Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 27
arhús í eigu fjölskyldu og er rekið af fjórðu kynslóðinni sem stendur. Ekki einungis er þetta eitt allra besta víngerðarhús Suður-Afríku heldur heimsklassahús. Þess má geta að Kanonkop-ekrurnar voru eitt sinn hluti af Uitkyk-búgarð- inum. Kanonkop framleiðir einungis rauðvín og er Pinotage-vínið lík- lega það þekktasta, en sú þrúga er suður-afrískt „spesíalítet“ – blend- ingur úr þrúgunum Pinot Noir og Cinsault sem hvergi annars staðar er ræktaður svo einhverju nemi. Kanonkop Pinotage 2003 er dæmi um hversu góð þessi vín frá Kanonkop eru, Pinotage-vín gerast ekki mikið betri. Villt angan með leðri, tóbaki, svita og reyk í bland við þungan og heitan kirsuberja- ávöxt. Stórt í munni og dökkt, með töluverðu tanníni og kryddi. 2.690 krónur. 90/100 Kanonkop Cabernet Sauvignon 2002 er litlu síðra, þarna er í nefi brennt eða að minnsta kosti ansi heitt hjólbarðagúmmí, þroskaður kirsuberja- og sólberjaávöxtur í bland við vanillu. Í munni dökk ber og bananar. 2.690 krónur. 88/100 Kanonkop Paul Sauer 2003 er flaggskip Kanonkop og ekki úr Pinotage. Þetta er Bordeaux- blanda, þ.e. Cabernet og Merlot, og það verður að segjast eins og er að það mætti hæglega ruglast á þessu víni og Bordeaux-víni í blindsmakki. Tóbak, tjara, sólber og sviðin eik. Stórt og mikið, með dýpt og breidd. Hitinn á ekrum Stellenbosch kemur hins vegar í ljós í munni með krydduðum ávexti og kemur þannig upp um upprun- ann. 2.980 krónur. 92/100 „Svartur“ rekstur í „hvítum“ iðnaði Það er sláandi þegar maður heimsækir suður-afrísk vínfyr- irtæki að víniðnaðurinn er að nær öllu leyti „hvítur iðnaður“, að minnsta kosti þegar kemur að efri stjórnunarstöðum. Á því eru þó nokkrar undantekningar og fer þeim raunar fjölgandi. Vínbúgarðurinn Tukulu er dæmi um vínhús sem er í „svörtum“ rekstri ef þannig má að orði kom- ast. Tukulu-vínin koma frá Papku- ilsfontein-búgarðinum í vínhér- aðinu Darling og eru samstarfsverkefni stórfyrirtæk- isins Distel og hóps svartra at- hafnamanna. Þessi vín hafa vakið töluverða athygli, ekki bara út af rekstrarforminu heldur ekki síður vegna gæða. Tukulu Pinotage 2003 er vínið sem hér er nú í boði í vínbúðunum. Kóngabrjóstsykur, vanilla og jafn- vel mjólkurkaramella ásamt svört- um berjum, allþroskuðum, ein- kenna angan en jörð og þroskaður ávöxtur í munni. Hreint og bjart. 1.990 krónur. 84/100 Jacobsdal Estate er loks vín- gerðarhús í suðvesturjaðri Stellen- bosch-héraðsins í einungis nokk- urra kílómetra fjarlægð frá flóanum False Bay sem hefur temprandi áhrif á loftslagið. Bú- garðurinn er í eigu fjölskyldu af frönskum uppruna, húsið var stofnað árið 1916 og er nú rekið af þriðju kynslóð. Jacobsdal Cabernet Sauvignon 2002 er eitt af Jacobsdal-vínunum sem nú eru í sölu. Rósir, rauð ber og vottur af lakkrís í nefi. Hefur góða þykkt og töluverða sýru í munni með örlitlum reyk. 2.100 krónur. 86/100 sts@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 27 PLÚSFERÐIR – Lágmúla 4 – 105 Reykjavík - Sími 535 2100 Sól, sól, skín á mig. Verð, verð, burt með þig. Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Mallorca 39.307 kr. á mann miðað við að 2 að fullorðnir og 2 börn, 2ja–11ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa og flugvallarskattar. Netverð 20. ágúst og 2. september Portúgal 39.974 kr. Netverð 21. og 28. ágúst, 3. og 10. september á mann miðað við að 2 að fullorðnir og 2 börn, 2ja–11ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Alagoamar og flugvallarskattar. Verð á mann miðað við 2 Alagoamar 50.788 kr Verð á mann miðað við 2 í stúdíó á Pil Lari Playa 46.293 kr Marmaris 49.690 kr. á mann miðað við að 2 að fullorðnir og 2 börn, 2ja–11ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Ece apartments og flugvallarskattar. Ece apartments Verð á mann miðað við 2 fullorðna 49.690 kr Benidorm 39.571 kr. Buenavista á mann miðað við að 2 að fullorðnir og 2 börn, 2ja–11ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala og flugvallarskattar. Verð á mann miðað við 2 fullorðna 48.875 kr                       Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.