Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðlæg átt, 8–15 m/s, og skúrir sunnan og vestan til en ann- ars staðar þurrt að kalla. Hiti 1 til 8 stig. » 8 Heitast Kaldast 8°C 1°C „SÍÐAN þeir fóru að vesenast út af þessum vökva eru þeir hættir að taka af manni prjón- ana,“ segir Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hún fékk að valsa óáreitt upp í flugvél á leið til Þýska- lands með oddhvassa prjóna í farteskinu. Á sama tíma máttu hins vegar aðrir lúðrablás- arar hljómsveitarinnar sjá á eftir vasilíni og lúðraolíu í hendur tollvarða í Leifsstöð. „Þetta eru prjónar númer tvö, sem sagt mjög fínir og það væri vafalaust hægt að pota mjög illa með þeim,“ fullyrðir Lilja sem telur aftur á móti að vasilín sé harla skaðlaust efni. „Það er bara alls engin athugasemd gerð við prjón- ana.“ Þessa dagana er Sinfóníuhljómsveitin á tónleikaferðlagi um þrjú Evrópulönd og seg- ist Lilja nýta hverja lausa stund til að sinna prjónaskap, hún hafi lært sem krakki í sveit hjá gamalli ljósmóður að prjóna á leið milli bæja. „Ég nota hverja stund. Ég var að fást við einfalda ermi þarna í fríhöfninni, prjónaði á leið upp tröppur og í biðröðum. Þetta geri ég til að nota tímann. Annars hangir maður bara og drekkur enn þá meira kaffi.“ Vasilín hættu- legra en odd- hvassir prjónar? TÓNLISTARMENNIRNIR Kristján Krist- jánsson og Magnús Eiríksson eru á leið til Kína þar sem þeir munu taka upp þriðju og síðustu „ferðalagaplötuna“. Platan verður gefin út í Kína af ríkisreknu fyrirtæki sem nefnist Shanghai Audio and Video Publishing House. Í kjölfarið munu þeir KK og Maggi svo halda tónleika í miðborg Sjanghæ. Óttar Felix Hauksson hefur veg og vanda af verk- efninu. „Mér tókst að opna dyrnar fyrir ís- lenska listamenn þegar ég var að gera samn- inga um útgáfu á Robertino í Kína, og hef verið iðinn við að kynna íslenska tónlist þar,“ segir Óttar, sem skrifaði nýverið undir samn- ing um dreifingu á plötum Robertino í Bene- lux-löndunum, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Fyrsta íslenska platan kom út í Kína fyrir skömmu en þar var um að ræða plötu með Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar & Jóels Pálssonar. Að sögn Óttars eru fjölmörg sókn- arfæri á kínverskum tónlistarmarkaði sem vex með ógnarhraða. | 20 Morgunblaðið/RAX Ferðalangar Magnús, KK og Óttar. Kínverska ríkið gefur plötuna út MATARVERÐ á dýrari veitinga- húsum ætti að lækka um allt að 10–12% um mánaðamót á meðan matur á skyndibitastöðum lækkar um 6%. Stafar það af lækkun virð- isaukaskatts úr 24,5 í 7% um leið og afnumið er flókið endur- greiðslukerfi virðisaukaskatts. Verðlagseftirlit Alþýðusam- bands Íslands hefur gert yfirlit um breytingar á virðisaukaskatti um næstu mánaðamót og reiknað dæmi um breytingar á nokkrum liðum vöru og þjónustu. Ástæðan fyrir því að lækkun álagning- arprósentu virðisaukaskatts skil- ar sér ekki til fulls í lækkun þjón- ustu veitingastaðanna er að staðirnir hafa fengið endur- greiðslu á virðisaukaskatti sem miðast við að þeir greiði sem svar- ar til 14% skatts af matarhlutan- um á meðan þjónustuhlutinn hef- ur borið 24,5% vsk. Þetta hefur í för með sér að matarverð á stöð- um sem veita mikla þjónustu lækkar meira en á öðrum, eða um 10–12% að mati Verðlagseftirlits- ins. Á sama tíma lækkar verð veit- ingastaða með minni þjónustu, til dæmis skyndibitastaða, um 6%. Verð á bókum, blöðum og tíma- ritum, afnotagjald RÚV og áskrift að Stöð 2 eiga að geta lækkað um 6%. Þannig ætti almenn áskrift að Stöð 2 að lækka úr 5.450 í 5.115 kr., eða um 335 kr. á mánuði og áskrift að Morgunblaðinu úr 2.800 í 2.628 kr., eða um 172 krónur. Kilja sem kostar 1.990 ætti sam- kvæmt þessu að lækka í 1.868 kr. Verð á tónlist lækkar meira, eða um 14%. Þannig myndi hljómdisk- ur sem nú kostar 2.199 kr. kosta 1.890 frá 1. mars, lækka um 309 kr. Svo dæmi séu tekin af annarri þjónustu sem Verðlagseftirlitið hefur reiknað út, þá lækkar kostn- aður við húshitun um 6% við lækk- un virðisaukaskatts. Hins vegar er ber rafmagn til almennra nota áfram 24,5% virðisaukaskatt og breytist ekki. | 12 Veitingar lækka um 12% Verð á fjölmiðlum lækkar um 6% en tónlist um 14% vegna vsk.-breytinga Í HNOTSKURN » Matarverð á veitinga-húsum lækkar um 6 til 12%, bækur, blöð og áskrift- argjald sjónvarps um 6%, hljómdiskar um 14% og hús- hitun, gisting og jarðganga- gjald um 6%. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Nú færðu Gouda 26% í sérmerktum kílóastykkjum með 20% afslætti í næstu verslun! www.ostur.is Gouda 26% á tilboði UNNIÐ er að nýju landnámi út í sjó við Kárs- nes í Kópavogi þar sem skipulagt hefur verið nýtt bryggjuhverfi. Stórt sanddæluskip Björg- unar sækir möl út á Faxaflóa og gengur oft mikið á þegar dælur skipsins skila efninu á nýjan stað, í uppfyllinguna í Kópavogi. Fyllt upp fyrir bryggjuhverfi Morgunblaðið/Árni Sæberg HLUTABRÉF Hf. Eimskipafélagsins, áð- ur Avion Group, hækkuðu um 8,4% í Kaup- höllinni í gær í alls 120 viðskiptum fyrir 589 milljónir króna. Telst þetta óvenjumikil hækkun á einum degi en hún er fyrst og fremst rakin til nýs verðmats greiningar- deildar Landsbankans sem sent var völdum fjárfestum á miðvikudag en hafði ekki verið kynnt opinberlega í gær. Lokagengi bréfa félagsins var 33,6 eftir viðskipti gærdagsins en greiningardeildin metur það á 34% hærra gengi, eða 45,2, og mælti því með að fjárfestar keyptu hluta- bréf í Hf. Eimskipafélaginu, móðurfélagi Eimskipa, Air Atlanta og fleiri félaga. | 16 Bréf ruku upp eftir verðmat HNETUSMJÖR af tegundinni Peter Pan, sem heildsalan Innnes flytur inn, var í gær innkallað úr verslunum hér á landi. Ástæð- an er sú að salmonellusmit tæplega 300 Bandaríkjamanna hefur m.a. verið rakið til hnetusmjörs af þeirri tegund. Um er að ræða Peter Pan og Great Value hnetusmjör með lotunúmeri sem hefst á 2111 en þar til í gær fengust krukkur af fyrrnefndu tegundinni og með umræddu númeri í verslunum hérlendis. Í fréttatilkynningu sem Innnes sendi frá sér í gær vegna málsins eru þeir sem eiga krukkur af Peter Pan-hnetusmjöri með framleiðslunúmeri sem hefst á 2111 og keypt hefur verið í maí 2006 eða síðar, beðn- ir um að farga vörunni eða skila henni í við- komandi verslun. Ekki er vitað um smit af völdum hnetusmjörsins hérlendis, að því er segir í tilkynningunni. Salmonellufaraldurinn í Bandaríkjunum hefur verið hægfara og aðeins verið tilkynnt um eitt til tvö tilfelli daglega frá því í ágúst þegar bera fór á smitinu. Því var það fyrst í þessari viku sem sýkingin var rakin til hnetusmjörsins. | 26 Hnetusmjör innkallað ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.