Morgunblaðið - 03.03.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.03.2007, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn LÁTUM OKKUR SJÁ... HVAÐ ER Í MATINN Í KVÖLD? STAPPAÐUR HRÆGAMMUR JÆJA! HVER ER AÐ BORÐA HVERN NÚNA, HA, FÉLAGI! FYRIRGEFÐU, SKÍTA PÉSI... ÉG HEF VERIÐ AÐ STRÍÐA ÞÉR UNDANFARIÐ EN HVAÐA RÉTT HEF ÉG TIL ÞESS AÐ VERA AÐ STRÍÐA ÞÉR? ÞÚ ERT ÞÓ EITTHVAÐ! ÉG? ÉG ER BLAH! ÞAÐ ER BARA ÞAÐ SEM ÉG ER... BLAH! ÉG VAR FÆDDUR BLAH, OG ÉG DEY BLAH! ÞEGAR ÞÚ HORFIR Á MIG ÞÁ ERT ÞÚ AÐ HORFA Á HEIMSMEISTARANN Í ÞVÍ AÐ VERA FULLKOMLEGA BLAH!! HVAÐ ERTU AÐ GERA MEÐ ÖLL VERKFÆRIN HANS PABBA ÞÍNS INNI Á BAÐI? KRANINN LEKUR OG ÉG ÆTLA AÐ LAGA HANN ÆTLAR ÞÚ AÐ LAGA HANN? ÞAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG SAGÐI! OG ÞÚ GETUR BARA HALDIÐ ÞÍNUM ATHUGA- SEMDUM FYRIR SJÁLFAN ÞIG ÉG SAGÐI EKKI NEITT HVAÐA 10% ERU ÞETTA SEM VAR BÆTT VIÐ REIKNINGINN OKKAR? SKEMMTANA- SKATTUR GRÍMUR, ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ PASSA JACK RUSSELL HUND NÁGRANNANS Í DAG? HANN HEITIR KÁTUR! HVORT ER ÞETTA STRÁKUR EÐA STELPA? ÉG HEF EKKI HUGMYND. HANN HEFUR EKKI VERIÐ KYRR NÓGU LENGI TIL ÞESS AÐ ÉG GETI GÁÐ ÉG TRÚI EKKI AÐ KIDDA HAFI SAGT MÖMMU AÐ ÉG HAFI KALLAÐ HANA BELJU MÉR LÍÐUR HRÆÐILEGA ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ BIÐJA MÖMMU AFSÖKUNAR EINS FLJÓTT OG VIÐ GETUM JÁ, EF VIÐ BÍÐUM MEÐ ÞAÐ ÞÁ Á ÁSTANDIÐ BARA EFTIR AÐ VERSNA VIÐ ÆTTUM AÐ FARA ÞANGAÐ BEINT EFTIR MAT AF HVERJU? GETUM VIÐ EKKI BARA SENT HENNI TÖLVUPÓST? ÞAÐ ER EKKI SVO SLÆMT AÐ VERA Á SPÍTALA. ÞAÐ ER SVO RÓLEGT HÉRNA PARKER, HVAÐ ÞYKIST ÞÚ VERA AÐ GERA FYRIR MINN PENING? JÆJA, EKKERT ER FULLKOMIÐ Stofnun stjórnsýslufræða ogstjórnmála við Háskóla Ís-lands, Þjónustu- og rekstr-arsvið Reykjavíkurborgar og Kanadíska sendiráðið á Íslandi efna til málþings 9. mars næstkom- andi undir yfirskriftinni Félagsauður sem hluti af stefnumörkun og starfi opinberra aðila. „Fyrir tæpum tveimur árum setti Reykjavíkurborg þjónustu- miðstöðvar á laggirnar í hverfum borgarinnar og hefur verið lögð á það áhersla í starfi þeirra að efla svokall- aðan félagsauð,“ segir Regína Ás- valdsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. „Stjórnvöld í Kanada létu fram- kvæma umfangsmikla rannsókn á þessu sviði árið 2002 og hafa síðan þá unnið markvist að eflingu félagsauðs á mörgum ólíkum sviðum samfélags- ins með það í huga að efla félagsauð og virkja borgarana. Við höfum feng- ið hingað til lands Catherine Demers, framkvæmdastjóra verkefnisins í Kanada, sem mun deila með okkur reynslu Kanadabúa af þessu starfi og munum við bera saman það starf sem unnið er þar í landi og hér á Íslandi.“ Félagsauður byggist einkum á að skapa tengsl milli einstaklinga í sam- félagi, og milli samfélags og stjórn- valda. „Leiðarljósið er að góð tengsl borgi sig, bæði til að bæta lífsgæði og auka hagsæld og notar t.d. Al- þjóðabankinn félagsauð sem einn mælikvarða við mat á þeim verk- efnum sem hann tekur þátt í. Sem dæmi um leiðir til að auka félagsauð er að virkja foreldra í skólastarfi, sem rannsóknir hafa sýnt að hefur mark- tæk forvarnargildi,“ segir Regína. „Nágrannavarsla er dæmi um verk- efni sem nú nær til allra hverfa borg- arinnar, þar sem fólk er hvatt til að hafa vakandi auga fyrir innbrotum og öðrum glæpum í hverfinu og gæta þannig bæði eigin öryggis og hags- muna annarra. Uppbygging fé- lagsauðs getur þannig átt sér stað í tengslum við fjölmörg svið borg- arinnar, og jafnvel með borg- arskipulaginu sjálfu, þar sem hugað er að því að skapa umhverfi þar sem fólk getur umgengist hvert annað í daglegu starfi og tómstundum.“ Auk Regínu og Catherine Demers taka til máls á ráðstefnunni Anna Blauveldt, sendiherra Kanada á Ís- landi, Ragnar Þorsteinsson, sviðs- stjóri Menntasviðs Reykjavík- urborgar, Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustu- miðstöðvar Miðborgar og Hlíða, og Ingibjörg Sigurþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness. Fund- arstjóri er Óskar Dýrmundur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Þjónustu- miðstöðvar Vesturbæjar. Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borg- arstjórnar, slítur ráðstefnunni. Málþingið verður haldið í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands, frá kl. 13 til 16.30. Skráning er á heimasíðu Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála á slóðinni http:// stjornsyslustofnun.hi.is. Þáttöku- gjald er 2.400 kr. Samfélag | Málþing um stefnumörkun og fé- lagsauð í Reykjavík og Kanada í Öskju 9. mars Hvernig má skapa félagsauð?  Regína Ás- valdsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá MK 1981, cand.mag.-prófi í félagsráðgjöf og afbrotafræði frá Norges Komm- unal og Sosial Högskole og Osló- arháskóla. Þá hefur hún lokið námi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá EHÍ. Regína hefur m.a. starfað sem félagsmálastjóri á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Þjónustu- miðstöðvarinnar Miðgarðs í Graf- arvogi. Frá árinu 2005 hefur Reg- ína verið sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. Regína er gift Birgi Pálssyni töl- unarfræðingi og eiga þau sam- anlagt þrjár dætur. LISTAMENN U-leikhússins og Shaolin Wushu sýna listir sýnar í Espl- anade-leikhúsinu í Singapore. Verkið er einskonar bardagalista-söng- leikur og fjallar um munaðarleysinga sem elst upp í Shaolin musterinu. Reuters Bardagaleikhús

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.