Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 27

Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 27
arhús í eigu fjölskyldu og er rekið af fjórðu kynslóðinni sem stendur. Ekki einungis er þetta eitt allra besta víngerðarhús Suður-Afríku heldur heimsklassahús. Þess má geta að Kanonkop-ekrurnar voru eitt sinn hluti af Uitkyk-búgarð- inum. Kanonkop framleiðir einungis rauðvín og er Pinotage-vínið lík- lega það þekktasta, en sú þrúga er suður-afrískt „spesíalítet“ – blend- ingur úr þrúgunum Pinot Noir og Cinsault sem hvergi annars staðar er ræktaður svo einhverju nemi. Kanonkop Pinotage 2003 er dæmi um hversu góð þessi vín frá Kanonkop eru, Pinotage-vín gerast ekki mikið betri. Villt angan með leðri, tóbaki, svita og reyk í bland við þungan og heitan kirsuberja- ávöxt. Stórt í munni og dökkt, með töluverðu tanníni og kryddi. 2.690 krónur. 90/100 Kanonkop Cabernet Sauvignon 2002 er litlu síðra, þarna er í nefi brennt eða að minnsta kosti ansi heitt hjólbarðagúmmí, þroskaður kirsuberja- og sólberjaávöxtur í bland við vanillu. Í munni dökk ber og bananar. 2.690 krónur. 88/100 Kanonkop Paul Sauer 2003 er flaggskip Kanonkop og ekki úr Pinotage. Þetta er Bordeaux- blanda, þ.e. Cabernet og Merlot, og það verður að segjast eins og er að það mætti hæglega ruglast á þessu víni og Bordeaux-víni í blindsmakki. Tóbak, tjara, sólber og sviðin eik. Stórt og mikið, með dýpt og breidd. Hitinn á ekrum Stellenbosch kemur hins vegar í ljós í munni með krydduðum ávexti og kemur þannig upp um upprun- ann. 2.980 krónur. 92/100 „Svartur“ rekstur í „hvítum“ iðnaði Það er sláandi þegar maður heimsækir suður-afrísk vínfyr- irtæki að víniðnaðurinn er að nær öllu leyti „hvítur iðnaður“, að minnsta kosti þegar kemur að efri stjórnunarstöðum. Á því eru þó nokkrar undantekningar og fer þeim raunar fjölgandi. Vínbúgarðurinn Tukulu er dæmi um vínhús sem er í „svörtum“ rekstri ef þannig má að orði kom- ast. Tukulu-vínin koma frá Papku- ilsfontein-búgarðinum í vínhér- aðinu Darling og eru samstarfsverkefni stórfyrirtæk- isins Distel og hóps svartra at- hafnamanna. Þessi vín hafa vakið töluverða athygli, ekki bara út af rekstrarforminu heldur ekki síður vegna gæða. Tukulu Pinotage 2003 er vínið sem hér er nú í boði í vínbúðunum. Kóngabrjóstsykur, vanilla og jafn- vel mjólkurkaramella ásamt svört- um berjum, allþroskuðum, ein- kenna angan en jörð og þroskaður ávöxtur í munni. Hreint og bjart. 1.990 krónur. 84/100 Jacobsdal Estate er loks vín- gerðarhús í suðvesturjaðri Stellen- bosch-héraðsins í einungis nokk- urra kílómetra fjarlægð frá flóanum False Bay sem hefur temprandi áhrif á loftslagið. Bú- garðurinn er í eigu fjölskyldu af frönskum uppruna, húsið var stofnað árið 1916 og er nú rekið af þriðju kynslóð. Jacobsdal Cabernet Sauvignon 2002 er eitt af Jacobsdal-vínunum sem nú eru í sölu. Rósir, rauð ber og vottur af lakkrís í nefi. Hefur góða þykkt og töluverða sýru í munni með örlitlum reyk. 2.100 krónur. 86/100 sts@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 27 PLÚSFERÐIR – Lágmúla 4 – 105 Reykjavík - Sími 535 2100 Sól, sól, skín á mig. Verð, verð, burt með þig. Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Mallorca 39.307 kr. á mann miðað við að 2 að fullorðnir og 2 börn, 2ja–11ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa og flugvallarskattar. Netverð 20. ágúst og 2. september Portúgal 39.974 kr. Netverð 21. og 28. ágúst, 3. og 10. september á mann miðað við að 2 að fullorðnir og 2 börn, 2ja–11ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Alagoamar og flugvallarskattar. Verð á mann miðað við 2 Alagoamar 50.788 kr Verð á mann miðað við 2 í stúdíó á Pil Lari Playa 46.293 kr Marmaris 49.690 kr. á mann miðað við að 2 að fullorðnir og 2 börn, 2ja–11ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Ece apartments og flugvallarskattar. Ece apartments Verð á mann miðað við 2 fullorðna 49.690 kr Benidorm 39.571 kr. Buenavista á mann miðað við að 2 að fullorðnir og 2 börn, 2ja–11ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala og flugvallarskattar. Verð á mann miðað við 2 fullorðna 48.875 kr                       Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.