Morgunblaðið - 03.03.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 03.03.2007, Síða 27
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 27 Atvinnulífið á Þórshöfn er fjörugt þessa dagana en unnið hefur verið á vöktum allan sólarhringinn hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar þegar skipin koma inn með fullfermi af loðnu. Skip Ísfélags Vestmannaeyja hafa einnig landað hér og almenn ánægja er heima fyr- ir með aðkomu Ísfélagsins í atvinnulífið. Hraðfrystistöðin hefur tekið á móti tæpum 15 þúsund tonnum af hráefni frá áramót- um, að sögn Magnúsar Helgasonar fram- kvæmdastjóra og er það góð búbót í at- vinnulífið. Loðnan er einkum fryst á Rússlands- markað og eru það nú orðin um 2.300 tonn en heldur minna á Japan, um 200 tonn. Aflaverðmæti skipanna Júpíters ÞH og Þorsteins er nokkuð gott í febrúar, samtals um 230 milljónir sem væntanlega skilar tekjum í þjóðarbúið.    Hrognafrysting stendur nú yfir og komin eru nú um 200 tonn sem fryst voru á Japansmarkað. Japönsku kaupendurnir eru vandlátir og vilja aðeins úrvalshráefni. Fulltrúi þeirra hefur verið í Hraðfrysti- stöðinni og fylgst grannt með fram- leiðsluferlinu, bragðað á hrognunum og fylgst með sýnatöku. Hráefnið hefur stað- ist kröfurnar og enginn orðið fyrir von- brigðum. Eftir að loðnan hefur verið skorin til hrognatöku fer slógið í bræðslu en bræðsluferlinu fylgir hin svokallaða pen- ingalykt sem íbúar í sjávarplássi kippa sér ekki upp við. Öðru máli virðist gegna um fólk sunnan af landi, eins og alþjóð fékk að sjá í miður smekklegri fyrirsögn í Fréttablaðnu fyrir skömmu þar sem útsendarar mömmu.is hörfuðu ælandi frá Þórshöfn.    Af fyrirsögninni mátti ráða það að Þórs- höfn væri með eindæmum ófétislegt byggð- arlag svo uppköstum yrði ekki varist og voru íbúar að vonum hissa þegar fyr- irsögnin blasti við þeim. Ástæða ógleðinnar reyndist vera bræðsluilmurinn úr verk- smiðjunni sem viðkvæm skilningarvit mömmudrengja og -stúlkna þoldu ekki. Þorpsbúar velta nú fyrir sér hvort fag- mennska í blaðamennsku sé á undanhaldi eða hvort gúrkutíðin sé svona alger. Morgunblaðið/Kristinn Loðnan Unnið er á vöktum hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar um þessar myndir enda skipin að koma inn fullfermd loðnu. ÞÓRSHÖFN Líney Sigurðardóttir fréttaritari Séra Hjálmar Jónsson horfði áCharlton tapa fyrir West Ham með fjórum mörkum um helgina. Hann orti minnugur nýlegrar prestaferðar á leik með liðinu: Vantar kraft í West Ham lið vilja, öskur, læti. Ekki batnar ástandið þó enginn prestur mæti. Þá Bjarni Stefán Konráðsson: Engu breytir andans lið um örlög þeirra héðra. En eflaust verða allir við er þeir fara í neðra. Erlendur Hansen á Sauðárkróki yrkir um landbúnaðarráðherrann: Ólst hann upp við ær og kýr aldrei þurfti að kvarta. Gúmmískór og gaddavír gleðja mannsins hjarta. Kliður fer um Klörubar er klækjarefir tóna. Guðni þangað fékk sér far og fór í gúmmískóna. Rúnar Kristjánsson yrkir um kosningaslag innan Framsóknar: Glíma á velli vakti þjóð virtist hella funa í blóð. Heyrðist skellur hels við glóð, Hjálmar féll en Guðni stóð. Og hann bætir við um „heiðursmann einn og góðan Íslending“: Leita ég í ljúfan skóla, lít þar myndir fróðlegar. Bækurnar hans Árna Óla eru perlur þjóðlegar. VÍSNAHORNIÐ Af fótbolta og Framsókn pebl@mbl.is Fréttir á SMS Sloggi tilboð Sloggi maxi þrjár í pakka á aðeins 1.899 kr. ÚRVAL DALVIK ÚRVALÓLAFSFIRÐI ÚRVAL ÍSAFIRÐI ÚRVAL SIGLUFIRÐI ÚRVAL BORGARNESI ÚRVAL BLÖNDUÓSI STRAX, FÁSKRÚÐSFIRÐI KAUPFÉLAG V-HÚNV. HVAMMST. KAUPFÉLAG SKAGF. SKAGF.BÚÐ KAUPFÉLAG STEINGRÍMSFJAR. DRANGSN. LÆKURINN NESKAUPSTAÐ EFNALAUG DÓRU, HÖFN EFNALAUG VOPNAFJARÐAR LYFJA, PATRÓ PALOMA GRINDAVÍK LYFJA ESKIFIRÐI VERSLUNN RANGÁ, SKIPAS. 56 LYFJA SEIÐISFIRÐI ÞÍN VERSLUN, SELJABRAUT RVK. PLÚS MARKAÐURINN, HÁTÚNI 106 GAMLA BÚÐIN, HVOLSVELLI KASSINN ÓLAFSVÍK RAFLOST, DJÚPAVOGI BJARNI EIRÍKS, BOLUNGARVÍK EINAR ÓLAFSS, AKRANESI KRÓNAN REYÐARFIRÐI KRÓNAN BÍLDSHÖFÐA KRÓNAN MOSÓ KRÓNAN VESTMANNAEYJUM HEIMAHORNIÐ, STYKKISHÓLMI KLAKKUR VÍK KJARVAL KLAUSTUR KJARVAL VÍK KJARVAL HVOLSVELLI KJARVAL HELLU Útsölustaðir: HAGKAUP SMÁRALIND HAGKAUP SKEIFUNNI HAGKAUP KRINGLUNNI HAGKAUP SPÖNGINNI HAGKAUP GARÐABÆ HAGKAUP EIÐSTORGI HAGKAUP AKUREYRI NETTÓ, AKUREYRI NETTO, MJÓDD FJARÐARKAUP HAFNAF. NÓATUN SELFOSSI STRAX LAUGAVATNI ÚRVAL SKAGASTRÖND ÚRVAL NJARÐVÍK ÚRVAL HAFNAFIRÐI ÚRVAL EIGILSSTÖÐUM ÚRVALHRÍSALUNDI ÚRVAL HÚSAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.