Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Anna Þóra Guð-mundsdóttir Harned fæddist í Reykjavík 7. júlí 1939. Hún lést 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Ágústsson bakarameistari og skákmaður, f. 8.11. 1916, d. 17.10. 1983, og Þuríður Ingibjörg Þórarins- dóttir (Dóa), f. 18.4. 1915, d. 20.2. 2002. Anna fluttist til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni árið 1964 og bjó þar til dauðadags. Systkini Önnu eru: a) Þórarinn eðlisfræð- ingur og kennari við Mennta- skólann í Reykjavík, f. 4.5. 1936, d. 6.8. 1991, kvæntur Sigríði Steingrímsdóttur, f. 20.11. 1933, Björk, f. 9.7. 2001, og Anna Elín, f. 15.9. 2003. 2) Eva Georgsson textílhönnuður í New York, f. 28.6. 1962, gift Nicholas Miliakos framkvæmdastjóri í New York, f. 8.3. 1968. Börn þeirra eru Anna Þóra, f. 28.9. 1998, og Zoe, f. 8.9. 2000. 3) Sverrir Ólafur Georgsson kennslufræðingur, f. 27.7. 1970. 4) (Fóstursonur) Georg Már Sverrisson húsasmið- ur í Reykjavík, f. 9.11. 1956, kvæntur Esther Helgu Ólafs- dóttur, starfsmanni Kreditkorta hf. í Reykjavík, f. 31.3. 1964, börn þeirra eru Viktor, f. 10.12. 1987, Sverrir, f. 30.3. 1994, og Eva Björk, f. 2.5. 1996. 5) Nancy Harned Warner, f. 10.9. 1957, gift Robert W. Warner, f. 14.6. 1957, börn þeirra eru Ingrid, f. 2.4. 1989, Kirsten, f. 26.9. 1991, og Hannah, f. 8.1. 1998. Anna lauk prófi í félagsfræði frá Adelphi University í New York 1983. Anna Þóra verður kvödd hinstu kveðju frá Rossmoor Community Church, Monroe Township í New Jersey í dag og hefst athöfnin klukkan 11. b) Edgar verkfræð- ingur, f. 16.10. 1940, kvæntur Hönnu Ei- ríksdóttur, f. 26.7. 1941, c) Ágústa Ph.D. prófessor við HÍ, f. 2.7. 1945, gift Jóni Braga Bjarna- syni Ph.D prófessor, og d) Steinunn, f. 20.10. 1950, d. 2.11. 2002, gift Guðmundi Vikari Einarssyni lækni, f. 8.2. 1949. Eiginmaður Önnu er Edwin Percy Harned, fv. svæðisstjóri hjá IBM í New Jersey, f. 29.7. 1930. Börn þeirra eru: 1) María Anna Georgsson, læknir í New Jersey og sérfræðingur í melting- arfærasjúkdómum, f. 20.9. 1960, gift Pétri Hansson lögfræðingi, f. 27.6. 1958, börn þeirra eru Sara Anna varð í öðru sæti í fegurð- arsamkeppni Íslands árið 1957 og tók þátt í keppninni um ungfrú Evrópu í Tyrklandi sama ár. Þá var hún ljósmyndafyrirsæta á Íslandi og í Danmörku um tíma og starfaði einnig sem flugfreyja. Anna starfaði síðan sem ljós- myndafyrirsæta í New York um nokkurra ára skeið og prýddu myndir af henni fjölda þekktra tískublaða. Þá starfaði hún að vel- ferðarmálum áfengissjúklinga og átti stóran þátt í því að leggja grunninn að nútímameðferð við áfengissýki hér á Íslandi með því að koma á ferðum Íslendinga til áfeng- ismeðferðar á Freeport-sjúkrahús- inu í New York. Fyrir frumkvöðulsstarf sitt á þessu sviði var hún sæmd ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1983. Anna lauk prófi í fast- eignasölu frá Weidell í New Jersey og starfaði ásamt Ed, manni sínum, að fasteignasölu í New Jersey í nokkur ár. Anna var vinmörg og með eindæmum ræktarsöm við vini sína sem og ættmenni. Anna greindist með illvígan blóðsjúkdóm fyrir 18 árum sem tókst að halda í skefjum þar til fyrir fáeinum mán- uðum að hann breyttist í bráðahvít- blæði sem varð henni að aldurtila langt fyrir aldur fram. Við gerum orð Eds eiginmanns hennar að okk- ar, en hann sagði að 20 ára hjóna- band þeirra hefði jafnframt verið ástarsamband hvern einasta dag. Anna var umvafin aðstandendum sínum til hinsta dags enda sagði hún að ef ást gæti læknað þennan sjúkdóm væri hún alfrísk fyrir löngu. Við eftirlifandi systkini Önnu og makar okkar getum ekki með orðum þakkað henni ævilanga vin- áttu og hjálpsemi sem aldrei bar skugga á og biðjum guð að blessa minningu hennar. Edgar og Ágústa. Anna Þóra móðursystir okkar lést hinn 9. janúar sl. Við minnumst hennar með söknuði og sorg og samhryggjumst af öllu hjarta henn- ar nánustu; Ed, Maju, Evu og Sverri, mökum þeirra og barna- börnum Önnu. Anna var einstök og minningin um hana mun alltaf lifa með okkur. Hún er í minningunni eins og tígu- legur fugl með gríðarlegt vænghaf. Við vorum mörg sem fengum að njóta skjóls vængjanna og fara á flug með þessum fagra fugli. Anna frænka var jákvæð, skemmtileg og gefandi og naut þess að taka þátt í lífi allra í kringum sig. Hún var full af orku, elskaði að bjóða fólki heim, flytja, endurskipu- leggja heima hjá sér eða hjá öðrum. Hún lifði lífinu lifandi og skapandi fram á síðustu stund. Börnin henn- ar sáu til þess að Anna fengi að dreyma sína drauma fram að hinsta augnabliki. Daginn áður en hún dó var hún að tala um nýja húsið sem þau Ed ætluðu að festa kaup á. Hugurinn bar hana alltaf víða og það var svo gaman að vera í kring- um hana. Hún var sífellt að skipu- leggja eitt eða annað, en var hins vegar alveg sama þótt breytingar yrðu á plönum. Hún var gædd ein- stakri aðlögunarhæfni, skemmtileg- ur eiginleiki sem einkennir systkini hennar líka, og fyrir henni var allt svo auðvelt. Að missa nákomna frænku og svo sterka fyrirmynd sem Anna var í okkar huga er svo sárt, en minnir um leið á hversu dýrmætt og stutt lífið er og hve mikilvægt er að njóta hvers augnabliks. Með ást og söknuði, Anna Theodóra og Þóra. Látin er kær frænka og yndisleg vinkona. Það er tómlegt að hugsa til að þess að síminn hringi ekki framar með Önnu frænku handan línunnar. Í hvert skipti sem við töluðum sam- an urðu fjarlægðir að engu. Hún hafði þau áhrif á mig að mér leið betur og í lok hvers samtals fannst mér ég tilbúnari að takast á við líf- ið. Anna var einstök. Hún var ekki einungis falleg og góð, heldur var hún besti hlustandi sem ég hef þekkt. Hún var næm, hafði ríka kímnigáfu og var fljúgandi greind. Áttum við ómældar ánægjustundir þar sem við rifjuðum upp lífshlaup- ið eða ræddum allt milli himins og jarðar. Hún hafði stálminni og var alltaf með á nótunum. Aldrei þreyttist hún á að gefa góð ráð og leita úrslausna, sama hver átti í hlut. Greiðasemin var henni í blóð borin og sú greiðasemi rann áreynslulaust fram og án allra skil- yrða. Vakandi og sofandi hjálpaði hún hinum fyrstu Íslendingum sem fóru í meðferð á Freeport og hún aðstoðaði viðskiptavini sína þegar hún var fasteignasali við atriði sem fæstir hefðu látið sig nokkru varða. Frændgarðurinn allur, þeir sem minna máttu sín og vinir nutu einn- ig hennar óþrjótandi umhyggju. Þegar Magga dóttir mín fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína var hún þeim dýrmætur stuðningur og hjálparhella. Anna fæddist á Vesturgötunni þar sem hún ólst upp í glaðværum systkinahópi. Hún átti góða for- eldra og var líf og fjör á gestkvæmu heimili. Eftir að hún fluttist til Bandaríkjanna kom hún oft heim og þá var eins og hún hefði aldrei flust burtu því ræturnar voru djúp- ar. Hafði hún unun af að rifja upp bernskuna í bakaríisfjölskyldunni. Móðir hennar og ég bjuggum síðar í sama húsi og var samband þeirra mæðgna alltaf náið. Önnu var vel- ferð móður sinnar mikils virði og fannst erfitt að vera ekki nær þegar heilsu hennar hrakaði. Anna var sjálf góð móðir og átti kærleiksríkt samband við börn sín og fjölskyldu. Hún naut barnabarnanna sem voru henni gleðigjafar og vildi svo gjarn- an fá að fylgjast með uppvexti þeirra. Anna var hamingjusöm í sínu einkalífi og hafði oft á orði við mig hversu lífið væri henni gjöfult en hún þekkti sannarlega lífið með þrautum þess og sorgum. Börn hennar hafa erft eiginleika móður sinnar og umvöfðu þau hana ástúð í veikindum síðustu vikna. Einnig stóð Ed eiginmaður hennar við hlið hennar sem klettur. Veit ég að það var henni ómetanlegt. Anna þráði lífið og trúði á mátt jákvæðrar hugsunar. Ed, Mæju, Evu og Sverri votta ég ásamt börnum mínum einlæga samúð. Missir þeirra er mikill. Megi himnafaðirinn gefa þeim styrk og kjark. Blessuð sé minning minn- ar kæru frænku Önnu Þóru. Sveindís Þórisdóttir. Ég veit að harmatölur við brott- för Önnu Þóru mágkonu minnar eru gagnstæðar lífsmáta hennar. Lífsgleði og kjarkur var henni í blóð borinn. Hún lét sig varða fjöl- skylduna, ræktaði stóran vinahóp og studdi þá sem minna máttu sín. Önnu Þóru fylgdi ferskur andblær sem náði heimsálfanna á milli. Það hefur verið okkur styrkur að eiga hana að. Fundum við það síðast á erfiðum tímum nú í sumar. Með söknuði kveð ég mágkonu mína og þakka henni samfylgdina. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Ástvinum Önnu Þóru sendi ég samúðarkveðjur. Sigríður Steingrímsdóttir. Á hillu einni á æskuheimili mínu í Vesturberginu stóð mynd af þeim systrum, Steinu, Gústu og Önnu Þóru, ásamt forseta Íslands í þá daga, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Engu líkara var en að Vigdís væri fjórða systirin, svo vel féll hún inn í hópinn. Allar voru þær ljósar yfirlitum og skælbrosandi þar sem þær héldu þétt hver utan um aðra líkt og gamlar vinkonur úr mennta- skóla. Myndin var tekin árið 1983 við móttökuathöfn á Bessastöðum í til- efni afhendingar hinnar íslensku fálkaorðu. Önnu Þóru hafði hlotnast heiðurinn vegna frumkvæðis henn- ar að hinum svonefndu Freeport- ferðum fyrir áfengissjúklinga. Þannig gafst ómældum fjölda Ís- lendinga kostur á fyrsta flokks meðferð við Freeport-sjúkrahúsið á Long Island vegna áfengismisnotk- unar, en fram að þeim tíma voru engin viðvarandi úrræði til á Íslandi við slíkri fíkn. Sjálf minntist Anna aldrei á orð- uveitinguna við mig eða önnur af- rek sín yfirleitt enda lítið fyrir að þenja sig. Af nógu var þó að taka. Auk afraksturs Freeport-ferðanna má nefna glæsilegan feril hennar sem ljósmynda- og tískufyrirsæta í New York á yngri árum og síðar stórkostlegan árangur hennar sem einn söluhæsti fasteignasali í New Jersey-ríki. Í hátt á annan áratug komst hún á hinn svokallaða milljón dollara lista yfir dugmestu fast- eignasala ríkisins. Þó er rétt að taka fram að kraft- ur Önnu var fremur drifinn áfram af bjartsýni og jákvæðu hugarfari en af eldmóð eða skefjalausum metnaði. Vissulega vildi hún sjá ár- angur af verkum sínum, en þá í því skyni að láta gott af sér leiða frem- ur en að koma sjálfri sér á ein- hverja tinda. En Anna var ekki ein- ungis athafnakona á sviði áfengisvarna og fasteignaviðskipta. Hún lét ekki síður til sín taka innan fjölskyldunnar, enda vandasamt að halda hópinn þegar heilt Atlantshaf skilur á milli. Eitt sinn áttum við fjölskyldan leið vestur um haf. Lét ég þá Önnu vita af komu okkar. Aðeins um hálf- tíma síðar var hún tilbúin með full- búna áætlun um hvernig við gætum hitt nánast alla amerísku ætt- ingjana á einni viku. Þannig tókst okkur að hitta Sverri í Pennsylv- aníu, Önnu sjálfa og Mæju í New Jersey auk Evu, Önnu Tesu og Þóru í New York. Anna hafði þá skipulagt af herstjórnarlegri ná- kvæmni allar tímasetningar, fjölda gistinátta á hverjum stað auk hag- kvæmasta ferðamátans í hvert sinn. Auk þess að vera dugleg og dríf- andi var Anna óvenjulega opin per- sóna. Ef viðkvæm mál bar á góma var næsta víst að Anna hafði frá einhverju bitastæðu að segja. Vitn- aði hún þá oft í ýmis persónuleg at- vik úr eigin lífi. Fyrir vikið fór mað- ur iðulega af hennar fundi nokkuð upplýstari og stundum víðsýnni en áður. Anna Þóra var lífsglöð kona sem ávallt leit fram á veginn. Hún var framtakssöm og fylgin sér en gekk ætíð fram af opnum hug með bjartsýni að leiðarljósi. Að hafa átt frænku sem var jafn rík af lífsorku og Anna Þóra er mislyndum bróð- ursyni holl áminning um hvað já- kvætt lífsviðhorf ræður miklu um hvort lífið sé varðað stöðugum hindrunum eða ótal spennandi tækifærum til góðra verka. Guðmundur Edgarsson. Elsku Anna frænka, við þökkum þér þá ástúð, hlýju og tryggð sem þú hefur ávallt sýnt okkur. Þú munt ætíð eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Þínum anda ætíð fylgdi gleði gamansemin auðnu þinni réði. Því skaltu halda áfram hinum megin með himnaríkisglens við mjóa veginn. Ég vona að þegar lífi mínu lýkur ég líka verði engill gæfuríkur. Þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já, það verður gam- an. (Lýður Ægisson.) Agla Huld og Helga Dröfn. Mig langar til að nota nokkur orð til að minnast elskulegrar móður- systur minnar, Önnu Þóru Guð- mundsdóttur. Anna var kona sem hefur snert mörg hjörtu með sinni einstöku hjálpsemi og dugnaður hennar í líf- inu var fyrirmynd margra annarra. Hún lét hindranir ávallt sem vind um eyru þjóta, og náði flestum þeim markmiðum sem hún setti sér. Hún skilur eftir sig gott ævistarf, bæði samfélagslega þegar litið er á öll þau góðverk sem hún hefur unn- ið í þágu þeirra sem átt hafa í erf- iðleikum og eins þegar litið er á yndislegu börnin hennar; Mæju, Evu og Sverri og það fjölskyldulíf sem hún, Ed og börnin sköpuðu. Minningar mínar um Önnu teygja sig langt aftur í bernsku þegar við systurnar bjuggum með foreldrum okkar í Bandaríkjunum. Það var alltaf spennandi að vera með Önnu og mikið fjör í kringum hana. Hún var forvitin, leyndi ekki skoðunum sínum, sýndi öllum áhuga og var einstaklega fljót að koma öllu í verk. Allt þetta gerði hana að heillandi og skemmtilegri manneskju. Þegar ég fór síðar í nám til Bandaríkjanna studdi hún mig með ráðum og dáðum og þar sem ég hafði lítið farið að heiman áður sá hún til þess að ég kæmi mér vel fyrir á nýjum slóðum. Und- anfarin ár fóru samskipti okkar Önnu að mestu leyti fram símleiðis. Samt sem áður náði hún að fylgjast grannt með okkur Jóni og börn- unum okkar og var mikið í mun um að öllum liði vel. Sambandið milli Önnu og systk- ina hennar þeirra Þórarins, Edda, Gústu og Steinu móður minnar var einstakt. Hefur þetta samband skapað sterk tengsl á milli okkar systkinabarnanna sem tryggir góð- ar samverustundir í framtíðinni og skemmtilegar minningar og heldur þeim sem farnir eru nær okkur. Elsku Ed, Mæja, Eva, Sverrir, Gústa og Eddi, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímamótum. Hún Anna okkar verður alltaf lif- andi í hjarta þeirra sem hana þekktu. Edda. Sumarið 1973 situr feimin stúlka aftur í bíl móðursystur sinnar. Stúlkan dvelur hjá henni sumar- langt. Leiðin liggur frá Bronx- hverfi New York borgar út á Long Island. Þangað er frænkan að flytja með fjölskyldu sína. Stúlkan lítur út um gluggann og sér í fjarska glæsi- legar byggingar. ,,Anna Þóra, hvaða stóru hús eru þetta? Þetta eru Twin Towers!“ Og, sambærilegt við þá, var allt í kringum yndislega frænku mína glæsilegt og mikið, en um leið sjálfsagt, eðlilegt og blátt áfram. Hjartalag Önnu Þóru var fallegt og hugprýði hennar einstök. Þannig minnist ég elskulegrar frænku sem ég kveð með virðingu. Haustið 1969 tók Anna Þóra á móti foreldrum mínum og þremur börnum þeirra í New York. Hún tók stórri fjölskyldu opnum örmum og kom okkur af stað í nýrri borg. Maja og Eva, dætur Önnu, og ég gengum saman í PS 81, almennan grunnskóla í Bronx. Í skólanum á stúlkan litla, þá sex ára, að kynna land og þjóð í ,,show and tell“-tíma. Feimni stúlkunnar er flestu yfirsterkara, þetta mun hún aldrei gera! Anna frænka kynnir því Ísland fyrir bekknum. Það gerir hún af einlægni og virð- ingu fyrir landi sínu og lítilli frænku. Stúlkan fyllist stolti yfir glæsilegri konu sem segir frá eld- gosum, jöklum, ám og fjöllum, löngum vetrum en snörpum sumr- um á Íslandi. Bekkjarsystkinin hlusta heilluð á og sjá, líkt og stúlk- an, að innri fegurð frænkunnar er jafn glæsileg og ytri ásjóna hennar. Svo líður áratugur. Anna frænka er í fríi á Íslandi. Fyrirvaralaust og án málalenginga spyr hún unglings- stúlku: ,,Ingibjörg, áttu kærasta?“ Feimna stúlkan er komin aftur, hverfur inn í sig, roðnar og hugsar. ,,Af hverju þarftu að spyrja að þessu?“ Unglingurinn játar en gerir ekki meira en svo úr því að hún eigi kærasta. Hann er þó hennar enn í dag, fjórum börnum síðar. Á þakkargjörðardag 1991 hringir síminn hjá íslenskri fjölskyldu í Seattle. ,,Ingibjörg mín, er kalkún- ninn kominn í ofninn? Nei, nei, ég ætla ekki að elda svoleiðis! Jú, elsk- an mín þú verður að gera það, þetta er svo stór hluti af amerískum kúlt- ur. Á meðan þú býrð í Ameríku þarftu að taka þátt í honum.“ Áður en húsmóðirin veit af er hún búin að kaupa kalkún og setja hann í ofninn. Í hvívetna hefur ráðum Önnu Þóru verið fylgt, en hún naut þess að elda góðan mat og deila með öðrum. Nokkrum árum áður er ung kona á leið ein inn í New York í fyrsta skipti. ,,Mundu bara, Ingibjörg, ef þú villist, haltu þá áfram að ganga þar til þú veist hvar þú ert og láttu engan sjá að þú sért hrædd!“ segir Anna þegar við kveðjumst við lest- ina. Þetta heillaráð hefur síðan nýst mér í lífi og starfi og ég hef deilt því með öðrum. Það verður vart beðið um meira af kærri frænku. Um leið og ég þakka fyrir samfylgd Anna Þóra Guðmunds- dóttir Harned
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.