Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 35
LAGT hefur verið fram á Al-
þingi Íslendinga frumvarp til
nýrra laga um heilbrigðisþjón-
ustu. Við lestur frumvarpsins
vakna áleitnar spurningar um
það, fyrir hvern heilbrigðisþjón-
ustan á Íslandi sé og hagsmuna
hverra sé verið að gæta.
Í fyrsta kafla frumvarpsins er
sagt að markmið lag-
anna sé „að allir
landsmenn eigi kost á
fullkomnustu heil-
brigðisþjónustu, sem
á hverjum tíma eru
tök á að veita til
verndar andlegri, lík-
amlegri og félagslegri
heilbrigði í samræmi
við ákvæði laga þess-
ara, lög um almanna-
tryggingar, lög um
réttindi sjúklinga og
önnur lög eftir því,
sem við á“. Þessi inn-
gangur lofar góðu um innhald
laganna enda að mestu samhljóða
upphafsorðum gildandi laga um
sama efni og reyndar allra laga
um heilbrigðisþjónustu á Íslandi
allt frá árinu 1933. Við lestur
frumvarpsins færist hinsvegar
þoka yfir þessi fögru fyrirheit en
úr þokunni tvinnast tveir rauðir
þræðir, sem loks bindast í einn
harðan og rauðan hnút, sem lang-
an tíma mun taka að leysa ef
hnýttur verður.
Hverfum um stund aftur til
fjórða áratugar síðustu aldar. Ís-
lendingar voru að vakna úr viðj-
um fátæktar og fornra siða og
framsýnir forystumenn sáu fram
á það að velsæld þjóðarinnar yrði
bezt tryggð með aukinni mennt-
un, fjölbreyttri atvinnuuppbygg-
ingu og aðgengi allra landsmanna
að góðri heilbrigðisþjónustu. Því
var það mikið gæfuspor þegar
sjúkrasamlögin voru sett á stofn
en þau áttu að tryggja lands-
mönnum öllum beztu læknisþjón-
ustu, sem völ var á óháð efnahag
hvers og eins. Gert var mynd-
arlegt átak í uppbyggingu
sjúkrahúsa og læknisþjónusta
aukin hvarvetna. Menntun heil-
brigðisstétta var á næstu árum
efld mjög, læknanám styrkt,
hjúkrunarskólar stofnaðir og á
næstu áratugum jókst mjög sér-
hæfing í heilbrigðiskerfinu enda
framfarir í læknavísindum hrað-
ar. Margar nýjar stéttir háskóla-
menntaðra manna og kvenna
hösluðu sér völl á ýmsum sviðum
heilbrigðisþjónustunnar, lands-
mönnum til heilla. Jafnhliða jókst
velmegun þjóðarinnar á flestum
sviðum að því marki að Íslend-
ingum hefur tekizt að koma sér í
röð hinna fremstu og gildir þá
nánast einu, hvaða mælistikum er
beitt. Allt, sem hér er rakið, átti
sér stað með þeim hætti að vel
menntað starfsfólk og kjörnir
fulltrúar fólksins í landinu báru
gæfu til að vinna saman að þess-
ari þróun, oftast í góðri sátt við
landsmenn, sem að sjálfsögðu
nutu góðs af. Þeir, sem fóru með
landstjórnina hlustuðu á, leituðu
ráða hjá og virtu ráðleggingar
þeirra, sem aflað höfðu sér
menntunar og reynzlu, iðulega á
virtum háskóla- og vísindastofn-
unum á erlendri grund.
Árangurinn af því starfi, sem
hér hefur verið rakinn, er fyr-
irmönnum oft tilefni til að hrósa
sér og sínum nánustu, einkum á
tyllidögum og stundum er eins og
„allir vildu Lilju kveðið hafa“.
Þótt margt hafi mjög vel til
tekizt þá hafa stundum verið
hnýttir vanhugsaðir hnútar.
Sjúkrasamlögin reyndust mörg of
lítil og vanmegnug til að tryggja
félagsmönnum sínum nægilega
traustar tryggingar og voru
smám saman sameinuð og síðan
lögð niður en Tryggingastofnun
ríkisins falin verkefni þeirra.
Jafnframt hættu landsmenn að
greiða iðgjöld, sérmerkt sjúkra-
tryggingum, og nú er Trygg-
ingastofnun úthlutað fé af skött-
um þeirra, sem skatta greiða.
Þannig hefur fjárveitingavaldið
nú síðasta orðið um það, hvað al-
mannatryggingasjóður lands-
manna getur gert til að tryggja
landsmönnum læknisþjónustu.
Sami sjóður er einnig notaður til
að greiða landsmönnum ýmsar
félagslegar bætur og lífeyri.
Þannig hefur hugtakið al-
mannatryggingar dofnað í hugum
fólksins í landinu,
og hafa sumir á orði
að ríkið skammti
landsmönnum nú
ölmusu í stað þess
að þegnarnir hafi,
með framlögum sín-
um, lagt til hliðar fé
til þeirrar sam-
hjálpar, sem sjúkra-
samlögin áttu að
tryggja.
Snúum okkur þá
aftur að rauðu
þráðunum tveimur,
sem ganga í gegn-
um framvarp það til laga um heil-
brigðisþjónustu, sem nú liggur
fyrir.
Annar þráðurinn snýst um al-
ræðisvald ráðherra heilbrigð-
ismála yfir því heilbrigðiskerfi,
sem frumvarpshöfundar sjá fyrir
sér á Íslandi. Sjálfur hef ég
þekkt og starfað með öllum ráð-
herrum, sem farið hafa með
þennan málaflokk síðustu þrjá
áratugina. Allt hafa þetta verið
hinir mætustu menn og konur,
sem eflaust hafa lagt sig fram um
að leysa störf sín vel af hendi og
sótt sér ráð til þeirra, sem þeir
bezt treystu. Hinsvegar leyni ég
ekki þeirri skoðun minni að eng-
um þeirra hefði ég treyst til að
fara með það alræðisvald, sem
ráðgert er að veita eftirmönnum
þeirra nái þetta frumvarp fram
að ganga. Ég hvet þingmenn og
raunar þjóðina alla til að skoða
frumvarpið, efni þess og inntak
mjög vandlega áður en slík álög
verða lögð á heilbrigðiskerfið,
sem að mínu mati mun leiða til
mun lakari heilbrigðisþjónustu á
Íslandi en við njótum í dag.
Hinn rauði þráðurinn snýr að
því valda- og stjórnkerfi, sem
fyrirhugað er að lögfesta á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi, sem
er ung stofnun, til orðin við sam-
runa þriggja sjúkrahúsa, sem
vaxið höfðu úr grasi, dafnað og
þróað með sér gott samstarf á
síðari hluta síðustu aldar. Öll
voru þau sjúkrahús fjármögnuð
úr sameiginlegum sjóðum lands-
manna, öll tóku þau þátt í mennt-
un heilbrigðisstétta, öll höfðu þau
mikinn faglegan metnað og gátu
litið hvert til annars þegar kom
að rekstrarlegum samanburði þar
sem allir reyndu að skila sam-
félaginu sem mestum arði af því
fjármagni, sem til spítalanna var
veitt. Öll voru þessi sjúkrahús
byggð upp og rekin með það að
markmiði að veita þeim, sem
þangað sóttu eins góða og örugga
þjónustu og kostur var miðað við
aðstæður hverju sinni og öll
lögðu þau sig fram um að búa
starfsmönnum sínum gott vinnu-
umhverfi, enda ríkti á þeim tíma
nokkur samkeppni um gott
starfsfólk. Fjarlægðir milli
stjórnenda og starfsfólks voru
stuttar og ákvarðanir um fagleg
og rekstrarleg málefni jafnan
teknar með samráði og samstarfi
þeirra, sem bezt voru að sér um
hin fræðilegu efni og þeirra, sem
falið var að stýra sjúkrahúsunum
hverju sinni.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að ráðherra skipi forstjóra Land-
spítala til fimm ára í senn. Ekki
virðast gerðar neinar hæfn-
iskröfur til forstjóraefna, eins og
þó er gert í núgildandi lögum.
Hinsvegar skipar ráðherra, án
tilnefningar, þriggja manna
nefnd til að meta hæfni for-
stjóraefna og segir að „fulltrúar í
nefndinni skulu hafa þekkingu á
starfsmannamálum, stjórnsýslu
og heilbrigðisþjónustu“. Ráð-
herra má ekki skipa forstjóra,
nema nefndin hafi talið hann
hæfan.
Forstjóra spítalans eru síðan
veitt áður óþekkt og jafnframt
ógnvekjandi völd til að drottna
yfir spítalanum. Alþingismenn
hafa fram til þessa sem fulltrúar
eigenda spítalans, fólksins í land-
inu, skipað stjórnarnefnd, sem
hefur verið hin formlega stjórn
spítalans og æðsta stjórnvald.
Stjórnarnefndin verður lögð nið-
ur en í stað hennar skipar ráð-
herra (án tilgreindrar tilnefn-
ingar eða menntunar) fimm
manna „ráðgjafarnefnd“, sem
virðist valdalaus hópur manna,
sem forstjóri boðar til samráðs-
funda eigi sjaldnar en tvisvar á
ári.
Þá eru í frumvarpinu þurrkuð
út áhrif og ítök lækna, rætt um
að leggja niður læknaráð, en
læknaráð gegndu veigamiklum
hlutverkum á sjúkrahúsunum
fram að sameiningu. Áhrif lækna-
ráðs hafa verið skert hin síðari ár
en læknaráð hefur enn styrka
stöðu í lögum þar sem segir í
32.1. gr. núgildandi laga: „Á há-
skóla- og kennslusjúkrahúsum
skal starfa læknaráð. Læknaráð
skal vera stjórnendum til ráðu-
neytis um öll læknisfræðileg at-
riði í rekstri sjúkrahússins og ber
stjórnendum að leita álits lækna-
ráðs um allt, sem varðar lækn-
isþjónustu sjúkrahússins.“
Í frumvarpinu segir hinsvegar:
„Sé starfandi læknaráð innan
heilbrigðisstofnunar skal það
vera forstjóra og framkvæmda-
stjórn til ráðuneytis um lækn-
isfræðileg atriði í rekstri stofn-
unarinnar og ber þeim að leita
álits læknaráðs um mikilvægar
ákvarðanir sem varða lækn-
isþjónustu stofnunarinnar.“
Spyrja má: Hvað eru „mik-
ilvægar ákvarðanir, sem varða
læknisþjónustu“ að mati for-
stjóra?
Þá hafa frumvarpshöfundar
hægt og hljóðalaust þurrkað út
ákvæði um faglega og rekstr-
arlega ábyrgð yfirlækna sér-
greina læknisfræðinnar á sjúkra-
húsinu, minnkað hæfniskröfur við
ráðningu sérfræðilækna og veitt
forstjóra ótakmarkað vald til að
ráða starfslið.
Hér hefur einungis verið drep-
ið á örfá atriði í frumvarpi til
laga um heilbrigðisþjónustu, sem
vekja lesandann til umhugsunar
um það fyrir hvern frumvarpið sé
samið, hverra hagsmuni því sé
ætlað að vernda og hverra stöðu
að skerða.
Þótt að mörgu leyti hafi vel til
tekizt varðandi heilbrigðisþjón-
ustuna á Íslandi á undanförnum
áratugum þá er staða hennar
ekki það traust að hún þoli aðför
eins og þá sem lesa má í því
frumvarpi til laga, sem nú liggur
fyrir Alþingi. Þótt sjálfsagt sé að
styrkja og skýra stöðu æðstu
stjórnenda og embættismanna
hins opinbera eru takmörk fyrir
því, hversu miklu er fórnandi fyr-
ir það verkefni þegar kemur að
þeim, sem njóta eiga þjónust-
unnar og þeim sérmenntuðu
starfsmönnum, sem þjónustuna
veita, flytja inn þekkinguna, laga
hana að íslenzkum aðstæðum og
leitast sífellt við að veita þá beztu
heilbrigðisþjónustu, sem völ er á
hverju sinni. Heilbrigðisþjón-
ustan verður aldrei sterkari en
veikasti hlekkurinn.
Hér er verr farið en heima set-
ið.
Lög fyrir hverja?
Eftir Sigurð Björnsson »Ég hvet þingmennog raunar þjóðina
alla til að skoða frum-
varpið, efni þess og inn-
tak mjög vandlega áður
en slík álög verða lögð á
heilbrigðiskerfið.
Sigurður Björnsson
Höfundur er læknir og áhugamaður
um góða heilbrigðisþjónustu.
FÉLAGSMÖNNUM í Frjálslynda
flokknum hefur fjölgað mjög á
undanförnum dögum og gert er
ráð fyrir að enn fleiri gangi í
flokkinn í dag til að taka þátt í
kosningu stjórnar og þá ekki síst
vegna varaformannskjörsins. Val-
ið stendur milli núverandi vara-
formanns, Magnúsar Þórs Haf-
steinssonar, og Margrétar
Sverrisdóttur sem áður var fram-
kvæmdastjóri flokksins.
Töluverð spenna hefur verið
innan Frjálslynda flokksins und-
anfarið og er harkan í varafor-
mannskjörinu til marks um hana.
Athygli vakti við setningu lands-
þingsins að Margrét Sverrisdóttir
var ekki komin í sæti sitt, við há-
borð fundarins, þegar Guðjón hóf
ræðu sína rétt fyrir auglýstan
tíma. Guðjón hefur þegar lýst yf-
ir stuðningi við Magnús og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins reyna bæði að koma „sínu
fólki“ í stöðu ritara en Margrét
hefur gegnt því embætti sl. ár.
Fimm manns hafa nú þegar gefið
kost á sér í embættið: Sólborg
Alda Pétursdóttir, Guðrún María
Óskarsdóttir, Ásgerður Jóna
Flosadóttir, Kolbrún Stef-
ánsdóttir og Hanna Þrúður Þórð-
ardóttir.
Smalað til vara-
formannskjörs
tir þekkja
gt að auka
ryggja
ptum við
r-
alþjóðlegu
rf að laga
em al-
ríkjum,“
r afnámi
ksemdir
Íslandi
ð með
rir lægri
kki orðið
ætti við
yrfti ekki
til lengri
yrði stöð-
stjórn-
á for-
best á
a í því að
r en að
tturinn
skattur.
„Það verður að horfa á samspil
skerðingarreglna Tryggingastofn-
unar ríkisins samkvæmt lögum,
skattkerfið og skattleysismörk
ásamt lífeyriskerfinu til þess að
tryggja þau sameiginlegu markmið
okkar í Kaffibandalaginu svokall-
aða, að rauntekjur eftir skatta og
skerðingar nægi til framfærslu
hvers og eins. Fólk á ekki að þurfa
að vera í biðröð hjá sveitarfélögum
eftir félagslegri aðstoð svo það geti
keypt mat og aðrar nauðsynjar, þar
með talin lyfin sem fólk þarf.“
Guðjón kom einnig inn á sam-
göngumál og sagði þjóðvegi lands-
ins skipta landsbyggðarfólk miklu
máli, ekki síst þar sem flutningar
færu mikið til um vegi. „Bílaeign er
mjög mikil og krafa fólksins, sem
stjórnvöld verða að svara, er um
meira umferðaröryggi með betri
vegum og varanlegar samgöngu-
lausnir í vegagerð, þjóðvegi sem
ávallt eru opnir og akfærir, jafnvel í
mjög vondum veðrum. Hægt er að
mæta þessum kröfum þar sem nú
eru raunhæfar lausnir í boði með
jarðgöngum og þverunum fjarða, til
þess að stytta vegalengdir, aksturs-
tíma og auka umferðaröryggi,“
sagði Guðjón. „Varla er meiri arð-
semi að finna í verklegum fram-
kvæmdum sem einnig styrkja
byggðir í landinu. Hik í þessum mál-
um er sama og tap fyrir okkur.“
Guðjón sagði kvótakerfið hafa
leikið landsbyggðina grátt. Útgerð-
in væri með allt vald og þrautpíndur
leiguliðinn arðrændur hvern einasta
dag. „Leigu- og sölukerfið er óþol-
andi ranglæti. Veiðirétturinn átti
aldrei að vera annað en nýting-
arréttur, eins og réttlátt sóknarkerfi
býður upp á,“ sagði Guðjón og blés á
að núverandi kerfi teldist hagkvæmt
þar sem skuldir sjávarútvegsins
hefðu aukist gríðarlega sl. áratug.
Hófleg stóriðja
Guðjón sagði ekki að furða að
landsbyggðarfólk leitaði logandi
ljósi að nýtingu orku á sínum heima-
svæðum, þar sem kvótakerfið hefði
leikið landsbyggðina svo grátt.
„Hóflega stóriðju, þó álver séu, er
ekki hægt að útiloka í þeirri at-
vinnuleit. Stjórnvöld eiga að hafa
stefnu í nýtingu orkunnar og hana á
að verðleggja hærra en gert hefur
verið og meðal annars þannig að
takmarka orkusölu í aðeins eina
framleiðslu, oftast ál.“
Guðjón fagnaði þeirri fjölgun sem
hefur orðið í Frjálslynda flokknum
og sagði málefnastöðuna vera góða.
„Látum ekki fólkið í öðrum flokkum
villa okkur sýn. Auðvitað gleðjast
þeir flestir ef við misstígum okkur,“
sagði Guðjón. „Okkur var mörgum
hafnað þar sem við vorum áður. Ég
fagna því þegar gott fólk gengur til
liðs við okkur. Það eiga allir sínar
góðu hliðar en það er oft viðmót
annarra sem laðar þá jákvæðu
krafta fram,“ sagði Guðjón og hvatti
flokkinn til að breyta vaxtarverkj-
unum í jákvæða orku. „Ofvirkir
strákar og stelpur verða oft á tíðum
besta athafnafólkið. Gleymum því
ekki,“ sagði hann að lokum og setti
landsþing Frjálslynda flokksins.
Ræðuna í heild má nálgast á:
http://www.mbl.is/itarefni.
rs Kristjánssonar, formanns Frjálslyndra
erkjum í orku
slyndra
Morgunblaðið/Golli
nús Þór Hafsteinsson í varaformannskjöri.
Morgunblaðið/Sverrir
rrisdóttir gefur kost á sér til varaformanns
ram á landsþinginu kl. 15 í dag.
halla@mbl.is