Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI ● SKÝRSLAN um aðgang að op- inberum gögnum um öryggismál Ís- lands 1945–1991 var til umræðu á Alþingi í gær og var Bjarni Bene- diktsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, málshefjandi. Hann sagði að ástæða væri til að þakka fyrir gott verk og tillaga nefnd- arinnar um stofnun öryggis- málasafns væri skynsamleg og víst að um hana tækist víðtæk sátt. Bjarni sagðist ganga út frá því að á Alþingi væri full samstaða um að tryggja fjármuni til að gera öll skjöl og gögn aðgengileg en með skýrsl- unni væri fyrstu púsluspilunum raðað. Aðrir sem tóku til máls tóku und- ir góð orð um skýrsluna en þing- menn stjórnarandstöðunnar bentu á að hún væri bara byrjunin. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði t.d. að starf nefndarinnar væri góðra gjalda vert svo langt sem það næði, en mál- inu væri hvergi nærri lokið, það væri rétt að byrja. Fara þyrfti í tæmandi rannsókn á málinu og gera það upp með svipuðum hætti og gert hefði verið í Noregi. Össur Skarphéðinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist taka undir allar tillögur kaldastríðsnefndarinnar en taldi fráleitt að draga þá ályktun að skýrslan sýndi óyggjandi að engar eftirgrennslanir um pólitískar skoð- anir hefðu átt sér stað eftir 1968. Skýrslan góð en áfram kalt stríð ● GUÐJÓN Ólafur Jónsson, þing- maður Framsóknarflokksins, gerði í gær þá kröfu á þingmenn Frjáls- lynda flokksins að þeir upplýstu hvaða þekktu hryðjuverkamenn hefðu verið handteknir á Keflavík- urflugvelli og hvenær. Jafnframt að þeir bæðu þing og þjóð afsökunar á orðum þingmannsins Valdimars Leós Friðrikssonar um málið á Al- þingi í fyrri viku en þau væru dæmi um hvað ómarktækur og ómerki- legur málflutningur flokksins væri. „Mér dettur það ekki í hug, hátt- virtur þingmaður, að biðjast afsök- unar á nokkru sem við höfum flutt,“ sagði Sigurjón Þórðarson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins. Engin afsökun frá frjálslyndum FRJÁLSLYNDI flokkurinn vill fylgja enn ákveðnari stefnu í að stytta vegalengdir og gera vegina öruggari en fram kemur í tillögu ríkisstjórnarinnar að samgönguáætl- un. Kom þetta fram hjá formanninum, Guðjóni Arnari Kristjánssyni, við fyrri umræðu í gær. Þannig sagðist hann vilja taka fleiri áfanga en gert væri ráð fyrir í jarðgangaáætlun og flýta öðrum. Nefndi Guð- jón Arnar veginn um Súðavíkurhlíð, leiðin yrði ekki örugg fyrr en jarðgöng yrðu boruð frá Ísafirði í Álftafjarð- arbotn. Hann nefndi einnig jarðgöng úr Vopnafirði á Fljótsdalshérað. Loks sagði Guðjón Arnar að það væri tímaspursmál hvenær krafan um jarðgöng úr Ísafjarð- ardjúpi á Barðaströnd kæmi, til dæmis undir Kollafjarðarheiði. Formaður Frjálslynda flokksins sagði ekki hægt að sætta sig við þau vinnubrögð sem viðgengist hefðu, að samgönguráðherra og ríkisstjórn lof- uðu öllu fögru í samgöngumálum og drægju loforðin síðan til baka. Frjálslyndir vilja fleiri jarðgöng og flýta áformum Guðjón Arnar Kristjánsson Guðjón Arnar vill að staðið sé við loforðin STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi að stjórnarand- staðan hefði ekki fengið aðild að undirbúningi vegaáætl- unar og langtímaáætlunar, eins og gert hafi verið síðast 1991. Sagði hann að slík vinnubrögð hefðu verið í anda lýð- ræðis og góðra stjórnarhátta og einnig gott fyrir mála- flokkinn að tryggja honum þannig gott bakland. Steingrímur gagnrýndi það sem hann nefndi einkavæð- ingar- og einkaframkvæmdardekur. Sagði að stór hluti loforðanna væri í lausu lofti vegna þess að fjármögnum væri ekki tryggð, aðeins talað um sérstaka fjáröflun, og nefndi vegamálin sérstaklega í því sambandi. Þingmaðurinn sagði að verulegir vankantar væru á vegaáætluninni vegna þess hversu mikið vantaði upp á framkvæmdir. Nefndi að Hringveginum væri ekki lokið, einnig þyrfti meiri framkvæmdir á Vestfjörðum og Norð- austurlandi og meira fé í tengivegi. Skrifað í skýin hvernig á að fjármagna mörg loforð Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon vill auka framkvæmdir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, gagn- rýndi í gær hvað þingmenn hefðu fengið lítinn tíma til að kynna sér samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í vikubyrjun, en fyrri umræða um hana fór fram á Alþingi í gær. Hún sagði að ráðast þyrfti í verulegar framkvæmdir í samgöngu- málum og það yrði verkefni nýrrar ríkisstjórnar að takast á við van- rækslusyndir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði sem öðrum. Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, mælti fyrir þingsályktunartil- lögu um samgönguáætlun fyrir árin 2007 – 2010 og annarri fyrir árin 2007 – 2018. Mikil umræða var um áætl- unina og tóku margir þingmenn til máls. Í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom m.a. fram að áætl- unin hefði átt að koma fram fyrir ára- mót og liggja fyrir þegar fjárlögin voru rædd og afgreidd. Brýnasta verkefnið Ingibjörg Sólrún sagði að sam- kvæmt áætluninni væri gert ráð fyrir um 140 milljarða kr. hækkun á fram- lögum til samgöngumála frá síðustu langtímaáætlun sem samþykkt hefði verið á Alþingi 2003. Það sýndi hvað mikil verkefni biðu úrlausnar í sam- göngumálum. Hún sagðist telja það mjög brýnt að ráðast í verulegar um- bætur og það væri eitt stærsta fjár- festingarverkefni ríkisins á komandi árum að byggja upp samgöngukerfi landsmanna. Mikilvægt væri að skapa rými í hagkerfinu svo hægt væri að ráðast í þetta risavaxna verk- efni. Ljóst væri að markaðir tekju- stofnar til samgöngumála dygðu ekki til að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum. Því þyrftu að koma veruleg framlög úr ríkissjóði á fjár- lögum og leita nýrra leiða til að fjár- magna einstakar framkvæmdir, meðal annars í gegnum einkafram- kvæmd þar sem það ætti við. Miðað við langtímaáætlunina sagði Ingibjörg Sólrún að gert væri ráð fyrir 40 til 50 milljörðum til sam- göngumála úr ríkissjóði á hverju fjögurra ára tímabili. Verkefnið væri svona viðamikið vegna þess að það hefði verið vanrækt. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði farið með sam- göngumálin undanfarin 16 ár og ekki haldið þannig á málum að Íslending- ar væru komnir inn í nútímann í sam- göngumálum. Í því sambandi nefndi hún að framlög til vegamála 2003 til 2006 hefðu verið skorin niður um 20% á sama tíma og tekjur af um- ferðinni hefðu aukist um 40%. Þá hefði framlag til viðhalds á vegum staðið í stað á milli tveggja síðustu fjögurra ára áætlana. Mörg verkefni Ingibjörg Sólrún sagði að mörg mikilvæg verkefni biðu alls staðar á landinu í þessum efnum. Forsenda fyrir uppbyggingu þjónustukjarna væru greiðar samgöngur til þeirra. Hringtengingu á Vestfjörðum yrði ekki lokið á næsta kjörtímabili og göng á milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar væru heldur ekki á dagskrá á þessu tímabili. Á Norðurlandi og Miðausturlandi hömluðu samgöngur líka því að hægt væri að byggja upp samfelld byggðasvæði sem gætu sameinast um mikilvægar þjónustu- stofnanir og atvinnuúrræði. Ingibjörg Sólrún sagði brýnt að ráðast í framkvæmdir á nýjum stofn- brautum sem fjölguðu leiðum um höfuðborgarsvæðið og til og frá því. Tvöföldun Vesturlandsvegar og Suð- urlandsvegar auk Reykjanesbrautar væri gríðarlega mikilvægt mál en samgönguráðherra talaði eins og vé- frétt um þessi mál og léti t.d. liggja milli hluta hvort hann væri að tala um tvöföldun eða 2+1 á Suðurlands- vegi. Í samgönguáætluninni segir að góðar samgöngur hafi verið megin- forsenda framfara á undanförnum áratugum. Ingibjörg Sólrún sagði að þessu mætti snúa við og segja að skortur á góðum samgöngum hefði orsakað hnignun byggðarlaga og fólksfækkun víða um land. Fólk hefði gefist upp á að bíða eftir samgöngu- bótum og hvað sem öllum byggða- áætlunum stjórnvalda og góðum hugmyndum heimamanna um upp- byggingu liði, væru svæði sem ekki væru vel tengd innbyrðis eða við höf- uðborgarsvæðið einfaldlega ekki samkeppnishæf þegar kæmi að því að laða til sín fólk og fyrirtæki. Fólk vildi framför en ekki afturför. Ingibjörg Sólrún sagði að nálgast yrði samgöngumálin á nýjan hátt. Þau yrði að nálgast sem velferðar- mál, öryggismál, atvinnumál, um- hverfismál og byggðamál. Eitt brýn- asta velferðarverkefni 21. aldar væri að byggja upp verulega góðar sam- göngur. Samgönguáætlun gagnrýnd Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að nálgast verði samgöngumálin á nýjan hátt Morgunblaðið/Ásdís Verkefni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gær að brýnt væri að byggja upp verulega góðar samgöngur. Í HNOTSKURN » Sturla Böðvarsson, sam-gönguráðherra, mælti fyrir tveimur þings- ályktunartillögum um sam- gönguáætlun fyrir árin 2007–2010 og 2007–2018 á Alþingi í gær. » Verja á rúmlega 381 millj-arði til samgöngumála á næstu tólf árum, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. » Ráðast á í stórfellda upp-byggingu aðalvega út frá Reykjavík og gera á átak til að koma burðarþoli aðalleiða í viðunandi horf. Útrýma á ein- breiðum brúm á fjölfarnari vegum. JÓHANNA Sigurðardóttir, alþingismaður Sam- fylkingarinnar, sagði að það væri átakanlegt hvernig viðskiptaráðherra stillti sér upp með bönkunum en ekki neytendum í utandagskrárum- ræðu um rannsókn á bankakostnaði og samkeppn- ishindrunum, sem hún var málshefjandi að. „Það liggur fyrir að vextir hér og bankakostn- aður er glæpsamlega hár. Það liggur fyrir að það hefur verið okrað á neytendum,“ sagði Jóhanna og vísaði til þess að þjónustugjöld hefðu hækkað um 600% á fjórum árum frá einkavæðingu bankanna og vextir um 435%. „Ráðherrann hefur ekkert annað að segja við fólk en að hann ætli að fylgjast með álengdar á meðan neytendur eru blóðmjólk- aðir,“ sagði Jóhanna ennfremur í lok umræðunn- ar. Hún kallaði jafnframt eftir svörum ráðherra varðandi það hvort ekki þyrfti að fara fram rann- sókn á þessu bankaokri. Það lægi fyrir í skýrslu Samkeppnieftirlitsins frá ágúst sl. að tilmælum væri beint til ríkisstjórnarinnar um að taka á þess- um málum, þar sem staðan eins og hún væri nú skaðaði neytendur. Bankarnir hefðu ekkert gert með tilmæli og tillögur Samkeppniseftirlitsins og setja ætti lög til að brjóta upp sameiginlegt eign- arhald bankanna á greiðslumiðlunarkerfum, greiðslukortafyrirtækjum og færa ætti Reikni- stofu bankanna undir Seðlabanka. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði að Samkeppnieftirlitið og Fjármálaeftirlitið væru sjálfstæðar stofnanir og hann treysti Samkeppn- iseftirlitinu til að framfylgja samkeppnislögum. Nýleg athugun samkeppniseftirlita á Norðurlönd- um á viðskiptabönkunum sýndi að full ástæða væri til þess að vera vel á verði varðandi starfsemi við- skiptabankanna. Samkeppniseftirlitið væri ein- mitt um þessar mundir í sambandi við bankana út af þessum málum. „Ég mun fylgjast með þessu áfanga fyrir áfanga framvegis sem hingað til, enda þótt ég telji ekki ástæðu til lagainngripa á þessu stigi,“ sagði viðskiptaráðherra. Jón sagði að Samkeppnieftirlitið hefði ýmsa möguleika til að fylgja ákvörðunum sínum eftir og á Alþingi lægju fyrir frumvörp til laga um styrk- ingu og eflingu heimilda bæði Samkeppnis- og Fjármálaeftirlitsins. Jón sagði einnig að hér væri mjög alvarlegt mál á ferðinni, en það dræpi málinu á dreif að ræða það í sömu andrá og skipulagsbreytingar og skipu- lagsþróun bankakerfisins að öðru leyti þegar rík- isbankarnir hefðu verið seldir. Bankakostnaður glæpsamlega hár Ekki ástæða til lagainngripa á þessu stigi að mati viðskiptaráðherra ● ÓLAFUR Níels Eiríksson, 4. vara- maður á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi í gær. Hann kom inn fyrir Birki Jón Jónsson sem getur ekki sótt þingfundi á næstunni. Nýr þingmaður ÞETTA HELST … Birgir Ármannsson | 14.febrúar Spígsporað Þessi könnun hefur því aukið sjálfstraust beggja flokkanna [VG og Samfylkingar] og birt- ist það í því að for- ystumenn þeirra spíg- spora nú um þingsali og tala við hvern sem heyra vill eins og þeir séu þegar búnir að vinna kosningar og mynda vinstri stjórn. Þeir hinir sömu og gerðu minnst úr skoðanakönnun Blaðsins fyrir viku vegna lítils úr- taks og stórs hlutfalls óákveðinna tala nú eins og könnun Frétta- blaðsins, sem er háð sömu ann- mörkum, feli í sér stórasannleik um stöðu flokkanna og hafi nánast gef- ið þeim umboð til að segja meiri- hlutanum á Alþingi fyrir verkum. Í þingræðum þeirra kemur nú hvað eftir annað fram, að meirihlutinn eigi ekkert með að vera að sam- þykkja þetta frumvarp eða hitt, þar sem skoðanakannanir sýni að rík- isstjórnin hafi ekki lengur meiri- hluta! Meira: birgir.is ÞINGMENN BLOGGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.