Morgunblaðið - 27.01.2007, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 57
menning
Til eru þeir sem eiga erfitt meðað gera upp á milli þeirratveggja Stuðmannaplatna
sem út komu ’75 og ’76, og hafa
markað sveitinni djúp spor í ís-
lenskri dægurlagatónlistarsögu.
Fyrri platan er auðvitað Sumar á
Sýrlandi, af mörgum talin ein besta
poppplata Íslandssögunnar en sú
síðari er Tivoli, óður sömu sveitar
til æskuára og heimahaga. Að minni
hyggju stendur Tivoli oft óverð-
skuldað í skugganum af „risanum“
sem á undan kom, enda ekki síðra
meistarastykki þar á ferðinni. Plöt-
urnar eru reyndar gjörólíkar; sú
fyrri varð nánast til fyrir slysni, var
hent saman í hálfgerðu bríaríi úti í
Lundúnum. Lögin bundin saman af
súrrealískum, draumkenndum
söguþræði en einhvern veginn – og
alveg óvart – bjuggu Stuðmenn til
eina af eftirminnilegustu plötum
sem út hafa komið hérlendis, plötu
sem býr yfir einhverjum óræðum
töframætti sem enn þann dag í dag
kemur manni í opna skjöldu.
Síðari platan er til muna „fág-aðri“ ef svo mætti segja, án
þess að það gefi til kynna einhverja
geldingu. Heilsteyptara verk og
temabundið, þar sem meðlimir setja
uppvöxt sinn og samfélag undir
smásjána, með gamla Tívolíið í
Vatnsmýrinni sem sögusvið. Tivoli
er það sem kallað er fullkomin
poppplata, það er ekki snöggan
blett að finna á þeim fjórtán lögum
sem hana prýða, eins ólík og þau
eru nú innbyrðis.
Á mánudaginn kemur út vegleg
þrjátíu ára afmælisútgáfa af plöt-
unni. Það er Sena/Íslenskir tónar
sem að henni standa. Þó deila megi
um réttmæti og tilgang stöðugra
endurútgáfna er víst að þessari ber
að fagna. Hljómur hefur verið bætt-
ur til muna og bæklingur er vegleg-
ur. Allir textar fylgja auk upplýs-
inga um tildrög plötunnar og hvert
og eitt lag („Ólína og ég“ var samið í
Citroën bifreið Jakobs Frímanns en
„Hr. Reykjavík“ varð til eftir að
Stuðmenn gerðust boðflennur í af-
mælisveislu í Hálöndunum skosku).
Þá fylgir listi yfir þá sem þátt tóku í
plötugerðinni, en auk þess er að
finna fjölda sjaldgæfra ljósmynda
og blaðaúrklippna. Sex aukalög eru
á plötunni, hljómleikaupptökur frá
ýmsum árum, flestar nýlegar. Mað-
ur saknar þess eðlilega að fá ekki að
heyra eitthvert óútgefið efni, eða
vinnsluútgáfur af einhverjum lag-
anna. En slíkt liggur greinilega
ekki fyrir.
Stílaflöktið er mikið á plötunni ogafrek hennar felast ekki síst í
því hversu eðlilegt og hikstalaust
rennslið er, þrátt fyrir þann eig-
inleika hennar. Hér eru skotheldir
poppsmellir eins og „Hr. Reykja-
vík“ og „Bíólagið“ en einnig und-
urfagrar smíðar eins og „Dagur ei
meir“ Bjólunnar. Undirfurðulegar
smíðar gera þá einnig vart við sig,
eins og hið stórkostlega „Hveiti-
björn“ (en Quarashi smöluðu bút úr
því á lag sitt „Stun Gun“) og hið vel
súra „Draugaborgin“. „Söngur
fjallkonunnar“ vísar í gamlan djass
á meðan sjöundi áratugurinn og
sýrurokkið er hyllt í „Í stórum
hring mót sól“.
Fyrst og fremst er platan þó
glæsilegur vitnisburður um þá
fljúgandi ferð sem meðlimir voru á
sköpunarlega á þessum tíma, allir á
aldursbilinu 20–25 ára, á þeim tíma
sem meistaraverkin flæða út úr
listamönnunum – óheft og óhikað.
„Hlaupum…!“
Tívolí Á plötunni er að finna skothelda smelli á borð við „Hr. Reykjavík“ og „Bíólagið“.
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
» Tivoli er það semkallað er fullkomin
poppplata, það er ekki
snöggan blett að finna á
þeim fjórtán lögum sem
hana prýða, eins ólík og
þau eru nú innbyrðis.
arnart@mbl.is
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
AÐSTANDENDUR kvikmyndanna
Börn og Foreldrar eru nú staddir á
kvikmyndahátíðinni í Rotterdam þar
sem myndirnar voru frumsýndar í
gærkvöldi. Viðstödd frumsýninguna
voru þau Ragnar Bragason leikstjóri
og leikararnir Ingvar E. Sigurðsson,
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Vík-
ingur Kristjánsson og Gísli Örn
Garðarsson. Á fimmtudaginn verða
myndirnar svo sýndar á kvik-
myndahátíðinni í Gautaborg og loks
á hátíðinni í Berlín sem hefst 8. febr-
úar. „Myndirnar eru báðar á öllum
þremur hátíðum, en í Rotterdam eru
Foreldrar í aðalflokknum ásamt 13
öðrum myndum. Þeir báðu um Börn
líka til að geta gert svona pakka úr
þessu,“ segir Ragnar. „Foreldrar er
að vísu ekki gjaldgeng til aðalverð-
launanna því það eru byrjendaverð-
laun, fyrsta eða önnur mynd leik-
stjóra. Í Gautaborg er hún hins vegar
í aðalkeppninni ásamt einhverjum
fjórum öðrum myndum,“ segir Ragn-
ar og bætir því við að hátíðin í Berlín
sé fyrst og fremst markaðssýning.
Rísandi stjarna
Aðspurður segist Ragnar nokkuð
bjartsýnn á góðan árangur á hátíð-
unum. „Það er nú ekkert hægt að
stíla inn á nein verðlaun, þetta er
fyrst og fremst kynning og sölu-
möguleikar aukast eftir því sem mað-
ur kemst inn á fleiri hátíðir. Það er til
dæmis frábært að komast að í Rot-
terdam, ég held að það hafi bara ein
önnur mynd komist þangað; Nói alb-
ínói,“ segir hann. „Þetta er einn
stærsti kvikmyndamarkaður í heimi,
ásamt Berlín og Cannes.“
Eins og fram hefur komið er Gísli
Örn fulltrúi Íslands í alþjóðlegu
verkefni sem nefnist Rísandi stjarna.
„Þetta er svona kynning á þeim leik-
urum sem þykja mest rísandi í evr-
ópskum kvikmyndum hvert ár. Þetta
hjálpar því við erum með tvær sýn-
ingar á hvorri mynd á markaðnum í
Berlín þannig að Gísli dregur athygl-
ina að því,“ segir Ragnar sem hefur
fengið fleiri boð á hátíðir. „Við erum
með um 40 boð og maður verður bara
að velja og hafna. Ég efast um að ég
fari á margar þeirra. Það er alltaf
spurning hversu mikill akkur er í því
að fara á allar þessar hátíðir, það eru
þessar stóru sem skipta máli varð-
andi sölu og kynningu. En maður er
ekkert búinn þegar maður er búinn
að frumsýna, þetta er alveg enda-
laust.“
Aðstandendur myndanna munu
blogga um ferðalag sitt á næstu vik-
um. Meira: born-foreldrar.blog.is
Kvikmyndir | Börn og Foreldrar á ferð um heiminn
Morgunblaðið/Eggert
Foreldrar Ingvar E., Nanna Kristín, Ragnar og Kristín Ólafsdóttir, einn af framleiðendum myndanna.
Boðið á 40 kvikmyndahátíðir
MARGRÉT Árnadóttir er
ungur og bráðefnilegur
sellóleikari, nýútskrifuð úr
mastersnámi frá Juilliard í
New York. Margrét heldur
tónleika í Salnum í dag kl.
16, ásamt Önnu Guðnýju
Guðmundsdóttur píanóleik-
ara. Þetta er í fyrsta sinn
sem þær vinna saman og
segir Margrét samstarfið
mjög ánægjulegt.
Verkin þrjú á efnis-
skránni, Sónata nr. 2 í D-
dúr eftir Bach, Sónata
op.143 eftir Poulenc og
Sónata í e-moll op. 38 eftir
Brahms,
eiga það sameiginlegt að
sögn Margrétar að mikið
jafnræði er með hljóðfær-
unum. Þá sé líka ákveðin
tenging á milli Bachs og
Brahms, þótt ein og hálf öld
skilji þá að. „Brahms var
mikill aðdáandi Bachs og í
síðasta kafla sónötunnar notar hann
fúgu á svipaðan hátt og Bach gerði í
sínum verkum.
Poulenc kemur úr allt annarri átt
en sónatan hans var samin 1948 fyrir
Pierre Fournier. Hún er mjög
skemmtileg, mikill húmor í henni og
fallegar laglínur. Samt er hún ekki
mikið spiluð.“
Hægt að læra af öllum
Það er enginn einstrengingsháttur
í skoðunum Margrétar á sellistum, og
spurð um uppáhaldsspilarana, segir
hún þá marga, það fari bara eftir
verkum. En þó nefnir hún Fournier,
Jacqueline du Pré og Mstislav Rost-
ropovich sem uppáhaldssellista. „Það
hefur hver og einn sinn stíl og alltaf
eitthvað sem maður getur lært af
hverjum og einum.“
Það þarf ekkert að spyrja að tón-
listarlífinu í New York, þar er það
blómlegt, og þar spila allir sem eitt-
hvað kveður að. Margrét segir „heit-
ustu“ sellóleikarana þar um þessar
mundir Yo-Yo Ma, Mischa Maisky og
Heinrich Schiff – enginn þeirra svo
sem neitt unglamb lengur. Sjálf er
hún komin út á ísinn, búin með meist-
araprófið frá Juilliard, ætlar að eyða
vetrinum vestra og það gengur bara
vel. „Ég er að spila með ýmsum
kammerhópum og er í lausamennsku.
Ég hef líka verið í afleysingum í New
York City-óperunni, og það hefur
verið gott og mikill heiður að fá að
spila með hljómsveitinni þar.“
Meistarinn Heiður að spila með hljómsveit
New York City-óperunnar.
Sónötusíðdegi
í Salnum