Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞEGAR álbræðslan í Straumsvík
var byggð á sínum tíma var hún
sett fjarri mannabyggð. Það gefur
auga leið hvers
vegna: álbræðsla er
í eðli sínu mengandi
og heilsuspillandi.
Framsýnir menn
töldu að svo langt
út til Straumsvíkur
færi byggðin vart
að teygja sig. Ann-
að hefur hins vegar komið á dag-
inn. Hafnarfjörður er vinsælt og
vaxandi bæjarsamfélag sem laðar
til sín fjölda fólks. Nú þegar eru
risin upp íbúahverfi í mikilli nánd
við álverið og ljóst að eðlileg
byggðaþróun teygir sig enn frekar
í þá átt.
Þessi staðreynd hefur mikla þýð-
ingu þegar Hafnfirðingar ganga nú
til kosninga um stækkun álvers í
Straumsvík. Hvergi á byggðu bóli í
heiminum í dag kýs fólk yfir sig
risavaxna álbræðslu svo nálægt
byggð. Ástæðurnar fyrir því eru
margþættar og áríðandi. Hvers
vegna ætti líka blómstrandi bæj-
arfélag þar sem gott er að búa að
láta bjóða sér annað eins?
Stóraukin mengun
Ef til stækkunar kemur mun
loftmengun aukast um meir en
helming á tímum þegar forgangs-
verkefni okkar allra ætti að vera
að draga úr mengun en ekki marg-
falda. Talsmönnum álversins tekst
listilega vel að láta líta svo út sem í
raun sé um smámuni að ræða á
þessu sviði. En því fer víðs fjarri.
Losun gróðurhúsalofttegunda frá
stækkuðu álveri jafnast á við allar
samgöngur Íslendinga árið 2004.
Segir þessi síðasta setning ekki allt
sem segja þarf?
Stóraukin sjónmengun mun
heldur ekki fara framhjá neinum,
hvorki Hafnfirðingum né öðrum
landsmönnum. Ein stærsta ál-
bræðsla Evrópu verður helsta
ásýnd bæjarins í augum ferða-
manna á leið úr heilsulindinni Bláa
lóninu. Stækkað álver verður eins
og hömlulaus risi á einu besta
byggingarlandi bæjarins til fram-
tíðar. Stærstu línumannvirki sem
hér hafa sést verða lögð í gegnum
útivistarsvæði Hafnfirðinga sem og
í gegnum átta sveitarfélög á Suð-
vestur- og Suðurlandi. Ásýndin í
sveitum landsins og upplöndum
höfuðborgarsvæðisins mun gjör-
breytast. Risavaxnar háspennulín-
ur munu girða okkur af og lands-
lagið verður ekki samt. Höfum við
lært eitthvað af raskinu á Hellis-
heiði?
Stækkað álver þarf jafn mikið
rafmagn og höfuðborgin öll. Til að
sinna slíkri orkusugu þarf m.a. að
reisa þrjár virkjarnir í neðri hluta
Þjórsár, sem standa þó einungis
undir um 40% orkunnar sem til
þarf. Þessu greinarkorni er ekki
ætlað að lýsa þeim náttúruperlum
sem þar með sökkva í sæ, né held-
ur að meta hversu mikils virði
vatnsmesti foss landsins, Urr-
iðafoss, er Hafnfirðingum almennt.
Hitt er hins vegar ljóst að mörgum
Hafnfirðingum sem og öðrum Ís-
lendingum finnst það hrópandi
ranglæti ef Hafnfirðingar einir
hafa úrslitaáhrif á það hvort lönd
bænda og náttúruperlur þjóð-
arinnar við Þjórsá eigi framtíðina
fyrir sér – og hvort loftmengun
jafnt sem sjónmengun fái að
aukast svo mjög og svo víða.
Atvinna er ekki á förum
Ég vil ekki gera lítið úr því góða
sem álverið í sinni núverandi mynd
gerir. Það veitir á þriðja hundrað
Hafnfirðingum vinnu og þeir fá þar
kaup, kjör og vinnuaðstæður sem
þeir eru mjög ánægðir með. Ef ál-
verið stækkar fá enn fleiri vinnu á
þessum vettvangi og skjótur gróði
kemur í kassann. Tilheyrandi
þenslu, streymi erlendra verka-
manna og félagslega umbyltingu
sem þessu fylgir þekkja landsmenn
nú þegar.
En missa núverandi starfsmenn
Alcan vinnuna sína ef álverið fær
ekki að stækka? Nei, þeir halda
áfram að starfa hjá álverinu í
Straumsvík, hér eftir sem hingað
til. Hræðsluáróður um að álbræðsl-
an pakki fljótlega saman eiga ekki
við nein rök að styðjast. Álverið í
Straumsvík malar gull fyrir eig-
endur sína, enda er það líkt með
álverum hérlendis eins og öðrum
álverum heims, að langmestur hluti
gróðans fer beina leið úr landi.
Alcan er ekki að fara að slátra
gullkálfinum sem hefur þjónað svo
vel hingað til.
Aðlaðandi bæjarfélag?
Þær eru vandfundnar atvinnu-
greinarnar sem bera með sér jafn
lítinn virðisauka fyrir heimahagana
og álframleiðsla. Í því ljósi ætti
það ekki að koma sérstaklega á
óvart hversu sáralitlar tekjur
Hafnarfjarðarbær hefur hingað til
haft af álverinu. En jafnvel þótt
tekjur bæjarfélagsins af álverinu
aukist við stækkun er ómögulegt
að sjá hvernig slík gróðafíkn í auð-
ugu bæjarfélagi réttlæti hinn óaft-
urkræfa og margþætta fórn-
arkostnað. Lífsgæði og
náttúrugæði snúast um miklu
meira en snögga peninga í kassann
þegar allt er til alls og möguleik-
arnir ótæmandi.
Hafnarfjörður er bær í blóma og
þar verða til margþætt ný störf á
hverju ári. Alls staðar í kringum
okkur getum við Íslendingar séð
blómstrandi atvinnugreinar í vexti,
greinar sem byggja á frumkvæði
fólks í litlum og meðalstórum fyr-
irtækjum og veita fjölda fólks at-
vinnu. Til framtíðar litið mun það
ekki auka hróður Hafnarfjarðar, né
heldur laða að bænum nýtt fólk, ef
risavaxin álbræðsla verður hans
helsta kennileiti. Mýmörgum íbú-
um mun líða verr að eiga þar
heima. Það eru nefnilega góðar og
gildar ástæður fyrir því hvers
vegna engum dettur í hug í heim-
inum í dag að byggja 460 þúsund
tonna álbræðslu í mannabyggð.
Leyfum Hafnarfirði að blómstra og
vera áfram vinsælt og aðlaðandi
bæjarfélag á allan hátt. Höfnum
stækkun álversins í Straumsvík.
Bær í blóma
Eftir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur
Höfundur skipar 2. sæti Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs
í Suðvesturkjördæmi.
ÁLVERIÐ í Straumsvík hefur farið fram á verulega
stækkun álversins. Í stað þess að ræða þessi mál í
bæjastjórn og taka þar faglega og fordómalausa
ákvörðun er ákveðið af bæjarstjórn að
láta fara fram almenna atkvæða-
greiðslu um málið.
Álverið stofnað
Ég átti sæti í bæjarstjórn þegar samið
var um byggingu álversins. Allir bæj-
arfulltrúar nema einn studdu málið. Þá
mundu menn kreppuárin fyrir stríð.
Fyrirtæki í sjávarútvegi gáfust upp og atvinnuleysið
grúfði yfir bænum.
Stríðsárin gáfu mikla vinnu og fjármuni og sumir
héldu að allir erfiðleikar væru að baki.
En það reyndist ekki öruggt. Um 1960 var fjárhags-
staða bæjarins orðin mjög slæm og Bæjarútgerðin var
í botnlausum skuldum. Það var því skoðun manna að
nauðsynlegt væri fyrir vaxandi byggðarlag að eiga
kjölfestufyrirtæki í ólíkum atvinnugreinum. Það þótti
því góður kostur að fá stórfyrirtæki eins og álverið
staðsett í Hafnarfirði. Einnig leiddi fyrirtækið til þess
að hægt var að byggja öflugt raforkuver þegar mark-
aður skapaðist fyrir mikla raforkusölu.
Almenn atkvæðagreiðsla
Hávær hópur fólks reis upp gegn stækkun álversins.
Sú mótspyrna byggðist fyrst og fremst á fordómum
og órökstuddum fullyrðingum sem komu fram við
stofnun álversins. Þá var talið að heilsu fólks væri
stór hætta búin ef það byggi á holtinu eða sunnan
þess.
Bæjarstjórn hélt ótrauð áfram að vinna að samn-
ingum um álverið. Hún kynnti sér öll atriði málsins
fordómalaust og með faglegum hætti og álverið var
byggt í Straumsvík og hefur það reynst öflugt kjöl-
festufyrirtæki í hafnfirsku atvinnulífi og sem veitir
þúsundum manna beint og óbeint örugg og góð lífs-
skilyrði. Stóru bomburnar um hrakspár sprungu ekki
en þær hjöðnuðu og urðu að engu. Byggt var á Holt-
inu og grunnskóli og íþróttamiðstöð risu sunnan þess
og þar hafa byggst atvinnusvæði og íbúðarbyggð
breiðir þar úrsér. Mengun sú sem álframleiðslu fylgir
og um var vitað frá upphafi hefur verið og er undir
ströngu eftirliti og þess gætt að hún valdi ekki tjóni í
vinnuumhverfinu. Þá er vel fylgst með þeim nýj-
ungum sem geta dregið úr mengun.
Þegar álverið var stofnað var ég í hópi þeirra sem
fylgdu því fast eftir og reynslan hefur sannað að vel
var unnið fyrir Hafnfirðinga. Ég er sama sinnis og
mundi hiklaust semja um áframhaldandi veru og
stækkun fyrirtækisins í bænum.
Miklar skuldir
Hafnarfjarðarbær skuldar mikið og mikil verkefni eru
framundan. Kjölfestustórfyrirtæki eins og álverið sem
skapa miklar tekjur fyrir bæjarfélagið og 10 til 20
prósent bæjarbúa byggja afkomu sína á beint og
óbeint. Þetta er því mikið mál. Það verður ekki leyst
með fordómum
eða stjórnfælni. Ég varð virkilega hræddur um að
einhver tvískinnungur væri í málinu þegar bæjarstjór-
inn fór í fréttum að gera það að örlagavaldi í samn-
ingum við álverið og framtíð þess að ekki hefði tekist
að ná ásættanlegu uppgjöri við ríkisvaldið um fyrri
viðskipti vegna breytinga eldri laga um álverið. Það
er hreint innheimtumál og getur gengið til dómstóla
algerlega óháð nýjum samningum við álverið
Mér hefur gengið illa að átta mig á tilgangi al-
mennrar atkvæðagreiðslu um álverið. Sveitarstjórnir
eru kosnar á fjögurra ára fresti og því væri vafasamt
að bæjarstjórn gæti framselt vald sitt til fordóma-
fullra hópa að ég tali nú ekki um að hægt verði að
svipta fólk störfum beint eða óbeint með slíkum hætti.
Stöðnun og dauði
Reynslan sýnir það að stöðnun í atvinnurekstri hefur
dauðann í för með sér. Það eru að verða byltinga-
kenndar framfarir í álframleiðslu og álverið okkar
Hafnfirðinga sem hefur verið til fyrirmyndar í starf-
semi sinni. Því ættum við að fagna og ganga til samn-
inga með varanlega hagsmuni mörg þúsund Hafnfirð-
inga á öllum aldri í huga auk þess sem bæjarfélagið
eflist á ýmsan hátt við að eiga slíkt framfara- og kjöl-
festufyrirtæki í bænum.
Ég ræði ekki mengun og rakalaus stóryrði og for-
dóma út í álverið það eru sömu afturhaldslummurnar
og þegar álverið var stofnað nema hvað málin standa
betur vegna aukinnar þekkingar og framfara.
Vilt þú láta svipta þig vinnunni?
Eftir Pál V. Daníelsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
NÚ ER komið að lokaþætti þeirra átaka sem staðið hafa um stækkun ál-
versins í Straumsvík. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa fjölmargir lát-
ið sig málið varða og komið skoðunum sínum á framfæri bæði á síðum dag-
blaðanna, í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum.
Því miður verð ég að segja að þessar síðustu vikur hefur
mér þótt umfjöllunin fara töluvert út fyrir það sem kalla
mætti málefnalega umræðu og einkennast af mikilli heift og
óbilgirni.
Þrátt fyrir það þá ber ég það traust til Hafnfirðinga að
flestum sé orðið nokkuð ljóst um hvað málið snýst í stórum
dráttum. Það er ljóst að mengun mun verða langt innan
þeirra marka sem stjórnvöld setja starfseminni og getur ekki
með nokkru móti skapað íbúum Hafnarfjarðar hættu.
Ef af stækkun verður þá munu raflínur við Vallahverfið fara í jörðu og
spennuvirkið í Hamranesi verður fjarlægt. Þarna hefur álverið komið til móts
við ýtrustu óskir bæjarbúa í þessum efnum. Það hefur líka komið skýrt fram,
bæði í máli bæjaryfirvalda og í áliti Hagfræðistofnunar, að ekki sé líklegt að
íbúðabyggð myndi rísa þar sem álverið er, jafnvel þótt það hyrfi á brott.
Hvað varðar fjárhagslegan ávinning þá má öllum vera ljóst að hér eru
miklir fjármunir í húfi fyrir Hafnarfjarðarbæ og fyrir Hafnfirðinga alla.
Þessa fjármuni mætti nota til fjölmargra þarfra verka í bæjarfélaginu.
Það sem ég hef hins vegar mestar áhyggjur af er sú staða sem upp kemur
ef álverinu verður ekki gert kleift að starfa í okkar bæjarfélagi á samkeppn-
ishæfan máta.
Þá liggur ekki annað fyrir en samdráttur sem mun fyrst bitna á hafnfirsk-
um iðnfyrirtækjum og atvinnustarfsemi og að endingu mun álverið í
Straumsvík hætta starfsemi sinni.
Þá mun mikill fjöldi Hafnfirðinga missa sína vinnu, bæði þeir sem starfa hjá
álverinu sjálfu og við hinir sem störfum hjá fyrirtækjum í Hafnarfirði sem
þjónusta álverið.
Það er ljóst að vel á annað þúsund Hafnfirðingar, konur, karlar, börn og
fjölskyldur, byggja afkomu sína og lifibrauð á þessari starfsemi í dag.
Ég sjálfur hef unnið svo gott sem alla mína ævi við þennan iðnað, það hafa
líka mínir bræður gert og faðir okkar á undan okkur.
Á þeim tíma hefur byggst upp mikil þekking á þessum iðnaði sem leitt hef-
ur af sér þróun á búnaði og tækjum sem t.d. við hjá Stími hf. í Hafnarfirði höf-
um nú hafið útflutning á til annarra álvera víða um heim.
Þetta hefði verið ókleift án þeirrar góðu samvinnu og þess trausts sem
ráðamenn álversins hafa sýnt okkur á liðnum árum. Það er þess vegna ekki
því að leyna að það vekur okkur sterkar tilfinningar að horfa upp á þann
möguleika að okkar ævistarf og öll sú þekking sem aflað hefur verið, og þau
verðmæti sem í henni liggja, gætu nú á einum degi orðið að engu.
Kæru Hafnfirðingar! Nú er þetta allt í ykkar höndum. Ykkar atkvæði
skiptir öllu máli. Mætum á kjörstað og tryggjum framtíð Hafnfirðinga um
ókomin ár.
Hagur Hafnarfjarðar
Eftir Inga B. Rútsson
Höfundur er formaður samtakanna Hagur Hafnarfjarðar.
Í HAFNARFIRÐI, og reyndar á
höfuðborgarsvæðinu öllu, stendur
yfir undarleg kosningabarátta.
Stórfyrirtæki berst
eins og stjórn-
málaflokkur fyrir
útbreiðslu sinni –
útbreiðslu sem hef-
ur víðtæk áhrif á líf
fólks langt austur
yfir fjöll og dali.
Framtíð risans virðist þó í höndum
Hafnfirðinga þar sem þeir ráða
lóðaúthlutun og þurfa að sitja í skí-
taskýi í vissum vindáttum – sem þó
ku ekki vera banvænt, bara talsvert
verra en gott. Og þjóðin er ekki
spurð hvort hún vilji þær rík-
isábyrgðir sem án efa verða á hana
lagðar þegar virkja skal enn og aft-
ur fyrir útsölurafmagni.
Risinn þarf að stækka annars fer
hann, hvíslar einhver. Nei, hann fer
ekki. Jú, víst fer hann. Og óttinn
grípur um sig. Óttinn við að missa.
Við sköpuðum skrímsli, gæti ein-
hver muldrað.
Aðstöðumunur fyrir þessar kosn-
ingar hefur verið hróplegur og vek-
ur spurningar um hvort að í fram-
tíðinni geti stórfyrirtæki og
valdhafar gegn dreifðum almenn-
ingi keypt sér lýðræðið með pen-
ingamokstri í öflugar auglýsinga-
herferðir. Nýtt dæmi er herferð
Landsvirkjunar og Orkuveitu
Reykjavíkur undir nafninu Sam-
orka.
Vægi atvinnuvega er viðkvæmt
og eyjaskeggjar ættu sem eitt
teymi að ákveða hvers konar jafn-
vægi á að ríkja í atvinnu- og efna-
hagslífi þjóðar. Í dag virðist sú
ákvörðun hvíla á herðum Hafnfirð-
inga sem þrátt fyrir afl og getu
ættu ekki að þurfa að bera svo
þungan kross.
Fráfarandi stjórnarflokkar berja
sér á brjóst og hreykja sér af því að
reka ekki stóriðjustefnu. Allt er í
höndum heimamanna hingað og
þangað. Hafnfirðingar ráða því
hvort álver rís í miðju íbúðahverfi.
Skagfirðingar ráða stórfljótunum
sem leita til sjávar í gegnum þeirra
sveitir, ráða því hvort þeir vilja
kasta sér á álhraðlestina um landið.
Húsvíkingar ráða hvort þeir virkja
og álvæðast. Austfirðingar ráða
Austurlandi og þá spyr maður
hvort ekki sé tímabært að Vestfirð-
ingar klári verkið sem tröllkarl og
tvær skessur hófu forðum en luku
ekki fyrir dagrenningu – að moka
skurð og kljúfa kjálkann frá meg-
inlandinu.
Hvert og eitt sveitarfélag ræður
sér sjálft, eins og eyland án tillits
og heildarstefnu – án heildarsýnar
á líf og land. Hvert hérað verður
einveldi í bandalagi við álrisa sem
setur sér markmið og stefnur án til-
lits til heildarhagsmuna. Þannig er
búið um hnúta. Umhverfis-, nátt-
úruverndar- og mannverndarstefna
til framtíðar fyrir heildina miðast
þá við hvert sveitarfélag fyrir sig
og stemningin á staðnum ræður
hverju sinni.
Hafnfirðingar eru ekki á von-
arvöl. Þar er blómlegt líf dugmikils
fólks og ekkert annað í spilunum en
vöxtur og tækifæri sem liggja munu
víðar en í áli því þrátt fyrir allt er
mannauður Hafnfirðinga þeirra
stærsta fjöregg. Þó veifar risinn
tékka framan í gaflarann og lofar
honum gulli og gráum skógum. Og
tékkinn virðist freista þrátt fyrir að
gaflarar lepji ekki dauðann úr skel.
Græðgin smeygir sér inn fyrir
dyr og oftar en ekki tekur hún ótt-
ann með sér. Saman ná þau
skötuhjú iðulega að yfirtaka um-
ræður og reka þá dauðans druslu,
skynsemina, á dyr. Þá falla þær
stöllur hófsemi og bjartsýni í yfirlið
og eru bornar út af þeim dæma-
lausa fundi.
Nú þegar Hafnfirðingum býðst
að leggja fleiri álegg í körfu lands-
manna er vert að minna þá á að
taka bjartsýnina og hófsemina með
sér inn í kjörklefann – minna þá á
að hafa trú á fólki og framtíð –
minna á að fyrirtæki eiga aldrei
inni hjá fólki. Miklu heldur hið
gagnstæða.
Hófsemi og bjartsýni
Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Höfundur er rithöfundur.