Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 15 FRÉTTIR FRAMBOÐSLISTAR Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs á höfuðborgarsvæð- inu fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á félagsfundi fyrir stundu. List- arnir líta svona út: Suðvesturkjördæmi 1. Ögmundur Jónasson, alþingismaður. 2. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sagnfræð- ingur. 3. Gestur Svavarsson, hugbúnaðarráðgjafi. 4. Mireya Samper, myndlistarkona. 5. Andrea Ólafsdóttir, háskólanemi. 6. Karl Tómasson, bæjarfulltrúi. 7. Svala Heiðberg, framhaldsskólakennari. 8. Thelma Ásdísardóttir, Stígamótakona. 9. Emil Hjörvar Petersen, háskólanemi. 10. Wojciech Szewczyk, verkamaður. 11. Ásdís Bragadóttir, talmeinafræðingur. 12. Hafdís Hannesdóttir, félagsráðgjafi. 13. Þórir Steingrímsson, rannsóknarlög- reglumaður. 14. Birgitta Jónsdóttir, starfskona VG. 15. Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur. 16. Erlendur Jónsson, efnafræðingur. 17. Þóra Elfa Björnsson, prentsmiður. 18. Sigurður Flosason, bifreiðastjóri. 19. Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri á Álftanesi 20. Jóhanna B. Magnúsdóttir, garðyrkju- fræðingur 21. Anna Þorsteinsdóttir, húsmóðir og kenn- ari 22. Höskuldur Þráinsson, prófessor. 23. Kristín Halldórsdóttir, frv. alþingiskona. 24. Benedikt Davíðsson, frv. forseti ASÍ. Reykjavíkurkjördæmi – norður 1. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. 2. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi. 3. Paul Nikolov, blaðamaður. 4. Steinunn Þóra Árnadóttir, háskólanemi. 5. Kristín Tómasdóttir, háskólanemi. 6. Þröstur Brynjarsson, leikskólakennari. 7. Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarleikstjóri. 8. Kári Páll Óskarsson, háskólanemi. 9. Sjöfn Ingólfsdóttir, bókavörður. 10. Alexander Stefánsson, smiður og heim- spekingur. 11. Bergljót Stefánsdóttir, skrifstofumaður. 12. Birna Þórðardóttir, Menningarfylgd Birnu. 13. Steinar Harðarson, umdæmisstjóri. 14. Ásdís Benediktsdóttir, búðarkona. 15. Hrefna Sigurjónsdóttir, líffræðingur. 16. Rúnar Sveinbjörnsson, rafvirki. 17. Reynir Jónasson, tónlistarmaður. 18. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, kennari. 19. Halldór Halldórsson, tónlistarmaður. 20. Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. 21. Lena M. Rist, námsráðgjafi. 22. Hjörleifur Guttormsson, frv. alþing- ismaður. Reykjavíkurkjördæmi – suður 1. Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður. 2. Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur. 3. Auður Lilja Erlingsdóttir, stjórnmála- fræðingur. 4. Guðmundur Magnússon, leikari. 5. Jóhann Björnsson, heimspekingur. 6. Halldóra Ewen, framhaldsskólakennari. 7. Elín Sigurðardóttir, formaður UVG-R. 8. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. 9. Ásta Arnardóttir, leiðsögumaður og jógakennari. 10. Ársæll Másson, framhaldsskólakennari. 11. Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur. 12. Friðrik Atlason, deildarstjóri á sambýli. 13. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir. 14. Drífa Snædal, framkvæmdastýra VG. 15. Godson U Onyema Anuforo, form. Níg- eríumanna á Ísl. 16. Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði. 17. Víkingur Kristjánsson, leikari. 18. Elías Halldór Ágústsson, kerfisfræð- ingur. 19. Jón Viktor Gunnarsson, skákmeistari. 20. Halldóra H. Kristjánsdóttir, sjúkraliði. 21. Einar Laxness, sagnfræðingur. 22. Margrét Guðnadóttir, læknir. Framboðslistar VG á höfuðborgarsvæðinu samþykktir SKOTVEIÐIMENN í SKOTVÍS saka suma landeigendur um frekju og offors með því að hafa ruglað suma stjórnmálamenn svo í ríminu að nú sé talað um að breyta vinnu- ferlinu við úrskurði um mörk á milli eignarlanda og almenninga. Skotveiðimenn kröfðust þess á fundi sínum í gær með fjármálaráð- herra að látið yrði af ágengni og yf- irgangi af hálfu landeigenda og að almannaréttur yrði virtur. Telja þeir að Samtök landeigenda hafi sýnt ósanngirni með því að krefjast breytinga á þjóðlendulögum, land- eigendum í vil. Var því lýst yfir á fundinum að hafnað væri öllum tilraunum ör- fárra landeigenda til að slá eign sinni á svæði sem væru almenn- ingar í því skyni að selja skotveiði- mönnum aðgang að svæðunum. Þjóðlendulögin heillaspor 1998 Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem fram kemur að Samtök landeigenda hafi krafist þess að lögum um þjóðlendur verði breytt þannig að ríkisvaldið geri ekki kröf- ur um jarðir með athugasemdalaus- um þinglýstum landamerkjabréf- um. „Ljóst er að margir landeigendur tryggðu sér meira land en þeim bar við landaskipta- gerðina 1882 og aldirnar þar á und- an. Lengi hafa staðið deilur um eignarrétt og nýtingu lands. Það var því heillaspor þegar Alþingi samþykkti lög um þjóðlendur árið 1998. Lögunum er ætlað að skera úr um þennan ágreining þannig að eignarréttur á landi væri skýr og augljós. Það er staðreynd að tæp 93% Íslendinga búa í þéttbýli og fæstir þeirra eru landeigendur. Brýnt er að fjármálaráðherra tryggi rétt þorra þjóðarinnar til að nýta og njóta þeirra landsvæða sem tilheyra öllum Íslendingum. Fund- urinn fer fram á það að fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar- innar sjái til þess að ekki verði farið að tilmælum þröngs hagsmunahóps sem eru Samtök landeigenda, þess efnis að lögum um þjóðlendur frá 1998 verði breytt landeigendum í hag.“ Á fundinum sagði Árni M. Matie- sen að ráðuneyti sínu væri ætlað að lýsa kröfum og gæta hagsmuna alls almennings. „Upphaflega töldu menn að þessar kröfulýsingar þyrftu ekki vera mjög nákvæmar,“ sagði hann. „Óbyggðanefndin er, andstætt dómstólum, óbundin af kröfum og getur úrskurðað án þess að fylgja kröfunum. Hins vegar hef- ur Hæstiréttur úrskurðað á þann hátt að óbyggðanefndinni sé óheim- ilt að úrskurða land þjóðlendu nema ríkið hafi áður gert um það kröfu. Það gerir það að verkum að ríkið þarf að gera meiri og ítarlegri kröf- ur en áður, til þess að tryggja að allt sem er vafa undirorpið, komi til athugunar í rannsóknarferlinu.“ Árni sagði það ekki ætlun lög- gjafans að raska neinu um það hvaða sönnunarfærslukröfur dóm- stólar í landinu gera. Því kæmu þinglýst landamerki eins og annað til skoðunar hjá óbyggðanefnd og eftir atvikum hjá dómstólum. Krafa landeigenda væri hinsvegar sú að þessu yrði breytt, með því að landa- merkjum yrði beinlínis lýst í stað þess að þinglýst eignamörk ættu að gilda. Taldi Árni slíkt vafasamt því annaðhvort þyrfti það að gerast með inngripi í það hvernig dóm- stólar gerðu sínar sönnunarfærslu- kröfur eða með eignaafsali sam- kvæmt lögum. Skotmenn saka suma landeigendur um frekju Morgunblaðið/Jim Smart Í HNOTSKURN »Lögin um þjóðlendurvoru sett árið 1998. Segir þar að íslenska ríkið sé eig- andi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. »Samkvæmt þjóð-lendulögum má enginn hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, nýta hlunnindi, vatns- og jarðhitaréttindi nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, fagnaði í gær 80 ára afmæli sínu með veislu í Valhöll. Þar voru Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri og Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar, sæmd gullmerki félagsins en Marta er fyrsta konan sem orðið hefur þessa heiðurs aðnjótandi. Þá var endurbætt heimasíða félagsins, frelsi.is, opnuð. Þegar Heimdallur var stofnaður, 16. febrúar 1927, var félagið fyrsta stjórnmálafélag ungs fólks á Íslandi. Þá má geta þess að félagið er tveim- ur árum eldra en Sjálfstæðisflokk- urinn sem félagið á aðild að. Fé- lagsmenn eru á aldrinum 15 til 35 ára, alls hátt á sjöunda þúsund manns. „Starfsemi félagsins er opin enda mikilvægt fyrir ungt fólk að taka þátt í stjórnmálum og ekki síður mikilvægt fyrir samfélagið að ungt fólk láti til sín taka,“ segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar. Heimdellingar fagna 80 ára afmæli félagsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Heiðursgestur Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. HÁSKÓLINN í Reykjavík hefur samið við Landsbankann um stuðn- ing við allt að 35 afburðanemendur sem hefja nám við skólann á hverju ári. Bankinn greiðir skólagjöld nemendanna á fyrstu önn og 150 þúsund kr. í framfærslustyrk, sam- tals 278 þúsund á nemanda. Stjórnendur skólans og bankans gerðu í gær samkomulag þessa efn- is. Tilgangurinn er að hvetja fram- úrskarandi námsmenn til metn- aðarfulls náms og að auðvelda þeim að helga sig náminu af krafti. Auk þess er í samningnum viljayfirlýs- ing Landsbankans að ráða þessa nemendur til sumarvinnu. Stuðningur Landsbankans nem- ur í heild tæpum 10 milljónum kr. á ári. Að sögn Jóhanns Hlíðar Harð- arsonar, markaðsstjóra HR, þurfa umsækjendur að hafa yfir 8 í með- aleinkunn á stúdentsprófi en einnig verði tekið tillit til annarra eigin- leika, eins og til dæmis dugnaðar í félagsstarfi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuðningur Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, og Svava Grönfeldt, rektor HR, takast í hendur að lokinni undirritun samnings. Styðja afburðanemendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.