Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 55

Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 55 menning Árnesingakórinn í Reykjavík 40 ára AFMÆLISTÓNLEIKAR Íslensku Óperunni 17. febrúar 2007 kl. 17 Árnesingakórinn í Reykjavík • Stjórnandi: Gunnar Ben Undirleikari: Bjarni Þ. Jónatansson • Einsöngur: Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Gestakórar: Karlakórinn Stefnir, Kvennakór Háskóla Íslands og Kór Kvennaskólans í Reykjavík www.kor.is Aðgangseyrir: 2.500 kr. HÚSEIGN Í ÞINGHOLTUNUM EÐA NÁGRENNI MIÐBORGARINNAR ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 200-400 fm húseign á framangreindu svæði. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Já, Yoko Ono hefur gert tónlistog það slatta af henni með-fram almennri listsköpun. Margt í henni er afar áhugavert og sumt meira að segja harla gott. Ein- falt dæmi væri t.a.m. smáskífan „Mind Train“ frá 1972, einhvers konar sýrurokk blandað með tónlist B 52-s, hljómsveit sem átti síðar eft- ir að tiltaka Ono sérstaklega sem áhrifavald. Fleiri síðari tíma rokk- og popparar áttu eftir að nefna Ono í sama tilliti, t.d. Diamanda Galas, Lene Lovich, Elvis Costello og Sonic Youth. Tónlistarferill Ono er merkilega langur og stendur að mestu utan við það sem hún gerði ásamt eig- inmanni sínum, John Lennon. Nýj- asta verkefni hennar í þeim geir- anum leit dagsins ljós fyrir stuttu, plata þar sem hinir og þessir lista- menn véla um lög hennar. Platan heitir Yes, I’m a witch, snilld- arlegur titill þar sem Ono er greini- lega að skjóta á andstæðinga sína, en af þeim á hún nóg. Leitun er að hataðri konu í dægurtónlistinni, eitthvað sem hún uppskar einfald- lega með því að giftast einum elsk- aðasta manni dægurtónlistarinnar.    En að plötunni nýju. Það erufrekar miklar kanónur sem koma að henni, eitthvað sem undir- strikar þá stöðu sem Ono hefur eftir allt saman innan tilraunaglaðrar popptónlistar. Við sögu koma t.d. Peaches, Le Tigre, Flaming Lips, Cat Power, Antony (úr Antony and the Johnsons), Polyphonic Spree og Jason Pierce úr Spiritualized. Lista- mennirnir fengu aðgang að lögum Ono og máttu búta þau niður og vinna með að vild en flestir völdu þó að skilja röddina eina eftir og smíða lög frá grunni við. Sumir setja súr- an snúning á lögin eins og t.d. Peac- hes, sem tæklar „Kiss Kiss Kiss“, lag nr. 2 á síðustu plötu Lennon, Double Fantasy. Hversu margir muna eftir því að hafa stokkið ergi- lega yfir þetta snilldarlag er sú plata kom út? Femínistarokk- ararnir Le Tigre taka að sjálfsögðu baráttusönginn „Sisters O Sisters“ með trukki en lagið birtist fyrst sem b-hliðin á smáskífu Lennon og Ono, „Woman Is the Nigger of the World“. Flaming Lips keyra þá fram úr sér í steypunni (góðri steypu!) í „Cambridge 1969/2007“.    Aðrir velja allt aðra nálgun. CatPower lætur sér nægja að setja sinn einkennandi píanóleik undir „Revelations“ (af hinni stór- góðu Rising frá 1995) og Antony fer varfærnum höndum um „Toyboat“ (af hinni rosalegu Season of Glass) og ljær laginu undurblíða rödd sína. Það er hin virta raftónlist- arútgáfa Astralwerks sem gefur út og það er vonandi að platan opni augun fyrir tónlistarmanninum Yoko Ono. Fólk gæti þá jafnvel leyft sér að leggja nornina til hliðar í smástund, einblína á sköpunina, og gleyma þeim persónulegu þrætum sem svo margir tónlistaráhuga- menn virðast eiga í hvað Ono varð- ar. Tónlistarmaðurinn Yoko Ono AP Yoko Ono Tónlistarferill Ono stendur að mestu utan við það sem hún gerði ásamt eiginmanni sínum, John Lennon. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Leitun er að hataðrikonu í dægurtónlist- inni, eitthvað sem hún uppskar einfaldlega með því að giftast einum elskaðasta manni dægurtónlistarinnar. EIN frægasta mannæta hvíta tjalds- ins snýr nú aftur en í þetta sinn fá áhorfendur að kynnast myrkri fortíð Hannibals Lecter. Sagan hefst í Litháen á tímum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Fjölskylda Hannibals er myrt á hrottalegan hátt og hinn ungi Hannibal hyggur á hefndir í kjölfar- ið. Það er franski leikarinn Gaspard Ulliel sem fer með hlutverk mann- ætunnar ungu en önnur helstu hlut- verk eru í höndum Dominic West og Rhys Ifans. Myndin Hannibal Rising er byggð á samnefndri nýrri bók Thomas Harris sem jafnframt skrifar hand- ritið, líkt og í Silence of the Lambs, Hannibal, Manhunter og Red Dra- gon, sem allar fjalla um Hannibal Lecter. Hannibal Rising er frumsýnd í Sam-bíóunum í dag. Frumsýning | Hannibal Rising Minningar mannætu Mannæta Hannibal Lecter átti trú- lega ekki mikið sameiginlegt með jafnöldrum sínum í æsku. Erlendir dómar: Metacritic: 35/100 Variety: 50/100 The Hollywood Reporter: 20/100 New York Times: 10/100 Empire: 40/100 Allt skv. Metacritic.com LÍF tveggja kennara fléttast saman á óvenjulegan máta þegar kynni takast með þeim Barböru Covett (Judi Dench) og Shebu Hart (Cate Blanc- hett). Barbara er einmana og sækir í félagsskap Shebu sem á sína eigin fjölskyldu og hefur ekki eins mikla þörf fyrir félagsskapinn. Samband þeirra verður svo flóknara þegar Bar- bara kemst að leyndarmáli sem Sheba vill ekki að fréttist út. Kvikmyndin Notes on a Scandal verður frumsýnd í Smárabíói og Regnboganum í dag. Myndin er sýnd á vegum Græna ljóssins, sem þýðir meðal annars að ekkert hlé er gert á sýningu myndarinnar. Þess má geta að þær stórleikkonur Dench og Clanchett eru báðar til- nefndar til Óskarsverlauna fyrir frammistöðu sína í myndinni, en verð- launin verða veitt í lok næstu viku. Frumsýning | Notes On a Scandal Ógnvænlegur félagsskapur Erlendir dóma: Metacritic: 73/100 Variety: 90/100 Premiere: 63/100 Hollywood Reporter: 60/100 New York Times: 60/100 Allt skv. Metacritic.com Vinkonur? Þær Judy Dench og Cate Blanchett fara með aðal- hlutverkin í Notes on a Scandal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.