Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 57 menning Til eru þeir sem eiga erfitt meðað gera upp á milli þeirratveggja Stuðmannaplatna sem út komu ’75 og ’76, og hafa markað sveitinni djúp spor í ís- lenskri dægurlagatónlistarsögu. Fyrri platan er auðvitað Sumar á Sýrlandi, af mörgum talin ein besta poppplata Íslandssögunnar en sú síðari er Tivoli, óður sömu sveitar til æskuára og heimahaga. Að minni hyggju stendur Tivoli oft óverð- skuldað í skugganum af „risanum“ sem á undan kom, enda ekki síðra meistarastykki þar á ferðinni. Plöt- urnar eru reyndar gjörólíkar; sú fyrri varð nánast til fyrir slysni, var hent saman í hálfgerðu bríaríi úti í Lundúnum. Lögin bundin saman af súrrealískum, draumkenndum söguþræði en einhvern veginn – og alveg óvart – bjuggu Stuðmenn til eina af eftirminnilegustu plötum sem út hafa komið hérlendis, plötu sem býr yfir einhverjum óræðum töframætti sem enn þann dag í dag kemur manni í opna skjöldu.    Síðari platan er til muna „fág-aðri“ ef svo mætti segja, án þess að það gefi til kynna einhverja geldingu. Heilsteyptara verk og temabundið, þar sem meðlimir setja uppvöxt sinn og samfélag undir smásjána, með gamla Tívolíið í Vatnsmýrinni sem sögusvið. Tivoli er það sem kallað er fullkomin poppplata, það er ekki snöggan blett að finna á þeim fjórtán lögum sem hana prýða, eins ólík og þau eru nú innbyrðis. Á mánudaginn kemur út vegleg þrjátíu ára afmælisútgáfa af plöt- unni. Það er Sena/Íslenskir tónar sem að henni standa. Þó deila megi um réttmæti og tilgang stöðugra endurútgáfna er víst að þessari ber að fagna. Hljómur hefur verið bætt- ur til muna og bæklingur er vegleg- ur. Allir textar fylgja auk upplýs- inga um tildrög plötunnar og hvert og eitt lag („Ólína og ég“ var samið í Citroën bifreið Jakobs Frímanns en „Hr. Reykjavík“ varð til eftir að Stuðmenn gerðust boðflennur í af- mælisveislu í Hálöndunum skosku). Þá fylgir listi yfir þá sem þátt tóku í plötugerðinni, en auk þess er að finna fjölda sjaldgæfra ljósmynda og blaðaúrklippna. Sex aukalög eru á plötunni, hljómleikaupptökur frá ýmsum árum, flestar nýlegar. Mað- ur saknar þess eðlilega að fá ekki að heyra eitthvert óútgefið efni, eða vinnsluútgáfur af einhverjum lag- anna. En slíkt liggur greinilega ekki fyrir.    Stílaflöktið er mikið á plötunni ogafrek hennar felast ekki síst í því hversu eðlilegt og hikstalaust rennslið er, þrátt fyrir þann eig- inleika hennar. Hér eru skotheldir poppsmellir eins og „Hr. Reykja- vík“ og „Bíólagið“ en einnig und- urfagrar smíðar eins og „Dagur ei meir“ Bjólunnar. Undirfurðulegar smíðar gera þá einnig vart við sig, eins og hið stórkostlega „Hveiti- björn“ (en Quarashi smöluðu bút úr því á lag sitt „Stun Gun“) og hið vel súra „Draugaborgin“. „Söngur fjallkonunnar“ vísar í gamlan djass á meðan sjöundi áratugurinn og sýrurokkið er hyllt í „Í stórum hring mót sól“. Fyrst og fremst er platan þó glæsilegur vitnisburður um þá fljúgandi ferð sem meðlimir voru á sköpunarlega á þessum tíma, allir á aldursbilinu 20–25 ára, á þeim tíma sem meistaraverkin flæða út úr listamönnunum – óheft og óhikað. „Hlaupum…!“ Tívolí Á plötunni er að finna skothelda smelli á borð við „Hr. Reykjavík“ og „Bíólagið“. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Tivoli er það semkallað er fullkomin poppplata, það er ekki snöggan blett að finna á þeim fjórtán lögum sem hana prýða, eins ólík og þau eru nú innbyrðis. arnart@mbl.is Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is AÐSTANDENDUR kvikmyndanna Börn og Foreldrar eru nú staddir á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam þar sem myndirnar voru frumsýndar í gærkvöldi. Viðstödd frumsýninguna voru þau Ragnar Bragason leikstjóri og leikararnir Ingvar E. Sigurðsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Vík- ingur Kristjánsson og Gísli Örn Garðarsson. Á fimmtudaginn verða myndirnar svo sýndar á kvik- myndahátíðinni í Gautaborg og loks á hátíðinni í Berlín sem hefst 8. febr- úar. „Myndirnar eru báðar á öllum þremur hátíðum, en í Rotterdam eru Foreldrar í aðalflokknum ásamt 13 öðrum myndum. Þeir báðu um Börn líka til að geta gert svona pakka úr þessu,“ segir Ragnar. „Foreldrar er að vísu ekki gjaldgeng til aðalverð- launanna því það eru byrjendaverð- laun, fyrsta eða önnur mynd leik- stjóra. Í Gautaborg er hún hins vegar í aðalkeppninni ásamt einhverjum fjórum öðrum myndum,“ segir Ragn- ar og bætir því við að hátíðin í Berlín sé fyrst og fremst markaðssýning. Rísandi stjarna Aðspurður segist Ragnar nokkuð bjartsýnn á góðan árangur á hátíð- unum. „Það er nú ekkert hægt að stíla inn á nein verðlaun, þetta er fyrst og fremst kynning og sölu- möguleikar aukast eftir því sem mað- ur kemst inn á fleiri hátíðir. Það er til dæmis frábært að komast að í Rot- terdam, ég held að það hafi bara ein önnur mynd komist þangað; Nói alb- ínói,“ segir hann. „Þetta er einn stærsti kvikmyndamarkaður í heimi, ásamt Berlín og Cannes.“ Eins og fram hefur komið er Gísli Örn fulltrúi Íslands í alþjóðlegu verkefni sem nefnist Rísandi stjarna. „Þetta er svona kynning á þeim leik- urum sem þykja mest rísandi í evr- ópskum kvikmyndum hvert ár. Þetta hjálpar því við erum með tvær sýn- ingar á hvorri mynd á markaðnum í Berlín þannig að Gísli dregur athygl- ina að því,“ segir Ragnar sem hefur fengið fleiri boð á hátíðir. „Við erum með um 40 boð og maður verður bara að velja og hafna. Ég efast um að ég fari á margar þeirra. Það er alltaf spurning hversu mikill akkur er í því að fara á allar þessar hátíðir, það eru þessar stóru sem skipta máli varð- andi sölu og kynningu. En maður er ekkert búinn þegar maður er búinn að frumsýna, þetta er alveg enda- laust.“ Aðstandendur myndanna munu blogga um ferðalag sitt á næstu vik- um. Meira: born-foreldrar.blog.is Kvikmyndir | Börn og Foreldrar á ferð um heiminn Morgunblaðið/Eggert Foreldrar Ingvar E., Nanna Kristín, Ragnar og Kristín Ólafsdóttir, einn af framleiðendum myndanna. Boðið á 40 kvikmyndahátíðir MARGRÉT Árnadóttir er ungur og bráðefnilegur sellóleikari, nýútskrifuð úr mastersnámi frá Juilliard í New York. Margrét heldur tónleika í Salnum í dag kl. 16, ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleik- ara. Þetta er í fyrsta sinn sem þær vinna saman og segir Margrét samstarfið mjög ánægjulegt. Verkin þrjú á efnis- skránni, Sónata nr. 2 í D- dúr eftir Bach, Sónata op.143 eftir Poulenc og Sónata í e-moll op. 38 eftir Brahms, eiga það sameiginlegt að sögn Margrétar að mikið jafnræði er með hljóðfær- unum. Þá sé líka ákveðin tenging á milli Bachs og Brahms, þótt ein og hálf öld skilji þá að. „Brahms var mikill aðdáandi Bachs og í síðasta kafla sónötunnar notar hann fúgu á svipaðan hátt og Bach gerði í sínum verkum. Poulenc kemur úr allt annarri átt en sónatan hans var samin 1948 fyrir Pierre Fournier. Hún er mjög skemmtileg, mikill húmor í henni og fallegar laglínur. Samt er hún ekki mikið spiluð.“ Hægt að læra af öllum Það er enginn einstrengingsháttur í skoðunum Margrétar á sellistum, og spurð um uppáhaldsspilarana, segir hún þá marga, það fari bara eftir verkum. En þó nefnir hún Fournier, Jacqueline du Pré og Mstislav Rost- ropovich sem uppáhaldssellista. „Það hefur hver og einn sinn stíl og alltaf eitthvað sem maður getur lært af hverjum og einum.“ Það þarf ekkert að spyrja að tón- listarlífinu í New York, þar er það blómlegt, og þar spila allir sem eitt- hvað kveður að. Margrét segir „heit- ustu“ sellóleikarana þar um þessar mundir Yo-Yo Ma, Mischa Maisky og Heinrich Schiff – enginn þeirra svo sem neitt unglamb lengur. Sjálf er hún komin út á ísinn, búin með meist- araprófið frá Juilliard, ætlar að eyða vetrinum vestra og það gengur bara vel. „Ég er að spila með ýmsum kammerhópum og er í lausamennsku. Ég hef líka verið í afleysingum í New York City-óperunni, og það hefur verið gott og mikill heiður að fá að spila með hljómsveitinni þar.“ Meistarinn Heiður að spila með hljómsveit New York City-óperunnar. Sónötusíðdegi í Salnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.