Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGINN 31. janúar birtist í Morgunblaðinu grein Kristínar Sigurleifsdóttur eig- inkonu Kristjáns Sveinbjörnssonar, forseta bæjarstjórnar á Álftanesi og fulltrúa Samfylkingarinnar í Á-listanum. Kristín fjallar um lóðina að Miðskógum 8, en að- alinntak greinarinnar eru persónulegar árásir á eiganda lóð- arinnar. Grein Krist- ínar er full af rök- lausum staðhæfingum sem til þess eru fram settar að taka málið úr samhengi og breiða yfir þá stað- reynd að málið snýst um útsýni þeirra hjóna. Ég eins og hver annar borgari sá fallega byggingarlóð til sölu, leitaði mér álits fagaðila, m.a. for- manns byggingarnefndar svæð- isins, lögfræðings o.fl. um grund- vallaratriði varðandi þessi lóðakaup. Ég hugðist á seinasta ári, reisa fyrir mig og fjölskyldu mína framtíðarheimili á Álftanesi. Vafalaust hefði ég skoðað aðrar staðsetningar hefði ég gert mér grein fyrir því að deiliskipulögð byggingarlóð er í augum forseta bæjarstjórnar Álftaness ekki bygg- ingarlóð á meðan að hún stendur í vegi fyrir útsýni hans. Yfirvöld deiliskipuleggja lóðir og ákveða hvar skal byggt. Eins og oft hefur komið fram er á þessu svæði deiliskipulag frá 1980 og margsannað að þessi lóð er eins lögleg og hver önnur lóð á Álftanesi, enda enginn nema þau hjón- in sem efast um það. Lóðina mína telja hjónin í Miðskógum 6 vera ónýta en að flestra mati sem þang- að hafa komið er þetta ein fallegasta lóð höf- uðborgarsvæðisins, og ein stærsta lóðin enda yfir 1.470 m2. Kristín talar um málatilbúning af minni hálfu, en kýs að minnast ekki á staðreyndirnar í málinu (frekar en eiginmaður hennar). Fagaðilar og aðrir sem fjallað hafa um málið, þar á meðal frændsystk- ini Kristjáns og fyrrverandi eig- endur lóðarinnar, Skipulagsstjóri ríkisins, handhafi byggingarfull- trúavalds á svæðinu, og nágrannar við Miðskóga eru einróma í áliti sínu um að Kristján vinni í eig- inhagsmunaskyni og fari með fleip- ur. Það er löngu ljós sú skoðun Kristínar og eiginmanns hennar að lífsgæði verði ekki keypt. Þeim hefur staðið til boða öll þessi ár að kaupa umrædda lóð en í staðinn hafa þau valið sér að nýta hana sem sína eigin og valta yfir eign- arréttinn. Bæði vísa þau á í umfjöllunum sínum á að ég hafi keypt mér lóð án byggingarleyfis og hneykslast á því. Það er almenn vitneskja að deiliskipulagðar lóðir eru yfirleitt seldar fólki sem áhuga hefur á að láta hanna, teikna og byggja hús sín og þá fyrst þegar endanlegum teikningum hefur verið skilað inn er gefið út byggingarleyfi. Þetta eiga þeir að vita sem gegna ábyrgðarstöðum í sveitarstjórnum og nefndum sem fara með skipu- lagsmál. Sem betur fer hef ég fengið við- brögð frá hugsandi og heiðarlegu fólki á Álftanesi, bæði stuðnings- mönnum Á-lista og D-lista, sem í mig hafa hringt og lýst furðu og hneykslan sinni á framgangi máls- ins svo og greinaskrifum þeirra hjóna sem fullar eru af rang- færslum. Einnig hefur verið fjallað um málið á blogginu á mbl.is og eru almenn viðbrögð hneykslun á framkomu Kristjáns Sveinbjörns- sonar í þessu máli. Ég mun ekki trúa því fyrr en stendur ritað fyrir framan mig að fylgismenn og yf- irstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna styðji þennan málflutning og afgreiðslu málsins. Það er augljóst með greinaskrif- um forseta bæjarstjórnar og í kjöl- farið Kristínar konu hans, að með- höndlun hans á málinu hefur ekkert með hagsmuni íbúa Álfta- ness að gera heldur eingöngu þeirra hjóna sem barist hafa í fjölda ára við að eigna sér lóðina og hindra lögmæta eigendur í að njóta réttar síns. Í öllum blaðagreinum sem Krist- ján Sveinbjörnsson hefur skrifað um málið heldur hann því fram að málið sé hápólitískt og aðför D- listans að honum. Kona Kristjáns setur mig upp sem fulltrúa auð- valds og handbendi D-listans sem hafi það eitt að markmiði að fella Kristján úr sessi. Því fer fjarri, ég er fulltrúi þeirra sem ekki líða þau vinnubrögð sem hér hafa verið við- höfð af kosnum fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar sem að saman mynda Á-listann á Álftanesi. Vinnubrögð þar sem álit fagfólks og álitsgjafa eru látin víkja vegna persónulegra hagsmuna, vinnu- brögð þar sem reynt er að varna einstaklingi að nýta sér lögmætan rétt sinn til að byggja hús sitt á deiliskipulagðri byggingarlóð. Hvað snertir það sem Kristín kallar vafasama upplýsingaöflun mína um nágrannana í Miðskógum 6, þá hefur ekki skort upplýsingar um vafasama framkomu Kristjáns í þessu máli þar sem fyrir liggur t.d. þinglýst skjal fyrrverandi eiganda lóðarinnar, sem biður bæjarstjórn ásjár vegna ítrekaðra hótana Krist- jáns og aðfara hans að fólki á veg- um eigandans, sem á lóðina komu. Að lokum vil ég þakka verðandi nágrönnum mínum, sem op- inberlega hafa sýnt mér stuðning í þessu máli og taka það fram að þrátt fyrir óblíðar móttökur verð- andi bæjarstjóra, og núverandi for- seta bæjarstjórnar, þá hugsum við fjölskylda til þess með tilhlökkun þegar sú stund rennur upp að við getum notið kvöldanna í húsi okkar í Miðskógum 8. Svarbréf til tilvonandi bæjarstjórafrúar Henrik E. Thorarensen fjallar um lóðamál á Álftanesi og svar- ar grein grein Kristínar Sig- urleifsdóttur Henrik E. Thorarensen » Það er margsannaðað þessi lóð er eins lögleg og hver önnur lóð á Álftanesi, enda enginn nema tilvonandi bæj- arstjóri og frú hans sem efast um það. Höfundur er lóðareigandi í Mið- skógum 8 á Álftanesi. SKIPULAG öldrunarmála hefur verið mikið til umræðu und- anfarna mánuði. Allir stjórn- málaflokkar hafa tjáð vilja sinn til þess að bæta þjónustu við eldri borgara í samfélaginu og hafa flestir tjáð vilja sinn til að fjölga hjúkrunarrýmum og hækka fjár- framlög til málaflokksins. Er ekki orðið tímabært að útvíkka um- ræðuna og ræða skipulag þjónustu við þennan hóp í heild sinni? Í dag er þjónusta við eldri borg- ara og aðra þá sem þurfa á þjón- ustu að halda heima fyrir á hendi sveitarfélaga og ríkis. Þannig er félagsleg heimaþjónusta á vegum félagsþjónustu sveitarfélaga en heimahjúkrun á vegum ríkisins. Annars staðar á Norðurlöndunum eru það sveitarfélögin sem reka hjúkrunarheimili, heimahjúkrun og heimaþjónustu. Í Danmörku hafa einstaklingar haft frjálst val um heimaþjónustu frá árinu 2003 og á það bæði við um þá þjónustuþætti sem falla undir heimahjúkrun hér á landi sem og fé- lagslega heimaþjón- ustu. Sveitafélögin eru skuldbundin til að veita fjölbreytta þjónustu hvort sem einkaaðilar eða op- inberir aðilar inna hana af hendi. Þar er áherslan á notendaval um þjónustugæði, þjónustuaðila og þjónustumagn sem hefur leitt til aukins sjálfræðis og sjálf- stæðis eldri borgara. Starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélagsins meta þörfina en notandinn hvar, hvað og af hverjum. Í sumum sveitarfélögum er skilgreindur til- tekinn réttur á þjónustu að teknu tilliti til aldurs, t.d. allir yfir 75 ára fá sjálfkrafa rétt til tiltekinna klukkustunda á mánuði, en ef þörfin er meiri er gert mat á þjón- ustuþörfinni og í framhaldi skil- greindur réttur til viðbótar-úttekt- arheimildar. Reynslan í Danmörku sýnir að fáir eldri borgarar nýttu sér valið en það var þeim mikilvægt að hafa réttinn til að velja, hvort sem valið var fólgið í þjónustu- fyrirtæki, starfs- manni, magni, tegund þjónustu, eða mennt- un þjónustuaðila. Þar sem áherslan er á valfrelsi hins aldraða eru fleiri aðilar en sveit- arfélög hvött til að bjóða upp á heimaþjónustu til þess að auka samkeppni um gæði og þjónustu. Með slíku valfrelsi eldri borgara er hvatt til nýrrar hugsunar og sjálfstæðis notenda en samhliða skapast hvati til þróunar marg- breytilegra þjónustuvalkosta og samkeppni með gæðum. Á höfuðborgarsvæðinu eru í dag yfir 250 einstaklingar að bíða eftir vistun á hjúkrunarheimili. 57 þeirra dveljast á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Fróðlegt væri að vita hversu margir bíða eftir heimahjúkrun og/eða heimaþjón- ustu og eins hversu margir væru á bið eftir hjúkrunarrými ef fram- boðið myndi aukast á þjónustu heima fyrir. Rannsókn sem gerð var meðal eldri borgara í Hafnarfirði, sem voru á bið eftir hjúkrunarrými, leiddi í ljós að 60 af 83 íbúum telja sig með góðu móti geta verið leng- ur heima með aukinni þjónustu. Ef heimaþjónusta væri efld við eldri borgara myndi það án efa auka lífsgæði og sjálfstæði þeirra til muna. Þeir myndu halda fjár- hagslegu sjálfstæði sínu og hafa frelsi til að viðhalda sínum lífsstíl og hefðum. Færa má rök fyrir því að núverandi fyrirkomulag sé í ætt við forræðishyggju, og hindri eldri borgara í að hafa raunveru- leg áhrif á hvaða aðstoð þeir kjósa að nýta sér, hvernig sú aðstoð er veitt, og af hverjum. Fólk ætti að hafa rétt til að taka ábyrgð á eigin lífi, og þjóðfélagið á að styðja það í að axla þá ábyrgð. Sjálfsákvörðunarréttur eldri borgara á þjónustuvalkostum María Bragadóttir fjallar um málefni eldri borgara María Bragadóttir » Færa má rök fyrirþví að núverandi fyr- irkomulag sé í ætt við forræðishyggju, og hindri eldri borgara í að hafa raunveruleg áhrif á hvaða aðstoð þeir kjósa að nýta sér, hvernig sú aðstoð er veitt, og af hverjum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.