Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Páskasnjórinn
er í boði
Vina Hlíðarfjalls
SIGRÚN Ósk Sigurðardóttir, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, segir að
ÁTVR hafi velt því fyrir sér að setja
upp dreifingarmiðstöð á Norður-
landi. Það hafi hins vegar ekki orðið
af því enn. Bjór sem framleiddur er í
Bruggverksmiðjunni á Árskógs-
strönd og seldur í vínbúðinni á Dal-
vík, sem er í nokkurra kílómetra
fjarlægð, er fluttur til Reykjavíkur
og til baka aftur. Hann fer því yfir
800 km leið áður en hann ratar í vín-
búðina á Dalvík.
„Við höfum ekki aðrar leið í bili,“
sagði Sigrún þegar hún var spurð
um þennan flutning. Hún sagðist
geta tekið undir að þetta virkaði ein-
kennilega á fólk, að flytja bjórinn
fram og til baka, og vissulega fylgdi
þessu einhver kostnaður.
Sigrún sagði að þetta mál snerist
að hluta til um jafnræði birgja.
Framleiðendur vildu vita, ef einn
framleiðandi fengi að flytja áfengi
beint í vínbúðir, hvers vegna öðrum
væri það óheimilt. „Það hefur komið
til greina að setja upp birgðastöð á
Norðurlandi. Það er mál sem hefur
verið í skoðun, en engin ákvörðun
hefur verið tekin um það. Við erum
með þessa stóru miðlægu dreifing-
arstöð í Reykjavík og ef við settum
upp aðra stöð fyrir norðan værum
við komin með tvöfalt utanumhald.
Meðan við höfum verið með þetta
kerfi höfum við ekki fundið aðrar
leiðir en að keyra þetta fram og til
baka,“ sagði Sigrún.
Bruggverksmiðjan á Árskógs-
strönd framleiðir bjórinn Kalda, en
sala á honum hefur gengið mjög vel
og raunar betur en stjórnendur
verksmiðjunnar reiknuðu með. Ver-
ið er að undirbúa aukna framleiðslu.
„Ekki aðrar leiðir í bili“
. / 0 12
34.
/
!"#$%
&
3 '
0
!"
#)
%
&
"
&%*% Málið snýst að hluta til um jafnræði birgja Komið
hefur til greina að setja upp birgðastöð á Norðurlandi
BJÖRN Bjarnason dómsmála-
ráðherra færði rök að þeirri
skoðun sinni í erindi sem hann
flutti á fundi Samtaka um vest-
ræna menningu og Varðbergs í
gær, að öryggis- og varnarmál
væru enn frekar en áður inn-
annríkismál fremur en utan-
ríkismál. Björn sagði að vissu-
lega væru meginstoðir
landvarnastefnu Íslands enn
sem fyrr varnarsamningurinn við Bandaríkin og
þátttaka landsins í NATO. „Við gæslu öryggis
borgaranna skiptir samstarf við aðrar stofnanir
en hermálayfirvöld austan hafs og vestan hins
vegar meira máli en fyrr í sögu okkar, þegar lagt
er mat á hættur, sem að kunna að steðja,“ sagði
ráðherra.
Lögð á ráðin um samvinnu við bandarísku
strandgæsluna og fleiri aðila
„Þessar staðreyndir birtast okkur í samkomu-
laginu, sem gert var við Bandaríkjamenn síðast-
liðið haust, þar sem lögð eru á ráðin um samvinnu
við bandarísku strandgæsluna, alríkislögregluna,
tollgæslu og landamæraverði. Öryggisgæsla í
þágu flugs og siglinga hefur flust í hendur borg-
aralegra yfirvalda hér og annars staðar með al-
þjóðareglum um flugvernd og siglingavernd.
Bandaríska heimavarnarráðuneytið kemur að
þeim málum en ekki varnarmálaráðuneytið, svo
að dæmi sé tekið.“
Í umfjöllun sinni um tillögur ríkislögreglustjóra
um stofnun 240 manna varaliðs lögreglu sagði
ráðherra að með auknum liðsafla gæti lögreglan
kallað út um 1.000 manna þjálfað lið til verkefna á
sínu sviði en auk þess yrði síðan treyst á björg-
unarsveitir, slökkvilið og aðra eftir aðstæðum
hverju sinni. Stofnkostnaður yrði 244 milljónir kr.
og árlegur rekstrarkostnaður 222 milljónir kr.
Frumvarp til nýrra almannavarnalaga er nú
fullsmíðað af hálfu dómsmálaráðherra og hefur
verið lagt fram í ríkisstjórn. Samkvæmt hug-
myndum ráðherra á samhæfingar- og stjórnstöð
almannavarna að starfa við rls. og lúta níu manna
stjórn.
Gert er ráð fyrir að almannavarnaráð víki fyrir
nýju almannavarna- og öryggismálaráði sem
starfi undir formennsku forsætisráðherra.
„Með því að leggja fram og kynna þetta frum-
varp til laga um almannavarnir tel ég mig hafa
lokið því verkefni, sem mér var ætlað að þessu
leyti í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. sept-
ember 2006,“ sagði ráðherra.
Öryggisgæsla komin til
borgaralegra yfirvalda
Í HNOTSKURN
»Björn Bjarnason dómsmálaráðherrasegir í erindi sínu að íslenskum yf-
irvöldum sé alls ekki um megn að taka á sig
öryggisskyldur sjálfstæðs ríkis og bregðast
við ógnum með skjótum og skilvirkum
hætti til þess að tryggja og verja öryggi
borgara sinna.
»Ábyrgð Íslendinga á sviði öryggismálaer meiri en nokkru sinni fyrr, að mati
dómsmálaráðherra, bæði með vísan til sam-
starfsins við Bandaríkjamenn og vegna
stefnu, sem ríkisstjórn Íslands mótaði við
brotthvarf varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli.
Björn Bjarnason JAÐRAKAN sást á Stokkseyri í
fyrradag, en það er fimm dögum
fyrr en fyrsta skráða athugun á
jaðrakan hingað til og í fyrsta sinn
sem hann sést í mars. Fuglinn er í
algerum vetrarbúningi, en venju-
lega eru þeir orðnir rauðir, þegar
þeir koma til landsins.
Íslenski jaðrakaninn er nokkuð
algengur varpfugl á láglendi í öll-
um landshlutum, en hann sækir í
ýmiss konar votlendi. Íslenski
varpstofninn hefur vetursetu í V-
Evrópu.
Jaðrakan
snemma
á ferðinni
VORIÐ var alltumlykjandi í gær, sólin skein og börn
voru í leikjum víða. Það er alveg ómögulegt að njóta
þess að ganga um í blíðunni með steina í skónum. Það
vissi þessi ungi röggsami maður sem hristi vel úr stíg-
vélinu sínu. Má segja að um ágætis vorhreingerningu
hafi verið að ræða.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Vorhreingerning
ÞORGERÐUR
Katrín Gunnars-
dóttir mennta-
málaráðherra
segir að mennta-
málaráðuneytið
kaupi ákveðna
þjónustu af Há-
skólanum í
Reykjavík og
komi ekki við
hvernig málum
þar sé hagað. Uppbygging nýs skóla
sé alfarið mál skólans.
Stefán Þórarinsson, stjórnarfor-
maður Nýsis hf., hefur gagnrýnt
samning HR og Eignarhaldsfélagsins
Fasteignar um að Fasteign taki að
sér byggingu, fjármögnun og eignar-
hald háskólabygginga HR í Vatns-
mýrinni. Í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði hann ólíðandi að svona
samningur væri gerður án útboðs.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
segir að menn verði að stíga varlega
til jarðar varðandi allar yfirlýsingar.
Menntamálaráðuneytið hafi átt góð
samskipti við Háskólann í Reykjavík
og HR meti hvað sé best að gera með
hagsmuni skólans í fyrirrúmi.
Uppbygging
HR alfarið
mál skólans
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
GÆSLUVARÐHALD yfir manni
sem grunaður er um að hafa nauðgað
konu á Hótel Sögu fyrir nokkru hef-
ur verið framlengt til 9. maí að kröfu
lögreglustjórans á höfuðborgar-
svæðinu.
Að sögn Svanhvítar Ingólfsdóttur
lögreglufulltrúa var krafist fram-
lengingar á gæsluvarðhaldinu með
tilliti til almannahagsmuna í ljósi
þess hve alvarlegt brotið var.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem
sakborningur er hnepptur í gæslu-
varðhald í nauðgunarmálum á
grundvelli almannahagsmuna, en
hitt er þó þekkt að meintir kynferð-
isbrotamenn fáist úrskurðaðir í
gæslu á grundvelli rannsóknarhags-
muna. Á hinn bóginn er gæsluvarð-
hald í kynferðisbrotamálum almennt
sjaldgæft.
Verjandi sakborningsins hefur
fyrir hans hönd kært úrskurðinn til
Hæstaréttar með þeirri kröfu að úr-
skurðinum verði hnekkt og mannin-
um sleppt úr haldi. Er beðið niður-
stöðu réttarins en af hálfu
sakborningsins er talið að almanna-
hagsmunir eigi engan veginn við í
málinu.
Meintur
nauðgari
áfram í gæslu
♦♦♦