Morgunblaðið - 03.03.2007, Síða 8

Morgunblaðið - 03.03.2007, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svona hold kjaft minn gamli, þú þolir alveg að verða grænn svona rétt framyfir kosningar. VEÐUR Niðurstöður Þjóðarpúls Gallup,sem birtust á fimmtudag, eru ekki góðar fréttir fyrir elztu og virðulegustu stofnun þjóðarinnar, hið háa Alþingi.     Þegar traust ástofnunum samfélagsins var mælt í Þjóð- arpúlsi fyrir ári var Alþingi í neðsta sæti ásamt dómskerfinu, naut trausts 43% svarenda. Nú segjast aðeins 29% bera traust til Al- þingis, færri en nokkru sinni áður frá því mælingar hófust árið 1993.     Hvernig skyldi nú standa á þessarihörmulegu útkomu Alþingis? Getur verið að málþófið, sem stjórn- arandstaðan stóð fyrir vikum saman í vetur, hafi haft þessi áhrif á kjós- endur? Að kjósendur hafi tapað trausti á fólki, sem er á launum hjá þeim sjálfum en sóar vinnutíma sín- um í innihaldslaust þvaður?     Það er krónískur misskilningurstjórnarandstöðunnar – nokk- urn veginn burtséð frá því hver hún er – að hægt sé að bregðast við meintu virðingarleysi ríkisstjórn- arinnar gagnvart þinginu með því að mala endalausa vitleysu í ræðu- stóli. Það eina, sem hefst upp úr því, er að þingið tapar enn frekar virð- ingu sinni og enn auðveldara verður fyrir stjórnina að hunza það næst.     Ein leiðin til að endurheimta virð-ingu og traust Alþingis er að stytta ræðutíma þar til muna. Hið skefjalausa málæði, sem enn tíðkast á löggjafarsamkundu okkar, við- gengst varla í neinu öðru þjóðþingi, sem vill láta taka sig alvarlega.     Þingmenn þurfa sömuleiðis að um-gangast starf sitt af meiri virð- ingu til þess að verða ekki álitnir innantómir kjaftaskar. STAKSTEINAR Hrapandi virðing Alþingis SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. -/ -0 -. -/ -. 1-- 1' -2 1- '3 4! 5 4! ) % 5 4! )*4! 4! ) %  ! 4!  ! 4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   - 6 0 2 ( ( 7 0 2 3 ' 8  9             5 4! 4! : *%   5 4! 9 "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) ' 1/ 17 1/ - 1-6 1( 1-' / / / 4!  ! 4!  ! 4! )*4!      ) % 4! 4! 8  9! : ;                  !  " !  #    #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   ;<    =             > 7   *  9    = :  %      6 .  :!  > $    *  9    = :  %      6 .  !!  * =/1(; 4!  = :   95    6 .     =      >9 *4  *?    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" 6-7 '-2 7'. 6=. 6=/ 6=/ 2'' (-7 -67' /76 -'/3 -773 -06. 07( -(7' '677 '/-' -.7( (/6 (/3 ('/ (6- -(.- -(.- -(/7 -(-3'-.2 /=3 '=6 -=/ -=3 6=. 6=' 6=- 6=7 /=0 -=( -=- -=( 6='            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ómar Ragnarsson | 2. mars 2007 Áfram tvísýnt Skoðanakönnun Capa- cent Gallup sýnir hvað kosningaúrslitin geta orðið tvísýn. Ef úrslitin yrðu þessi yrði meiri- hluti núverandi stjórn- arandstöðuflokka svo naumur að ekki þyrfti nema einn eða tvo stóriðjuþingmenn til að fella grænu stefnuna eða halda henni í gíslingu. Nægir að nefna Kristin H. Gunnarsson, Kristján Möller og Einar Má Sigurðarson í því sam- bandi. Meira: omarragnarsson.blog.is Snorri Bergz | 2. mars 2007 Mikill höfðingi látinn Við, sem urðum fyrir barðinu á erfiðum sjúkleik í barnæsku og höfum ekki borið þess fullar bætur, höfum hér glæsilega fyr- irmynd um mann, sem gekk í gegnum ótrúlega þjáningu án þess að láta bugast. Og í ljósi erf- iðleika hans virðist margt það, sem margir hafa vælt yfir og afsakað sig með, vera hjóm eitt. Ég lít svo á, að séra Pétur í Laufási hafi verið meðal merkustu Íslendinga 20. aldar. Meira: hvala.blog.is Guðríður Haraldsdóttir | 2. mars 2007 Plís, plís ... lækkið fyrir 1. apríl ... en þá rennur Rauða kortið mitt út! Það yrði skelfilegt að þurfa að kaupa rautt kort á yfir 12 þúsund og svo lækk- ar allt um meira en helming. Ef strætófargjaldið lækkar þetta mikið þá held ég að það veitti ekki af ferðum á hálftíma fresti milli Akra- ness og Rvíkur! Og hætta með þetta þriggja tíma hádegishlé. Meira: gurrihar.blog.is Páll Vilhjálmsson | 2. mars 2007 Drykkjarvenjur Morgunblaðsins Að jafnaði eru for- ystugreinar Morg- unblaðsins allsgáðar og í borgaralegum anda. En þegar kemur að umræðu um drykki, áfenga eða ekki, hættir blaðinu til að beita röksemdafærslu sem heldur ekki vatni. Nú síðast um sykraða gosdrykki. Í Staksteinum á miðvikudag var Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar hrósað fyrir að vilja leggja af skatt á sykraða gos- drykki. Rökin sem Ágúst færir fyrir máli sínu eru gamalkunn úr áfeng- isumræðu í leiðaraskrifum Morg- unblaðsins. Ágúst Ólafur segir að þrátt fyrir að við séum með háa skatta á syk- urgosdrykki sé neyslan mikil. Því ættum við að leggja skattana af, enda séu þeir forsjárhyggja. Við eigum að setja fjármuni í fræðslu og treysta fólki til að fara eftir skynsamlegum ábendingum um hollustu. Marg- sinnis hefur Morgunblaðið farið með áþekka rullu um áfengi, blaðið vill selja það í matvörubúðum og treysta fólki. Ef við prófum röksemdina á öðr- um sviðum þjóðfélagsins sést hversu haldlítil hún er. Treystir Ágúst Ólaf- ur sér til þess, nú eða þá Morg- unblaðið, að halda eftirfarandi fram? Á Íslandi eru meiri hraðatakmark- anir í umferðinni en víðast hvar í ná- grannalöndum okkar. Þrátt fyrir það er há slysa- og dánartíðni hér á landi vegna hraðaksturs. Við eigum að af- nema hámarkshraða í umferðinni, það er gamaldags forsjárhyggja, og treysta á fólki til að aka varlega. Hægt er að setja fíkniefni inn í rökhenduna og fá út að við eigum að leyfa þau; skotvopn og afnema skot- vopnaleyfi; læknaleyfi og hætta að gefa þau út því að þrátt fyrir lækna- leyfin eru gerð læknamistök. Og svo má áfram telja lög og reglur sem ætti að afnema samkvæmt rökleiðslunni. Sjálfsagt er að ræða hvort eitt eigi að leyfa en banna annað og endurskoða reglulega gildandi lög og reglur. En það er fulllangt gengið að setja mál- efni eins og offitu barna og áfeng- isneyslu inn í jöfnu sem gefur alltaf sömu niðurstöðuna og kalla það rök- stuðning. Meira: pallvil.blog.is BLOG.IS HÁSKÓLI Íslands nýtur mests trausts, eða 85%, meðal þeirra sem tóku þátt í þjóðarpúlsi Capacent Gall- up. Af þeim átta stofnunum sem spurt var um nýtur Alþingi minnst trausts eða 29%. Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana frá árinu 1993. Líkt og undanfarin ár var nú spurt um átta stofnanir. Traust til allra stofnana hefur dalað, í mismikl- um mæli, frá því í febrúar 2006. Alþingi nýtur minnst trausts en einungis 29% svarenda sögðust bera traust til þingsins, sem er minnkun um 14 prósentustig frá síðasta ári og hefur aldrei verið eins lítið síðan mæl- ingar hófust í ágúst 1993. Traust til dómskerfisins er 31%, sem er einnig minna en mælst hefur áður og minnkaði um 12 prósentustig frá síðustu mælingu. Lögreglan nýtur aftur mests trausts almennings á eftir Háskólanum. 78% þjóðarinnar bera traust til lögreglunnar sem er einu prósentustigi minna en í febrúar á síðasta ári. Traust til lögreglunnar í síðustu tveimur mælingum hefur ekki verið eins mikið síðan 1993 þegar það var 84%. Óánægja með frávísun Yfirgnæfandi meirihluti er óánægður með þá ákvörðun Héraðs- dóms að vísa frá dómi ákæru ríkissak- sóknara á hendur forstjórum olíufé- laganna fyrir meint brot á samkeppnislögum. Alls lýstu 83,5% sig óánægð með frávísunina, þar af voru 59% mjög óánægð og 24,5% frekar óánægð. Þetta kemur einnig fram í þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Hinsvegar voru aðeins tæplega 8% ánægð með ákvörðun héraðsdóms, en þeir skiptust jafnt sem voru mjög ánægðir og frekar ánægðir. Tæplega 9% voru hvorki ánægð né óánægð. Þeir sem sögðust óánægðir með úr- skurðinn voru í kjölfarið spurðir hvaða niðurstaða þeir teldu að hefði verið réttlát. Flestir eða rúm 38% töldu að sektir hefðu verið réttlátar. Um 30% vildu að forstjórarnir yrðu dregnir til ábyrgðar og dæmdir fyrir þau brot sem lágu fyrir dómi án þess að tilgreina sérstaklega hvaða refs- ingar ættu að felast í dómnum. Tæp 19% töldu að það hefði verið réttlát niðurstaða að kveða upp fang- elsisdóm í málinu. Tæp 7% vildu að málinu hefði verið leyft að fá meðferð og að því hefði verið lokið með dóms- úrskurði í stað frávísunar. Um 5% töldu réttlátt að forstjór- unum yrði gert að bæta þann skaða sem neytendur urðu fyrir vegna verð- samráðs olíufélaganna. Vildu sumir að skaðabætur yrðu greiddar til sam- félagsins eða neytenda, en aðrir end- urgreiðslur í formi lækkaðs bensín- verðs. Mikið traust til Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.