Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERÐ á flestum almennum matvörum mun lækka um 6% um næstu mánaðamót, þegar virðisaukaskattur lækkar. Verð á sykri, sæl- gæti og súkkulaði lækkar um 14%. Þá koma til frekari lækkanir vegna breytinga á vörugjaldi en þær eru misjafnar eftir vöruflokkum, pakkningum og fleiru. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur tekið saman eftirfarandi upplýsingar um væntanlegar skattabreytingar og reiknað út dæmi um áhrif þeirra á vöruverð. Þær breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjald sem koma til framkvæmda þann 1. mars nk. eru eftirfarandi. Virðisaukaskattur af almennum matvörum lækkar úr 14% í 7%. Skattur af matvörum svo sem sælgæti, súkkulaði, gosi, kolýrðu vatni, ávaxtasöfum, og kexi fer úr 24,5% í 7%. Vörugjald af ýmsum mat- og drykkjarvörum ss. gosi, ávaxtasöfum, ís, kexi, sultum, ávaxta- grautum, kaffi, tei og kakói verða felld niður en sykur og sætindi bera enn vörugjald. Verð á flestum almennum matvörum mun lækka um 6% (1,07/1,14) um næstu mánaðamót þegar virðisaukaskattur lækkar úr 14% í 7%. Þetta á t.a.m. við um mjólk og mjólkurvörur, (osta, smjör), olíur, kjöt, fisk, brauðmeti, ávexti, grænmeti, pasta og hrísgrjón. Þessar vörur bera ekki vörugjald. Sjá töflu 1 Verð á sykri, sælgæti og súkkulaði lækkar um 14% þegar virðisaukaskattur á þessum vörum lækkar úr 24,5% í 7%. Þessar vörur bera áfram vörugjald sem er kr. 30 til 60 á hvert kíló. Sjá töflu 2 Vörugjald verður afnumið af öllum matvör- um nema af sykri og sælgæti. Vörugjald er inn- heimt bæði af innlendri framleiðslu og innflutt- um vörum, það er lagt á hjá framleiðenda vörunnar eða í tolli þegar um innflutta vöru er að ræða. Vörugjald af matvörum er ýmist inn- heimt á hvert kíló vörunnar eða hvern lítra. Misjafnt er hvort matvörur með vörugjaldi bera 14% eða 24,5% virðisaukaskatt en frá og með 1. mars bera þær allar 7% virðis- aukaskatt. Lækkun á þessum matvörum er nokkuð misjöfn eftir vöru- flokkum og fer eftir því hversu hátt vörugjald- ið var af vörunni, hversu stórar pakkn- ingarnar eru og hversu mikið virðisaukaskatt- urinn breytist. Hlut- fallslega mestu breyt- ingarnar eru á vörum eins og gosdrykkjum, kolsýrðu vatni, ávaxta- safa og kaffi. Sjá töflu 3 Rétt er að hafa í huga að það vörugjald sem hér er birt er af heilum kílóum eða lítrum af vörunni. Þannig ber hvert kíló af kaffi 35 króna vörugjald og kaffipakki sem er 500 g því kr. 17,5. Hver lítri af gosi og kolsýrðu vatni ber 8 krónu vörugjald þannig að 2 lítra flaska ber16 króna vörugjald en ½ lítra flaska 4 króna. Breytingar á vörugjaldi verða að líkindum nokkuð lengur að skila sér út í verðlag en breytingar á virðisaukaskatti vegna birgða hjá framleiðendum og innflytjendum en velta á þessum vörum er þó mishröð eftir vöruflokk- um. Það getur því tekið nokkrar vikur áður en neytendur sjá að fullu áhrifin af afnámi vöru- gjalds í vöruverði. Sjá töflu 4 Misjafnar verð- breytingar vegna skattabreytinga Matvörur þar sem virðisaukaskattur lækkar úr 24,5% í 7%, dæmi Vara Verð fyrir breytingu Verð eftir 1. mars Sykur 1 kg ........................ 130 112 Síróp 500 ml ...................... 200 172 Súkkulaðiplata ................. 250 215 Hlaup í poka/brjóstsykur 150 129 Lakkrískonfekt ............... 400 344 Konfektkassi .................... 1.500 1.289 Matvörur þar sem virðisaukaskattur lækkar úr 14% í 7%, dæmi Vara Verð fyrir breytingu Verð eftir 1. mars Nýmjólk 1l ................ 85 80 Brauðostur 1 kg ....... 1.018 955 Nautahakk 1 kg ....... 1.100 1.032 Samlokubrauð .......... 250 235 Bananar 1 kg ............ 180 169 Tómatar 1 kg ............ 400 375 Pasta 500 g ............... 90 84 Matvörur þar sem vörugjald fellur niður og virðisaukaskattur lækkar úr 24,5% eða 14% í 7%, dæmi Vara Verð fyrir breytingu Verð eftir 1. mars Gosflaska, 2 l .................... 250 198 Gosflaska, ½ l ................... 130 107 Ávaxtasafi, 1 l ................... 150 120 Kaffipakki, 500 g .............. 400 357 Te, 100 g ............................ 350 325 Sultukrukka, 400 g ........... 300 277 Sætt kex, 300 g ................. 200 159 Ís, 2 l .................................. 500 452 Helstu matvörur sem bera vörugjöld sem verða afnumin Vara Vörugjald Vsk. fyrir breytingu Vsk. eftir 1. mars Kaffi og te ......................................... 35 kr./kg 14% 7% Kakó ................................................. 50 kr./kg 24,5% 7% Kakómalt .......................................... 50 kr./kg 24,5% 7% Íssósur .............................................. 50 kr./kg 24,5% 7% Sæt kex (meira en 20% af sykri) .... 40 kr./kg 24,5% 7% Sultur og ávaxtamauk ..................... 10 kr./kg 14% 7% Ávaxtasúpur og grautar ................. 10 kr./kg 14% 7% Niðursoðnir ávextir ......................... 10 kr./kg 14% 7% Hnetusmjör ...................................... 10 kr./kg 14% 7% Ávaxtasafar og þykkni .................... 8 kr./ltr. 24,5% 7% Gosdrykkir ....................................... 8 kr./ltr. 24,5% 7% Kolsýrt vatn ..................................... 8 kr./ltr. 24,5% 7% Ís 8 kr./ltr. 14% 7% Tafla 2. Tafla 1. Tafla 3. Tafla 4. Morgunblaðið/G. Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.