Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 17 FRÉTTIR Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga og sunnudaga 11-18 • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl . Opið Sprengihelgi Síðustu dagar laugardag og sun nudag 30-80% afsláttur Baráttusamtök eldri borgara (55+) og öryrkja boða til almenns framboðsfundar sunnudaginn 4. mars kl. 14:00 á Grand Hóteli við Sigtún í Reykjavík. Fundarefni: Sameiginlegt framboð eldri borgara og öryrkja í þingkosningunum 12. maí 2007 í samvinnu við fulltrúa frá Átakshópi öryrkja. Dagskrá: 1. Formaður Baráttusamtakanna, Arndís H. Björnsdóttir, ávarpar fundargesti og flytur stutt erindi um stöðu eldri borgara í „velferðarsamfélaginu“. 2. Erindi um stöðu aldraðra í bótakerfinu: Einar Guðmundsson. 3. Aðild að lífeyrissjóðunum: Kristján S. Guðmundsson. 4. Gerð verður grein fyrir drögum að verkefnaskrá framboðsins. 5. Lögð verður fram tillaga að 3 einstaklingum í undirbúningsnefnd framboðsins. 6. Tillaga um samþykkt sameiginlegs framboðs eldri borgara og öryrkja í samvinnu við fulltrúa úr átakshópi öryrkja. Baráttusamtökin leggja áherslu á að sem flestir mæti. Við eldumst öll og aldrei hefur verið meiri nauðsyn en nú að sjá til þess að okkur verði tryggt gott og áhyggjulaust ævikvöld. Standið vörð um ævikvöld ykkar og mætið sem flest - ungir sem aldnir. Baráttusamtökin. Hvers vegna er einmitt nú brýn þörf á þingframboði eldri borgara og öryrkja? AF hernaðarlegri nákvæmni lenti þyrla á þaki félagsmiðstöðvarinnar Ungdomshuset við Jagtvej 69 á Norðurbrú í Kaupmannahöfn kl. 07.00.20 að morgni fimmtudags. Skömmu áður höfðu lögreglubílar keyrt upp að húsinu og tugir lög- reglumanna íklæddir herklæðum með gasgrímur fyrir vitum hlaupið í halarófu inn í mest umtalaða hús Kaupmannahafnar. Á nokkrum mínútum lauk lög- regla vel skipulögðu verkefni sínu innandyra en mótmæli ungmenna og stuðningsmanna þeirra áttu eftir að halda áfram á götum úti langt fram eftir kvöldi víða um borgina. Laust eftir kvöldmat breyttust mót- mælin í götuóeirðir milli hörðustu mótmælendanna og lögreglu á Norðurbrú, Ráðhústorginu og við þinghúsið Kristjánsborg. Spennan og ókyrrðin lágu í loft- inu allan daginn og íbúar borgar- innar fylgdust með óeirðunum með því að leggja við hlustir eftir sír- enuvæli og hvini í þyrlum sem svifu yfir Norðurbrú og nærliggjandi íbúahverfum. Fylgst var með frétt- um af atburðunum á netinu og aug- un límdust við sjónvarpsskjáinn þegar leið á kvöldið. Af ótta við að börnin yrðu strandaglópar á dagvistunarstofn- unum og í skólum hverfisins var víða horfið frá því að taka á móti börnum þegar fólk vissi í hvað stefndi á fimmtudaginn. Í gær voru sömuleiðis margir skólar lokaðir þar sem enn átti eftir að hreinsa til á götum úti og fólk komst ekki leiðar sinnar. Hátt hlutfall íbúa Norðurbrúar er útlendingar og fyrrverandi flótta- menn sem fengið hafa pólitískt hæli í Danmörku. Sagt var frá því í út- varpsfréttum að tugir foreldra hefðu þegið sálfræðiaðstoð fyrir börn sín í gær þar sem þau hefðu endurupplifað óminn af stríðsátök- unum sem þau eitt sinn flúðu. Í viðtölum við eigendur nærliggj- andi búða og fyrirtækja mátti í gær merkja létti yfir því að nú hillir undir lok mótmælahrinu ungmenn- anna vegna sölu borgarinnar á at- hvarfi þeirra við Jagtvej. Flestir þeirra hafa orðið fyrir skaða af átökunum í haust og vetur enda hafa viðskiptavinir haldið sig fjarri götusteinakasti mótmælanda og táragasi lögreglu en mótmælin á fimmtudaginn voru þau þriðju í röð- inni á skömmum tíma. Fljúgandi götusteinar og táragas Nokkrir búðareigendur höfðu í samráði við samtök nágranna húss- ins reynt að biðla til stjórnmála- manna um pólitíska lausn á deilunni sem upphófst þegar borgin seldi kristilegum samtökum húsið árið 2001. Allt kom fyrir ekki og til- raunir meirihluta borgarstjórnar undir forystu borgarstjórans Ritt Bjerregaard til að seinka sölu húss- ins máttu sín lítils þegar eigend- urnir sóttu rétt sinn fyrir dómstól- um. Johnny Beyer, eigandi málning- arvöruverslunar við Norrebrøgade, einn þeirra sem reyndu að miðla málum í deilunni, sagði í viðtali við Berlingske Tidende í gær að mikil eftirsjá væri að starfseminni sem nú hefur verið í húsinu í tæp 25 ár. Mikilvægur menningarkimi Kaupmannahafnar færi forgörðum þegar ungmennin færu úr hverfinu og það væri skömm að því að borg- aryfirvöld hefðu ekki boðið þeim annað hús til afnota. Samkvæmt Jo- hnny má búast við að mótmælin haldi áfram næstu daga. Ljóst er að yfirvöld óttast hið sama en lögregl- an hefur fengið liðsauka frá öllum lögregluumdæmum landsins til að standa vaktina um helgina. Foreldrar hafi stjórn á börnum sínum Ekki hafa allir samúð með mál- stað unga fólksins og finnst það ekki hafa unnið almenning á sitt band með ofbeldisfullum mótmæl- um og aðgerðum gegn lögreglu nú á síðustu mánuðum. Að eftirláta því nýtt húsnæði til afnota væri eins og að verðlauna óþekka krakka fyrir ólætin. Lene Espersen dómsmála- ráðherra biðlaði í gær til foreldra ungmennanna um að róa þau niður og fá þau til að leggja árar í bát. Ritt Bjerregaard kom fyrr úr skíðaferðalagi frá Noregi en áætlað var til að fylgjast með atburða- rásinni en að öðru leyti hafa stjórn- málamenn haldið sig til hlés. Ung- dómshúsið er selt, ungmennin eru farin og það var og verður verkefni lögreglu að halda þeim frá húsinu og mótmælum í skefjum. Sírenuvæl og þyrluhvinur á Norðurbrú Allt hefur logað í óeirðum í Kaupmannahöfn eftir að lögreglan fjarlægði hústökumenn frá Norð- urbrú á fimmtudag. Rósa Erlingsdóttir skýrir frá eftirmálum óeirðanna. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn. Reuters Ólga Kona og barn ganga hjá brunnum bílflökum skammt frá Kristjaníu í Kaupmannahöfn í gær. Tugir hafa fengið sálfræðiaðstoð vegna ólátanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.