Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 46. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Grunn- og framhaldsnám við Háskóla Íslands er kynnt í Háskólabíói við Hagatorg
Nýtt grunn- og framhaldsnám er kynnt í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð
Það gerist hjá okkur
Stúdentar og kennarar Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands
taka vel á móti þér á Háskóladeginum laugardaginn 17. febrúar kl. 11-16
www.khi.is
www.hi.is
HREINT LOSTÆTI
UPPSKRIFTIR AÐ GÓMSÆTUM BOLLUDAGS-
BOLLUM FYRIR MÁNUDAGINN >> 28
TIL SÖLU Á EVRÓPSK-
UM ÓPERUDÖGUM
MARKAÐUR
ÍSLENSKA ÓPERAN >> 52
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
SAMKVÆMT íslensku réttarfari eru dómarar
virkari í réttarhaldi en dómarar í Bandaríkj-
unum. Dómarar í Bandaríkjunum gera t.d. ekki
athugasemdir við spurningar
þeirra sem flytja mál nema
fram komi mótmæli frá verj-
anda eða sækjanda. Hér á
landi er beinlínis kveðið á um
það í lögum að dómari eigi að
gæta þess að spurningar séu
„sýnilega ekki þýðingar-
lausar“.
Arngrímur Ísberg, dóms-
formaður í Baugsmálinu, hef-
ur beðið settan ríkissaksókn-
ara um að hafa spurningar
sínar hnitmiðaðri. Spurningarnar séu á köflum
staglkenndar. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort
svona athugasemdir séu eðlilegar eða alvana-
legar í dómsmálum.
Ekki dæmigert mál
Fyrir það fyrsta er kannski nauðsynlegt að
hafa í huga að Baugsmálið er „ekki dæmigert
fyrir eitt eða neitt“, eins og einn viðmælandi
blaðsins orðaði það. Það er alveg skýrt í lögum
um meðferð opinberra mála að dómari stýrir
réttarhaldi og hefur ákveðnar skyldur í því sam-
bandi. Um þetta er t.d. fjallað í 59. grein. „Dóm-
ari skal gæta þess að spurningar hans og annarra
séu ákveðnar, ekki tvíræðar eða veiðandi, ekki
særandi eða móðgandi framar en efni standa til
og ekki sýnilega þýðingarlausar.“
Dómarar hafa því ótvíræðan rétt til að grípa
inn í og gera athugasemdir við spurningar lög-
manna. Það er ekki óalgengt að þeir geri at-
hugasemdir. Sumir eru raunar þeirrar skoðunar
að dómarar á Íslandi mættu gera meira af þessu.
Dómarar hafi almennt séð gefið lögmönnum of
lausan taum í réttarsölum. Þetta hafi leitt til þess
að spurningar séu oft ekki nægilega markvissar.
Í Baugsmálinu er gríðarlega hart tekist á og
því reynir mikið á stjórn dómarans á réttarhald-
inu. Verjendur eru sífellt að gera athugasemdir
við spurningar saksóknara og óska eftir af-
skiptum dómarans. Honum er því vandi á hönd-
um og sú hætta vofir yfir í svona máli að hann
missi hreinlega stjórn á réttarhaldinu. Sú
ákvörðun dómarans í gær að stöðva yfirheyrslur
saksóknara yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni er
vægast sagt óvenjuleg. Löglærðir viðmælendur
blaðsins segja að ekki sé hægt að skýra þessa
ákvörðun með vísan í lög nema almennt ákvæði
um að dómari stýri réttarhaldi. Hafa þurfi í huga
að málsaðilar voru búnir að ná samkomulagi um
tímaáætlun. Þegar hún stóðst ekki hafi verið
gerð ný áætlun í samráði við saksóknara. Þegar í
ljós hafi komið að hún myndi heldur ekki stand-
ast hafi dómari tekið þessa óvenjulegu ákvörðun.
Hvað má
dómarinn?
Dómarar Réttar-
hald í Baugsmálinu
stendur yfir.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
„ÞAÐ kom mér á óvart,“ sagði Sigurður Tóm-
as Magnússon settur ríkissaksóknari í Baugs-
málinu um þá ákvörðun dómsformanns að
stöðva skýrslutöku hans af Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni klukkan 16.15 í gær og gefa verj-
anda kost á að beina til hans spurningum.
Hann hefði talið sig hafa tíma til klukkan 18.
Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi
sagði Sigurður Tómas að hann hefði skilið
dómara svo á miðvikudag að hann yrði að ljúka
skýrslutöku sinni klukkan 18 og því hefði til-
kynning dómarans um annað komið honum al-
gjörlega í opna skjöldu. „En dómari verður að
ráða sínu þinghaldi,“ sagði hann og bætti við að
ákæruvaldið yrði einfaldlega að laga sig að því.
„Í sjálfu sér er það þannig að ég hefði kosið að
halda þessari skýrslutöku áfram og klára hana.
Það var ekki eftir nema rúmlega klukkutími.
En hún mun bara halda áfram síðar.“
Þetta var langt í frá í fyrsta skipti sem dóm-
ari gerði athugasemdir við að skýrslutaka sak-
sóknarans tæki of langan tíma og það er ljóst
að hann hefur farið langt út fyrir þau tímamörk
sem honum voru sett í dagskrá. Spurður um
hvers vegna hann hefði ekki haldið sig við tíma-
mörkin sagði Sigurður Tómas að vissulega
væru spurningarnar ítarlegar en sakarefnin
væru að sama skapi fjölmörg. Ef þau væru
hvert í sínu málinu þættu þetta ekki langar
skýrslutökur. Hafa bæri og í huga að lengdin
réðist einnig af samspili þess sem spyr og þess
sem svarar. Í gærkvöldi hafði ekki verið ákveð-
ið hvenær skýrslutöku yfir Jóni Ásgeiri yrði
haldið áfram.
Morgunblaðið/Sverrir
Tekist á Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar (t.h.), og Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu,
ræðast við í gær. Jón Þór Ólason, aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar, fylgist með. Skýrslutaka var stöðvuð klukkan 16.15 í gær.
Ákvörðunin kom sak-
sóknara í opna skjöldu
Eignaðist ekki | 14
„ÞETTA eru háleit markmið,“
segir Friðrik Ólafsson, fyrsti stór-
meistari Íslendinga í skák, um þá
ákvörðun borgarráðs í gær að
stefna að því að Reykjavík verði
skákhöfuðborg heimsins 2010.
Samþykkt var að setja á laggirnar
sjálfseignarstofnun, Skák-
akademíu Reykjavíkur, sem á að
vinna að eflingu skáklistarinnar í
borginni með margvíslegum
hætti, m.a. í skólum. Verður Al-
þjóðlega Reykjavíkurskákmótið
framvegis haldið á hverju ári.
„Það er gleðilegt að borgin skuli
ráðast í þetta. Þetta er mikill
áfangi,“ segir Friðrik. Hann segir
mjög ánægjulegt að skákinni bæt-
ist þessi liðsauki við skipulagn-
ingu sem varði m.a. alla skóla
borgarinnar. Með þessu móti sé
skákin nánast gerð að kennslu-
grein í skólum. „Mér líst rosalega
vel á þetta. Þetta er frábært fram-
tak hjá borgaryfirvöldum,“ segir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for-
seti Skáksambands Íslands.
– Skákhöfuðborg heimsins! Er
það raunhæft? „Við getum alla
vega talað um skákborgina
Reykjavík og svo verður bara að
koma í ljós hvar á heims-
mælikvarða við erum.“
Háleit markmið um skákborg heims
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Friðrik
Ólafsson