Morgunblaðið - 03.03.2007, Side 26

Morgunblaðið - 03.03.2007, Side 26
Jacob Davis hefði áreiðanlega hlegið dátt árið 1870 hefðieinhver sagt honum að vinnubuxurnar sem hann hannaðifyrir sérstaklega kröfuharðan viðskiptavin ættu eftir aðslá í gegn í tískuheiminum nokkrum áratugum síðar. Þó urðu þær fljótt svo vinsælar að Davis leitaði eftir sam- starfi við þann sem útvegaði gallaefnið, Levi Strauss. 137 árum síðar sér ekki enn fyrir endann á vinsældum galla- buxnanna eða gallaefnisins. Það er varla til það mannsbarn í Vesturheimi sem ekki á gallabuxur. Þær gegna lykilhlutverki í klæðaburði fjölda karla jafnt sem kvenna, hversdags sem við hátíðlegri tækifæri. Í sögu gallabuxnanna og annars gallafatnaðar endurspeglast baráttu- og upp- reisnarandi mannskepnunnar. Verkafólkið sem barðist fyrir réttlátari heimi í upphafi iðnbyltingarinnar notaði bæði buxur, smekkbuxur, jakka og skyrtur sem vinnufatnað. Á þriðja og fjórða tug 20. aldar voru gallabuxurnar ómissandi hluti hins goðsagna- kennda bandarískra kúreka. Þess sem barðist fyrir sjálfstæði sínu og kristallaðist í kvikmyndastjörnunni John Wayne. Sá skartaði stundum axlaböndum og breiðu leð- urbelti og var með uppábrot á buxunum. Uppreisnarseggir og rokkarar fetuðu í fót- sporin og leður og gallaefni varð ómótstæðileg blanda. Það var á þessum árum sem tískuheimurinn fór að líta á gallaefnið sem alvöruefni – ekki aðeins fyrir hina lægst settu í samfélaginu. Á sama tíma fóru gallabuxur að þykja þokkafullar á konum enda ekki minni stjörnur en Marilyn Monroe, Birgitte Boardot og Gina Lollobrigida sem fóru fyrir þeim flokki á sjötta og sjöunda áratugnum. Gallafatnaður var líka einkenn- isbúningur þjóðfélagsgagnrýnenda á borð við Bob Dylan og John Lennon. Á níunda og tíunda áratugnum tengdist gallaefnið fyrst og fremst tískuiðnaðinum, fyrirsætum eins og Brooke Shield og söngkonunni Maddonnu en hönnuðirnir Calvin Klein, Versace og Vivenne Westwood voru mest áberandi. Í upphafi 21. aldarinnar eru það fjölmiðlafígúrur eins og Paris Hilton og Victoria Beckham sem halda merki gallafatnaðarins á lofti. Gallabuxurnar eru að þrengjast en margbreytileikinn er mikill. Gallajakkarnir eru bæði með kvenlegum sniðum og eins beinir. Pilsin eru í öllum síddum og en þau allra styttri eru notuð yfir leggings. Smekk- buxur og stuttbuxur eru líka skemmtilegt krydd fyrir þá sem þora að gera almenni- lega uppreisn! uhj@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Hátíska Smekkbuxur þóttu upphaflega hentugar sem vinnubuxur en eru nú í hátísku, 14.990 kr. Levi’s. Kvenlegar Gallabuxur, 12.990 kr. Belti, 2.190 kr. Next. Snjáðar Gallabuxur, 3.690 kr. og belti, 2.490 kr. Next. Ljósar Gallabuxur, 6900 kr. og belti, 1.990 kr. Gallabuxnabúðin. Rokkaðar Gallabuxur,12.990 kr. Levi’s. Belti, 4.490 kr. Friis&Company. Töff Það verður vonandi veður til þess að nota þessar í sumar, 9.990 kr. Karen Millen. Gallaefnið höfðar jafnt til allra manngerða því það er töff á hverjum sem er. Fyrir aðal jafnt sem alþýðu Stutt Flott yfir leggings, 3.590 kr. Gallabuxnabúðin. Leðurbelti Ljóst, 3.990 kr. Friis- &Company. Brúnt, 6.500 kr. Valmiki. Ekta Svöl stígvél fyrir kúreka- stelpur, 14.990 kr. Valmiki. Kvenlegt Fallega aðsniðinn galla- jakki, 5.790 kr. Vero Moda. tíska 26 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.