Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ragna DagmarSölvadóttir framreiðslumeistari fæddist á Akureyri 16. apríl 1964. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 6. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Baldvina Gunn- laugsdóttir hús- móðir, f. 6. apríl 1925, og Sölvi Ant- onsson verkamaður, f. 26. nóv. 1906, d. 2. jan. 1967. Systkini Rögnu eru Anton Sölvason, f. 25. mars 1947, Margrét Kristín Sölva- dóttir, f. 13. nóv. 1948, Gunn- laugur Sölvason, f. 6. nóv. 1951, María Jakobína Sölvadóttir, f. 29. sept. 1955, Sölvi Sölvason, f. 10. júní 1957, d. 18. sept. 1986, Egill Sölvason, f. 25. sept. 1958, og Guð- finna Sölvadóttir, f. 7. júlí 1961. Hinn 22. júlí 1995 giftist Ragna Guðmundi Loga Óskarssyni bif- vélavirkjameistara, f. í Reykjavík 5. febr. 1960. Þau eignuðust sam- Smiðjunni og Bautanum á Ak- ureyri. Síðan lá leiðin suður til Reykjavíkur í Hótel- og veitinga- skólann. Vann hún með skólanum við ýmis veitingastörf og veislur. Ragna útskrifaðist sem þjónn frá Hótel- og veitingaskólanum 1984. Leiðir Rögnu og Guðmundar lágu saman 1986 og fluttu þau norður til Akureyrar 1987. Ragna tók þar við stöðu yfirþjóns í Sjall- anum sem hún gegndi til 1995 og mestan þann tíma var Guðmundur á sjó hjá Samherja á Akureyri. Aftur lá leiðin suður og þá í Kópa- voginn. Ragna starfaði sem sölu- fulltrúi auglýsinga á útvarpi Matt- hildi við ráðgjöf og sölu auglýsinga til fyrirtækja. Þegar útvarp Matthildur hætti flutti Ragna sig yfir til Íslenska útvarps- félagsins og var þar til ársins 2003. Ragna flutti aftur til Ak- ureyrar síðastliðið sumar og barð- ist hetjulega við erfið veikindi síð- ustu mánuðina. Ragna verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30 an þrjár dætur. Þær eru: Tinna Dögg nemi, f. 14. sept. 1987, unnusti Bjarki Runólfsson nemi, f. 13. júní 1986; Rakel Ósk, f. 15. apríl 1994; og Andrea Rut, f. 31. mars 2000. Guð- mundur átti fyrir tvö börn. Þau eru: 1) Eva María tölvunarfræð- ingur, f. 11. ágúst 1979, eiginmaður hennar er Steinþór Jakobsson raf- eindavirki, f. 18. apríl 1978, og dóttir þeirra Rebekka Rut, f. 30. október 2005. 2) Davíð, f. 7. maí 1984. Ragna ólst upp í stórum systkinahópi hjá móður sinni á Ak- ureyri en tveggja ára missti hún föður sinn. Einnig dvaldi hún löngum hjá elstu systur sinni Möggu en þar var hennar annað heimili. Gekk hún í Oddeyrarskóla og síðan Gagnfræðaskólann. Eftir það lá leiðin í þjóninn sem byrjaði í Elsku Ragna. Það verður erfitt að venjast þessari nýju mynd sem lífið hefur tekið á sig eftir fráfall þitt. Þú áttir ávallt stóran stað í hjarta mínu og munt áfram eiga. Í tvö ár hlotn- aðist mér sá heiður að vera hluti af lífi hennar, sem tengdasonur Rögnu Sölva. Ragna var alveg einstök mann- eskja og vart til lýsingarorð yfir hversu góð og yndisleg hún var. Sam- band okkar hefur líka alltaf verið mjög sérstakt þar sem hún var ekki bara tengdamóðir mín heldur líka góður vinur. Ég mun standa við lof- orðin sem ég gaf þér og standa mína plikt. Takk fyrir allar góðu stundirnar og minningarnar sem við áttum saman, ég mun geyma þær eins og gullmola. Það er búið að vera frábært að þekkja þig og á ég eftir að sakna þín það sem eftir er lífs míns. Þinn tengdasonur Bjarki Þór Runólfsson. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Nú þegar daginn tekur að lengja og við hugsum til vorsins og birtunn- ar, dregur ský fyrir sólu í stóru fjöl- skyldunni í Eiðsvallagötunni. Enn einu sinni ber sorgin að dyrum þar. Þú Ragna mín, varst yngst en þó alltaf svo stór og traust í öllu sem sneri að fjölskyldu þinni og vinum. Fáa þekki ég sem gáfu eins mikið af sjálfum sér og laun þín voru gleðin yf- ir að gefa. Þú sást um að allir fengju sitt, hvort heldur var við fæðingu, skírn, fermingu, giftingu eða á afmæl- um, stórum sem smáum. Enginn varð út undan í hjarta þínu, nema þá helst þú sjálf. Þú varst kletturinn sem ég trúði að gæti sigrað allt en svo varðst þú eftir hetjulega baráttu og mikið æðruleysi að játa þig sigraða. Þú hafðir trú, von og kærleika ætíð að leiðarljósi og varst ótrúlega já- kvæð og bjartsýn þrátt fyrir veikind- in. Þú varst sex ára hnáta þegar ég kom í mína fyrstu heimsókn með Gulla bróður þínum í Eiðsvallagöt- una. Þá strax mynduðust notaleg tengsl á milli okkar. Tengsl sem aldr- ei rofnuðu og urðu æ sterkari eftir því sem árin liðu. Þú varst minn trausti vinur. Við gátum alltaf talað saman, hvort held- ur var um sorgir eða sigra. Þú hafðir einstaklega góða nær- veru og hafðir sérstakt lag á að láta öðrum líða vel. Þú varst hrókur alls fagnaðar þeg- ar fjölskyldan kom saman og hafðir gaman af að gantast. Gleðin og þinn einstaki húmor fleytti þér oft yfir erf- iða hjalla. Þú komst oft með skemmtileg skot sem hittu beint í mark án þess þó að særa og orðatiltæki þín voru alveg mögnuð. Að vilja vera „videofluga á vegg“ var eitt af þeim. Þú varst frábær móðir og þú lifðir fyrir Tinnu, Rakel og Andreu. Þær sjá nú ekki aðeins á eftir yndislegri móður, heldur sínum besta vini. Þú studdir þær í öllu sem þær tóku sér fyrir hendur. Þær eru stolt þitt og hafa staðið sig eins og hetjur í veik- indum þínum. Þú hefur gefið þeim gott veganesti og minningar sem eiga eftir að ylja þeim og hjálpa þeim til þess að takast á við lífið án þín. Það er dýrmæt gjöf sem þú, elsku Ragna mín, getur verið stolt af. Missir fjölskyldunnar allrar er mikill og sár. Mestur er þó missir ykkar, elsku Gummi, Tinna, Bjarki, Rakel og Andrea. Megið þið öðlast styrk á erfiðum stundum. Elsku hjartans Ragna mín, hinstu kveðjur frá mér, Gulla, Arnari, Bjarka, Garðari og Rúnari. Við erum ríkari af því að hafa þekkt þig og átt vináttu þína. Hafðu einlæga þökk fyr- ir. Sofðu, það best er sjúkum. Sofðu, þá allt er hljótt. Sofðu, við englasöngva. Sofðu, þeir vagga rótt. Sofðu á svæfli mjúkum. Sofðu vært. – Góða nótt. Ég kveð þig með kveðjunni okkar, „elska þig alltaf“. Hvíl í friði, mín kæra. Þín Halldóra. Elsku Ragna mín, ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja, mér finnst þetta svo ósanngjarnt og er ekki búin að átta mig á þessu. Þegar þú hringd- ir í okkur og sagðir að þú værir veik þá trúði ég því ekki, því ekki datt mér í hug að guð tæki svona yndislega manneskju, sem hafði svona frábær- an persónuleika, frá dætrum sínum og fjölskyldu. Þetta er svo ósann- gjarnt, sárt og erfitt, tárin renna stöðugt því ég sakna þín svo rosalega mikið og elska. Við áttum svo margar og yndislegar stundir saman, sem ég mun sakna. Það var alltaf svo gott og notalegt að koma til þín, þú komst alltaf fram við mig eins og ég væri fjórða dóttirin. Þú varst alltaf til stað- ar fyrir mig þegar mér leið eitthvað illa og vildir alltaf laga allt, þú gast ekki hugsað þér að vita til þess að mér liði illa. Þú varst svo góð manneskja, svo hlý og gott að vera í kringum þig. Þú gleymdir okkur systrunum aldrei. Núna ertu komin til pabba sem mun taka svo vel á móti þér, ég veit að þið verðið hjá okkur og veitið okkur styrk og hlýju, ég mun hugsa til ykkar hvern dag. Einnig reyni ég að hugga mig með því að hugsa að núna sértu komin á betri stað þar sem þér muni líða betur, ekkert kvalin eða með sársauka nema þú myndir vilja hafa alla hjá þér. Það er eitt lag sem minnir mig allt- af á þig, „When I think of angel“, þetta lag hljómaði svo oft þegar ég kom til þín enda fallegt. Ég mun vera til staðar fyrir dætur þínar sem ég elska og eru mér svo kærar og mik- ilvægar. Ég er svo þakklát fyrir það að hafa komið til þín tveimur vikum áður en þú lést, því þá gat ég sagt þér hvað ég elskaði þig og þætti svo vænt- um þig. Þegar ég kom inn til þín sagð- irðu: „Hæ, ástin mín,“ eins og þú sagðir alltaf þegar við hittumst. Ég gat ekki annað en brosað og tekið ut- an um þig og kysst. Við áttum gott spjall saman sem ég er svo þakklát fyrir. Þú sagðir mér hvað þú elskaðir mig mikið, þætti svo vænt um mig og myndir sakna mín. Hvíldu í friði, elsku Ragna mín, ég kveð þig með söknuði. Þín Bryndís Sölvadóttir. Lífsbók elsku Rögnu, yndislegrar frænku minnar, er lokið. Síðasti kafl- inn í hennar lífi hefur verið skrifaður og eftir sitjum við lömuð af sorg og eigum bágt með að trúa sorglegum endi á sögu mikillar hetju. Falleg, sagan hennar er svo falleg. Ragna, yngsta systir móður minnar, er ein fallegasta manneskja sem ég hef kynnst og ég var svo heppin að vera henni samferða alla tíð. Við nán- ast jafnöldrur, ólumst að miklu leyti upp saman en hún dvaldi á yngri ár- um mikið á heimili foreldra minna. Síðustu ár hefur samband okkar bara orðið nánara. Ég hef alltaf litið upp til hennar, svo glæsileg, svo dugleg, svo hlý og frábær persóna. Umhyggjan fyrir öðrum ótrúleg, alltaf fyrst á vettvang til að aðstoða við hvaða til- efni sem var. Hún hafði einstaka sál- fræðihæfileika, laðaði að sér fólk, sem á augabragði trúði henni fyrir sínum málum. Svo góður og áhugasamur hlustandi og átti alltaf góð ráð handa þeim ófáu sem til hennar leituðu. Sjálf kvartaði hún ekki og vildi sem minnst gera úr veikindum sínum sem hrjáðu hana árum saman. Fjölskyldan var Rögnu mikilvæg, hún var drifkrafturinn í stórum systkinahópi og dáð af systkinabörn- unum. Alltaf svo gott að koma til hennar, allir alltaf velkomnir á fallega heimilið þeirra Gumma. En fyrst og fremst var Ragna fal- leg móðir. Dætur hennar voru henni allt og fyrir þær lifði hún og var líka þeirra besti vinur. Hún studdi þær og hvatti í hverju sem þær tóku sér fyrir hendur og tók virkan þátt í þeirra lífi. Elsku systur, hetjusögu mömmu ykkar er lokið. Fyrir ykkur gullmol- ana barðist hún til hinstu stundar og hana eigið þið alltaf í hjarta ykkar. Eina huggun okkar er að nú er hún laus við þjáningar og hefur fengið góðar móttökur hjá pabba sínum og bróður. Sagan hennar fallega lifir meðal okkar og heldur áfram að bera út boðskap sinn. Við erum betri manneskjur eftir að hafa þekkt og umgengist Rögnu. Við höfum lært af henni hvað virkilega skiptir máli í líf- inu. Elsku Gummi. Mundu að þú græt- ur vegna þess sem var gleði þín. Guð gefi þér styrk til að halda áfram. Tinna Dögg, Rakel Ósk og Andrea Rut. Tíminn sem þið áttuð með mömmu ykkar er dýrmætur og enn dýrmætari eru nú minningarnar fal- legu sem þið eigið. Mamma ykkar gaf ykkur gott veganesti út í lífið og ég veit að hún mun halda áfram að vaka yfir ykkur og vernda. Elsku amma mín. Við vitum hvað- an Ragna fékk sinn styrk og hetju- kraft. Guð styrki þig sem og alla fjöl- skylduna í sorginni. Sjálf ætla ég að halda áfram að út- búa dýrindis Rögnukaffi á sunnu- dagsmorgnum, með vissu um að þar verður hún vídeófluga á vegg – svo ég vitni í eitt af hennar ódauðlegu orða- tiltækjum. Guð blessi minningu elsku frænku- systunnar minnar. Baldvina (Baddý). Í dag kveð ég með miklum söknuði mína elskulegu vinkonu hana Rögnu. Fyrir um 17 árum var ég svo lánsöm að eignast hana sem svilkonu, og varð hún svo með tímanum minn allra besti vinur í gegnum súrt og sætt. Við áttum margar góðar stundir saman í gegnum öll árin. Ef eitthvað bjátaði á hjá manni lagaðist yfirleitt allt við það eitt að heyra í Rögnu í síma eða að kíkja í kaffi. Ég held að kaffibollarnir sem við drukkum saman í gegnum tíðina séu ansi margir. Þegar ég hugsa til baka og lít yfir farinn veg stendur svo margt upp úr, sérstaklega er mér svo minnisstætt þegar Gummi og Ragna komu í eitt skipti af mörgum til Reykjavíkur í bæjarferð svokallaða. Þá tók ég frá dag og sagði Rögnu að við tvær yrð- um að fá einn dag bara fyrir okkur. Við örkuðum Laugaveginn saman, voðalega glaðar eins og tvær litlar smástelpur, byrjuðum á því að fara á kaffihús og fá okkur eitt Galiano-skot, sem að reyndar urðu aðeins fleiri en eitt. Svo gengum við búð úr búð og mönuðum hvor aðra í að kaupa þetta og kaupa hitt. Enduðum svo báðar með fína, dýra leðurjakka og eitthvað fleira. Þetta var nú einu sinni dag- urinn okkar. Við rifjuðum oft upp þennan dag í gegnum árin og hlógum mikið, sérstaklega hlógum við að svipnum á eiginmönnunum þegar við mættum heim hálfrallandi með fullt af pokum. Svona á ég fullt af minn- ingum um mína elskulegu Rögnu og þessar minningar geymi ég í hjarta mínu að eilífu. Hve hún Ragna var yndisleg móðir er ekki hægt að lýsa í orðum eða á prenti, en útkomuna af móðurhlut- verki hennar sér maður best á elsk- unum hennar, Tinnu, Rakel og And- reu, og mér finnst ég alltaf eiga svolítið mikið í þessum elskum. Hún Tinna mín var bara fjögurra ára skotta þegar ég kynnist henni og man ég alltaf eftir okkar fyrstu kynnum. Ég hafði gist í herberginu hennar og var að vakna þegar þessi elska kom inn og sagði: „Hæ, ég heiti Tinna Dögg. Viltu koma í Barbí?“ Hún bað svo fallega að það var ekki hægt að segja nei. Svo var ég svo heppin að fá að hafa hana Rakel oft hjá mér í gist- ingu þar sem hún og Svala mín eru á svipuðum aldri og léku þær sér mikið saman. Andrea, litli engill, nú er það okkar hlutverk sem eftir stöndum að halda fast að þér öllum fallegu minn- ingunum sem við eigum um þína elskulegu mömmu sem var svo ynd- isleg og góð alltaf við alla sem á vegi hennar urðu. Svo hef ég skynjað hversu samband systkinanna er sterkt og gott. Systkini sem standa saman í blíðu og stríðu. Elsku Ragna mín, nú verð ég að kveðja þig í bili, og hvað mér finnst það hræðilega sárt og hvað mig svíð- ur, en við eigum inni annan svona dag, bara við tvær. Spurning hvar það verður og hvenær en ég bíð spennt eftir því, elskan mín. Elsku Gummi, Tinna, Rakel, Andr- ea og Bjarki, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina og það sem framundan er, elskurnar mínar. Ég verð til staðar fyrir ykkur öll, alltaf. Ykkar vinkona Bjarghildur. Mín ástkæra vinkona er látin og erfið veikindi að baki. Það er svo erfitt að kveðja en ég veit að nú líður þér vel. Laus við þjáningar þínar og kom- in til pabba þíns og Sölva. Þú varst svo falleg jafnt að utan sem að innan. Hrein og bein með gríðarlega stórt og gott hjarta. Alltaf varstu fyrst að rétta þeim hjálparhönd sem á þurftu að halda. Við áttum svo góðar stundir saman og minningarnar um þær mun ég geyma alla tíð. Þú hafðir mikið gaman af því að grínast svolítið því stríðin varstu og prakkari mikill og ég heyri enn dillandi hlátur þinn þegar þú hafðir gert eitthvað af þér. Heimili ykkar Gumma var svo fal- legt því húsmóðir varstu fram í fing- urgóma og ekki lengi að hrista eina veislu fram úr erminni, þá er ég ekki að tala um tvær, þrjár tertur heldur hlaðborð og þú bakaðir heimsins bestu möffins og ástarpunga. Auga- steinarnir þínir Tinna, Rakel og Andrea voru líf þitt og yndi og þú varst svo stolt af þeim. Elsku Ragna, ég er lánsöm að hafa fengið að kynnast þér, eiga þig sem vinkonu og vera samferða þér í lífinu. Ég kveð þig með söknuði og veit að við höldum áfram að spjalla saman þangað til við hittumst aftur hinum megin. Takk fyrir allt og allt. Ég býð þér góða nótt. Elsku Gummi, Tinna, Bjarki, Rak- el og Andrea, Baldvina mín, systkini Rögnu, ættingjar og vinir, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og bið algóðan guð að blessa ykkur og styrkja á þessari sorgarstund. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk að dáinn sé vinurinn kæri ég óskaði þess er að gröf hans ég gekk að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur ef vin þú átt góðan í grennd gleymd ekki hvað sem þá dynur að albesta sending af himninum send er sannur og einlægur vinur. Þín vinkona að eilífu Unnur Vébjörnsdóttir. Elsku Ragna, þá er komið að kveðjustund. Stríði þínu er lokið og eftir stöndum við og skiljum ekki hvers vegna þú varst kölluð burt svona langt fyrir aldur fram. Ekki hefði ég trúað því að þegar við kvödd- umst á Akureyri í júlí í fyrra væri það í síðasta skipti sem við hittumst. Þú sem hafðir verið að berjast við gigtina árum saman greindist síðan með krabbamein í lok sumars 2006! Það reiðarslag gekk yfir þig og fjölskyldu þína stuttu eftir ferðina okkar út í Hrísey sem hefur örugglega verið þér erfið en þú brostir bara og lést þig hafa það að hossast á hestvagni um götur Hríseyjar. Þið mæðgur nýflutt- ar á æskuslóðir þínar að hefja nýtt líf. Já, elsku vinkona, mér fannst erfitt að kveðja þig þegar þið fluttuð úr Ljós- uvíkinni í fyrrasumar alla leið til Ak- ureyrar enda hittumst við næstum daglega síðustu mánuðina sem við vorum nágrannar. Við áttum góðar stundir saman, annaðhvort í Egils- höllinni að horfa á dætur okkar á skautaæfingum eða heima hjá mér yfir kaffibolla og pönnukökum. Alltaf var gaman að hitta þig enda hafðir þú sérlega góða nærveru og varðst fljót- lega mikill heimilisvinur. Ekki spillti að dætur okkar urðu mjög góðar vin- konur. Ég fékk að kynnast þínum kostum og því hversu útsjónarsöm þú varst. Þú lést einhvern veginn hlutina ganga upp. Strax og þú fréttir það að ég ætti góðan notaðan barnavagn varstu búin að selja hann. Nóg var að minnast einu sinni á það við þig að kannski þyrfti ég að útvega mér barnakerrur fyrir tvíburadætur mín- ar í fyrstu Spánarferð fjölskyldunnar. Daginn eftir stendur þú fyrir utan dyrnar hjá mér skælbrosandi með tvær kerrur sem þú varst búin að fá lánaðar fyrir okkur. Í okkar sam- Ragna Dagmar Sölvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.