Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 41 MINNINGAR ✝ Þorbjörg Ólafs-dóttir fæddist í Ystabæ í Haukadal í Dýrafirði hinn 1. júlí 1930. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bergþóra Ágústa Kristjáns- dóttir, f. í Meðaldal í Dýrafirði 16. febr- úar 1891, d. 8. nóv- ember 1956, og Ólafur Hákonarson, f. í Haukadal í Dýrafirði 9. desem- ber 1886, d. 18. mars 1976. Fóst- urbróðir Þorbjargar er Hákon Haukdal Jónsson, f. í Haukadal í Dýrafirði 29. janúar 1925. Þor- björg giftist 9. júní 1957 Val Bene- diktssyni, f. á Búðum í Fáskrúðs- firði 9. apríl 1929. Foreldrar hans voru Margrét Guðnadóttir f. 12. janúar 1910, d. 7. júní 1961, og Benedikt Sveinsson, f. 24. maí 1904, d. 17. apríl 1980. Dætur heilsubrests móður hennar. Þor- björg lauk námi frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar en sinnti jafn- hliða því öllum heimilisstörfum á heimili foreldra sinna. Hún vann lengst af við skrifstofustörf í Rík- isprentsmiðjunni Gutenberg eða allt þar til hún stofnaði heimili með manni sínum í Efstasundi 88 í Reykjavík. Eftir það sinnti hún heimilinu og dætrunum þremur. Hún saumaði, prjónaði og hafði unun af alls kyns handavinnu. Á heimili þeirra Vals bjó Ólafur, fað- ir Þorbjargar þar til hann lést og höfðu þau þá búið saman alla ævi Þorbjargar. Í húsi þeirra Vals áttu líka skjól um styttri eða lengri tíma ættingjar Vals og Þorbjargar. Þorbjörg var mjög virk í starfi Dýrfirðingafélagsins í Reykjavík og stóð það henni alla tíð mjög nærri. Hún var formaður félagsins í meira en tuttugu ár og síðar heið- ursfélagi. Eftir að dæturnar urðu fullorðnar vann Þorbjörg á dag- heimilinu Dyngjuborg í nokkur ár, eða eins lengi og henni entist heilsa til. Útför Þorbjargar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. þeirra eru: 1) Berg- þóra, f. 11. september 1958, maki Björn Erl- ingsson, f. 29. nóv- ember 1957. Þau eiga 4 börn, þau eru: Val- ur, f. 28. mars 1979, maki Björg Ýr Jó- hannsdóttir, f. 3. des- ember 1976, dóttir þeirra er Bergþóra Katrín, f. 22. júlí 2005; Inga Lára, f. 22. janúar 1985; Kristján Þór, f. 28. janúar 1991, og Lóa Björk , f. 30. janúar 1993. 2) Mar- grét, f. 27. maí 1962. 3) Kristín Jó- hanna, f. 18. október 1965, maki Jón Ingi Jóhannesson, f. 1. ágúst 1970. Þau eiga tvo syni, þeir eru Ólafur Ingi, f. 28. nóvember 1994, og Jóhannes, f. 28. september 2001. Þorbjörg ólst í Haukadal í Dýra- firði en flutti til Reykjavíkur eftir fermingu þar sem foreldrar henn- ar þurftu að bregða búi vegna Nú þegar komið er að kveðju- stund er okkur huggun í öllum góðu minningunum um þig. Betri mömmu hefðum við ekki getað hugsað okkur. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og við vissum að þér þótti óendan- lega vænt um okkur. Það er dýr- mætasta minningin okkar. Við ólumst upp við að á okkur var hlustað. Þú varst ákveðin, skilaboðin um hvað var leyfilegt og hvað ekki voru skýr. Þú miðlaðir okkur mik- ilvægum gildum, kenndir okkur bænir og lagðir áherslu á að við ætt- um að koma fram við aðra eins og við vildum láta koma fram við okkur. Þú varst stoð okkar og stytta og til þín gátum við alltaf leitað. Þú lagðir mikið á þig til að gleðja okkur, þú saumaðir og prjónaðir glæsiflíkur. Þú varst vandvirk í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur og varst okk- ur besta hugsanleg fyrirmynd. Þú varst alltaf Dýrfirðingur í okk- ar huga. Rætur þínar í Haukadal í Dýrafirði voru djúpar og traustar og þú áttir yndislega æsku. Minning- arnar um samfélagið í Haukadal og Dýrafirði voru þér mikilvægar og þú sagðir okkur margar sögur þaðan. Þú varst óþreytandi að skýra flókin ættar- og vinatengsl, á unglingsár- unum stundum þannig að okkur þótti nóg um. Við erum þér þakk- látar fyrir að tengja okkur við fortíð- ina og rætur okkar á þennan hátt. Dýrfirðingafélagið var alltaf hluti af þínu lífi. Við munum ekki eftir okkur öðruvísi en að þú hafir verið virk í nefndum og stjórn félagsins. Formannsárin þín voru skemmtileg og lærdómsrík fyrir okkur. Þeir voru ófáir fundirnir við borðstofu- borðið, kaffi, kleinur og fleira góð- gæti auðvitað á boðstólum. Við erum stoltar af öllu því sem þú fékkst áorkað, sérstaklega því að fá svona marga félagsmenn til að starfa með þér fyrir félagið. Þú hafðir lag á því að þjappa hópnum saman. Þú varst góður leiðtogi. Við nutum þeirra forréttinda að alast upp á yndislegu heimili. Húsið ykkar pabba stóð opið ættingjum sem þurftu á húsaskjóli að halda á efri árum. Það auðgaði líf okkar. Við nutum þeirra forréttinda að hafa afa á heimilinu þar til hann dó. Sam- band ykkar var einstakt og kenndi okkur mikið um væntumþykju og virðingu. Sama má segja um sam- band ykkar Hákonar, bróður þíns, en þar féll aldrei skuggi á. Væntumþykju þína í okkar garð færðirðu skilyrðislaust yfir á maka okkar og börn. Þú varst stolt af krökkunum okkar og vildir allt fyrir þau gera. Þú varst óþreytandi að lesa, kubba, hlusta og ræða málin. Við erum þakklátar fyrir að börnin okkar fengu að kynnast þér og eiga með þér þessi ár. Við vitum að þú hefur mótað þeirra líf á jákvæðan hátt, eins og okkar. Þið pabbi hafið verið samstiga í meira en fimmtíu ár og búið okkur systrunum gott og öruggt heimili. Þú valdir þér vettvang innan heim- ilisins og þrátt fyrir að pabbi ynni langan vinnudag kom oft í ljós að hann vissi meira en okkur grunaði um það sem við vorum að fást við. Þú minntir okkur oft á að þið hefðuð ákveðna verkaskiptingu ykkar á milli en pabba þætti alveg jafn vænt um okkur og þér, þó hann gæti ekki varið eins miklum tíma með okkur og þú. Pabbi hefur líka stutt þig í því sem þú hefur tekið þér fyrir hendur. Þið hafið rætt hlutina, ekki alltaf verið sammála en fundið leið sem þið hafið getað sætt ykkur við. Þið hafið alltaf hjálpast að, í veikindum þínum hefur pabbi staðið við hlið þér eins og klettur. Við þökkum þér allt það sem þú hefur verið okkur, kærleikann og umhyggjuna sem við höfum notið. Við erum þakklátar fyrir allar góðu minningarnar sem munu ylja okkur og létta sorgina. Farðu í friði, elsku mamma, guð blessi og varðveiti minningu þína. Bergþóra, Margrét og Kristín Jóhanna. Ég á svo margar góðar minningar um þig, elsku amma mín. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem við höfum átt saman. Þú hefur alltaf lagt þig fram um að fylgjast vel með okkur, barnabörnum þínum, og sýnt mikinn stuðning í því sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Þú gafst þér alltaf tíma til að lesa fyrir okkur og leika við okkur þegar við vorum yngri. Ef við vorum ekki nógu sterk í íslensku þá tókst þú það að þér að kenna okkur málfræði og ræða Ís- lendingasögurnar ef þess þurfti. Þegar ég var yngri kenndir þú mér að prjóna og að sauma. Ég hef ekki tölu á öllum þeim ullarvettlingum og sokkum sem ég hef byrjað á og þú hefur hjálpað mér að klára. Þú hefur prjónað á mig ótalmargar peysur og saumað á mig margar flíkur. Í sam- einingu höfum við saumað saman marga kjóla og pils. Rúmteppið, sem þú lagðir svo mikla vinnu í, hef ég sofið með í mörg ár og mun gera í mörg ár í viðbót og það er mér mjög dýrmætt. Síðastliðin ár hefur mér þótt gott að leggja leið mína til ykkar í Efsta- sund til að fá mér að borða með ykk- ur og spjalla. Það var alltaf svo nota- legt að stoppa hjá ykkur. Við enduðum svo oft á því að gramsa í gömlum skartgripum eða skoða gamla kjóla. Ég leiði oft hugann að því þegar landsliðið okkar var að keppa á móti Frökkum á HM í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Ég var í sjónvarpsherberginu í Efstasundi með þér en afi var inni í eldhúsi. Þú varst með krosslagða fingur á lofti en ég var varla í húsum hæf því ég stökk svo oft á fætur og öskraði. Mér þótti rík ástæða til að afsaka öskrin en þér fannst ekkert sjálfsagðara en það að ég skyldi öskra svona mikið. Þetta var jú mik- ilvægur leikur fyrir strákana okkar. Við vorum sammála um það að ég væri happabarn Íslands, 22 ára 22. janúar, þegar Ísland burstaði lið Frakka. Mér finnst gott að hafa var- ið þessum tíma mér þér, amma mín. Elsku amma Bobba. Ég gleymi þér aldrei. Takk fyrir allt! Þín Inga Lára. Á fæðingardegi móður sinnar er Þorbjörg mágkona mín til moldar borin. Rætur hennar liggja í Dýra- firði. Ævinlega talaði hún af mikilli ástríðu um sveitina sína, Haukadal; ég held að Haukadalurinn hafi verið hennar paradís á jörðu. Í tali Þorbjargar mátti glöggt greina hvaðan hún var upprunnin, því að sannarlega talaði hún vest- firsku, þar sem fyrir komu fáheyrð orð og orðasambönd, að ekki sé tal- að um áherslur, sem sumar voru öðruvísi en annars staðar á landinu. Ef til vill voru það þessi áhrif sem fyrst vöktu athygli mína á málfari manna. Bobba, eins og hún var oftast köll- uð af kunnugum, var ekki kona upp- gjafar. Skipti ekki máli hvort í hlut áttu veikindi eða hversdagsleg úr- lausnarefni. Jafnvel dauðinn sigraði ekki þessa sterku konu fyrr en í fulla hnefana. Læknar, sem aðrir, undruðust seiglu hennar hin síðari ár. Sjálf áleit hún þrautseigju sína sprottna úr vestfirskum jarðvegi. Bobba var aðsópsmikil og greind og lá ekki á skoðunum sínum. Heið- arleg og trú, ekki síst vinum og vandamönnum. Sjálf á ég Bobbu margt gott upp að unna, allar götur frá okkar fyrstu kynnum. Hagleik- skona var hún og léku hvers kyns hannyrðir í höndum hennar. Naut ég þess iðulega, þegar lítið lá við, eins og t.d. þegar sauma þurfti skírnarkjól á frumburðinn eða þjóð- búning á litlu stelpuna – ætíð var hún tilbúin að liðsinna, eða einfald- lega framkvæma hlutinn sjálf, sem oftast hefur líklega orðið raunin. Hún gætti barna minna ef á þurfti að halda og jafnvel heimiliskötturinn var velkominn, þyrftu eigendur hans að bregða sér af bæ! Bestu kleinur bæjarins komu frá Bobbu – þekki ég engan, sem bragðað hefur, ósam- mála því. Bobba og Valur bróðir minn, örk- uðu saman sinn æviveg í meira en hálfa öld. Nú, þegar Þorbjörg er gengin á vit formæðra sinna og feðra, kveð ég mæta konu, þakka samfylgdina og óska góðrar heimferðar. Áslaug Benediktsdóttir. Það fækkar óðum í frændgarði mínum sem fæddur var og ólst upp í Haukadal í Dýrafirði á fyrri hluta síðustu aldar. Mér brá við að heyra af andláti frænku minnar Þorbjarg- ar Ólafsdóttur, Bobbu frænku eins og ég kallaði hana alltaf. Andlát hennar átti ekki að koma mér á óvart. Ég vissi að á síðustu árum átti hún við erfið veikindi að stríða, var orðin háð tækninni við að létta sér öndun. Mannkynið er litríkt og samanstendur af alls konar fólki. Þó verða heilsteyptir og sannir menn allt of sjaldan á vegi manns. Menn sem skilja samhengi hlutanna og leitast við að lyfta samfélagi sínu á hærra plan og gleyma jafnan sjálf- um sér við verkin. Bobba frænka var þannig kona. Hún gleymdi að hugsa um sjálfa sig, gerði allt fyrir aðra. Vandfundin var betri vinkona. Heilsteypt og trygg. Alltaf hafði hún tíma til að hlusta og miðlaði hún af gæsku og vísaði á rétta leið. Ég kynntist frænku minni er ég var unglingur. Þá kom hún með fjölskylduna sína í heimsókn til Dýrafjarðar. Hún var hjá okkur á Sveinseyri. Foreldrar mínir, amma og afi voru góðir vinir Bobbu og for- eldra hennar. Í þessari ferð var yngsta dóttirin, Kristín Jóhanna, ekki fædd. Það voru Bergþóra, Margrét, Valur, Óli faðir hennar og hún sem voru þarna á ferð. Mér fannst þessi heimsókn mjög skemmtileg, líkt og allar þær sem á eftir komu. Um þetta leyti var amma mín, Ólafía, flutt til Reykja- víkur og bjó hún í húsi Bobbu og Vals í Efstasundi með Ingibjörgu frænku sinni og vinkonu. Þær bjuggu þar við góða umönnun þeirra hjóna, þar til þær fengu her- bergi á Hrafnistu. Ég vil færa þeim hjónum mikið þakklæti fyrir hvað þau voru góð við ömmu mína og reyndust henni vel. Þegar ég varð eldri og fór að heimsækja borgina í lengri eða skemmri tíma, var heim- ili þeirra mér og minni fjölskyldu alltaf opið. Á milli okkar var mikill og sterkur kærleikur. Gagnkvæm virðing ríkti alltaf. Oft var hlegið og skrafað saman um liðnar stundir og því ókomna velt fyrir sér. Einni ferð minni gleymi ég aldrei. Þá var ég send með sjúkraflugi til Reykjavíkur til að fæða barn, sem reyndar var að koma 6 vikum fyrir tímann. Mamma hafði hringt í Bobbu frænku til að segja henni tíð- indin. Brá hún skjótt við að vanda, mætti á fæðingardeildina til að taka á móti okkur því ljósmóðir og lækn- ir voru með í ferð. Vék hún ekki frá mér fyrr en fædd var stúlka. Henni voru rétt skæri til að klippa á nafla- strenginn. Hún sagði okkur þá að þetta hefði hún aldrei gert áður. Bara verið þátttakandi í fæðingu eigin dætra. Þetta þótti henni mjög vænt um og talaði oft um þessa stund. Henni fannst hún eiga dálítið mikið í þessari stúlku sem er í dag 25 ára og heitir Brynhildur Elín. Bobba frænka hefur lokið sínum starfsdegi með fagrar rúnir reistar á brá. Engin orð kann ég til að lýsa þakklæti mínu fyrir það sem Bobba frænka mín var mér og mínum, en ég vona og bið að æðri máttarvöld veiti henni þá móttöku sem góðri og göfugri konu sæmir. Innilegar sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar. Guð blessi ykkur öll, Ólafía Sigríður Sigurjóns- dóttir og fjölskylda. Gísli Súrsson hleypur upp á ham- ar þann er heitir Einhamar og af kleifunum. Þar snýst Gísli við og verst. Það kom þeim er sóttu að honum á óvart og fór að óhægjast þeirra mál. Liðsafnaðurinn sem fór að Gísla sótti á og kom á hann nokkrum höggum en Gísli varðist af hreysti og drengskap. Þeir fengu af honum högg þung. Og enn lögðu þeir til hans og sjá að út falla iðrin. Gísli sveipar að sér iðrunum og skyrtunni og sá sitt óvænna. Hann kvað sína síðustu vísu: Fals hallar skal Fulla fagrleit, sú er mig teitir, rekkilát að rökkrum regns, sínum vin fregna. Vel hygg eg þótt eggjar ítrslegnar mig bíti, þá gaf sínum sveini, sveðrs, minn faðir herðu. Að svo mæltu hljóp Gísli ofan hamrinum og keyrði sverðið í höfuð Þórði frænda Eyjólfs, sem fór fyrir liðsöfnuðinum, og klauf hann allt niður að beltisstað og var þegar ör- endur. Það var sagt um Gísla að hann hopaði eigi og eigi kváðust menn hafa séð að högg hans væri minna hið síðasta en hið fyrsta. Mér kemur þessi frásögn af Gísla Súrssyni í hug þegar ég minnist Þorbjargar Ólafsdóttur, Bobbu Vals, vini mínum til margra ára. Þau Gísli og Bobba voru samsveitungar í Haukadalnum í Dýrafirði þó aðeins 1000 ár skildu þau að í tíma og rúmi. Líkt og Gísli þá unni Bobba Vest- fjörðum hugarástum og einkum Haukadalnum í Dýrafirði. En eins og gengur og gerist í lífi manna þá stóð Bobba nokkra stund á Ein- hamri lífs síns og að henni sóttu vígamenn í sjúkdómamynd. Hún kunni að verjast sverðalögum óvin- anna eins og Gísli forðum. Hún var ótrúleg. Hvert lag vígamanna sem á hana stefndi, að því er virtist í hjartastað, geigaði og hún kvað ótrauð sínar lífsvísur. Bobba var eiginkona Vals móðurbróður míns en þau felldu hugi saman og áttu 3 börn, frænkur mínar Beggu, Möggu og Stínu. Hún var foringi í sinni fjöl- skyldu og kenndi þar vafalaust ætt- ernisins að vestan. Ég minnist Bobbu fyrir ákveðni og hjartahlýju. Minnist sérstaklega þáttar hennar í að vekja áhuga minn á að ferðast um króka og kima Vestfjarða. Ég er sammála Bobbu að þar eru ein- hverjar mestu náttúruperlur lands- ins okkar geymdar. Að maður tali nú ekki um sögusviðið. Minnist hennar einnig með sérstakri hlýju fyrir að skjóta yfir okkur Höllu skjólshúsi þegar við áttum von á barni en vorum einhvern veginn á milli híbýla og íbúðin í kjallara Efstasundsins var okkur opin. Og kleinurnar. Mér er til efs að nokkur manneskja hafi bakað eins góðar kleinur jafn áreynslulaust og hún Bobba. Ég er viss um að Bobba var stolt á sama hátt og Gísli, vígamóður, segir frá í hinstu vísu sinni. Hún var hugrökk í lífi sínu og veikindum. Hún lét sér vel líka þó sverðseggjar vígamanna bitu á henni og þakkar vafalaust þá hörku, líkt og Gísli, gjöf frá föður sínum. Ég votta Val frænda mínum og þeim systrum og niðjum öllum sam- úðar við fráfall Þorbjargar. Það er minning um góðan vin sem lifir. Már Kristjánsson. Þorbjörg Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Þor- björu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Erla Árnadóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, mágkona, barnabarn og tengdadóttir, SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR, Efri Brúnavöllum 1, lést þriðjudaginn 13. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 13.00. Hermann Þór Karlsson, Sigurlína Margrét Hermannsdóttir, Ólafur Hjaltason, Steinunn Ingvarsdóttir, Hjalti Ólafsson, Ragnheiður Líney Pálsdóttir, María Karen Ólafsdóttir, Valdimar Bjarnason, Atli Sigurðsson, Kattie Nielsen, Snæfríður Ólafsdóttir, Hjalti Gestsson Karl Stefánsson, Þóra Hermannsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.