Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VERÐ á flestum almennum matvörum mun
lækka um 6% um næstu mánaðamót, þegar
virðisaukaskattur lækkar. Verð á sykri, sæl-
gæti og súkkulaði lækkar um 14%. Þá koma til
frekari lækkanir vegna breytinga á vörugjaldi
en þær eru misjafnar eftir vöruflokkum,
pakkningum og fleiru.
Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands
hefur tekið saman eftirfarandi upplýsingar um
væntanlegar skattabreytingar og reiknað út
dæmi um áhrif þeirra á vöruverð.
Þær breytingar á lögum um virðisaukaskatt
og vörugjald sem koma til framkvæmda þann
1. mars nk. eru eftirfarandi.
Virðisaukaskattur af almennum matvörum
lækkar úr 14% í 7%. Skattur af matvörum svo
sem sælgæti, súkkulaði, gosi, kolýrðu vatni,
ávaxtasöfum, og kexi fer úr 24,5% í 7%.
Vörugjald af ýmsum mat- og drykkjarvörum
ss. gosi, ávaxtasöfum, ís, kexi, sultum, ávaxta-
grautum, kaffi, tei og kakói verða felld niður en
sykur og sætindi bera enn vörugjald.
Verð á flestum almennum matvörum mun
lækka um 6% (1,07/1,14) um næstu mánaðamót
þegar virðisaukaskattur lækkar úr 14% í 7%.
Þetta á t.a.m. við um mjólk og mjólkurvörur,
(osta, smjör), olíur, kjöt, fisk, brauðmeti,
ávexti, grænmeti, pasta og hrísgrjón. Þessar
vörur bera ekki vörugjald.
Sjá töflu 1
Verð á sykri, sælgæti og súkkulaði lækkar
um 14% þegar virðisaukaskattur á þessum
vörum lækkar úr 24,5% í 7%. Þessar vörur
bera áfram vörugjald sem er kr. 30 til 60 á
hvert kíló.
Sjá töflu 2
Vörugjald verður afnumið af öllum matvör-
um nema af sykri og sælgæti. Vörugjald er inn-
heimt bæði af innlendri framleiðslu og innflutt-
um vörum, það er lagt á hjá framleiðenda
vörunnar eða í tolli þegar um innflutta vöru er
að ræða. Vörugjald af matvörum er ýmist inn-
heimt á hvert kíló vörunnar eða hvern lítra.
Misjafnt er hvort matvörur með vörugjaldi
bera 14% eða 24,5%
virðisaukaskatt en frá
og með 1. mars bera
þær allar 7% virðis-
aukaskatt.
Lækkun á þessum
matvörum er nokkuð
misjöfn eftir vöru-
flokkum og fer eftir því
hversu hátt vörugjald-
ið var af vörunni,
hversu stórar pakkn-
ingarnar eru og hversu
mikið virðisaukaskatt-
urinn breytist. Hlut-
fallslega mestu breyt-
ingarnar eru á vörum
eins og gosdrykkjum,
kolsýrðu vatni, ávaxta-
safa og kaffi.
Sjá töflu 3
Rétt er að hafa í huga að það vörugjald sem
hér er birt er af heilum kílóum eða lítrum af
vörunni. Þannig ber hvert kíló af kaffi 35 króna
vörugjald og kaffipakki sem er 500 g því kr.
17,5. Hver lítri af gosi og kolsýrðu vatni ber 8
krónu vörugjald þannig að 2 lítra flaska ber16
króna vörugjald en ½ lítra flaska 4 króna.
Breytingar á vörugjaldi verða að líkindum
nokkuð lengur að skila sér út í verðlag en
breytingar á virðisaukaskatti vegna birgða hjá
framleiðendum og innflytjendum en velta á
þessum vörum er þó mishröð eftir vöruflokk-
um. Það getur því tekið nokkrar vikur áður en
neytendur sjá að fullu áhrifin af afnámi vöru-
gjalds í vöruverði.
Sjá töflu 4
Misjafnar verð-
breytingar vegna
skattabreytinga
Matvörur þar sem virðisaukaskattur
lækkar úr 24,5% í 7%, dæmi
Vara Verð fyrir
breytingu
Verð eftir
1. mars
Sykur 1 kg ........................ 130 112
Síróp 500 ml ...................... 200 172
Súkkulaðiplata ................. 250 215
Hlaup í poka/brjóstsykur 150 129
Lakkrískonfekt ............... 400 344
Konfektkassi .................... 1.500 1.289
Matvörur þar sem virðisaukaskattur
lækkar úr 14% í 7%, dæmi
Vara Verð fyrir
breytingu
Verð eftir
1. mars
Nýmjólk 1l ................ 85 80
Brauðostur 1 kg ....... 1.018 955
Nautahakk 1 kg ....... 1.100 1.032
Samlokubrauð .......... 250 235
Bananar 1 kg ............ 180 169
Tómatar 1 kg ............ 400 375
Pasta 500 g ............... 90 84
Matvörur þar sem vörugjald fellur
niður og virðisaukaskattur lækkar
úr 24,5% eða 14% í 7%, dæmi
Vara Verð fyrir
breytingu
Verð eftir
1. mars
Gosflaska, 2 l .................... 250 198
Gosflaska, ½ l ................... 130 107
Ávaxtasafi, 1 l ................... 150 120
Kaffipakki, 500 g .............. 400 357
Te, 100 g ............................ 350 325
Sultukrukka, 400 g ........... 300 277
Sætt kex, 300 g ................. 200 159
Ís, 2 l .................................. 500 452
Helstu matvörur sem bera vörugjöld sem verða afnumin
Vara Vörugjald
Vsk. fyrir
breytingu
Vsk. eftir 1.
mars
Kaffi og te ......................................... 35 kr./kg 14% 7%
Kakó ................................................. 50 kr./kg 24,5% 7%
Kakómalt .......................................... 50 kr./kg 24,5% 7%
Íssósur .............................................. 50 kr./kg 24,5% 7%
Sæt kex (meira en 20% af sykri) .... 40 kr./kg 24,5% 7%
Sultur og ávaxtamauk ..................... 10 kr./kg 14% 7%
Ávaxtasúpur og grautar ................. 10 kr./kg 14% 7%
Niðursoðnir ávextir ......................... 10 kr./kg 14% 7%
Hnetusmjör ...................................... 10 kr./kg 14% 7%
Ávaxtasafar og þykkni .................... 8 kr./ltr. 24,5% 7%
Gosdrykkir ....................................... 8 kr./ltr. 24,5% 7%
Kolsýrt vatn ..................................... 8 kr./ltr. 24,5% 7%
Ís 8 kr./ltr. 14% 7%
Tafla 2.
Tafla 1.
Tafla 3.
Tafla 4.
Morgunblaðið/G. Rúnar