Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STUÐNINGUR við konur og börn er mikilvægur liður í þróun- arsamvinnu Íslands sem hefur farið vaxandi á síðustu árum. Má þar nefna stóraukinn stuðning íslenskra stjórnvalda við starfsemi UNIFEM og farsælt samstarf Íslands og landsnefndar samtakanna. Mark- miðið að stöðva ofbeldi gegn konum í heim- inum er ekki aðeins mikilvægt eitt og sér, heldur er það einnig mikilvægur þáttur í því að byggja upp jafnrétti kynjanna. Þá hafa reynsla og rann- sóknir einnig sýnt að aðstoð við menntun, heilbrigði og atvinnu- rekstur kvenna hefur margfeldisáhrif fyrir samfélagið. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á stuðning við verkefni sem snúa að bættri velferð og bættu lífi kvenna og barna í fátækari ríkjum heims. Leiðir utanríkisráðuneytisins og UNIFEM hafa því eðlilega legið saman, enda má ef til vill segja að UNIFEM sé eðlilegur samstarfs- aðili fyrir ráðuneytið í þessum mál- um. Stuðningur utanríkisráðuneyt- isins við ofbeldissjóð UNIFEM var meðal annars þrefaldaður í fyrra og gert er ráð fyrir enn frekari aukn- ingu til hans á næstu árum. Sjóð- urinn veitir mikilvægan stuðning til aðila og verkefna sem hafa það að markmiði að berjast gegn ofbeldi gegn konum í heiminum. Framlag sjóðsins er því víða ómetanlegt. Utanríkisráðuneytið hefur einnig styrkt verkefni á vegum UNIFEM í Afganistan, sem stuðlar að því að bæta hag kvenna þar í landi. Þá hefur Íslenska friðargæslan í vax- andi mæli komið nálægt verkefnum tengdum málefnum kvenna og öðru þróunarsamstarfi og mun svo áfram verða, enda uppbyggingar- og þró- unarstarf órjúfanlega tengt friði og stöðugleika. Í haust fór fram tveggja vikna námskeið sem frið- argæslan stóð fyrir í fátækasta hér- aði Afganistan í samstarfi við Heil- brigðisstofnun Þingeyinga. Stofnunin útvegaði nauðsynlegan búnað til námskeiðshaldsins, ásamt því sem hjúkrunarfræðingur frá Húsavík og ljósmóðir úr Reykjavík leiðbeindu ljósmæðrum og yf- irsetukonum í héraðinu um fæðing- arhjálp og ungbarna- og mæðra- vernd. Ungbarna- og mæðradauði er geysilegur í Afganistan og von- umst við til að reynsl- an af þessu námskeiði nýtist við að halda slíku starfi áfram í héraðinu. Fjölbreytt verk- efnaval er styrkur Ég hef líka lagt á það áherslu að verk- efnaval og markmið friðargæslunnar taki mið af kynjasjón- armiðum. Í starfi okk- ar á Sri Lanka er til dæmis helmingur frið- argæsluliða konur og við sjáum að starf þeirra og nær- vera skiptir miklu máli fyrir konur á eftirlitssvæðum. Við höfum einnig átt ágætt samstarf við UNIFEM um undirbúning og þjálfun frið- argæsluliða í því skyni að gætt sé að stöðu kvenna á þeim svæðum sem friðargæsluliðarnir starfa á og er þannig eftir kostum reynt að stuðla að auknu jafnrétti í störfum friðargæslunnar. Á þessu ári verða þrír frið- argæsluliðar starfandi með UNI- FEM í verkefnum sem snúa að því að byggja upp stjórnsýslu og réttar- far, annars vegar á Balkanskaga og hins vegar höfum við hug á að taka þátt í verkefnum með UNIFEM og UNICEF í Líberíu og í Palestínu. Í þessum löndum, eins og á Balk- anskaga, er mikilvægt að styðja við uppbyggingu og þróa stjórnkerfið með hagsmuni beggja kynja í huga og jafnrétti í forgrunni. Í Líberíu var nýlega kjörinn kvenforseti og þar er mikið verk framundan við að tryggja stöðugleika sem er nauð- synlegur grundvöllur uppbyggingar og þróunar á svæðinu. Ég sé fyrir mér íslenska frið- argæslu sem hentar báðum kynjum. Friðargæsluliðar hafa að stærstum hluta verið karlar undanfarin ár en um 14-16% að jafnaði úr hópi kvenna. Síðastliðna mánuði hefur verið unnið markvisst að nýrri stefnumótun, aukningu verkefna og nú þegar er tæplega þriðjungur friðargæsluliða konur. Betur má ef duga skal. Með nýjum verkefnum, breytingu á áherslum og auknum áhrifum kvenna á stefnumótun í friðargæslu er takmarkið um nær jöfn hlutföll kynjanna í friðargæslu ekki óraunhæft í náinni framtíð. Það er hluti af stefnumörkun og breyttum áherslum varðandi upp- byggingu og friðargæslu á átaka- svæðum að Ísland geri aðgerða- áætlun vegna ályktunar Öryggisráðsins 1325/2000 um kon- ur, stríð og frið, eins og mörg önnur vestræn lönd, þar sem lögð er áhersla á þátttöku kvenna í frið- aruppbyggingu og ákvarðanatöku. Vinna við þessa aðgerðaáætlun stendur yfir og er stefnt að því að ljúka henni í vor. Skýr markmið skila árangri Að mínu mati felast gagnkvæmir hagsmunir í eflingu samstarfs milli íslenskra stjórnvalda, UNIFEM og landsnefndarinnar á Íslandi. Því ákvað ég í byrjun árs að hefja vinnu við gerð rammasamnings við lands- nefnd UNIFEM, sem leggja mun grundvöllinn að auknu samstarfi og uppbyggingu á velferð, hag og áhrifum kvenna í fátækustu ríkjum heims. Sá samningur er á lokastigi og stefnt er að undirritun hans fyrir 8. mars n.k., alþjóðlegan baráttudag kvenna. Frá Húsavík til Afganistan Valgerður Sverrisdóttir fjallar um þróunarsamvinnu og firðargæslu » Áætlað er að framlögÍslands til þróun- arsamvinnu muni nema 0,35% af landsfram- leiðslu árið 2009 en þá hafa framlög Íslands margfaldast á einum áratug. Valgerður Sverrisdóttir Höfundur er utanríkisráðherra. LOSUN gróðurhúsalofttegunda er stærsta tilraun sem gerð hefur verið og hún er stjórnlaus. Þetta er skoðun Boga Hansen, færeyska prófessorsins sem hlaut umhverf- isverðlaun Norðurlandaráðs nú í nóvember. Verðlaunin voru ein- mitt sérstaklega helg- uð loftslagsbreyt- ingum að þessu sinni. Bogi hefur verið óþreytandi að miðla þekkingu sinni að undanförnu, nú síðast á fundum Norð- urlandaráðs í Hels- inki í janúarlok. Boð- skapur hans er skýr og um leið ákall til stjórnmálamanna. Loftslagsbreyting- arnar verða ekki stöðvaðar, en það er hægt að draga úr þeim. Tíminn til athafna er núna strax, en ekki eftir 20–30 ár því þá verða vandamálin stærri og kostn- aður við þau meiri. Fáum dylst nú orðið að lofts- lagsbreytingarnar eru af manna völdum. Vísindamenn um allan heim vinna að rannsóknum og í útdrætti úr skýrslu Alþjóðlega vís- indaráðsins um loftslagsbreyt- ingar (IPCC) sem birtur var á dögunum var það skilgreint sem mjög líklegt – að á því væru yfir 90% líkur. Enda blasa staðreynd- irnar við; meðalhiti hækkar, ís og snjór bráðnar og sjávarborð hækkar. Breytingar verða í okkar heimshluta Hvað varðar okkar heimshluta þá leiðir ACIA-skýrslan frá 2004 um áhrif loftslagsbreytinga á norðurskautsslóðum líkur að því að loftslagshlýnun á norðurslóðum verði tvisvar til þrisvar sinnum meiri en annars staðar í heim- inum. Ísinn er 2 milljónum ferkíló- metra minni nú en fyrir 30 árum. Bráðnun heimskautaíssins mun opna siglingaleið á sumrin á 21. öldinni og opna aðgengi að mikl- um gas- og olíuauðlindum á svæð- inu. Margir munu því horfa til þess sem tíma nýrra tækifæra. En við blasir önnur alvarlegri stað- reynd. Sjávarmál hækkar um 20 til 70 sentimetra með hrikalegum afleiðingum. Frerinn þiðnar á norðurslóð og enginn veit hvaða efni eða gastegundir þá leysast úr læðingi. Meðaltalshiti á sama tíma mun hækka á Norðurlöndum um 2–3 gráður og úrkoma aukast um allt að 10%. Breytingar verða í lífrík- inu, dýrategundir færa sig til, þar á meðal fisktegundir. Þetta hefur áhrif á búsetu og lífsviðurværi frumbyggja á Norðurslóð. Ekki er vitað til hlítar hver áhrifin verða á Golfstrauminn, en hann er eitt af því sem Bogi Hansen hefur rann- sakað sérstaklega. Ofviðrum, með miklum hitum, vindstyrk eða úr- komu, mun fjölga. Hvernig skal bregðast við? Norðurlöndin eru þekkt fyrir áherslu á umhverfismál og hafa yfir að ráða þekkingu á því sviði. Þar sem áhrif loftslagsbreytinga gætir mikið á norðurslóðum þá er ljóst að Norðurlöndin verða að gera ráðstafanir til að stemma stigu við þróuninni, bæði hvert fyrir sig og í samstarfi. Í um- ræðunni í Norðurlandaráði hefur verið áhersla á ýmsar leiðir til þess, s.s. vistvænt eldsneyti, skat- taívilnanir á vistvæn farartæki og orkusparnað. Loftslagsbreytingar er alþjóðlegt mál sem takast þarf á við á alþjóðlegum vettvangi. Norðurlandaráð hefur ályktað um aukna áherslu á rannsóknir og vinnu á norrænum og öðrum alþjóðlegum vettvangi til að minnka og koma í veg fyrir lofts- lagsbreytingar af mannavöldum. Þrjú Norðurlanda verða með for- mennsku samfellt í Norðurskauts- ráðinu, sem er samstarf Banda- ríkjanna, Kanada, Norðurlandanna og Rússlands, á næstu 6 árum og munu beita sér saman á þessu tímabili fyrir rann- sóknum og aðgerðum. Norræna ráðherranefndin hefur lagt fram samstarfsáætlun um heim- skautasvæðið fyrir árin 2006–2008 og í henni kemur fram að fylgja skuli eftir ACIA-skýrslunni, m.a. með því að setja takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda og auka rannsóknir. Miklar vænt- ingar eru jafnframt um Al- þjóðlega heimskautaárið 2008. Það er nú haldið í þriðja sinn og Norðurlönd taka mikinn þátt í því. Síðast var heimskautaár haldið um miðja síðustu öld. Yfir 60 þjóðir og 50 þúsund vís- indamenn munu taka þátt í um 200 verkefnum sem valin hafa verið sem alþjóðaheimskautaárs verkefni. Samvinna jafnaðarmanna Jafnaðarmenn á Norðurlöndum hafa með sér samstarf og á árs- fundi jafnaðarmanna og verka- lýðshreyfinga á Norðurlöndum hittast formenn jafnaðarmanna- flokkanna. Á ársfundinum í byrjun febrúar voru loftslagsbreytingar og orkumál aðalmálið. Jafn- aðarmenn líta svo á að orkunotk- unin og loftslagsbreytingarnar sé einhver mesta áskorun framtíð- arinnar. Þetta sé svið þar sem við getum lært af hvert öðru og að samstarf Norðurlandanna geti orðið útgangspunkturinn í þróun varanlegra orkulausna. Samstarfs- nefnd jafnaðarflokkanna á þessu sviði er falið að setja fram sameig- inlegar hugmyndir að nýrri orku- stefnu sem leiði til þess að Norð- urlönd geti staðið sterkt á alþjóðavísu hvað varðar orkustefn- una og átakið gegn loftslagsbreyt- ingunum. Ný sýn í atvinnumálum sem tekur mið af þessum breyt- ingum er nauðsynleg. Samfylk- ingin hefur boðað „nýja atvinnu- stefnu“ nýjar áherslur í atvinnumálum sem jafnframt falla að tillögum flokksins um Fagra Ísland. Öllum er ljóst nú að aðgerða er þörf. Spurningin sem eftir stendur er hvort Ísland og hin Norð- urlöndin svari ákalli Boga Hansen og skipi sér í framvarðasveit þeg- ar kemur að vinnu við nýja al- þjóðasamninga eftir að Kyoto- bókuninni sleppir 2012. Það væri góð aðferð til að festa í sessi stöðu Norðurlandanna í fararbroddi á alþjóðavísu. Stærsta pólitíska verkefni samtímans Ásta R. Jóhannesdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir fjalla um umhverfismál » Tíminn til athafna ernúna strax því lofts- lagsbreytingar verða ekki stöðvaðar. Rannveig Guðmundsdóttir Höfundar eru þingmenn Samfylking- arinnar og sitja í umhverfisnefnd Al- þingis, eru fulltrúar í Norð- urlandaráði, Ásta í umhverfis- og auðlindanefnd og Rannveig í forsæt- isnefnd, auk þess sem Rannveig á sæti í Norðurskautsráðinu. Ásta R. Jóhannesdóttir BYRGISMÁLIÐ svonefnda hef- ur vart farið framhjá neinum. Óreiðan, sukkið og spillingin slík að almenningsálitið kallar eftir ábyrgð – en hverra? Þegar Byrgið flutti frá herskálunum á Suð- urnesjum, var ráðherra félagsmála Páll Pét- ursson. (Sá hinn sami sem á sinni tíð greiddi atkvæði móti lita- sjónvarpi á Alþingi! Litasjónvarp var of „ hættulegt“ fyrir lands- menn!) Sá sami Páll hóf sem félagsmálaráð- herra að greiða út milljónir til Byrgisins. Þá er Páll hætti, tók annar framsókn- armaður við félags- málaráðuneytinu. Sá var á sinni tíð kallaður „erfðaprins“ flokksins. Maðurinn var Árni Magnússon. Árni gerði enn betur en Páll – milljónunum tók að fjölga til Byrgisins. Stofnanasamningur milli ráðuneytisins og Byrgisins ? – Nei, ónei, Byrgið neitaði að skrifa undir – en fjármunir skattborgaranna héldu áfram að streyma sem aldrei fyrr! Virtur geðlæknir sendi Land- lækni bréf árið 2002 þar sem hann lýsti ömurlegum aðstæðum í Byrg- inu. Landlæknir á þeim tíma, Sig- urður Guðmundsson, stakk bréfinu undir stól. Hver ber ábyrgð á störf- um Landlæknis? Heilbrigð- ismálaráðherra. Staðreyndir eru þá þessar um ráðherra og embættismenn sem viðkoma Byrginu: Félagsmálaráð- herra Páll Pétursson var, og er, framsóknarmaður. Félagsmálaráð- herra Árni Magnússon var, og er, framsóknarmaður. Landlæknir, sem var Sigurður Guðmundsson, er framsóknarmaður. Heilbrigð- isráðherra, sem var Jón Krist- jánsson, er framsóknarmaður. Heil- brigðismálaráðherra, sem er Siv Friðleifsdóttir, er framsókn- armaður. Fyrrverandi formaður fjárveitinganefndar og núverandi félagsmálaráðherra, Magnús Stef- ánsson, er framsókn- armaður. Sá síðastnefndi staðfestir þessa dag- ana að hann hafi árið 2003 sem formaður fjárveitinganefndar Alþingis, fengið í hendur skýrslu um sukkið í Byrginu. Fjárveitinganefnd tekið á málinu? Ónei, sú merka nefnd virð- ist hafa haldið að sér höndum. Þegar ofangreint er skoðað kemur skýrt í ljós að framsókn- armenn voru skip- stjórar í brúnni á öll- um þessum stöðum þegar haföldur spill- ingarinnar risu. Sannarlega athyglis- og umhugsunarvert – en fnykur af! Getur verið að afar slaka útkomu Fram- sóknarflokksins í skoðanakönnunum undanfarinna mánaða megi að einhverju leyti rekja til þessara mála? Þeirri spurningu verður ekki reynt að svara hér. Hinsvegar er öllum ljóst að sterk staða Framsóknarflokksins um ára- tuga skeið sem miðjuflokks í ís- lenskum stjórnmálum hrundi sem spilaborg undrafljótt við hrun SÍS á sínum tíma – já, hrundi á svip- uðum tíma og spillingarmúr rauða „sæluríkisins“ í Austur-Berlín – þó þar væri um gjörólíka Hrunadansa að ræða. En fnykur Framsóknar er enn fyrir hendi. Framsóknar- fnykurinn Magnús Erlendsson fjallar um Framsóknarflokkinn og Byrg- ismálið Magnús Erlendsson »… framsókn-armenn voru skipstjórar í brúnni á öllum þessum stöðum þegar haföldur spillingarinnar risu. Höfundur er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.