Morgunblaðið - 30.03.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 23
AUSTURLAND
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
www.simnet.is/heilsuhorn
Spektro
Multivítamín, steinefnablanda
ásamt spirulinu, Lecthini,
Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum
Ein með öllu
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Maður Lifandi Hæðarsmára 6,
Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Krónan Mosfellsbæ
Nóatún Hafnarfirði
Jökulsárhlíð | Árný Þórðardóttir,
húsfreyja í Máseli í Jökulsárhlíð,
varð 100 ára í gær. Árný er vel ern,
gengur til allra heimilisstarfa og
heldur sjón og heyrn undurvel.
Árný fæddist í Reykjavík 29.
mars 1907 og voru foreldrar henn-
ar Þórður Bjarnason og Guðfinna
Kristjana Magnúsdóttir. Við
tveggja ára aldur var Árný tekin í
fóstur til hjónanna Sveins og Ingi-
leifar í Fagradal í Vopnafirði og
þar ólst hún upp. Árný flutti árið
1944 í Mássel með eiginmanni sín-
um Þórarni Guðjónssyni, en hann
lést fyrir 11 árum. Þau eignuðust
átta börn, sem öll eru á lífi; Svan-
hvíti, Margréti Jónu, Guðleif Svein,
Guðna, Þórð, Elínborgu, Elsu og
Sunnu. Árný var að heiman á af-
mælisdaginn. Hún þakkar langlífið
því að hafa snætt mikið af selspiki á
unga aldri í Fagradalnum, sem og
iðjusemi frá blautu barnsbeini.
Ljósmynd/Sunna Þórarinsdóttir
Þakkar sel-
spiki langlífi
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Egilsstaðir | Olga Óla Bjarnadóttir
rekur lítið gistihús í hjarta Egils-
staða og leggur metnað í að hafa fínt
og fallegt og láta gestum sínum líða
vel.
Olga er raunar þekkt á svæðinu
fyrir að hafa rekið Café Nielsen í
elsta húsi bæjarins í áratug, uns hún
seldi það og reksturinn vorið 2005.
Þá þegar hafði hún fest kaup á næsta
húsi við hlið Nielsenshúss, Hvassa-
felli, og hugði þar á gistirekstur sam-
hliða veitingasölunni. En bransinn er
lýjandi og Olgu langaði að rifa seglin
að einhverju leyti og einbeitti sér því
að uppbyggingu Hvassafells.
Persónuleg þjónusta
Hvassafell er reist 1950 og ber
nafn með rentu þar sem burstin rís
brött yfir Tjarnarbrautina og form
hússins og litur grípa auga vegfar-
andans. Í því eru fimm tveggja
manna herbergi á tveimur hæðum,
vel búin að hætti Olgu.
„Það var stór ákvörðun fyrir mig
að selja rekstur Nielsen því mér þyk-
ir svo óskaplega gaman að taka á
móti fólki,“ segir Olga, sem þekkt er
fyrir persónulega þjónustu og auga
fyrir huggulegheitum. Hún vissi upp
á hár hvernig hún vildi hafa Hvassa-
fell og var ekki lengi að breyta og
bæta hið gamla hús eftir sínu höfði.
„Þetta er eins og að sauma, mér þyk-
ir gaman að sauma upp úr öðrum flík-
um, koma hlutum í endurnýjun líf-
daganna.“ Rifjast nú upp m.a. fjöldi
lampaskerma sem Olga saumaði og
hafði á Café Nielsen, þar sem bró-
derí, fínar líningar, pífur og dúskar
báru handbragðinu fagurt vitni. „Það
kom meira að segja kona hér í fyrra
sem vildi fá að vita hvað hefði orðið af
öllum fínu skermunum á Nielsen, en
ég útskýrði fyrir henni að nýir eig-
endur hefðu að sjálfsögðu nýja siði!“
Olga sér að mestu um gistihúsið
sjálf og segir að öll vinna sé hvort eð
er bindandi, þessi ekkert frekar en
önnur. „Ég kalla þessa vinnu áfalla-
hjálpina mína fyrir það að oft var svo
mikið að gera á Nielsen að ég hefði
alls ekki getað farið „bara heim“ eftir
að selja staðinn. Að þurrka af, bíða
eftir að rykið félli og þurrka af aftur
er ekki minn stíll.“
Olga og maður hennar Sigurður
Eymundsson rafveitustjóri hafa búið
á Egilsstöðum í 16 ár. Olga er uppalin
á Djúpavogi og bjuggu þau hjón í tólf
ár á Blönduósi áður en þau fluttu
austur.
Olga segist þrælbjartsýn fyrir
hönd Austfirðinga og upplitið á fólki
sé allt annað en var. „Það var skelfi-
legt og ég gleymi því aldrei þegar
Norsk Hydro hætti við álverið. And-
litið hrundi af fólkinu. Ég tók eftir því
á Nielsen og víðar hversu geislunin
frá fólki minnkaði. Um leið og gengið
var frá samningum við Alcoa var eins
og lyft hefði verið tjaldi af fólki, í fúl-
ustu alvöru. Ég vil ganga vel um nátt-
úruna og ekki vaða í neitt án þess að
hugsa. En við þurfum líka að vera til
og ef við förum gáfulega að hlýtur
það að ganga upp.“
Bíður hreint ekki
eftir því að rykið falli
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Litrík Olga Óla Bjarnadóttir á og rekur lítið gistihús í hjarta Egilsstaða.
Hún átti áður veitingahús og kallar gistihússreksturinn sína áfallahjálp.
Fljótsdalur | Vegna spennusetning-
ar og prófana á rafbúnaði í Fljóts-
dalsstöð og hjá álveri Alcoa Fjarða-
áls má búast við tíðari
spennubreytingum á Austurlandi en
venja er á meðan á prófunum stend-
ur. Þetta segir í fréttatilkynningu
frá Landsneti. Segir jafnframt að
notendur geti orðið varir við
spennubreytingarnar, t.d. ef ljós
blikka. Þetta eigi þó hvorki að valda
tjóni á búnaði né straumleysi.
Ástandið sé tímabundið þar til
rekstur Fljótsdalsstöðvar og
Fjarðaáls hefjist.
Þess má geta að gangsetning ál-
versins hefst innan nokkurra daga,
en 6–7 mánuðir munu líða uns álver-
ið kemst í fullan rekstur. Vatni verð-
ur smám saman hleypt í aðrennsl-
isgöng Kárahnjúkavirkjunar í maí
og fyrsta vélin til að framleiða raf-
orku úr því vatni verður væntanlega
gangsett í byrjun júlí. Ljúka á gang-
setningu allra sex véla Fljótsdals-
stöðvar til raforkuframleiðslu fyrir
Alcoa Fjarðaál í október í haust. Hið
tímabundna ástand spennubreyt-
inga hjá Landsneti gæti því staðið
fram á haustið.
Fegurstu fljóðin Á laugardags-
kvöldið er efnt til keppninnar Feg-
urðardrottning Austurlands í Egils-
búð í Neskaupstað. Átta austfirskar
yngismeyjar keppa þar í fegurð og
mun sú hlutskarpasta komast í úr-
slitakeppni þar sem fegurðardrottn-
ing Íslands verður valin, en úrslita-
keppnin verður haldin á Broadway í
Reykjavík síðar í vor. Egilsbúð býð-
ur upp á fínan matseðil og hljóm-
sveitin Von spilar fyrir dansi.
Ljósablikk
á Austur-
landi
LANDIÐ
Mývatnssveit | Nemendur 9. og 10.
bekkjar Reykjahlíðarskóla undirbúa
nú skólaferðalag til Austurríkis í júní
nk. þar sem þeir munu taka þátt í um-
hverfisráðstefnu á vegum umhverf-
isráðuneytis Vínarborgar. Nemend-
urnir eru sautján.
Ráðstefnan nefnist „Euroteens Vi-
enna 2007“ og yfirskrift hennar er
„Látum raddir æsku Evrópu heyrast,
segjum já og búum í náttúruvænni
Evrópu saman“. Slíkar ráðstefnur
eru haldnar annað hvert ár og nú í
þriðja sinn. Þarna verða unglingar
frá 26 þjóðum og samskiptamálið er
enska. Þátttakendur munu búa í
þjóðgarðinum Donau Camplobau í
útjaðri Vínar. Þetta verður í þriðja
skipti sem nemendur Reykjahlíð-
arskóla verða fulltrúar Íslands á
slíkri ráðstefnu.
Nemendur hafa verið iðnir við að
afla fjár til ferðarinnar og veitir ekki
af því kostnaður er allmikill. Einn
daginn óku þeir 2 hjólbörum um-
hverfis Mývatn og skiptust á að aka
og sitja í börunum þessa 36 kílómetra
leið. Ferðin tók um sjö klukkustundir
og ferðasjóðurinn gildnaði verulega
af áheitum velunnara.
Nemendurnir óku hjól-
börum umhverfis Mývatn
Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson
Lagt af stað Nemendur efstu bekkja Reykjahlíðarskóla leggja upp í hjól-
böruferðina umhverfis Mývatn. Ferðasjóðurinn gildnaði verulega.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Vík í Mýrdal | Bændur undir Eyja-
fjöllum hafa keypt Hótel Lunda í Vík
og tekið við rekstrinum. Guðmundur
Viðarsson og Jóhanna Þórhallsdóttir
í Skálakoti munu annast reksturinn
en séra Halldór Gunnarsson og Mar-
grét Jónsdóttir Kjerúlf í Holti eru
meðeigendur þeirra.
Guðmundur og Jóhanna hafa rek-
ið ferðaþjónustu í Skálakoti í tuttugu
ár og eru einnig með fjárbúskap. Þau
leggja áherslu á hestaferðir, meðal
annars inn í Þórsmörk og Land-
mannalaugar. „Maður eldist og sér
sig ekki fyrir sér sem leiðsögumann
inni í Landmannalaugum á efri ár-
um. Þetta er liður í því að hægja
smám saman á sér,“ segir Guðmund-
ur. Hann tekur þó fram að þau verði
áfram með hestaferðirnar.
Rekið sem ein heild
Guðmundur segir að grunnurinn
sé sá sami í hótelrekstrinum og
hestaferðunum; að taka á móti gest-
um og þjóna þeim vel. Hann segir að
þau reki fyrirtækið sem eina heild
þótt það verði með starfsstöðvar á
tveimur stöðum, í Vík og Skálakoti.
Þau muni sjálf vera sýnileg á hót-
elinu yfir vetrartímann en fleira
starfsfólk verði yfir sumartímann.
Það muni vinna jöfnum höndum fyrir
gesti hótelsins og hestaferðanna.
Vel lítur út með reksturinn í sum-
ar. Gisting fyrir sumarið var að
miklu leyti bókuð þegar þau tóku við
eftir áramótin, meðal annars með
hópum sem eru að koma af Fjalla-
baksleið. Vík liggur sérlega vel við
fyrir þá hópa. Guðmundur segir að
þá sé hægt að einbeita sér frekar að
uppbyggingu veitingarekstursins
sem hann segir að sé vaxtarbrodd-
urinn í fyrirtækinu. Hótel Lundi er í
gamla þorpinu í Vík og í húsakynn-
um þess er fimmtíu manna veitinga-
salur. Hann var aðeins opinn fyrir
hótelgesti en nýir eigendur munu
reka þar almennan veitingasal og
þar verður þjóðlegt þema í yfir-
bragði og veitingum. Þannig er
reiknað með að gamlar myndir hangi
á veggjum og að boðið verði upp á
kjötsúpu í hádeginu, svo eitthvað sé
nefnt.
Spennandi verkefni
„Það eru öll verkefni spennandi og
maður hendir sér bara út í þau. Það
virðast allar áætlanir ætla að stand-
ast en lífið er auðvitað ögrun,“ segir
Guðmundur þegar hann er spurður
hvernig þessi nýju verkefni leggist í
hann.
Nánast öll gisting
bókuð fyrir sumarið
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hótelbændur Halldór Gunnarsson í Holti og Guðmundur Viðarsson í
Skálakoti eru tveir af eigendum Hótels Lunda í Vík í Mýrdal.
Bændur kaupa
Hótel Lunda í Vík
Í HNOTSKURN
»Hótel Lundi er í gamlaþorpinu í Vík, í gömlum
verslunarhúsum.
»Þar eru 12 fyrsta flokkshótelherbergi og síðan
gistiheimili í gamla hótelinu.
»Nýir eigendur munu rekaalmennan veitingastað.