Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 35
Hafnfirðingar ganga til kosninga um deiliskipulag bæjarins vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins
í Straumsvík hinn 31. mars nk. Morgunblaðinu hafa borist margar greinar þar að lútandi.
Til að gera greinarnar aðgengilegri fyrir lesendur blaðsins og til að auka möguleika Morgunblaðsins
á birtingu fyrir kosningarnar, verður útliti þeirra breytt.
Hafnfirðingar kjósa
ÞAÐ er ekki ýkja langt síðan að ég
var fylgjandi því að álframleiðendum
á Íslandi yrði heimilað að stækka við
sig. Í árslok 1995,
fyrir rúmum áratug,
fór fram atkvæða-
greiðsla á Alþingi um
stækkun álversins í
Straumsvík. Ég var í
hópi þeirra sem
studdi heimildina
fyrir aukinni orku-
sölu til álversins. Ég setti fram fyr-
irvara um mengunarvarnir en sagði
jafnframt: „Það verður svo ekki fram
hjá því horft að þessi framkvæmd
mun skipta miklu máli fyrir atvinnulíf
þjóðarinnar og atvinnustigið í land-
inu. Sönnunarbyrði er þar af leiðandi
mikil, ætli menn að hafna þessum
samningi. Þar sem þetta fer saman
við þá staðreynd að hér er fyrst og
fremst verið að fjalla um orkusölu og
skatta, þá hef ég ákveðið að segja já.“
Nú bregður svo við að ég er and-
vígur stækkun sama álvers. Hvers
vegna?
Allt aðrar aðstæður
Í fyrsta lagi eru aðstæður allt aðrar á
Íslandi nú en fyrir 12 árum. Þá voru
framleidd 90 þúsund tonn af áli í land-
inu. Nú eru komnar heimildir fyrir
916 þúsund tonnum og yrði talan
1.106 þúsund tonn ef Alcan í
Straumsvík fengi sínu framgengt!
Læt ég þá ótalin áformuð álver á
Húsavík og í Helguvík. Á það er að
líta að þau rök sem áður voru sett
fram um að við ættum ekki að reiða
okkur um of á sjávarútveginn, hafa
ekki öll eggin í sömu körfunni, eru nú
að snúast upp í andhverfu sína. Nú
eru menn að setja öll eggin í álkörfu!
Árið 1995 var heildarframleiðsla raf-
orku 4.650 GWst, þar af sala til stór-
iðju 2.391 GWst. Árið 2005 var heild-
arframleiðsla raforku 7.647 GWst,
þar af til stóriðju 5.193 GWst. Eftir að
stjórnvöld ákváðu að gera álfram-
leiðslu að uppistöðuatvinnuvegi á Ís-
landi með stórfelldum virkjunum hef-
ur mönnum orðið sífellt ljósara hve
takmörkuð auðlind orkan raunveru-
lega er. Fjölgar í hópi þeirra sem ekki
vilja binda þá orku sem við virkjum
marga áratugi fram í tímann til stór-
iðju. Með tilkomu Kárahnjúkavirkj-
unar stefnir í að raforkusala til stór-
iðju verði 9.793 GWst eða u.þ.b. 80%
af áætlaðri 12.200 GWst heildarfram-
leiðslu raforku.
Virðisaukinn meiri í öðrum at-
vinnugreinum
Í öðru lagi hefur komið á daginn að
virðisaukinn fyrir álframleiðslu er
mun minni en í öðrum atvinnugrein-
um. Við álframleiðslu í eigu erlendra
aðila má gera ráð fyrir að aðeins um
30% af tilkostnaðinum við þessa
starfsemi verði eftir í okkar hagkerfi,
raforkusalan, vinnulaun, þjónusta og
skattar. Í sjávarútvegi er þetta hlut-
fall talið vera um 80% og í ferðaþjón-
ustu um 70%. Í ýmsum hátæknistörf-
um er þetta hlutfall einnig mög hátt.
Álframleiðsla á Íslandi er þannig ekki
arðvænleg atvinnugrein miðað við
ýmsa aðra kosti.
Þegar horft er til annarra atvinnu-
greina þarf að hafa í huga að ál-
framleiðslan er ekki hlutlaus gagn-
vart þeim. Það hefur sýnt sig að
framkvæmdir tengdar stækkun ál-
vera valda illkynja þenslu, keyra fjár-
magnskostnað upp en það bitnar á
öllum atvinnurekstri í landinu og
heimilunum að sjálfsögðu. Þessi
ruðningsáhrif eru verulega skaðleg.
Við verðum að horfa á þessa stað-
reynd af mikilli yfirvegun og raunsæi.
Þetta snýst um að velja og hafna: Því
meira ál, því minna af öðru!
Örlagarík ákvörðun
Svæðið við Straumsvík er tvímæla-
laust eitt fegursta byggingarland á
öllu Faxaflóasvæðinu. Vilja menn
hefta stækkunarmöguleika Hafn-
arfjarðar til suðurs vegna stækkunar
álvers?
Ljóst er að verði af stækkun álvers-
ins mun mengun aukast umtalsvert
og mun það skerða möguleika fyrir
íbúabyggð og annan atvinnurekstur.
Viljum við heimila nánast þref-
öldun álversins í Straumsvík þannig
að úr verði eitt stærsta álver í Evr-
ópu; inni í byggð sem í ofanálag er
þéttbýl og á sér mikla vaxtarmögu-
leika? Ákvörðun um að heimila
stækkun álvers Alcans er því ör-
lagarík ákvörðun.
Ég fjalla hér ekki um umhverf-
isþátt þessa máls í víðu samhengi. Það
má aldrei gleymast, ekki eitt and-
artak, að því umfangsmeiri sem stór-
iðjan verður á Íslandi þeim mun
meira verðum við að virkja og þá
hugsanlega fórna dýrmætum nátt-
úruperlum. Spurningin er svo einnig
hin hvort við séum aflögufær til er-
lendra risafyrirtækja. Komum við
ekki til með að eiga nóg með okkur
sjálf þegar litið er til næstu áratuga?
Þetta eru meginástæður þess að ég
leggst gegn því að veita álverinu í
Straumsvík heimild til að færa út kví-
arnar.
Því meira ál því minna af öðru
Eftir Ögmund Jónasson
Höfundur er þingmaður Vg.
SEM áhorfandi frá landi sem á nóg af viðfangsefnum hvað varðar mál-
efni sem betur mætti huga að, þá er ég svo mikill Íslandsvinur að ég verð
að blanda mér í umræðuna um stækkun álversins. Kannski er búið að
spyrja spurninganna en hér eru þær:
1. Af hverju eru Hafnfirðingar spurðir álits í þessu máli,
sem snertir allt höfuðborgarsvæðið, sem er eitt stórt svæði
án múra á milli? Af hverju ekki að spyrja alla á svæðinu, því
allir á höfuðborgarsvæðinu munu verða fyrir miklum áhrif-
um?
2. Ef það er svo óhagstætt að reka álverið í Straumsvík í
núverandi mynd sem eigendur segja að það sé – þá er
kannski betra að fá nýja eigendur? td. Íslendinga sjálfa?
Stækkun álvers í Hafnarfirði
Frá Benedikte Thorsteinsson
Benedikte Thorsteinsson,
Nuuk, Grænlandi.
FYRIR 40 árum hóf svissneska
álfyrirtækið Alusuisse að reisa ál-
verksmiðjuna við Straumsvík. Um
þá framkvæmd var
hart deilt í þjóð-
félaginu, einkum
vegna þeirra áhrifa
sem erlent fyrirtæki
og erlent fjármagn
gæti haft á mál hér
innanlands. Sviss-
lendingar voru þó litnir mildari aug-
um en t.d. Bandaríkjamenn á þeim
tíma. Það hefði ekki þýtt að nefna
Alcan eða Alcoa. Fyrsta verk-
smiðjan framleiddi reyndar aðeins
30 þús. tonn af áli á ári. Nú stendur
fyrir dyrum að fimmtánfalda þá tölu.
Á laugardaginn kemur, 31. mars
munu Hafnfirðingar væntanlega
taka ákvörðun um, hvort okkar bíð-
ur stærsta álver í Evrópu í túnfæt-
inum eða ekki. Löngum hefur það
verið drjúgt til atkvæðaveiða, að
veifa atvinnuhagsmunum og pen-
ingum framan í kjósendur. Minnug
þessa hefur einn besti ímynd-
arsmiður landsins – ef ekki sá harð-
asti, verið kallaður til leiks hjá Alcan
og við höfum orðið vitni að dýrustu
kosningabaráttu, sem háð hefur ver-
ið hérlendis til þessa í einstöku bæj-
arfélagi. Líklega er hvert atkvæði í
Hafnarfirði komið í 100 þúsundir
króna og kannski verður álíka tala
fyrir hvert mannsbarn í bænum,
komin úr kassa Alcan áður en yfir
lýkur?
Verði stækkun samþykkt má kalla
það hrein atkvæðakaup, þar sem er-
lent auðfyrirtæki kaupir sér aðgang
að heilu bæjarfélagi, hin fyrstu síðan
á dögum dönsku einokunarkaup-
mannanna og það má rétt ímynda
sér áhrifin, þegar álverið hefur
stækkað nærri þrefalt. Þá mun lítið
leggjast fyrir bæjarfulltrúana ellefu
og mannlíf allt með einum eða öðr-
um hætti háð tilveru risaálversins.
Álverið getur svo gengið kaupum og
sölum og hagsmunir Hafnfirðinga
verða háðir „skaplyndi og gjafmildi“
forstjóra og eigenda enn frekar en
nú er.
Í þessari kosningabaráttu er
starfsmönnum Alcan óspart att í
slaginn, myndaðir og nafngreindir í
bak og fyrir og sýndir öllum bæj-
arbúum. Skyldu allar þessar fyr-
irvinnur missa starfið, ef tillagan
verður felld? Vilt þú, kjósandi góður,
bera ábyrgð á því? Hvað skyldu
margir starfsmenn Alcan hafa þorað
að segja nei við myndatökunni?
Kannski fá þeir starfslokasamning
og sagt að þegja fram yfir 2010?
Kosningarnar um stækkun álvers-
ins eru grafalvarlegar og munu fara
á spjöld sögunnar, hvernig sem fer.
Verði tillagan felld, mun þeim at-
burði að líkindum verða jafnað við
björgun Sigríðar í Brattholti á Gull-
fossi eða stíflusprengingu þing-
eyskra bænda í Laxá vegna fyr-
irhugaðs uppistöðulóns í Laxárdal.
Verði tillagan samþykkt, verður ál-
gatan greiðari og meirihluti bæj-
arstjórnar í Hafnarfirði, sem kennir
sig við frelsi, jafnrétti og bræðralag,
þurfa að hugsa sinn gang. Kannski
þarf hann að axla ábyrgð á gengi
Samfylkingarinnar í komandi al-
þingiskosningum?
Verður Hafnarfjörður
keyptur 31. mars?
Eftir Reyni Ingibjartsson
Höfundur er íbúi í Hafnarfirði
og nágranni álversins.
ÉG ER ekki vanur að skipta mér
af pólitík, en ég get ekki orða bundist
yfir því hversu stórlega tvísaga Sam-
fylkingin er í afstöðu
sinni gagnvart ál-
verinu í Straumsvík.
Í Kastljósþætti 13.
mars sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir
efnislega þá skoðun
sína, að kosning
Hafnfirðinga um álverið næði ein-
göngu til þess deiliskipulags sem
bæjarstjórnin samþykkti. Hún sagði
það stefnu Samfylkingarinnar að slá
öllum álversáformum á frest og var á
henni að skilja að þetta vildi hún
knýja í gegn, hvernig svo sem kosn-
ingin í Hafnarfirði færi. Með öðrum
orðum, ef Hafnfirðingar skyldu sam-
þykkja stækkun álversins, þá vill hún
beita ríkisvaldinu til að stoppa
stækkunina, strika kosninguna út og
valta yfir vilja Hafnfirðinga.
Hins vegar man ég eftir því að
Össur Skarphéðinsson kom í sjón-
varp fyrir nokkru og var að mæra þá
ákvörðun bæjarstjórnar Hafn-
arfjarðar að láta álversmálið í hend-
ur hins almenna kjósanda. Hann
minntist ekkert á það þá, að Sam-
fylkingin ætlaði að valta yfir vilja
Hafnfirðinga ef niðurstaða þeirra
væri ekki Samfylkingunni að skapi.
Þá þykir mér framburður bæj-
arstjórans, Lúðvíks Geirssonar, orka
mjög tvímælis. Ég mætti sjálfur á
fund fyrir nokkru sem haldinn var
undir yfirskriftinni „Hagur í Hafn-
arfirði“ þar sem Lúðvík bæjarstjóri
var frummælandi. Hann lýsti sam-
komulagi bæjarstjórnar við Alcan
um deiliskipulag og var ekki annað á
honum að heyra en bæjarstjórnin
hefði verið vel ásátt um stækkun ál-
versins. Samkomulag hefði náðst um
alla þætti skipulags, s.s. góða fjar-
lægð frá íbúðabyggð, umhverf-
isvernd og losun lofttegunda. Hann
minntist hvergi á að hann væri and-
vígur stækkuninni. Allir sem
hlustuðu á hann á þessum fundi
hljóta að hafa verið á þeirri skoðun
að hann væri fylgjandi stækkun.
Skömmu síðar heyrði ég í honum í
sjónvarpinu, að hann ætti enn eftir
að gera þetta upp við sig hvort hann
væri fylgjandi stækkun eða ekki.
Ég held að allir Hafnfirðingar sem
nú ganga til atkvæðagreiðslu líti svo
á að þeir séu ekki aðeins að greiða at-
kvæði um deiliskipulag, heldur hvort
þeir eru með eða móti stækkun ál-
versins. Í þeirra huga er þetta eitt og
sama málið.
En á samfylkingarmönnum er það
helst að heyra að þeir vilji vings-
ivangsa með þetta mál fram og aftur
og hafa það í hendi sér að geta gengið
gegn vilja Hafnfirðinga eftir at-
kvæðagreiðsluna, samþykki þeir ál-
verið. Er það furða að fylgið sé að
hrynja af Samfylkingunni?
Samfylkingin stórlega tvísaga í álversmálinu
Eftir Björn Matthíasson
Höfundur er hagfræðingur og
búsettur í Hafnarfirði.