Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 26
vín
26 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Suður-Afríka telst yfirleitt ídaglegu tali til nýjaheimsins þegar víngerð erannars vegar. Það má hins
vegar færa sterk rök fyrir því að
eðli vínræktar í Suður-Afríku eigi
meira sameiginlegt með gamla
heiminum í Evrópu en „nýju“
svæðunum í Chile, Ástralíu og víð-
ar.
Ekki einungis vegna þess að þar
er að finna órofna vínræktarhefð
sem nær tæpar fjórar aldir aftur í
tímann, heldur ekki síður vegna
þess hvernig vínframleiðsla hefur
þróast á Höfðasvæðinu á suður-
odda Afríku. Ólíkt því sem gerist í
Ástralíu og Chile eru það ekki
risavaxin vörumerki sem draga
vagninn heldur litlir og meðalstórir
framleiðendur. Á toppnum tróna
gömlu vínbúgarðarnir Wine Esta-
tes sem líkja má við hin frönsku
Chateau og eiga sér margir hverjir
margra alda sögu.
Að þessu sinni verður einmitt
fjallað um vín frá nokkrum þessara
vínbúgarða.
Sögufrægir búgarðar
og vínræktarhús
Uitkyk er sögufrægur búgarður
í hlíðum Simonsberg rétt fyrir ut-
an bæinn Stellenbosch. Búgarð-
urinn var stofnaður árið 1712 og
var lengi í eigu prússnesks að-
alsmanns. Nafnið þýðir útsýni og
er borið fram „eitkeik“.
Uitkyk Sauvignon Blanc 2005 er
ágætur Sauvignon með melónu,
límónu og aspas í nefi, þokkaleg
þyngd í munni með ágætri sýru og
smá sætu. 1.390 krónur. 84/100
Uitkyk Cabernet Sauvignon-
Shiraz 2001 hefur þroskaðan og
heitan kirsuberja- og bláberjaávöxt
í bland við krydd og við. Með-
alþungt með smá soðnum ávexti og
sýru í munni. 1.990 krónur. 84/100
Uitkyk Carlonet Cabernet Sau-
vignon 2001 er toppurinn frá Uit-
kyk. Þetta er mjög vel gert vín
með miklu kaffi og súkkulaði í
bland við dökkan ávöxt, krydd og
eik. Góð uppbygging sýra og tann-
íns. 1.990 krónur. 87/100
Kanonkop Estate í Stellenbosch
er með þekktustu víngerðarhúsum
Suður-Afríku og ekki að ósekju.
Kanonkop-vínin hafa að minnsta
kosti aldrei valdið mér vonbrigðum
og er löngu tímabært að þau fáist
hér á landi. Þetta er lítið víngerð-
Suður-afrísk
búgarðavín
með langa
hefð að baki
Morgunblaðið/Steingrímur Sigurgeirsson
Vínrækt Í Suður-Afríku er að finna órofna vínræktarhefð sem nær tæpar fjórar aldir aftur í tímann.
Morgunblaðið/Steingrímur Sigurgeirsson
Framleiðslan Uitkyk er sögufrægur vínbúgarður í hlíðum Simonsberg.
Töluvert af ágætum suður-afrískum vínum hefur ver-
ið að bætast við úrval vínbúðanna síðustu mánuði.
Flest þeirra eru mjög frambærileg og nokkur, segir
Steingrímur Sigurgeirsson, hefði maður viljað sjá
fyrir langalöngu á markaðnum.
BÖRN með hegðunarvandamál
gætu hafa erft skapbrestina frá
foreldrum sínum. Ný rannsókn
sýnir nefnilega að rifrildi getur leg-
ið í genunum.
Sum börn skrópa í skólanum,
strjúka að heiman, ljúga að for-
eldrum sínum, stela í búðum eða
leggja önnur börn í einelti. Þau eru
gjarnan sögð eiga við hegðunar-
vanda að stríða og skapa foreldrum
sínum og kennurum heilmiklar
áhyggjur. Stundum er talið að or-
sök hegðunar barnanna megi rekja
til hjónaerja og skilnaðar foreldra
þeirra. Forskning.no greinir nú frá
nýrri rannsókn þar sem komist er
að þeirri niðurstöðu að ekki sé rifr-
ildi foreldranna beinlínis um að
kenna. Hins vegar hafi foreldrar
sem rífast einfaldlega arfleitt börn-
in sín að ákveðnum genum. Vís-
indamennirnir leggja þó áherslu á
að þetta megi ekki túlka sem svo
að rifrildi milli foreldra hafi ekki
slæm áhrif á börn þeirra.
Rannsóknin tók til meira en
1.000 tvíbura og barna þeirra sem
voru um 2.000 talsins. Sumir for-
eldranna voru eineggja tvíburar og
höfðu því sama genamengi. Aðrir
tvíburanna voru tvíeggja og áttu
því helming gena sinna sameig-
inlegan.
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru að rifrildi foreldranna voru
ekki líklegustu orsakir viðvarandi
alvarlegra hegðunarvandamála hjá
börnunum.
Hins vegar sýndi rannsóknin að
gen foreldranna höfðu áhrif á það
hversu oft þeir rifust við maka sína
og sömu gen ýttu undir hegð-
unarvandamál þegar börnin höfðu
erft þau frá foreldrum sínum.
Vísindamennirnir benda á að
þetta geti haft áhrif á þau meðferð-
arúrræði sem börnunum bjóðast. Í
stað þess að bjóða fjölskyldu-
meðferð gæti verið áhrifaríkara að
beina athyglinni að barninu ein-
göngu.
Reuters
Arfgengt Hegðunarvandamál segja vísindamenn nú geta legið í genunum.
Með rifrildi í genunum
rannsókn neytendur
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Salmonellusýking nærri 300Bandaríkjamanna hefur ver-ið rakin til vinsælla tegunda
hnetusmjörs, þ.e. frá Peter Pan og
Great Value. Um er að ræða krukk-
ur með ákveðnu lotunúmeri sem
voru seldar hér á landi þar til í gær
en þá var varan innkölluð úr versl-
unum.
Þetta er í fyrsta sinn svo vitað sé
sem salmonella er rakin til hnetu-
smjörs. Alls hafa 288 manns í 39
fylkjum Bandaríkjanna greinst með
sýkinguna að því er fram kom á
fréttavef CNN í gær. Flest salmon-
ellutilfellin greindust í New York,
Pensylvaníu, Virginíu, Tennessee
og Missouri. Um 85 prósent sýktra
sögðust hafa borðað hnetusmjör en
alls hafa um 20 prósent þeirra sem
veiktust verið lögð á sjúkrahús af
völdum sýkingarinnar.
Enn er verið að rannsaka hvern-
ig salmonellan barst í hnetusmjörið.
Matvæla- og lyfjaeftirlitið í Banda-
ríkjunum varar neytendur við að
borða úr hnetusmjörskrukkum frá
Peter Pan og Great Value merktum
lotunúmeri sem byrjar á 2111
vegna hættu á smiti.
Innkallað úr verslunum í gær
Ekki er ósennilegt að umrædda
vöru sé að finna á íslenskum heim-
ilum því hnetusmjörskrukkur frá
Peter Pan með lotunúmeri sem
byrjar á 2111 voru þar til í gær
seldar hér á landi, en heildverslunin
Innnes flytur vöruna inn.
„Það er búið að stöðva dreifingu
á Peter Pan-hnetusmjöri og verið
er að innkalla birgðir úr verslunum
samkvæmt kröfum frá umhverf-
issviði Reykjavíkurborgar,“ segir
Óskar Ísfeld Sigurðsson, deild-
arstjóri matvælaeftirlits hjá um-
hverfissviði Reykjavíkurborgar, og
bætir því við að ekki sé vitað til
þess að Great Value-hnetusmjör fá-
ist hér á landi.
Í fréttatilkynningu sem Innnes
sendi frá sér í gær segir að fyr-
irtækið hafi ákveðið að innkalla allt
Peter Pan-hnetusmjör af mark-
aðnum með framleiðslunúmeri sem
hefst á tölunum 2111. Er þetta gert
vegna þeirrar fylgni sem komið hef-
ur í ljós milli neyslu vörunnar og
salmonellusmits í Bandaríkjunum.
Eru það tilmæli heildsölunnar að
þeir, sem eiga krukkur af Peter
Pan-hnetusmjöri með ofangreindu
númeri, sem keyptar hafa verið í
maí 2006 eða síðar, fargi vörunni
eða skili henni í viðkomandi verslun
en númerið er að finna á loki hnetu-
smjörskrukkunnar.
„Það skal þó áréttað að ekki er
vitað um neina sýkingu hérlendis af
þessum völdum,“ segir í frétta-
tilkynningunni.
Kom fyrst upp í ágúst
Í frétt CNN segir ennfremur að
umræddar krukkur komi úr verk-
smiðju framleiðandans ConAgra í
Georgíu en bandaríska matvæla- og
lyfjaeftirlitið tekur fram að óhætt
sé talið að neyta hnetusmjörs frá
Great Value úr krukkum með öðru
lotunúmeri.
Einkenni salmonellu eru m.a. nið-
urgangur, sótthiti, ofþornun, maga-
verkir og uppköst. Umræddur
salmonellufaraldur hófst í ágúst síð-
astliðnum en hefur verið hægfara
því aðeins hefur verið tilkynnt um
eitt til tvö tilfelli daglega í Banda-
ríkjunum öllum síðan. Því var það
fyrst í þessari viku sem sýkingin
var rakin til ákveðinnar vöruteg-
undar.
Hnetusmjör innkallað
vegna salmonelluhættu
Innkallað Þessi krukka af Peter
Pan-hnetusmjöri með lotunúmeri
sem hefst á 2111 var keypt í verslun
10-11 við Eggertsgötu í fyrradag.
Athugið að fjarlægja þarf miða með
innihaldslýsingu af lokinu til að sjá
lotunúmerið.