Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SKILJA má ákvörðun vegfarenda, um að taka í síauknum mæli ljós- myndir af vörubílum með glæfra- legan frágang á farmi, á þann hátt að þeim sé fyrir löngu nóg boðið af þeirri gífurlegu hættu sem stafar af níð- þungum förmum sem margítrekað hafa hlunkast niður á götur svo legið hefur við dauðaslysi í hvert sinn á undanförnum misserum. Ljósmynd- irnar hafa vegfarendur síðan sent Rannsóknanefnd umferðarslysa sem telur málið vera orðið það alvarlegt að nefndin hefur sent samgöngu- ráðuneytinu ábendingar um að öku- menn sem verða uppvísir að því að ganga illa frá farmi sínum, verði látn- ir sæta viðurlögum. Að sögn Ágústs Mogensen, for- manns RNU, hefur nefndin því mælst til þess að brot á lögum og reglugerðum er varða farm vörubíla, verði endurskoðuð um leið og um- ferðarlög verði tekin til endurskoð- unar, sem rætt er um að standi fyrir dyrum. „Við höfum mælst til þess að sektir verði ennfremur skoðaðar sem og ábyrgð ökumanna og hugsanlega hvort brot af þessu tagi eigi ekki heima í punktakerfinu,“ bendir Ágúst á. „Almennt teljum við mikilvægt að þessi atriði verði skoðuð þegar heild- arendurskoðun umferðarlaga fer fram.“ Mikil umræða fór fram á síðasta ári um hvern vörubílstjórann á fætur öðrum sem staðinn var að því að ganga svo illa frá farmi sínum að hreinasta heppni var að enginn skyldi kremjast til bana undir klettþungum förmum sem oft léku lausir á vöru- bílspöllunum. Það væri í raun vægt til orða tekið að segja að oft hefði legið við stór- slysum því þegar eru dæmi um bana- slys af þessum sökum, fyrir fáeinum misserum í Hallormsstaðarskógi. Starfsmenn RNU fóru mjög ítarlega ofan í saumana á tildrögum þess slyss og komust að þeirri niðurstöðu að stóran þátt slyssins mátti einmitt rekja til farms og festingar hans. „Staðreyndin er því sú að það hefur ekki aðeins næstum því legið við slys- um, heldur hafa orðið slys og það mjög alvarleg slys, jafnvel banaslys,“ segir Ágúst. Að mati hans kann sú mikla op- inbera umræða um þessa hluti á síð- asta ári að hafa skilað sér í jákvæðari þróun og lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu er ekki í miklum vafa um að svo sé. Engu að síður eru nokkur tilvik á síðustu dögum sem bera öku- mönnum síst fagurt vitni og má velta því fyrir sér hvernig geti yfirhöfuð staðið á því að enn sýna menn af sér ótrúlegan trassaskap, jafnvel hjá virðulegum fyrirtækjum. Í rannsókn hjá LHR eru nú tildrög þess að níðþungur gröfufleygur, sem notaður er á vinnuvélar til að kljúfa eða sprengja grjót, féll af vörubíls- palli á hringtorgi á Vesturlandsvegi á fimmtudag. Reyndar féll allur pall- urinn af bílnum í heilu lagi með fleygnum innanborðs og var það enn eitt dæmið um það þegar svo bless- unarlega vill til að enginn verður und- ir hlassinu. Guðbrandur Sigurðsson, varðstjóri hjá umferðardeild LRH, bendir á að þarna hafi verið um að ræða nýlegan vörubíl og því sé spurn- ing hvort einhver framleiðslugalli eða mistök í samsetningu hafi átt þátt í því hvernig fór. Pallurinn sjálfur var bæði með fram- og afturgafli ásamt skjólborðum. Farmur valdi ekki hættu Í þessu tilviki sem og öðrum bendir Guðbrandur á að 73. gr. umferð- arlaga gildi, en þar segir að farm skuli flytja þannig að hann hafi ekki í för með sér hættu fyrir menn eða valdi munatjóni. Ennfremur skuli þess gætt að ekki sé hætta á því að farmur dragist eftir akbraut, falli á hana, valdi rykmekki eða svipuðum óþægindum, eða valdi óþarfa hávaða. Í 2. gr. reglugerðar um frágang og merkingu farms segir þá ennfremur að farm skuli skorða tryggilega og festa við ökutækið. Þannig skuli gengið frá farmi að hann byrgi ekki útsýni ökumanns eða hætta sé á að hann hreyfist til eða falli af ökutæki, valdi tjóni, hvort heldur er í kyrr- stöðu eða akstri o.fl. Spurning vaknar hvort umræddur fleygur, sem hefði getað orðið manns- bani, eins eða fleiri, hafi verið festur á pallinn eða bara legið þar laus. Til- viljun réð því að lögreglubíll var næst á eftir vörubílnum þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan hefur lýst þeirri skoðun sinni við samgönguráðuneytið að reglugerð um frágang farms sé of al- mennt orðuð og því hefur hún komið ábendingum um lagfæringar á fram- færi við ráðuneytið. Til að gefa dæmi um óvissuna í þessum efnum má minnast á stífur sem eiga að vera á hverjum bíl til stuðnings, en í reglu- gerð stendur hins vegar fátt um hversu mikinn þunga þær eiga að þola, 20 kg eða 20 tonn. Þar liggur einn vafinn. Samgönguráðuneytið hefur hins vegar sett það á verkefnalista sinn að endurskoða reglugerðina á komandi mánuðum. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins liggur endurskoðun á nokkrum reglugerðum fyrir, s.s. reglugerð um stærð og þyngd öku- tækis, svefn og hvíld ökumanns og loks frágang farms. Ökumenn sæti viðurlögum og fái punkta í ökuferilsskrána sína Morgunblaðið/Júlíus Óheppni Vegfarendur láta sér ekki líka tilhugsunina um hvað myndi gerast ef hlass á borð við þetta þeyttist fram af pallbrúninni og skylli á bíl eða fólki sem væri svo óheppið að vera við hlið bílsins í það skiptið. Morgunblaðið/Júlíus Litli og stóri Þegar mynd sem þessi er skoðuð þarf ekki að undra þótt veg- farendum sé nóg boðið og reyni að hjálpa til við að eyða þessari hættu. Í HNOTSKURN » Rannsóknanefnd umferð-arslysa hefur nú mælst til þess að sektir verði skoðaðar sem og ábyrgð ökumanna og hvort brot eigi heima í punkta- kerfinu. » Almennt telur nefndinmikilvægt að þessi atriði verði skoðuð þegar heildar- endurskoðun umferðarlaga fer fram. » Samgönguráðuneytið hef-ur á verkefnalista sínum að taka reglugerð um frágang farms til endurskoðunar. Rannsóknanefnd um- ferðarslysa telur að taka eigi brot á reglu- gerðum um frágang farms inn í punktakerfi lögreglu vegna gífur- legrar áhættu. HUGSANLEG 3 stiga meðalhlýnun hér á landi á næstu hundrað árum eða svo hefur bæði já- kvæðar og neikvæðar hliðar fyrir gróður á Ís- landi. Hlýnunin mun hafa þau áhrif að fyrr vor- ar og seinna haustar, semsagt að veturinn styttist en sumarið lengist. Þessi hlýnun í báða enda sumarsins, verði hún að veruleika, mun þýða að vaxtartímabil fyrir korn mun lengjast. Líklegt er að bygg þroskist að fullu langflest ár, en óvíst er að sama megi segja um hveiti þegar líður að aldarlokum. Neikvæðar hliðar hlýnun- ar lúta hins vegar að því að sveppa- og bakt- eríugróður, auk nýrra landnema úr röðum skordýra, munu nema hér land. „Nýjustu spár gera ráð fyrir að á næstu hundrað árum hækki hiti hér um tæp þrjú stig að meðaltali.“ segir Haraldur Ólafsson, veður- fræðingur, sem hélt erindi á Fræðaþingi land- búnaðarins í gær um líklega þróun veðurfars á Íslandi með tilliti til ræktunar. „Það mun lík- lega hlýna mest á vorin og á haustin en minna yfir hávetur og hásumar. Veturnir verða því styttri en sumrin lengri.“ Haraldur segir að það nýjasta í rannsóknum á veðurfarinu hér bendi til að harður vetur þurfi í framtíðinni ekki endilega að gefa vísbendingu um kalt sumar, líkt og veðurgögn frá upphafi mælinga hér á landi hafi sýnt fram á. „Hingað til hefur það verið þannig að mjög kaldur vetur eykur líkur á að sumarið sem á eftir fer verði kalt.“ segir Haraldur. „En það lítur út fyrir að þetta samband milli vetrar- og sumarhita muni rofna í framtíðarveðurfarinu. Það gæti skipt máli fyrir ræktun. Reynslan hefur sýnt að þeg- ar kornuppskera fer forgörðum kemur oft fleira en eitt til. Kaldur vetur með miklum jarðklaka seinkar sáningu og ef sumarið er svo kalt aukast líkurnar á lítilli uppskeru. Í framtíðinni ræður tilviljun ein hvort kalt sumar fylgir köld- um vetri, samkvæmt þessum spám.“ Haraldur segir að vísbendingar séu um að vaxtartímabil korns muni lengjast, þar sem fyrr vori en nú. Einnig munu líklega verða mun færri næturfrost að hausti. „Breytingin fyrir gróður verður þó líklega helst að vori,“ segir Haraldur. Að öld liðinni segir Haraldur að spár geri ráð fyrir að úrkoma muni aukast lítillega, um 10– 15% eða þar um bil. Spurður um hvort þessi þróun sé þegar hafin segir Haraldur að þegar litið sé til hitamælinga í heiminum sé ljóst að hlýnað hefur töluvert á undanförnum árum og að sú hlýnun verði ekki skýrð með breytingu á sólgeislun. „Þá er afar nærtækt að reikna með því að þar séu gróður- húsaáhrifin að verki.“ Haraldur segir að neikvæðar hliðar hlýnunar fyrir gróður á Íslandi felist m.a. í auknum sveppa- og bakteríugróðri. „Að líkindum munu fleiri skorkvikindi, bakteríur og aðrar misvin- sælar lífverur nema hér land.“ Fyrr mun vora á Íslandi að öld liðinni Harður vetur mun í framtíðinni ekki endilega vera vísbending um kalt sumar og verri uppskeru Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson Uppskera Að öld liðinni má gera ráð fyrir að bygg nái að þroskast að fullu langflest ár. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.