Morgunblaðið - 27.01.2007, Page 32

Morgunblaðið - 27.01.2007, Page 32
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is I ngi Már Úlfarsson kann vel að meta lífsgæðin á Íslandi, sennilega betur en flestir jafnaldrar hans hérlendir. Ársdvöl hans í Paraguay leiddi honum fyrir sjónir hversu gott Íslendingar hafa það í raun. Ingi er nýkomin heim eftir að hafa verið skiptinemi í Paraguay síðasta árið. „Ég vildi breyta til og kynnast Suður-Ameríku og fór sem skipti- nemi. Þar sem skólinn var svolítið eins og að fara aftur í tíunda bekk skrópaði ég þar af leiðandi að mestu og vann í staðinn á dagheimili fyrir fátæka krakka, sem annað hvort eru munaðarlausir eða eiga foreldra sem fara illa með þá.“ Ingi bjó hjá vel stæðri fjölskyldu sem m.a. hefur svolítið af þjón- ustufólki. „Nærri allar fjölskyldur eru með a.m.k. eina þjónustukonu, enda nóg af fólki til að sinna slíkum störfum. Það er mikil stéttaskipting og spilling í Paraguay.“ Á dagheimilinu vann Ingi í sjálf- boðavinnu með börnunum, sem voru fimm, sex ára og upp í 14 ára. „Dæmigerður dagur hjá mér gekk þannig fyrir sig að ég hjálpaði börn- unum með heimavinnuna sína eftir hádegi, ef þau á annað borð sóttu skóla. Eftir það voru allir drifnir út í fótbolta. Svo var borðað, tannburstað og farið í sturtu og kannski föndrað og leikið sér áður en krakkarnir fóru heim aftur. Í rauninni fólst mikilvæg- asti hluti starfsins í að sýna krökk- unum umhyggju. Þau þurftu bara að finna að manni var ekki sama.“ Hann segir flest barnanna eiga til fólk sem hikar ekki við að stinga mann fyrir 50 kall en ég varð ekki var við það. Gullna reglan er einfald- lega að passa sig.“ Sjálfur lenti hann tvívegis í því að vera rændur úti á götu, en slíkt er ekki óvenjulegt í Asuncion ef marka má Inga. Í fyrra skiptið var hann á leið í strætóskýli ásamt fimm vinum sínum eftir skemmtun um miðja nótt þegar þrír ókunnir strákar gáfu sig á tal við þá. „Ég var að horfa í aðra átt en þegar ég leit við var búið að stilla öllum vinum mínum upp við vegg og einn aðkomustrákanna var að miða byssu á mig. Hann sagði mér að fara upp að veggnum sem ég gerði og svo rændu þeir okkur koll af kolli. Hins vegar voru þeir orðnir eitthvað stressaðir þegar kom að mér svo þeir létu sér nægja símann minn og hlupu svo í burtu.“ Ingi viðurkennir að þetta hafi ver- ið óþægileg upplifun. „Hins vegar hugsaði ég allan tímann að þeir hefðu enga ástæðu til að skjóta neinn. Þar fyrir utan var ekki einu sinni víst að þetta hafi verið alvöru byssa. Þeir litu a.m.k. ekki út fyrir að vita hvað þeir væru að gera.“ Vandamálin á Íslandi smávægileg Tíu mánuðum síðar endurtók leik- urinn sig þegar strætisvagn sem Ingi tók fór ekki þá leið sem hann ætlaði og hann þurfti að ganga frá götu- horni að öruggri aðalgötu í heldur Morgunblaðið/G.Rúnar Frost Ingi Már Úlfarsson er kominn heim til Íslands úr hitanum í Paraguay. Um leið og rignir myndast allt að metra- djúpar ár á götunum, oft straumharðar... Fátækt Börnin sem Ingi annaðist á dagheimilinu búa flest við erfið kjör. Skrýtið að skilja eitt líf eftir borginni er annað hvort ekki til stað- ar eða virkar ekki. Um leið og rignir myndast allt að metradjúpar ár á götunum, oft straumharðar þannig að þær geta beinlínis verið hættu- legar. Það eru dæmi um að þær taki bíla hreinlega með sér.“ Fátæktinni í borginni fylgir það að mikið er um þjófnaði en Ingi gerir ekki mikið úr hættunni sem því fylgir. „Menn þurfa bara að vita hvað þeir eru að gera og ekki labba á viss- um stöðum á vissum tímum. Þarna er litla eða enga framtíð fyrir sér. „Sum hafa ekki gert annað alla sína ævi en að selja bingó á götunni og fyrir marga af þessum krökkum er það framtíðin líka – að selja eitthvert drasl á götunni til að eiga fyrir mat.“ Byssu miðað á hópinn Ingi bjó í höfuðborginni Asuncion sem er gerólík Reykjavík og öðrum vestrænum borgum að hans sögn. „Ég hef heyrt henni lýst sem borg sem gleymdist í tímanum. Þrátt fyrir að vera höfuðborg landsins er hún einhvern veginn hálfdauð og menn- ingarlífið er mjög lítið. Hún er líka mjög skítug og andrúmsloftið óhreint. Göturnar eru meira og minna ónýtar, því holræsakerfið í ferðalög 32 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sími 530 1500 • husakaup@husakaup.is Sjáumst í sólskinsskapi Úttekt að verðmæti kr. 600.000,- hjá Harðviðarval Þvottavél & þurrkari að verðmæti kr. 300.000,- frá Eirvík K R A FT A V ER K Við erum í sólskinsskapi og gefum þeim sem tryggja sér íbúð að Hallakri 2 eða 4 fyrir 20. febrúar, myndarlegan kaupauka að andvirði kr. 900.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.