Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 33
vafasömu hverfi. „Þegar ég hoppaði
af vagninum rifnaði sandalinn minn.
Ég tók því upp símann og hringdi í
bróður minn en þá reyndist enginn af
fjórum bílum heimilisins vera heima.
Ég þurfti því að rölta á tánum heim í
hitanum. Um fimm mínútna gang frá
heimili mínu sá ég tvo stráka sem
mér fannst mjög grunsamlegir. Ann-
ar virtist vera að pissa og hinn að
skýla honum en fyrsta hugsunin hjá
mér var að nú væri ég að lenda í ráni
aftur. Allt í einu voru þeir komnir
nær og hvor á sína gangstéttina og
ég vissi ekki fyrr en annar þeirra
kýldi mig í andlitið, ýtti mér upp að
vegg og skipaði mér að koma með
símann minn. Svo fóru þeir. Þeir hafa
tekið eftir því þegar ég tók upp sím-
ann til að hringja í bróður minn því
þeir báðu ekki um neitt annað.“
Þó að það hafi verið mikil viðbrigði
fyrir Inga að koma úr örygginu á Ís-
landi til Paraguay segir hann við-
brigðin í raun hafa verið meiri þegar
hann kom heim aftur. „Mér fannst al-
veg fáránlegt að sjá lífsgæðin á Ís-
landi og hvað vandamálin hér eru
smávægileg – við erum ótrúlega
heppin. Núna kann ég rosalega vel
að meta að búa á Íslandi. Jafnvel fólk
sem er í millistéttinni í Paraguay hef-
ur ekki sömu tækifæri og við – vilji-
það t.d. verða tónlistar- eða blaða-
menn hefur það ekki möguleika á
því. Hérna getur hver sem er orðið
hvað sem er ef metnaður er til stað-
ar.“
Ingi vonast til þess að fá tækifæri
til að heimsækja Paraguay aftur.
„Ég klára stúdentinn í vor og vona að
eftir það fái ég tækifæri til að aka
svolítið um Suður-Ameríku og enda
svo í Paraguay,“ segir hann og von-
ast til að fá einhvern íslenskra vina
sinna með sér. „Það er svolítið skrýt-
in reynsla að skilja bara eitt líf eftir
og skipta yfir í annað.“
Hreysi Innan við 500 metrum fra ráðhúsinu í Asuncion er stórt fátækrahverfi sem liggur meðfram ánni Paraguay.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 33
Kominn er þorri, og veturinn víðs
fjarri, eða svo virðist vera. Hér við
Húnaflóann hefur varla sést snjór að
kalla megi. Frostakaflar hafa komið,
en yfirleitt stillt veður. Snjósleðar eru
á lágu verði, og aðalskíðasvæði lands-
manna eru okkur svo fjarri, að þetta
tíðarfar hefur ekki truflað mannlífið
að neinu marki.
Um áramótin tók Fæðingarorlofs-
sjóður til starfa, opnuð var með við-
höfn starfsstöð í fyrrum skrif-
stofurými Kaupfélagsins, en það
höfðu iðnaðarmenn héraðsins unnið
hörðum höndum í nokkrar vikur við
að breyta formföstu skrifstofurými í
nýtísku skrifstofur. Vinnumálastofn-
un er yfir sjóðnum og bauð til teitis í
tilefni opnunarinnar. Mætti þar
margt fyrirmanna í þessum mála-
flokki og var mál manna að afar vel
hefði tekist til með skipan mála. Níu
manns vinna við sjóðinn og eru flestir
með háskólamenntun. Forstöðu-
maður Fæðingarorlofssjóðs er Leo
Örn Þorleifsson.
Áþorranum er helst eftirvænting
fólks hvernig til tekst með þorrablót-
in. Haldin eru þrjú almenn þorrablót í
héraðinu, auk ýmissa smærri blóta á
vegum félagasamtaka. Á Hvamms-
tanga er árlegt blót, sem um 300
manns sækja. Þar rís hæst leikinn
annáll, þar sem tekið er fyrir bæjar-
og mannlíf staðarins. Fá þar ýmsir
nokkrar skrokkskjóður og verða um-
ræðuefni fólks næstu vikurnar. Eng-
inn meiðist þó að marki á þessari
samkomu og finnst jafnvel betra að
eftir þeim hafi verið tekið en að árið
hafi liðið hjá í tilgangsleysi.
Mannlíf er gott í héraðinu og tiltrú
fólks á búsetu hér virðist aukast. All-
ar húseignir sem boðnar eru til sölu
seljast, sumar á hærra verði en upp-
haflega er auglýst. Er þetta nokkur
nýlunda, því áður fyrr urðu seljendur
oft að sætta sig við lækkun á verði
eigna sinna. Erfiðlega gengur þó að
fjölga íbúum héraðsins og eru ýmsir á
þeirri skoðun að sárlega vanti íbúðar-
húsnæði í héraðinu.
Búnaðarsamband Vestur-Húnvetn-
inga og búgreinasambönd héraðsins
héldu Agli Gunnlaugssyni fyrrum
héraðsdýralækni heiðurssamsæti nú
á dögunum, en hann lét formlega af
því embætti á liðnu ári eftir 42 ára
starf. Fjöldi bænda og annarra hér-
aðsbúa heiðraði hann með komu á
hófið, sem var haldið í Félagsheim-
ilinu á Hvammstanga. Hlaut hann að
gjöf listaverk unnið af Helga Björns-
syni tréskurðarmanni úr Miðfirði.
HVAMMSTANGI
Karl Sigurgeirsson fréttaritari
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Við Húnaflóann Þorrasól á
Hvammstanga.
úr bæjarlífinu