Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 64

Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðlæg átt, 8–15 m/s, og skúrir sunnan og vestan til en ann- ars staðar þurrt að kalla. Hiti 1 til 8 stig. » 8 Heitast Kaldast 8°C 1°C „SÍÐAN þeir fóru að vesenast út af þessum vökva eru þeir hættir að taka af manni prjón- ana,“ segir Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hún fékk að valsa óáreitt upp í flugvél á leið til Þýska- lands með oddhvassa prjóna í farteskinu. Á sama tíma máttu hins vegar aðrir lúðrablás- arar hljómsveitarinnar sjá á eftir vasilíni og lúðraolíu í hendur tollvarða í Leifsstöð. „Þetta eru prjónar númer tvö, sem sagt mjög fínir og það væri vafalaust hægt að pota mjög illa með þeim,“ fullyrðir Lilja sem telur aftur á móti að vasilín sé harla skaðlaust efni. „Það er bara alls engin athugasemd gerð við prjón- ana.“ Þessa dagana er Sinfóníuhljómsveitin á tónleikaferðlagi um þrjú Evrópulönd og seg- ist Lilja nýta hverja lausa stund til að sinna prjónaskap, hún hafi lært sem krakki í sveit hjá gamalli ljósmóður að prjóna á leið milli bæja. „Ég nota hverja stund. Ég var að fást við einfalda ermi þarna í fríhöfninni, prjónaði á leið upp tröppur og í biðröðum. Þetta geri ég til að nota tímann. Annars hangir maður bara og drekkur enn þá meira kaffi.“ Vasilín hættu- legra en odd- hvassir prjónar? TÓNLISTARMENNIRNIR Kristján Krist- jánsson og Magnús Eiríksson eru á leið til Kína þar sem þeir munu taka upp þriðju og síðustu „ferðalagaplötuna“. Platan verður gefin út í Kína af ríkisreknu fyrirtæki sem nefnist Shanghai Audio and Video Publishing House. Í kjölfarið munu þeir KK og Maggi svo halda tónleika í miðborg Sjanghæ. Óttar Felix Hauksson hefur veg og vanda af verk- efninu. „Mér tókst að opna dyrnar fyrir ís- lenska listamenn þegar ég var að gera samn- inga um útgáfu á Robertino í Kína, og hef verið iðinn við að kynna íslenska tónlist þar,“ segir Óttar, sem skrifaði nýverið undir samn- ing um dreifingu á plötum Robertino í Bene- lux-löndunum, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Fyrsta íslenska platan kom út í Kína fyrir skömmu en þar var um að ræða plötu með Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar & Jóels Pálssonar. Að sögn Óttars eru fjölmörg sókn- arfæri á kínverskum tónlistarmarkaði sem vex með ógnarhraða. | 20 Morgunblaðið/RAX Ferðalangar Magnús, KK og Óttar. Kínverska ríkið gefur plötuna út MATARVERÐ á dýrari veitinga- húsum ætti að lækka um allt að 10–12% um mánaðamót á meðan matur á skyndibitastöðum lækkar um 6%. Stafar það af lækkun virð- isaukaskatts úr 24,5 í 7% um leið og afnumið er flókið endur- greiðslukerfi virðisaukaskatts. Verðlagseftirlit Alþýðusam- bands Íslands hefur gert yfirlit um breytingar á virðisaukaskatti um næstu mánaðamót og reiknað dæmi um breytingar á nokkrum liðum vöru og þjónustu. Ástæðan fyrir því að lækkun álagning- arprósentu virðisaukaskatts skil- ar sér ekki til fulls í lækkun þjón- ustu veitingastaðanna er að staðirnir hafa fengið endur- greiðslu á virðisaukaskatti sem miðast við að þeir greiði sem svar- ar til 14% skatts af matarhlutan- um á meðan þjónustuhlutinn hef- ur borið 24,5% vsk. Þetta hefur í för með sér að matarverð á stöð- um sem veita mikla þjónustu lækkar meira en á öðrum, eða um 10–12% að mati Verðlagseftirlits- ins. Á sama tíma lækkar verð veit- ingastaða með minni þjónustu, til dæmis skyndibitastaða, um 6%. Verð á bókum, blöðum og tíma- ritum, afnotagjald RÚV og áskrift að Stöð 2 eiga að geta lækkað um 6%. Þannig ætti almenn áskrift að Stöð 2 að lækka úr 5.450 í 5.115 kr., eða um 335 kr. á mánuði og áskrift að Morgunblaðinu úr 2.800 í 2.628 kr., eða um 172 krónur. Kilja sem kostar 1.990 ætti sam- kvæmt þessu að lækka í 1.868 kr. Verð á tónlist lækkar meira, eða um 14%. Þannig myndi hljómdisk- ur sem nú kostar 2.199 kr. kosta 1.890 frá 1. mars, lækka um 309 kr. Svo dæmi séu tekin af annarri þjónustu sem Verðlagseftirlitið hefur reiknað út, þá lækkar kostn- aður við húshitun um 6% við lækk- un virðisaukaskatts. Hins vegar er ber rafmagn til almennra nota áfram 24,5% virðisaukaskatt og breytist ekki. | 12 Veitingar lækka um 12% Verð á fjölmiðlum lækkar um 6% en tónlist um 14% vegna vsk.-breytinga Í HNOTSKURN » Matarverð á veitinga-húsum lækkar um 6 til 12%, bækur, blöð og áskrift- argjald sjónvarps um 6%, hljómdiskar um 14% og hús- hitun, gisting og jarðganga- gjald um 6%. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Nú færðu Gouda 26% í sérmerktum kílóastykkjum með 20% afslætti í næstu verslun! www.ostur.is Gouda 26% á tilboði UNNIÐ er að nýju landnámi út í sjó við Kárs- nes í Kópavogi þar sem skipulagt hefur verið nýtt bryggjuhverfi. Stórt sanddæluskip Björg- unar sækir möl út á Faxaflóa og gengur oft mikið á þegar dælur skipsins skila efninu á nýjan stað, í uppfyllinguna í Kópavogi. Fyllt upp fyrir bryggjuhverfi Morgunblaðið/Árni Sæberg HLUTABRÉF Hf. Eimskipafélagsins, áð- ur Avion Group, hækkuðu um 8,4% í Kaup- höllinni í gær í alls 120 viðskiptum fyrir 589 milljónir króna. Telst þetta óvenjumikil hækkun á einum degi en hún er fyrst og fremst rakin til nýs verðmats greiningar- deildar Landsbankans sem sent var völdum fjárfestum á miðvikudag en hafði ekki verið kynnt opinberlega í gær. Lokagengi bréfa félagsins var 33,6 eftir viðskipti gærdagsins en greiningardeildin metur það á 34% hærra gengi, eða 45,2, og mælti því með að fjárfestar keyptu hluta- bréf í Hf. Eimskipafélaginu, móðurfélagi Eimskipa, Air Atlanta og fleiri félaga. | 16 Bréf ruku upp eftir verðmat HNETUSMJÖR af tegundinni Peter Pan, sem heildsalan Innnes flytur inn, var í gær innkallað úr verslunum hér á landi. Ástæð- an er sú að salmonellusmit tæplega 300 Bandaríkjamanna hefur m.a. verið rakið til hnetusmjörs af þeirri tegund. Um er að ræða Peter Pan og Great Value hnetusmjör með lotunúmeri sem hefst á 2111 en þar til í gær fengust krukkur af fyrrnefndu tegundinni og með umræddu númeri í verslunum hérlendis. Í fréttatilkynningu sem Innnes sendi frá sér í gær vegna málsins eru þeir sem eiga krukkur af Peter Pan-hnetusmjöri með framleiðslunúmeri sem hefst á 2111 og keypt hefur verið í maí 2006 eða síðar, beðn- ir um að farga vörunni eða skila henni í við- komandi verslun. Ekki er vitað um smit af völdum hnetusmjörsins hérlendis, að því er segir í tilkynningunni. Salmonellufaraldurinn í Bandaríkjunum hefur verið hægfara og aðeins verið tilkynnt um eitt til tvö tilfelli daglega frá því í ágúst þegar bera fór á smitinu. Því var það fyrst í þessari viku sem sýkingin var rakin til hnetusmjörsins. | 26 Hnetusmjör innkallað ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.