Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 35 UMHVERFISRÁÐ Reykjavík- urborgar bókaði einróma mánudag- inn 12. febrúar um loftgæði í Reykjavík. Þar voru tíunduð nokkur verkefni svo sem aðgerðir til að draga úr notkun nagladekkja þar sem í ljós hefur komið að svifryk, sem að meginhluta er komið til vegna áhrifa nagladekkja, hafði nokkuð oft farið yfir heilsuvernd- armörk í borginni. Í bókuninni segir m.a. „Reykjavíkurborg hefur verið í forystu um aðgerðir til minnkunar svifryks og svo mun verða áfram. Í þessu mikilvæga máli er nauðsyn- legt að Reykjavíkurborg og ríkið vinni sameiginlega að markmiðum um minnkun svifryks í þéttbýli, borgarbúum og öllum landsmönnum til heilla.“ Reykjavíkurborg hefur m.ö.o. sett ýmsar aðgerðir í gang og aðrar í undirbúningi til að draga úr svifryksmengun í borginni. Ákvarðanir tengdar loftmengun Umræða hefur verið undanfarið um loftmengun í Reykjavík og því ber að fagna. Umræðan um svifryk er tiltölulega ný af nálinni og það var ekki fyrr en á síðasta áratug sem yf- irvöld t.d. í Svíþjóð og Noregi gripu til sérstakra ráðstafana hennar vegna. Það hefur Reykjavíkurborg einnig gert og má fullyrða að borgin hafi verið í fararbroddi á Íslandi í umræðum og aðgerðum um um- hverfis- og loftslagsmál. Mikilvægast er að fá borgarbúa til liðs við yfirvöld í þeirri viðleitni að draga úr svifryksmengun. Reykja- víkurborg hefur því lagt sig fram um að vekja athygli á því hvernig borg- arbúar geti sjálfir lagt sitt af mörk- um til að draga úr loftmengun. Enn- fremur hefur borgin hvatt til aukinnar notkunar almennings- vagna og reiðhjóla og munum við á næstunni enn bæta okkur á þeim vettvangi eins og fram kemur í mál- efnaáherslum nýs meirihluta í borg- inni. Reykjavíkurborg hafa starfrækt vinnuhóp um notkun nagladekkja í Reykjavík og lagt til víðtækt samráð við hagsmunaaðila, fræðslu og upp- lýsingar um nagladekk og takmark- anir á notkun negldra hjólbarða. Ákveðið hefur verið að þessi vinnu- hópur starfi áfram til að fylgja að- gerðum eftir. Í haust stóð borgin fyrir fræðslu- átaki til að draga úr svifryki og var sjónum sérstaklega beint að nagla- dekkjum. Yfirvöld í Reykjavík munu halda áfram á þeirri braut, þá er fyr- irhugað að fjölga mælitækjum enn og upplýsa almenning betur. Ákvarðanir borgarinnar í vega- málum hafa verið teknar með hlið- sjón af svifryksmengun, þannig skipti það verulegu máli þegar ákveðið var að setja Sundabraut í göng því að með því móti er hægt að takmarka svifrykið sem af þeirri umferð hlýst. Eins eru stokkalausnir á gatnamótum Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar og ná- grenni þeirra hugsaðar með þetta í huga. Reykjavíkurborg hefur unnið öt- ullega að því að fræða almenning um loftmengun og leiðir til að draga úr henni. Athyglinni hefur sérstaklega verið beint að leikskólum, t.d. með auglýsingaherferðum, fræðslu og skiltum sem sett voru upp við skólana með beiðni um að drepa á bílnum. Námskeið hefur verið haldið fyrir fjölmiðlafólk um loftgæði og loftslagsbreytingar. Aukinn kraftur hefur verið lagður í að hreinsa götur, standa fyrir talningum á nagla- dekkjum og gera tilraunir t.d. með salt. Mælingar á loftgæðum Reykjavíkurborg hefur með öðrum orð- um verið í forystu um aðgerðir til að draga úr svifryksmengun og svo mun verða áfram. Borgin heldur uppi öfl- ugustu loftgæðamæl- ingum á landinu og getur upplýst um loft- gæði nánast hvar sem er í borginni. Mæli- stöðvar eru við gatna- mót Grensásvegar og Miklubrautar og í Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinum í Laug- ardal. Borgin hefur enn fremur haft litla mæli- stöð sem einfalt hefur verið að nota til sam- anburðarmælinga vítt og breitt um borgina. Borgaryfirvöld eru því mjög meðvituð um loft- gæði í borginni frá degi til dags með mælingum á þeim og þegar loft- mengun fer yfir heilsu- verndarmörk er send út sérstök til- kynning til fjölmiðla. Meirihluti og minnihluti í borg- arstjórn takast á um ýmis mál og hafa alltaf gert en þegar kemur að loftgæðum í borginni hefur borg- arstjórn hins vegar í öllum aðal- atriðum verið samstiga enda öllum ljóst hversu viðamikið vandamálið er – og að það verður ekki leyst nema með samstilltu átaki allra borg- arbúa. Svifrykið í borginni Gísli Marteinn Baldursson skrifar um aðgerðir Reykjavík- urborgar gegn loftmengun »Meirihluti og minni-hluti í borgarstjórn takast á um ýmis mál en þegar kemur að loft- gæðum hefur borg- arstjórn hins vegar ver- ið samstiga. Gísli Marteinn Baldursson Höfundur er formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.