að greiða þetta gjald. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri FÍS, segist í samtali við Morgunblaðið telja að nú séu að- stæður allt aðrar, miklar kostnaðar- hækkanir hafi átt sér stað síðustu mánuði og þróun launavísitölu, gengis og fleiri þátta verið með þeim hætti að fyrirtæki hafi orðið að velta þeim kostnaði út í verðlagið. Hækk- un skipafélaganna á sinni gjaldskrá um 4–5% sé, miðað við þessa þróun, í raun eðlileg. Fyrirtækin séu undir stöðugum þrýstingi um að hagræða í rekstri sínum. Því sé útilokað að ætla að skipafélögin hafi átt með sér eitt- hvert samráð að þessu sinni. Verðbólga víðar en á Íslandi Andrés segir það oft gleymast í umræðunni hér á landi að verðbólga sé í fleiri löndum en Íslandi. Víða sé um 5% verðbólga í kringum okkur og sú þróun skili sér í innflutningi til landsins, sem og atburðir eins og uppskerubrestur á ávöxtum. Nú sé verð á ávaxtasafa að rjúka upp úr öllu valdi á heimsmarkaði. Ekki megi heldur gleyma miklum hækk- unum á hrávörum eins og korni, kaffi og sykri. Skipafélögin hækka gjaldskrána um 4,5–5% Í HNOTSKURN »Samskip og Eimskip hafatilkynnt verðhækkun á fraktflutningum sínum, 4,5–5%. »Margir viðskiptavinaskipafélaganna gagn- rýndu á síðasta ári staðsetn- ingargjald þeirra sem var nokkurn veginn það sama. »Framkvæmdastjóri FÍStelur útilokað að skipa- félögin hafi átt með sér eitt- hvert samráð nú. ÍBÚAÞING var haldið í grunnskólanum á Eskifirði fyrr í vikunni. Þar fengu allir bæjarbúar að koma hug- myndum sínum á framfæri. Bæjarstjórnin mun síðan nota ábendingarnar við gerð aðalskipulags Fjarða- byggðar og eins til að forgangsraða umhverfisverk- efnum sem ætlunin er að ráðast í á vori komanda. Þrjár blómarósir bökuðu vöfflur fyrir fundargesti á íbúaþinginu og fengu þær góðar undirtektir. Stúlk- urnar heita, f.v.: Karen Elfa Jóhannsdóttir, Heiður Vil- hjálmsdóttir og Aldís Einarsdóttir. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Blómarósir baka vöfflur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.