Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Sími - 564 0000Sími - 462 3500 8 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA eee Ó.H.T RÁS 2 eeee -ROKKLAND Á RÁS2 eeeee BAGGALÚTUR.IS Ghost Rider kl. 5.40, 8 og 10.15-KRAFTSÝNING B.i. 12 ára The Pursuit of Happyness kl. 8 og 10.20 Dreamgirls kl. 5.40 Ghost Rider kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Ghost Rider LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 Notes on a Scandal kl. 8 og 10 B.i. 12 ára The Pursuit of Happyness kl. 5.30, 8 og 10.30 Rocky Balboa kl. 8 og 10.20 B.i. 12 ára Anna and the moods m/ensku tali kl. 4 og 4.45 STUTTMYND/ótextuð Anna og skapsveiflurnar m/ísl. tali kl. 4 og 4.45 STUTTMYND Vefurinn hennar Karlottu m/ísl. tali kl. 3.40 Night at the Museum kl. 5.40 Köld slóð kl. 5.45 B.i. 12 ára ATH! BÓKIN SEM MYNDIN ER BYGGÐ Á HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN HJÁLPIN BE RST AÐ OFAN eeee S.V. - MBL eeee K.H.H. - FBL Frá framleiðendum Litlu lirfunnar ljótu! 700 kr fy rir fu llorð na og 5 00 k r fyr ir bö rn HEIMSFRUMSÝNING SVALAS TA SPENNU MYND ÁRSINS NICOLAS CAGE EVA MENDES Byggð á sannri sögu um manninnn sem reyndi það ómögulega! 1TILNEFNING TIL ÓSKARSVERÐLAUNA eee M.M.J - Kvikmyndir.com eee S.V. - MBL Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða MyndlistarmaðurinnBjarki Bragason hef- ur opnað sýninguna Brú í poka / Bridge in a bag á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Bjarki dvelur í febrúar í listamannaíbúð Skaftfells, og verkefnið um brúna er unnið á Austur- landi. Bílaleiga Akureyrar styrkti gerð verkefnisins. Verkið á Vesturveggnum er vídeó-innsetning og teikningar, en megininn- takið eru tvær brýr, brúar- gólf í Bónuspoka, og þær merkingar sem settar eru á dauða hluti. Um Brúar-verkefnið segir Bjarki.... „...Það er áhugavert að velta fyrir sér hvaða efni hafa merkingu og þau hlutverk sem dauðir hlutir hafa. Brýr eru áhugaverð fyrirbæri. Þær liggja þvert á stríðandi strauma og maður getur skotist á milli árbakka, menning- arheima eða hafið samtal við ókunnugann og reynt að brúa eitthvað bil. „Like a bridge over troubled water“ segir einhversstaðar. Það sló mig í fyrrahaust þegar ég var staddur í rútu sem var að keyra yfir brúnna yfir Jökulsá á Brú við Kárahnjúka, að einmitt sú rúta var síðasti bíllinn sem fór þar yfir. Eftir að rútan kom yfir á hinn bakkann hófust menn handa við að búta niður þykkt gólfið og slá mannvirkið niður, en fáum dögum síðar sökk brúarstæðið í heljarstórt lón. Viku síðar var ég staddur á mel ofan við stífl- ustæðið og sá hrúgu af drasli. Var þar brúin í hundrað bitum. Ég valdi mér nokkra bita og stakk þeim í Bónuspoka.“ Tónlist Hallgrímskirkja | Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja perlur íslenskra sálma í eigin útsetningum sunnud. 18. feb. kl. 20. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir tónleikunum, miðaverð er 1.500 kr. (500 kr. námsmenn). Ath breytt- an tíma. Íslenska óperan | Afmæliskórinn (40 ára) og gestakórarnir: Karlakórinn Stefnir, Kór Kvennaskólans í Reykjavík og Kvennakór Háskóla Íslands halda tónleika í Íslensku óperunni laugardaginn 17. feb. kl. 17. Stjórnendur eru: Gunnar Ben, Atli Guð- laugsson, Margrét Haraldsdóttir og Mar- grét Bóasdóttir. Aðgangur 2.500 kr. Kaffi Amsterdam | Útgáfutónleikar fyrstu breiðskífu íslensku rokkhljómsveitarinnar Envy of Nona 16. feb. Húsið opnað kl. 21, frítt inn. Breiðskífan verður á kynning- arverði, 1.000 kr. Múltí Kúltí | Bogomil Font og Steingrímur Guðmundsson spila multicultural tónlist fyrir hádegisverðargesti. Léttur hádeg- isverður kr. 1.000 kr. Allir velkomnir. Salurinn, Kópavogi | TÍBRÁ: Terem & Diddú. Aukatónleikar í kvöld kl. 20. Nánar á www.salurinn.is Miðaverð: 2.000 kr. í s: 570 0400 og á salurinn.is Myndlist Anima gallerí | Aðalheiður S. Eysteins- dóttir. Lágmyndir. Til 24. febrúar. Opið þri.–lau. kl. 13–17. www.animagalleri.is Art-Iceland.com | Myndlistarsýning í Mið- stöð símenntunar Hafnarfirði. Þar gefur að líta mjög fjölbreytt verk 10 listamanna. Til 16. feb. og er opin á kennslutíma skól- ans. Artótek Grófarhúsi | Borgarbókasafni. Sýning á verkum Guðrúnar Öyahals myndlistarmanns. Á sýningunni eru lág- myndir unnar í tré og ýmis iðnaðarefni. Sjá nánar á www.artotek.is Til 18. feb. Café Karólína | Sýning Kristínar Guð- mundsdóttur samanstendur af textaverk- um á glasamottur og veggi. Café Mílanó | Faxafeni 11. Flæðarmálið – Ljósmyndasýning Rafns Hafnfjörð. Opið kl. 8–23.30 virka daga, kl. 8–18 laug- ardaga og kl. 12–18 sunnudaga. Energia | Haf og land. Málverkasýning Steinþórs Marinós Gunnarssonar. Sýn- ingin er opin frá kl. 8– 20 og stendur til 1. mars. Gallerí 100° | í höfuðstöðvum Orkuveit- unnar, Bæjarhálsi 1. Samkeppni um úti- listaverk. Sýning á innsendum tillögum um gerð útilistaverks við Hellisheið- arvirkjun. Opið alla virka daga frá kl. 8.30–16. Sjá nánar www.or.is/gallery Gallerí BOX | Sýning á verki Kristínar Helgu Káradóttur „At Quality Street/Við Gæðastræti“. Opið laugar- og sunnudaga kl. 14–17 og stendur til 3. mars. Uppl. á www.galleribox.blogspot.com Gallerí Lind | Kópavogi. Kjartan Guð- jónsson er listamaður febrúarmánaðar. Kjartan er fæddur 1921 og var einn af upphafsmönnum Septembersýningarinnar sem hélt uppi merkjum afstrakt mál- verksins á árunum 1947–1952. Til 23. febrúar. Gallerí Úlfur | Baldursgötu 11. Sýning Þór- halls Sigurðssonar – Fæðing upphafs. Til 20. febrúar. Opið mán.–föst. kl. 14–18, laug. og sun. kl. 16–18. Gerðuberg | RÚRÍ: Tími – Afstæði – Gildi. Sýning frá glæstum listferli. Opin virka daga kl. 11–17 og um helgar kl. 13–16. Til 15. apríl. Hafnarborg | Hrafnhildur Inga Sigurð- ardóttir sýnir tæplega 40 olíumálverk, máluð á þessu ári og því síðasta. Til 4. mars. Yfirlit yfir listferil. Dröfn Friðfinnsdóttir (1946–2000) lét mikið að sér kveða í ís- lensku listalífi og haslaði hún sér völl í einum erfiðasta geira grafíklistarinnar, tréristunni. Til 4. mars. Hallgrímskirkja | Mynd mín af Hallgrími. 28 íslenskir myndlistarmenn sýna út- færslur sínar á hinni alkunnu mynd Hjalta Þorsteinssonar af Hallgrími Péturssyni. Hrafnista Hafnarfirði | Olga Steinunn Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 2. mars. i8 | Sýning á verkum Kristins E. Hrafns- sonar stendur yfir til 24. feb. Opið þri.– föst. kl. 11–17 og laug. kl. 13–17. Karólína Restaurant | Listagilinu á Ak- ureyri. Jónas Viðar sýnir málverk. Sýn- ingin stendur til 4. maí. Nánar á www.jvd.is Kling og Bang gallerí | Helgi Hjaltalín og Pétur Örn sýna tvær einkasýningar í sam- vinnu. Þar fara saman ný verk og verk sem eru endurgerð að þau verða jafn ný og ógerðu verkin sem kvikna með bygg- ingavörubæklingnum. Þar verður sýningin sjálf endurgerðin frekar en verkin sjálf. Listasafn ASÍ | Leiðsla. Eygló Harð- ardóttir sýnir skjáverk, málverk á pappír, teikningar og þrívíð verk. Til 25. feb. Að- gangur ókeypis. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Jóns Óskars – Les Yeux de L’ombre Jaune og Adam Batemans – Tyrfingar. Opið alla daga nema mánudaga 12–17. Listasafn Reykjanesbæjar | Duus-húsum. Sýning Hlaðgerðar Írisar Björnsdóttur og Arons Reys Sverrissonar. Sýningin ber heitið Tvísýna. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró safnið – Gleymd framtíð. Sýningin sam- anstendur af 100 vatnslitamyndum sem voru málaðar á árunum 1981–2005. Myndirnar eru flestar í eigu Errós og hafa ekki verið sýndar hér á landi áður. D er ný sýningaröð sem nefnd er eftir einum sýningarsal hússins og er hugsuð sem framtíðarverkefni safnsins. Fyrst til að sýna verk sín í sýningaröðinni er Birta Guðjónsdóttir. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Á sýningunni Foss eru tengsl listar og nátt- úru rannsökuð í gegnum verk fjögurra listamanna sem nálgast viðfangsefnið á afar ólíkan máta. Listamennirnir eru: Hekla Dögg Jónsdóttir, Ólafur Elíasson, bandaríska listakonan Pat Steir og Rúrí. Sýningarstjóri er Hafþór Yngvason. K-þátturinn. Á sýningunni eru verk og fer- ill Kjarvals skoðuð út frá hugarheimi Kjar- vals í því skyni að varpa nýju ljósi á verk hans fyrir samtímann. Kjarval og bernskan. Sýning í norð- ursalnum fyrir börn þar sem varpað er ljósi á ýmsa forvitnilega snertifleti Kjar- vals við æskuna. Alla sunnudaga kl. 14 er dagskrá fyrir börn í salnum. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Safnið og kaffistofan opin laugardaga og sunnu- daga kl. 14–17. Nánar á www.lso.is Listasalur Mosfellsbæjar | Kjarna, Þver- holti 2, í Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningu Bryndísar Brynjarsd. „Hið óendanlega rými og form“ lýkur laugard. 17. feb. Bryndís verður við síðasta daginn kl. 12– 15. Í verkum hennar leika saman form og hið óendalega rými. Opið virka daga kl. 12–19, lau. kl. 12–15. Listhús Ófeigs | Skólavörðustíg 5. Bjarni H. Þórarinsson, Ómar Stefánsson og Guð- mundur Oddur Magnússon samstarfs- verkefnið Cosmosis-Cosmobile. Guð- mundur Oddur bræðir saman á sinn hátt myndheima þessara tveggja listamanna. Þetta er sölusýning stendur til 28. febr. Opið á verslunartíma. Skaftfell | Framköllun, sýning Haraldar Jónssonar hefur verið framlengd til 20. feb. Opið kl. 13–17 allar helgar eða eftir samkomulagi. www.skaftfell.is Bjarki Bragason sýnir á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells. www.skaftfell.is Listmunauppboð í Liborius. Sýning á verkum eftir 37 listamenn. Verkin verða boðin upp laugard. 17. feb. kl. 16 www.skaftfell.is Suðsuðvestur | Listamennirnir Hye Jo- ung Park og Karl Ómarsson hafa dregið fram óræð mörk þar sem sýningargestir eiga þess kost að skima eftir snertingu verka sem teygja sig og vaxa. Opið á föstudögum kl. 16 og 18 og um helgar kl. 14 og 17.30 til 25. febrúar. Þjóðarbókhlaðan | Sigurborg Stef- ánsdóttir sýnir bókverk til 28. febrúar. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is. Sími 586 8066. Iðnaðarsafnið á Akureyri | Vissir þú að meðal þess sem framleitt var í Iðn- aðarbænum Akureyri var súkkulaði, skinnkápur, skór, húsgögn og málning? Á Iðnaðarsafninu á Akureyri gefur á að líta þá framleiðslu sem fram fór á Akureyri á síðustu öld auk véla, verkfæra, auglýsinga og sveinsstykkja. Opið á laugardögum kl. 14–16. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Aðalstræti 16, er lokuð. Opnað að nýju 3. mars. Landsbókasafn Íslands, Háskóla- bókasafn | Spari bækur. Sýning Sig- urborgar Stefánsdóttur Bókverk eru myndverk í formi bókar. Í bókverki eru eiginleikar bókarinnar, svo sem umfang, band, síður, og svo framvegis notaðir í myndlistarlegum tilgangi. Sýningin Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson stendur út febrúar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Á árunum 1965–1980, ferðaðist danski ljósmynd- arinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þús- und myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýningunni. Til 18. febr. staðurstund Myndlist Vídeó-innsetning og teikningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.