Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 21 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is RANNSÓKNASETUR í fötl- unarfræðum við félagsvísindadeild Háskóla Íslands stendur á næstu vikum fyrir fyrirlestraröð undir yfirskriftinni Listir, menning og fötlun. Í fyrirlestraröðinni verður með- al annars fjallað um staðalmyndir og ímyndir fatlaðs fólks í dæg- urmenningu og hvernig fötlun hef- ur verið notuð sem uppistaða rit- verka. Fyrstu tveir fyrirlestrarnir fara fram í Norræna húsinu dag, en fyrirlesarar eru Auður Ólafsdóttir, listfræðingur og rithöfundur, og Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og sagnfræðingur. Fyrirlestur Ingólfs ber yfirskriftina „Ég er ekki líkami minn“ og hefst kl. 12.30. Fyrirlestur Auðar hefst á hádegi, en hann ber yfirskriftina „Hinn frábrugðni verður til“. Þar mun hún segja frá sköpun og þýð- ingu fótalausra og mállausra of- urhetja í skáldsögum sínum, Upp- hækkuð jörð og Rigning í nóvember. „Inntak fyrirlestrarins er að reyna að útskýra hvernig þessar fötluðu ofurhetjur urðu til, og þá hvernig skáldsöguleg nauðsyn réði því að þær urðu eins og þær eru. Þarna er um að ræða aðalpersónu fyrstu skáldsögu minnar, Upp- hækkuð jörð, sem er fótalaus ung- lingsstúlka. Svo er það mikilvæg aukapersóna í skáldsögunni Rign- ing í nóvember, sem er fjögurra ára mállaus og heyrnarlaus dreng- ur,“ segir Auður. „Þegar ég tala um að það hafi verið hin skáld- sögulega nauðsyn sem bjó þær til, eða kallaði á persónur með ákveðna eiginleika, á ég til dæmis við að í fyrri bókinni hafði ég áhuga á að gera hinu þrönga sjón- arhorni og smáatriðunum hátt undir höfði. Þess vegna varð til fótalaus unglingsstúlka, sem er að vísu ekki alveg án fóta því hún gengur á hækjum. Hún reynir að gera smátt stórt í gegnum ímynd- unaraflið og þessi saga segir svo frá því hvernig hún hefur sig upp yfir aðstæður sínar þegar hún ákveður að klífa fjall,“ segir Auð- ur. Karlmennska og kvenleiki Aðalsöguhetjan í Rigning í nóv- ember er kona sem talar 11 tungumál. „Þegar hana vantaði svo ferðafélaga í undarlegt ferða- lag lá beint við að sá ferðafélagi yrði mállaus og heyrnarlaus drengur. Þannig að þau mynda andstæður og þetta eru andstæður sem takast á í heimi handan orða, eins og það var orðað á bókarkáp- unni. Þetta er kona sem talar of mörg tungumál og heldur að hún hafi ekkert vit á börnum þannig að ég bjó til handa henni mállaust barn sem ferðafélaga.“ Auður segir meginhlutverk þessara persóna þó ekki að vera fatlaðar þótt vissulega séu þær frábrugðnar. Það sé þó ekki vegna fótaleysis eða heyrnarleysis held- ur vegna annarra eiginleika sem í samhengi sögunnar séu mikilvæg- ari heldur en fötlunin og geri þær nógu spennandi til að vera skáld- sögulega áhugaverðar. „Þær hafa mjög sterka persónu- leika og það er verið að benda á styrk þess sem er veikur og frá- brugðinn. Heyrnarlausi dreng- urinn er til dæmis afburðagreint barn,“ segir Auður, sem ætlar að leggja út af persónusköpuninni í fyrirlestrinum. „Barn er alltaf tákn fyrir framtíðina í bókum og þessi litli, heyrnarlausi drengur er framtíðarkarlmaður. Þessi bók snýst svolítið um hugmyndir um karlmennsku og kvenleika, sem eru ekkert endilega einhlítar í samhengi sögunnar. Karlmenn eru oft í umönnunarhlutverki og þeir vilja eignast börn en ekki kon- urnar,“ segir Auður. „Ég ætla að sýna fram á hvern- ig barnið er erkitýpa karlmennsk- unnar. Svo ætla ég að reyna að koma því á framfæri að ef þessi litli, brothætti, agnarsmái, heyrn- ar- og sjónskerti drengur er fram- tíðin, þá muni heimurinn komast vel af. Sá er boðskapurinn.“ Hinn frábrugðni verður til Frábrugðið Auður Ólafsdóttir heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í dag. www.fotlunarfraedi.hi.is ‘07 70ÁR Á FLUGI HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ W W W. I C E L A N DA I R . I S MADRID MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MANCHESTER PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON REYKJAVÍK AKUREYRI BERGEN GAUTABORG FLUG OG GISTING Í 4 NÆTUR FRÁ 65.900* KR. PRIVATEERS WHARF „Allir sem heimsækja Halifax fá sér gönguferð um hafnarbakkann og bryggjurnar suðvestanmegin við einstakt hafnarlægið í Halifax. Þarna má eiga ógleymanlegir stundir á góðum degi og fallegum kvöldum. Ég mæli sérstaklega með því að rölta um Privateers Wharf eða Sjóræningjabakkann.“ JÓHANN JÓNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is *Á mann í tvíbýli á Delta Barrington eða Delta Halifax **** í Halifax 24.–28. maí og 13.–17. sept. Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting. Ferðaávísun gildir BORGMÍN HALIFAX ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 61 31 0 2 /0 7 NÝR ÁFANGASTAÐUR flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.