Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 47 Allri fjölskyldu hans og vinum vottum við samúð og biðjum guð að styrkja. Hvíl í friði kæri tengdafað- ir. Nú ertu kominn til genginna ást- vina þinna og til ljóssins þar sem hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar ræður ríkjum. Aðalbjörn Þór Kjartansson. Afi Teitur er dáinn. Við þessi tímamót koma margar minningar upp í hugann. Öll fórum við með þér nokkur sumur að gróðursetja trén upp á Holti, eltum þig í fjósið og fjárhúsin og sáum hvernig þú hlúðir af alúð að öllu kviku í um- hverfinu. Við lærðum að meta nátt- úruna og bera virðingu fyrir henni og eftir því sem við eldumst gerum við okkur betur grein fyrir því hvað þú varst framsýnn og örlátur í því sem þú tókst þér fyrir hendur á líf- leiðinni. Þú kenndir okkur með þrautseigju þinni og jákvæðni að þó ýmislegt bjáti á er engin ástæða til að gefast upp, heldur horfa fram á við og gleyma aldrei hvers vegna við lögðum af stað. Þú gafst okkur margt gott í veganesti og við nutum þess að hafa þig hjá okkur í Sön- derborg og finna þá hlýju og kær- leik sem þú bjóst yfir í svo miklum mæli. Elsku afi, við minnumst með söknuði og þakklæti þeirra stunda sem við áttum saman. Allar góðar vættir vaki yfir þér. Baldvin Ósmann, Ingunn Fjóla og Bryndís Björk. Elsku afi, nú er komið að kveðju- stund, þínu langa lífshlaupi er nú lokið. Mig langar að minnast þín í örfá- um orðum. Það var fyrir ári að ég var er- lendis og fékk símhringingu um að þú værir mikið veikur. Þegar ég kom heim kom ég til þín á spít- alann, þú varst þá orðinn aðeins hressari en mikið veikur samt en við gátum aðeins spjallað saman um ferðalagið o.fl. skemmtilegt. Nokkr- um dögum seinna átti að fara með þig á Dvalarheimilið Lund á Hellu, ekki leist mér vel á það á þeirri stundu. En það hafði góð áhrif á þig, þú hresstist allur og náðir einu ári til viðbótar sem við fengum að vera með þér afi minn. Þótt stund- um hafi komið slæmir dagar voru líka margir góðir. Þú hafðir gaman af því að segja frá, mörg gullkornin komu og þú varst fróður um margt sem gaman var að heyra og margt sagðir þú mér um gamla tíma. Við sem lifum nú í þessari tækniöld og í vellystingum gerum okkur ekki grein fyrir því hvað þú hefur upp- lifað miklar framfarir í lífinu, raf- magn, sími, tölvur og svo mætti lengi telja sem ekki var til þegar þú varst ungur en þetta þykja okkur sjálfsagðir hlutir í dag og helst má ekkert vanta. Ég held að ég geti mælt fyrir munn allra sem þig þekktu hve mikill öðlingur og góður maður þú varst og aldrei sá maður þig skipta skapi. Aldrei fann ég t.d. fyrir því að ég væri stjúpdótturdóttir þín enda kallaði ég þig alltaf afa og eins var það svo með mín börn. Margt var brallað í sveitinni og á ég margar góðar og skemmtilegar minningar um þá tíma bæði þegar ég kom í heimsókn til þín og ömmu og þennan stutta sumartíma er ég var hjá ykkur og ætlaði að verða vinnukona þá um 12 ára gömul, en það fór á annan veg, sveitastörfin áttu ekki alveg við mig og entist ég ekki út sumarið, því miður. Auðvit- að var þetta lærdómsríkur tími, ná í beljurnar og mjólka þær, út á tún að raka, gá að nýfæddum lömbum, hestbak og margt fleira skemmti- legt sem við vorum að gera. Margir krakkar komu til ykkar yfir sum- artímann, mörg ár eftir ár, og öll voru þau eins og þín, þú varst alveg einstakur afi minn. Þú hafðir mik- inn áhuga á búskapnum og rakst mikið myndarbú, alltaf varstu úti eitthvað að stússa og ekki man ég eftir því að þú kæmir inn nema bara í mat og kaffi, alltaf var nóg að gera. Í seinni tíð fórst þú út í skógrækt og átti það hug þinn allan, þú varst búinn að planta fjöldanum öllum af trjám í jörðina þína og fáum við sem eftir erum að njóta þeirra. Þegar þú hættir búskap byggðir þú ykkur ömmu hús á landi ykkar, húsið stendur hátt og á þeim stað sem þú valdir en það voru nú ekki allir sammála um staðsetningu þess og reyndu sumir að hafa afskipti af því og færa það aðeins til, en minn var fastur fyrir, húsið yrði þarna sem hann var búinn að ákveða og heitir Vörður. Miðað við aðstæður naustu þín vel í nýja húsinu, en elsku amma, sem var þarna orðin mikið veik, lifði það ekki að flytja inn í nýja húsið, en nú hvílið þið saman á nýjum stað. Um leið og ég þakka þær ynd- islegu stundir sem ég og fjölskylda mín áttum með þér, afi minn, votta ég mömmu, Billa, Möggu, þeirra fjölskyldum og öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Hvíl í friði elsku afi minn, minn- ing þín lifir og þú gleymist aldrei. Þín Katrín Björg og fjölsk. Okkur langar í fáum orðum að minnast hans afa. Við bræðurnir vorum ekki mikið fyrir sveitalífið og því voru stundirnar með ömmu og afa ekki svo margar. Það var samt alltaf gott að koma í heimsókn í Flagbjarnarholtið til Ingu ömmu og Teits afa eins og við kölluðum þau. Móttökurnar alltaf innilegar og samverustundirnar með þeim ávallt góðar. Það var líka svo gam- an að því hve stutt var í glettnina í þeim. Þau voru góðir húmoristar og áttu gott með að sjá spaugilegu hliðar lífsins. Það duldist engum sem kynntist afa að hann hafði ein- stakt hjartalag og var hógværðin uppmáluð. Góðmennska og einlæg framkoma við þá sem hann um- gekkst var honum í blóð borin. Það var líka alltaf svo gaman að hitta hann, þetta fallega bros sem færð- ist yfir andlitið hans var alveg ein- stakt. Við skynjuðum svo vel þá hlýju og væntumþykju sem hann bar í okkar garð. Þeir sem hafa þann eiginleika að geta gefið svona mikið af sér fá líka sömu hughrif til baka, enda þótti okkur einstaklega vænt um hann afa. Við vitum að nú er hann kominn til Guðs í himna- ríki, þangað sem hann hefur átt greiða leið. Megi minningin um þennan yndislega mann lifa um ókomna tíð. Kjartan og Þorsteinn. Stefán var fóstri minn og við bjuggum í neðri bænum í Flag- veltu, Teitur bróðir Stefáns bjó í efri bænum með sinni fjölskyldu. Það var mikill samgangur á milli bæjanna, ekki síst með okkur börn- unum. Yfirleitt lékum við okkur meira upp frá, því húsið þar var stærra og öll aðstaða betri, en miklu máli skipti að upp frá var smíðaherbergi með hefilbekk og öðrum þeim tólum sem ungir drengir þurfa á að halda til að finna sköpunargleði sinni útrás. Jafn- framt er mér ekki grunlaust um að Inga hafi verið umburðarlyndari en mamma gagnvart því að við lögðum húsið undir ærsl og leiki. Maður velti því ekki fyrir sér sem krakki, en Teitur hefur greinilega verið með framfarasinnaðri bændum, hann var t.d. með rafmagn og mjaltavél löngu á undan okkur og flestum öðrum nágrönnum. Lister- mótorinn var settur í gang fyrir mjaltir og slökkt á honum þegar menn gengu til náða. Teitur átti líka bíl sem var ekki til á nærri öll- um bæjum þá, forláta rússajeppa, L-127. Flestar ferðir æsku minnar tengjast þessum bíl, því við vorum bíllaus og var Teitur ávallt fús til að skutlast með okkur ef nauðsyn krafði. Í þá daga var svo sem ekk- ert verið að snattast nema menn ættu erindi. Nú, svo fengu þau sér sjónvarp á undan flestum í sveitinni og nutum við náttúrlega góðs af því. Einn vetur eða tvo þegar Magga og Billi voru í skóla aðstoð- aði ég Teit við mjaltir og borðaði þá oft upp frá líka og var efri bærinn í raun næstum sem mitt annað heim- ili. Teitur var asalaus maður og orð- var og var ekki oft að maður sæi breytingu á hans hógláta lífs- munstri. Ekki man hve gamall ég var þegar ég fékk að fylgja þeim Teiti og Sveini frænda mínum leigubílstjóra á Selfossi, æskuvini Teits, heim af hestamannamóti. Við vorum vel ríðandi, en ef við fórum af baki þurfti ég nú að halda í ístað- ið þegar þeir snöruðu sér á bak aft- ur. Það var af þeim kröftug kaup- staðarlykt þegar við lögðum af stað frá Hellu og einhver brjóstbirta var í hnakktöskunni. Þegar menn eru svona í kátari kantinum þá er ein- hvern veginn eðlilegra en ella að koma við á bæ og bæ og þiggja kaffi. Ég held við höfum komið við á næstum öðrum hverjum bæ upp allan Árbæjarveginn, alla vega var eitthvað komið fram á bjarta júní- nóttina þegar leiðir áttu að skiljast, Sveinn út að Saurbæ en við heim að Flagveltu. Þar sem Sveinn átti miklu lengri ferð fyrir höndum ræða þeir hvort við Teitur ættum ekki að fylgja honum spottakorn. En bústörfin biðu heima og var Teitur ekki sá sem vanrækti þau. Eftir smásamræður um þetta segir Teitur samt allt í einu hinn kátasti: „Nóttina á ég sjálfur“ og ljómaði allur. Síðan fylgdum við Sveini langleiðina að Saurbæ og styttum okkur svo leið heim yfir haga og holt og var þá sólin farin að verma af austurhimni. Ég hafði ekki upp- lifað þess konar gleði áður og þó að þetta væri löngu áður en ég prófaði sjálfur svona kætandi vökva, þá upplifði ég þessa nótt sem eins kon- ar manndómsvígslu, á hestbaki um nótt með tveimur ofurkátum, full- orðnum æskuvinum. Lífið allt í einu með svolítið öðrum formerkjum en í amstri hins venjubundna dags. Teitur og Inga voru ekki mjög tíðir gestir á erlendri grund, en ég varð þó þeirrar ánægju aðnjótandi fyrir 30 árum að eyða með þeim þriggja vikna fríi í Júgóslavíu sem þá var, ásamt móður minni og fjöl- skyldu. Ekki man ég hvort þetta var fyrsta utanlandsferð Teits og Ingu, en tíminn var vel nýttur til kynnast ókunnum slóðum og mér er enn í fersku minni hve mikla ánægju þau höfðu að því að upplifa þessa framandi fold og reyna nýja hluti. Minningar festast oft við ein- föld atvik, eins og þegar Teitur buslaði með mér í heitu Adríahaf- inu, þessi veðurbarði bóndi sem ég þekkti bara við gegningar, mjaltir og heyskap. Það er gott að hafa alist upp í ná- lægð við svo grandvaran og gegnan mann sem Teitur var. Það er hluti af gæfu minni og er ég þakklátur fyrir það. Möggu, Billa, Dúnu og fjölskyldum þeirra votta ég mína innilegustu samúð. Örn Svavarsson. Við lát Teits Kjartanssonar lang- ar mig að minnast hans og Ing- unnar Kjartansdóttur, konu hans, sem látin er fyrir nokkrum árum. Þau voru nær því að vera sem aðrir foreldrar mínir. Ingunn föðursystir mín er mér í minni allt frá því á Sjafnargötunni og síðar í Reykja- lundi í Grímsnesi ásamt hinni föð- ursystur minni Ragnheiði og henn- ar manni Niels Busk. Síðan flutti ég svo til Teits og Ingu að Flagbjarnarholti í Land- sveit og var hjá þeim frá sex ára aldri, þann vetur og sumarið eftir og svo nær öll sumur eftir það til 15 ára aldurs. Á þessum árum var auðvitað allt- af sól og sumar í barnshjartanu þegar þangað er hugsað og fegurð Landsveitarinnar hin eina sanna. Það var víðsýnt þar uppi á holtinu með allan fjallahringinn og sjálfa Heklu í austurátt. Síðast þegar ég hitti Teit fórum við faðir minn til hans austur að Hellu þar sem hann þá dvaldi. Það varð úr að við fórum saman upp að Flagveltu, (Það er annað nafn á bænum). Mér er í minni hvað Teit- ur var áhugasamur um að sýna okkur skógrækt sína þarna á holt- inu. Við ókum svo um landareignina og hann fræddi okkur um fyrirhug- aðar virkjunarframkvæmdir og hvað eina. Þetta eru þeir úthagar þar sem ég þekkti hvern hól og laut, en auðvitað án allra akvega þá. Á þeim árum hljóp ungur drengur á gúmmískóm þar um alla móa að leita kúnna, sem gátu verið nokkuð illfinnanlegar þarna í hæðóttum út- högunum. Allt mitt venslafólk reyndist mér frábærlega vel og átti sinn þátt í að ala mig upp og ég met það allt mjög mikils. Mig langar þó til að gefa Teiti auka vitnisburð um einlæga hlýju í minn garð. Það var hann sem, í æsku minni, handsmíðaði skíðin handa okkur Dúnu frænku. Það var hann sem gaf mér fyrstu viðurkenninguna og hældi mér fyrir teikningar mínar. Hló svo innilega, þegar við vorum einir úti í fjósi og ég var að gefa út fæðingarvottorð fyrir nýfædda kálfana og að skíra þá með viðhöfn. Þannig áttum við Teitur oft okkar skemmtistundir. Um leið og ég minnist og kveð Teit og Ingu, með þessum línum, finnst mér ég líka vera að minnast sveitar minnar, sem er svo samofin þessu fólki í mínum huga. Blessuð veri minning þeirra og allra, sem gerðu veru mína í Flag- bjarnarholti að þessari fallegu minningu! – Blessuð sértu sveitin mín! Kjartan Jónsson. Elsku Teitur, nú ertu búinn að kveðja okkur og fá hvíldina. Mig langar að minnast þín með fáeinum orðum, því þú varst svo sterkur persónuleiki og yndislegur maður. Ég var svo ánægð þegar mamma mín sagði mér að Palli sonur minn mætti koma til ykkar hjóna í sveit, því hún var ættuð úr Landsveitinni og þekkti því staðinn vel. Palli minn var aðeins 6 ára þegar hann kom til ykkar og ég man að þið tókuð það ekki í mál að hann svæfi inni í stofu eins og ráð var gert fyrir og létuð hann sofa inni hjá ykkur. Inga vildi prufa að leyfa honum að vera 1–2 mánuði en mánuðirnir urðu að 17 sumrum. Ég þakka guði enn þann dag í dag hvað hann fór á góðan stað og hversu vel þið reyndust honum, fannst mér alltaf eins og þið ættuð pínulítið í honum. Ég veit að Palla þótti innilega vænt um ykkur. Bryndís mín kom einnig til ykkar í sveit 10 ára gömul og var 3 sumur hjá ykkur. Einnig var vel hugsað um hana og man ég að Inga bar alltaf Vick á brjóstið á henni þar sem hún var gjörn á að fá kvef, þá átti allt að lagast. Bryndís hélt áfram að vera á Flagveltu og dvaldi hjá Möggu dóttur ykkar 4 sumur þar sem henni leið alltaf svo vel, og ekki má gleyma þriðja aðilanum sem kom til ykkar en það var hann Tommi páfagaukurinn hennar Bryndísar og dafnaði hann jafn- framt vel hjá ykkur. Þið hjónin voruð yndisleg heim að sækja, það var alltaf gott að koma og ekki vantaði kræsingarnar á borðið. Ég er lánsöm að Palli og Bryndís fóru til svona yndislegra hjóna eins og Teitur og Inga voru. Teitur, ég vil því þakka samfylgd þína, það hefur verið ánægjulegt að kynnast svona stórkostlegum manni og góðum, ég geymi margt í hjarta mínu. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú, sem eldinn átt í hjarta, yljar, lýsir, þó þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta, verk þín tala, þótt þú þegir. Alltaf sjá menn bjarmann bjarta blika gegnum húmsins tjöld. (Davíð Stef.) Elsku Margrét, Brynjólfur og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Sigrún Pálsdóttir. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast föðurbróður okkar Teits, sem nú hefur lagt í sína hinstu för. Um Teit frænda eigum við bara ljúfar minningar, hæglátur en þó fylginn sér, virtist aldrei skipta skapi, og kom fram við bæði menn og málleysingja með umhyggjusemi og nærgætni. Lýsti upp umhverfið með blíðu brosi og glettni í augum, lagði ekki illt til nokkurs manns, var hvers manns hugljúfi. Ef til vill kom berlegast í ljós á síðustu árum ævi hans, eftir að heilsan fór að bila, hversu jákvæður hann var í hugsun, tilbúinn að takast á við óhjákvæmilegar breytingar sem urðu á kjörum hans, og gera það besta úr öllu. Ævistarfið var í Flagveltu, þar sem hann ólst upp og bjó síðan myndarbúi með henni Ingu sinni, þar ólu þau upp börnin sín, Dúnu, Billa og Möggu og veittu líka skjól fjölmörgum sumarbörnum sem nutu dvalarinnar í fallegu umhverfi hjá góðu fólki. Þegar þau hættu al- mennum búskap stofnuðu þau skógræktarbýlið Vörður úr landi Flagveltu og Teitur tók til við að rækta skóg af mikilli eljusemi og hélt því áfram meðan kraftar ent- ust. Þau reistu sér fallegt hús efst á hæðinni, þar sem útsýni er óvið- jafnanlegt til allra átta. Því miður féll Inga frá áður en þau náðu að flytja inn, en hann undi sér þar vel um nokkurra ára skeið. Á þeim ár- um tók hann sig upp með farfugl- unum nokkur haust og dvaldi hjá syni sínum og fjölskyldu í Dan- mörku yfir háveturinn, kom svo aft- ur þegar tími var kominn til að hyggja að trjágróðrinum að vori. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt samleið með Teiti frænda og minn- umst hans með virðingu og vænt- umþykju. Genginn er drengur góð- ur, sem skilur eftir sig ljúfar minningar hjá þeim sem hann þekktu. Við sendum fjölskyldu hans ein- lægar samúðarkveðjur. Systkinin í Hjallanesi, Pálína, Kjartan og Bryndís. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.