Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 26
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Ég veit ekki af hverju en mjög margirsöngvarar hafa ástríðu fyrir matar-gerð,“ segir Hallveig Rúnarsdóttirsópransöngkona um leið og hún skellir bananamúffunum inn í ofninn. „Þessar eru nán- ast heilsusamlegar, það er bæði heilhveiti og ban- anar í þeim,“ segir hún og glottir stríðnislega. „Ég tel mér a.m.k. trú um það. Þær eru æðisleg- ar, heitar með smjöri og ískaldri mjólk.“ En matargerðin er ástríða eins og söngurinn. Samt syngur hún eiginlega aldrei við elda- mennskuna og hlustar heldur ekki á tónlist. „Þögnin er líka sígild og stundum þarf maður að taka sér frí frá vinnunni.“ Og það gerir hún í eld- húsinu. Eyðir heilu tímunum í að undirbúa máltíð fyrir fjölskyldu og vini. „Mér finnst mjög gaman að bjóða fólki í mat.“ Uppskriftir eru heilagar í huga Hallveigar og þeim má ekki breyta. „Ég fer alltaf nákvæmlega eftir uppskriftunum. Já, kannski svona eins og eftir réttu nótunum. Ég get ekki sett eitthvert annað hráefni í uppskriftina sisona, nema þá þeg- ar ég breyti uppskriftinni verulega, eins og ég gerði með rísottóið með kindakjötinu. Hún er upprunalega úr Gestgjafanum en ég gerði nokkr- ar breytingar. Sá réttur er einn af þeim bestu sem ég hef eldað á mínum húsmæðraferli og kitl- ar marga bragðlauka. Kindakjötið er mjög bragðmikið og raunar bragðmeira en lamb. Þeg- ar ég byrjaði að nota það í matargerð var það reyndar mun ódýrara en nú, en fyrst og fremst valdi ég það vegna þess að mér fannst það betra. Vitaskuld veltir maður matarverði mikið fyrir sér og það þarf ekki alltaf dýrt hráefni til þess að búa til góðan mat. Maður hefur ekki alltaf efni á að hafa nautalundir.“ Sjónvarpskokkarnir bresku Nigella Lawson og Jamie Oliver eru í uppáhaldi hjá söngkonunni sem einmitt lærði og bjó um tíma í Englandi. ,,Bókin hennar Nigellu er eins og biblían mín og ég leita oft í smiðju hennar. Rækjuforrétturinn er frá Jamie Oliver og er ekki bara góður heldur er hentugt að hafa hann í forrétt með flóknum réttum. Hann tekur aðeins 8–10 mínútur í fram- leiðslu,“ segir söngkonan sem svo sannarlega er á skemmtilegum nótum í matargerðinni. Rækjur með rauðu chili, engifer og hvítlauk fyrir fjóra 16 risarækjur 2–3 stk. rauður chilipipar, smátt skorinn 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir eða kramdir þumalstór biti af ferskri afhýddri engiferrót 1 sítróna handfylli af steinselju, gróft söxuð 4 stórar sneiðar ciabattabrauð, ristaðar salt og nýmalaður pipar ólífuolía eftir þörfum, extra virgin Hreinsið fræin úr chilipiparnum og skerið hann smátt. Saxið hvítlauksgeirana eða kremjið, afhýðið engiferrótina og tætið niður með rifjárni. Blandið þessum hráefnum saman og setjið í skál. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið rækjur ásamt chili, hvítlauk og engifer í um þrjár mínútur. Bætið þá við ólífuolíu eftir smekk og kreistið saf- ann úr sítrónunni yfir. Saltið og piprið. Ristið ciabatta-brauðsneiðarnar og setjið fjór- ar rækjur á hverja brauðsneið. Dreifið svo ólífuolíublöndunni með kryddjurtunum jafnt yfir sneiðarnar. Skreytið með steinselju. Berið fram með vel kældu, góðu hvítvíni, helst fremur sætu. Hallveig mælir með Villa Maria Riesling. Himnaríkisrísottó með kindakjöti 250 g kindalundir eða file (má nota lamb) 2 msk. ólífuolía 1 l lamba- eða kjúklingasoð nokkrir saffranþræðir (má nota ¼ tsk. túrmerík) 2 msk. smjör 1 meðalstór blaðlaukur, skorinn í sneiðar 1–2 hvítlauksgeirar, saxaðir 100 ml þurrt hvítvín 2–3 tómatar, smátt saxaðir maldonsalt nýmalaður pipar 300 g arborio-hrísgrjón 2 msk. parmesanostur fersk basilíka Skerið kjötið í litlar, þunnar sneiðar, saltið og piprið eftir smekk og brúnið á pönnu í einni mat- skeið af olíu og leggið til hliðar. Setjið saffran- þræðina í kjötsoðið og hitið það að suðu í potti og látið svo malla á lægsta hita. Bræðið smjörið og afganginn af olíunni í öðrum potti með þykkum botni og mýkið blaðlauk og hvítlauk. Bætið hrís- grjónunum út í og blandið öllu vel saman. Hellið hvítvíninu út í og látið gufa upp af. Bætið kjöt- soðinu nú smám saman út í, ½–1 ausu í senn, og látið gufa vel upp af á milli. Látið malla í um 10 mínútur og bætið þá tómötunum og kjötbitunum út í og líka safanum af kjötinu. Haldið svo áfram að bæta kjötsoðinu við og látið malla á lágum hita í um 15 mínútur. Takið pottinn af hellunni þegar hrísgrjónin eru búin að soga í sig allan vökvann og blandið parmesanostinum saman við. Saltið og piprið eftir smekk og stráið basilíkunni yfir, enda er hún góður bragðauki. Berið fram með nýrifnum parmesan og afganginum af hvít- víninu. Banana- og hnetumúffur 12 kökur 1½ bolli hveiti ½ bolli heilhveiti (má vera meira eða minna á kostnað hveitisins) 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill ½ tsk. matarsódi 1⁄8 tsk. múskat 2⁄3 bollar pekanhnetur gróft saxaðar 1 stórt egg ¾ bolli púðursykur 6 msk. matarolía 1½ bolli stappaðir bananar (ca. tveir góðir ban- anar) vel þroskaðir 1 tsk. vanilludropar ½ tsk. salt Blandið saman í skál hveiti, heilhveiti, lyfti- dufti, matarsóda, kanil, múskati og salti ásamt hnetunum. Hrærið vel saman í annarri og stærri skál egginu, sykrinum, olíunni og stöppuðu ban- önunum. Blandið síðan þurrefnunum saman við hræruna en gætið þess að hræra deigið ekki of mikið, það á ekki að vera slétt. Forhitið bakaraofn í 180°C. Smyrjið múffuform (fyrir 12 kökur) eða raðið pappírsformum á ofn- plötu og skiptið deiginu jafnt á milli þeirra. Bakið í 15–18 mínútur eða eða þar til hægt er að stinga tannstöngli í köku án þess að loði við hann. Listagóðar Forréttur a la Jamie Oliver sem er í miklu uppáhaldi hjá söngkonunni. Bragðlaukabúgalú Í rísottóið notaði Hallveig kindakjöt sem er mjög bragðgott. Ástríða Hallveig getur dundað sér tímunum saman í þögn við eldamennsku. Gómsætar Hinar nánast heilsusamlegu bananamúffur eru afar gómsætar. Syngjandi glaður ástríðukokkur Morgunblaðið/Árni Sæberg matur 26 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.