Morgunblaðið - 03.03.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.03.2007, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KONUR í Samfylkingunni héldu á dögunum fund þar sem þær ræddu jafnréttismál. Flokkur jafn- réttisins að eigin áliti, sem flaggar nú eina ferðina enn „sögulega tæki- færinu“ sem kjósendur hafa til þess að gera konu að forsætisráðherra, ákvað sem sagt að jafnréttismálin í Samfylkingunni skyldu eingöngu rædd af konum. Athyglisvert. Annað sem vakti athygli í frá- sögn af fundinum var umræða um styttingu vinnuvikunnar. Formað- ur flokksins greindi frá því í ræðu sinni að flokkurinn myndi nú beita sér fyrir því að stytta vinnuvikuna til þess að gera vinnandi fólki auð- veldara að samræma atvinnuþátt- töku og fjölskylduábyrgð. Til árétt- ingar sagði formaðurinn: „Mæður sem eru plagaðar af þreytu, streitu og samviskubiti eru ekki það sem börnin okkar þurfa.“ Er það þá þannig að Samfylk- ingin ætli að setja það markmið að eingöngu vinnuvika mæðra verði stytt? Eða fá feður í Samfylking- unni einfaldlega ekki samviskubit? Ragnheiður Elín Árnadóttir Plagaðar mæður með samviskubit Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi AÐ UNDANFÖRNU hefur um- ræðan um hina svokölluðu sjúkrali- ðabrú verið fyrirferðarmikil hvað málefni sjúkraliða varðar. Dökk mynd hefur verið dregin upp af brúnni og fullyrðingum um eyðilegg- ingu fagstéttarinnar verið fleygt fram. Hins vegar hefur fáum þótt ástæða til að tíunda þá miklu vinnu sem unnin hefur verið á síðustu miss- erum til uppbyggingar stéttarinnar í heild. Vinnu sem stuðlar að betri þekkingu og kjarabót sjúkraliða. Það vill nefnilega svo til að daglega fer fram vinna sem miðuð er til þess að efla stéttina og hlutverk hennar á sviði heilbrigðisþjónustunnar. Mikill árangur hefur náðst nú þeg- ar í málefnum sjúkraliða og sé litið til baka er það auðséð. Sjúkraliðar hafa náð langt á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða kjaramál eða mál þekkingarlegs eðlis. Mig langar að fara yfir nokkur atriði sem lýsa því sem raunverulega er að gerast í sjúkraliðafélaginu, en þar verður að- eins stiklað á stóru. Á síðustu vikum hef- ur verið unnið hart að stofnanasamningum um allt land, þar sem kjör félagsmanna eru bætt til muna. Þarna liggur að baki mikil vinna samstarfsnefnda og hafa fulltrúar Sjúkraliðafélags Ís- lands verið á ferðinni um landið til þess að koma málefnum fé- lagsmanna í höfn. Má þar nefna samninga við Heilbrigðisstofnunina á Hvamms- tanga, Heilbrigðisstofnunina í Vest- mannaeyjum, Heilsugæsluna í Reykjavík og Heilbrigðisstofnun Austurlands svo eitthvað sé nefnt. Ég hef skoðað marga af þessum samningum og virðist mér sem um mikla kjarabót sé að ræða í lang- flestum tilfellum. Nýlega festi SLFÍ kaup á viðbót- arhúsnæði við Grensásveg sem fé- lagið hefur að hluta til haft á leigu undanfarin ár. Þörf stéttarinnar fyr- ir símenntum og þjálfun trún- aðarmanna og þörf fyrir fund- araðstöðu fyrir félagsmenn er þar að mörgu leyti fullnægt. Húsnæðið hentar mjög vel fyrir fundar- og samkomusal. Það er mikið fagnaðarefni að þetta húsnæði sé nú í eigu félagsins og það geti því ráðstafað því betur í framtíðinni. Varðandi þekkingu og nám sjúkraliða á Ís- landi er margt spenn- andi í vændum. Fyrir nokkru var farið að bjóða upp á sér- hæft nám í hjúkrun aldraða fyrir sjúkraliða, en það er tvær annir. Upphaflega var eftirspurnin eftir sérhæfðum sjúkraliðum bundin við hjúkrunarheimili en nú hefur Land- spítalinn sótt ítrekað eftir því að hafa sjúkraliða með slíka menntun á lyflækningadeildum sínum. Þetta er mikil og góð framför, eflir stéttina til muna og eykur gríðarlega þá fjöl- breytni sem starf og nám sjúkraliða hefur upp á að bjóða. Fræðslunefnd félagsins er svo langt komin með að boðið verði upp á svipað sérnám í hjúkrun geðsjúkra, jafnvel á næstu vorönn. Einnig hefur verið til um- ræðu að boðið verði upp á sérnám fyrir þá sem starfa við heima- hjúkrun. Framtíðarsýn félagsins er svo að boðið verði upp á sérnám á sem flestum stigum hjúkrunar í framtíðinni. Einnig má nefna sjúkraliðabrúna sem er námsleið fyrir ófaglærða starfsmenn er starfa við umönnun. Sú námsleið hefur ver- ið umdeild eins og komið hefur fram en þess má geta að vinnuhópur var settur á fót til þess að yfirfara hana og er búist við niðurstöðum um mán- aðamótin febrúar/mars. Námsleiðin er hins vegar orðin að veruleika og margir farnir að nýta sér hana. Sjúkraliðafélag Íslands er á mik- illi siglingu inn í framtíðina og er það alrangt að verið sé að skerða faglega þekkingu sjúkraliða. Það er með ólíkindum að á meðan þetta liggur borðliggjandi fyrir framan hvern þann sem ber sig eftir upplýs- ingum skuli ákveðinn hópur leggjast í þá niðurbrotsvinnu sem neikvæð umræða um sjúkraliðabrú hefur ver- ið. Látum það liggja á milli hluta að vart verði við einhverja óánægju þegar slíkt nám er sett á fót. Að ráð- ast hins vegar af slíkri heift á forustu félagsins í kjölfarið er langt frá því að vera sæmandi fyrir þá ein- staklinga sem um ræðir. Unnið hef- ur verið mikið og óeigingjarnt starf fyrir hönd stéttarinnar og eiga stjórn félagsins og stjórnir deilda þess um allt land mikið hrós skilið. Þetta eru spennandi tímar fyrir sjúkraliða og framtíðin er björt hvað málefni okkar varðar. Sjúkraliða- starfið og möguleikarnir sem því fylgja hafa sjaldan ef nokkurn tíma verið eins miklir og aðlaðandi sem nú. Jafnt fyrir starfandi sjúkraliða sem allt það unga fólk sem nú skoðar möguleika sína til framtíðar. Ég skora því á alla sjúkraliða að standa nú vörð um þá vinnu sem unnin hef- ur verið, fagna fjölbreytileikanum og vinna saman að enn betra umhverfi fyrir sjúkraliða. Björt framtíð sjúkraliða Birkir Egilsson fjallar um málefni sjúkraliða » Sjúkraliðafélag Ís-lands er á mikilli siglingu inn í framtíðina og er það alrangt að ver- ið sé skerða faglega þekkingu sjúkraliða. Birkir Egilsson Höfundur er sjúkraliði. STÓRMERK tíðindi urðu í Baugsmálum í Héraðsdómi þegar Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hélt því fram í viðtölum við fréttamenn að „búið hefði verið til andrúmsloft í þjóðfélaginu“ á hendur Baugi og hefði bara þurft einn lítinn neista til að kveikja bál. Hreinn nefndi fréttaflutning Morgunblaðsins; inn- rásina í olíufélögin; Svarta-Péturs um- mæli Össuarar Skarphéðinssonar í þinginu; Jónínu Benediktsdóttur og Jón Gerald Sullen- berger. Lögreglan hefði látið stjórnast af andrúmslofti í þjóðfélaginu og ekki rannsakað málið af hlutlægni. Það verður ekki annað séð en ný skýring sé komin fram á upphafi Baugsmála. Það var andrúmsloft í þjóðfélaginu sem skapaði jarðveg fyrir innrásina í Baug, ekki sam- særi. Það er alveg rétt hjá Hreini að íslenskt samfélag logaði af kjaftasögum um Baug og með kæru Jóns Geralds á hendur feðg- unum kviknuðu eldar sem loga enn. Til viðbótar ummæl- um Hreins er vert að hafa í huga leiðara Fréttablaðsins sumarið 2005. Ritstjóri blaðsins í eigu Baugs kvað ásakanir um að lög- regla væri handbendi ráðamanna „fráleitar. Við búum í réttarríki,“ skrifaði ritstjórinn og hvatti til þess að látið yrði af dylgjum. Loks er rétt að benda á mildara orðalag Jóns Ásgeirs í Héraðsdómi á dög- unum þegar hann lét sér næga að tala um pólitísk tengsl sem orsök Baugsmála: pólitísk tengsl eru langur vegur frá samsæri. Hið furðulega er að þessi tíðindi hafa alveg farið framhjá fjölmiðlum. Hvernig stendur á því? Hallur Hallsson skrifar um Baugsmálið Hallur Hallsson »Niðurstaðan er þvísú, að það var and- rúmsloft í þjóðfélaginu sem skapaði jarðveg fyrir innrásina í Baug, ekki samsæri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. „Andrúmsloft kveikti elda, ekki samsæri AÐ undanförnu hefur Alcan í Straumsvík hvatt Hafnfirðinga til að kjósa með stækkun Alcan í lok mars. En þurfum við Hafnfirð- ingar á þessari stækk- un að halda? Þeir sem tala með stækkun segja að tekjur bæjarins auk- ist mikið eftir stækkun og þetta verði mikil lyftistöng fyrir Hafn- arfjörð. Þetta er alveg rétt en með því að breyta skattaákvæðum sem Alcan hefur farið fram á og fyrirtækið fari að borga fasteigna- gjöld, þá aukast tekjur bæjarins líka án þess að til stækkunar komi. Við stækkun mun mengun aukast og lífs- gæði Hafnfirðinga versna. Á sama tíma og verið er að tala um svif- ryksmengun í höfuðborginni og að hún hafi aldrei verið eins mikil og nú, þá er verið að huga að stækkun á mest mengandi fyrirtæki landsins. Eigum við ekki frekar að huga að því hvernig við minnkum mengun í stað þess að auka hana? Þó svo að forsvarsmenn Alcan tali um að þeir séu með fullkominn hreinsibúnað og að fyrirtækið sé vottað umhverfisvænt með ISO 14001 um- hverfisstaðlinum þá segir það ekki að það sé laust við alla mengun. Álver er einn mest mengandi iðnaður sem til er og vottun kemur ekki í veg fyrir það. Þessi vottun sem Alcan er með er gott vott- unarkerfi en það vottar aðeins það að þeir huga að umhverfismálum og reyna að takmarka mengunina af álverinu. Frekar ætti að huga að því að minnka mengun með því að hætta við fyrirhugaða stækkun álversins og takmarka þá mengun sem er nú þeg- ar til staðar hjá Alcan. Samtökin Hagur Hafnarfjarðar hafa haldið því fram að fjöldi fyrirtækja í bænum lendi í erfiðleikum ef ekki verði af stækkun þar sem forsvarsmenn Alc- an hafa hótað því að loka fyrirtækinu ef þeir ná ekki því markmiði sínu að stækka álverið. En við eigum ekki að hlusta á svona hótanir, Hafnfirðingar eru miklu betur gefnir en það. Þetta fyr- irtæki hefur starfað frá 1970 og mikil framleiðsla er hjá því. Haldið þið virkilega að fyrirtæki hætti störfum þar sem framleiðsla gengur vel? Ég held að svarið sé nei. Þetta er ekkert annað en hótun sem ekki er hlustandi á og hagsmunasamtökin Hagur Hafnarfjarðar eru með hræðsluáróð- ur sem taka skal með fyrirvara. Hafnfirðingar, standið saman og segið nei við stækkun álversins í Straumsvík, það mun gera Hafn- arfjörð að enn betri og vistvænni bæ. Segjum nei við stækkun Alcan Þórður Ingi Bjarnason skrifar um stækkun álvers í Straumsvík »Álver er einn mestmengandi iðnaður sem til er og vottun kem- ur ekki í veg fyrir það. Þórður Ingi Bjarnason Höfundur er Hafnfirðingur og nemi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. FERÐAFÉLAG Íslands í sam- starfi við Fornbílaklúbb Íslands minnist hundrað ára afmælis Kon- ungsvegarins með því að efna til forn- bílaferðar fyrir almenn- ing hinn 16. júní í sumar. Fólk getur keypt sér far í nokkrum af þeim glæsivögnum sem félagar í Forn- bílaklúbbnum eiga. Þá verður ekið í dagsferð frá Reykjavík um Þing- velli austur í Bisk- upstungur og aftur suð- ur en hluti af þessari leið, Gjábakkavegur milli Þingvalla og Laug- arvatns, liggur einmitt í vegarstæði gamla Kon- ungsvegarins. Stansað verður á völd- um stöðum og minjar um upp- runalega veginn skoðaðar. Fróðir leiðsögumenn munu rifja upp kon- ungskomuna sem var stórmerkilegur viðburður en hafði líka sínar skemmtilegu hliðar í samskiptum stórmenna og íslenskra alþýðumanna þess tíma. Friðrik konungur VIII kom til Ís- lands árið 1907. Stór liður í undirbún- ingi konungskomunnar var lagning Konungsvegarins og er hann því eitt hundrað ára um þessar mundir. Kon- ungi var ætlað að aka í léttikerru austur um Þingvelli og Laug- arvatn, upp að Geysi og Gullfossi og síðan fram Hrunamannahrepp og Skeið, þaðan austur að Þjórsá og loks aftur suður til Reykjavíkur um Hellisheiði. En fyrir heimsókn konungs voru eingöngu reiðgötur á þessari leið ef frá eru taldir sæmilega vagn- færir kaflar milli Reykjavíkur og Þing- valla og frá Þjórsá og suður. Nú fór það reyndar svo að Friðrik konungur VIII var reiðmaður góður og ók aldr- ei í þeim sérsmíðuðu hestakerrum sem fengnar voru frá Englandi. Lagning Konungsvegarins reyndi ekki aðeins á þolgæði og útsjón- arsemi vegargerðarmanna sem unnu verk sitt með skóflu, haka og hest- vagni heldur þurfti líka að seilast djúpt í landssjóðinn en sennilega er Konungsvegurinn dýrasti vegur sem lagður hefur verið á Íslandi ef miðað er við hlutfall af útgjöldum lands- sjóðsins. Það er verðugt verkefni að halda minjum um Konungsveginn á lofti. Það mætti gera með merkingum og leiðarlýsingum og ekki væri amalegt að heillegum hlutum vegarins væri haldið opnum sem reiðleið og umferð hjólandi og gangandi fólks. Leiðin liggur um fagrar, skógivaxnar hlíðar og víðsýni er mikið og landið er ríkt af sögu. Grein þessi er m.a. byggð á kafla í Árbók FÍ 1998 eftir Gísla Sigurðsson, fyrrverandi ritstjóra Lesbókar Morg- unblaðsins. Sjá einnig nánar á www.fi.is. Fornbílar á 100 ára Konungsvegi Ólafur Örn Haraldsson skrifar í tilefni af hundrað ára afmæli Konungsvegarins »Nú er öld liðin frákomu Friðriks kon- ungs VIII og um leið er Konungsvegurinn 100 ára. Ferðafélag Íslands og Fornbílaklúbburinn halda upp á afmælið. Ólafur Örn Haraldsson Höfundur er forseti Ferðafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.