Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 39 MINNINGAR ✝ JóhannesBjörnsson fædd- ist á Litlu-Borg í Vesturhópi 5. apríl 1934. Hann lést á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Jóhann- esson frá Vatns- enda í Vesturhópi, f. 23.9. 1906, d. 5.11. 1993, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir, f. 20.2. 1907, d. 13.10. 1994. Systkini Jóhannesar voru Sig- urbjörg, f. 17.6. 1930, d. 3.4. 1981 og Sigurjón Úlfar, f. 7.3. 1938. Jóhannes lifði bernskuár sín að mestu á Hvammstanga, en 1943 flutti fjölskyldan til Skagastrand- ar og voru Björn og Ragnheiður búsett þar til ársins 1968 er þau fluttu til Reykjavíkur. Jóhannes fór snemma að vinna fyrir sér og stundaði beitningar framan af og þá vinnu sem til féll hverju sinni. Vann hann við raflínulögn um skeið en fór síðan til sjós og stundaði sjó- mennsku um langt árabil á vertíð- arbátum. Hann var lengi á síldveiðum á aflaskipinu Halldóri Jónssyni og var þá á tímabili gjald- hæstur útsvars- greiðenda á Skaga- strönd. Að því kom að Jóhannes fór í land og starfaði hann eftir það við línu- lagnir og línu- viðgerðir hjá Rafmagnsveitum ríkisins og seinna Landsvirkjun. Á vegum Rarik og Landsvirkj- unar starfaði hann víða um land þar til hann fór á eftirlaun fyrir nokkrum árum. Jóhannes settist að í Reykjavík fljótlega eftir að foreldrar hans fluttu frá Skaga- strönd og átti heimili sitt þar lengstum í Stóragerði 26. Útför Jóhannesar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Með þessum fáu orðum kveðjum við þig, elsku Jói frændi. Jói frændi kvaddi okkur svo snöggt, sem engan óraði fyrir. Hann greindist með krabbamein í fyrra, blett í lunga og fór í með- ferð. Við vonuðum það besta en það gat brugðið til beggja vona. Jói frændi var ekki maður há- vaða eða margra orða. Því fór greiningin mjög hljótt og fáir vissu af henni sem var svolítið lýsandi fyrir Jóa. Hann tókst á við sjúk- dóminn af æðruleysi og fæstir vissu hvaða baráttu hann háði. En lífið fer ekki alltaf eins og við vilj- um að það fari og á föstudag frétt- um við að hann hefði verið fluttur á spítala mjög veikur og segir sagan að þótt hann væri veikur þá spyrnti hann við fótum er átti að flytja hann á spítalann, kannski vit- að í hvað stefndi. Við ætluðum að kíkja inn hjá Jóa eftir helgina, leyfa honum að hvíla sig þangað til, en það liðu ekki nema fjórir tímar þangað til hringt var í okkur og til- kynnt að þetta gæti brugðið til beggja vona. Jói frændi kvaddi um kl. 2 aðfaranótt laugardagsins 24. mars. Margs er að minnast. Meðal okk- ar barnanna hefur Jói, föðurbróðir okkar, alltaf gengið undir nafninu Jói frændi. Jói kom reglulega í heimsókn þegar fjölskyldan hittist, á jólum og þegar einhverjar uppá- komur voru. Hin síðari ár kom hann þó oftar í rólegheitum að hitta pabba og mömmu þar sem hópurinn hafði stækkað með börn- um og mökum og Jói var yfirleitt meira fyrir rólegheitin og fámenn- ið. Þannig var Jói yfirleitt einn með sjálfum sér en duglegur að skella sér í sund eða labba niður að höfn þar sem við hittum hann alloft. Þegar við vorum lítil var Jói frændi alltaf á ferð og flugi um allt land fyrir RARIK og Landsvirkjun. Þannig var líf Jóa frænda. Núna síðustu ár var Jói hættur að vinna vegna aldurs og hefði orðið 73 ára hinn 5. apríl næstkomandi. Elsku Jói frændi, við kveðjum þig með þessum sálmi Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bróðurbörnin, Hólsvegi 10. Látinn er Jóhannes Björnsson, fyrrverandi línumaður á flutnings- sviði Landsvirkjunar og áður hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Jóhannes hóf starfsferil sinn hjá Rafmagnsveitum ríkisins aðeins tvítugur að aldri árið 1954 og starf- aði þar óslitið til ársins 1986 er hann hóf störf hjá flutningssviði Landsvirkjunar. Þar vann hann til ársloka árið 2001 er hann að eigin ósk kaus að ljúka starfsævinni. Við félagar hans, sem nú störf- um undir merkjum Landsnets en áður hjá Landsvirkjun og Rarik, viljum minnast góðs félaga. Sem línumaður vann Jóhannes einkum að viðhaldsverkum og við- gerðum á háspennulínum en kom einnig að stórverkefnum við ný- byggingar eins og t.d. byggingu Búrfellslínu 3. Jóhannes var einstaklega dag- farsprúður maður og flíkaði ekki tilfinningum sínum né setti hann á langar ræður. Hann var dulur en þó fjarri því að vera skaplaus. Hann sagði skoðanir sínar umbúða- laust og af festu ef eftir var spurt og á þurfti að halda og þó einkum þegar honum mislíkaði. Hann var maður orða sinna og heiðarlegur gagnvart vinnuveitendum sínum og samstarfsmönnum og gekk ávallt sjálfur á undan með góðu fordæmi. Hann var skipulagður í vinnu þótt hvergi hafi hann lært skipulags- fræðin en það var honum þó allt í blóð borið. Hann var ávallt fyrstur til verka og ósérhlífinn og gaf mest af sér þegar mest lá við. Jóhannes gat verið hrókur alls fagnaðar þegar við átti og tók þátt í félagslífi starfsmanna, m.a. í skipulögðum utanlandsferðum á vegum starfsmannafélagsins. Við fyrrverandi samstarfsmenn Jóhannesar Björnssonar sem nú störfum undir merkjum Landsnets kveðjum fyrrverandi samstarfs- mann með virðingu og þökk. Þórður Guðmundsson. Í huga mínum er alltaf eitthvað hreint og drengilegt bundið við persónu Jóa móðurbróður míns. Já, eitthvað sem ól af sér innilega væntumþykju og hlýju tengdist snemma þessum frænda mínum sem lét alltaf lítið fyrir sér fara og gekk hljóðlátur sinn veg. Kannski hafði þetta eitthvað með það að gera hversu innilega mikill systkinakærleikur var ætíð milli hans og mömmu. Ég tók svo eftir því að það kom alltaf sérstakur hljómur í rödd mömmu þegar hún talaði um Jóa. Og þegar Jói var til sjós og kom heim til að vera hjá okkur í Grund um jólin var það reglulegt tilhlökk- unarefni. Eiginlega besta jólagjöfin fyrir okkur og ekki síst mömmu. Og ég held bara að þessi jól sem Jói var hjá okkur í Grund hafi ver- ið með bestu jólum sem maður hef- ur lifað og þess vegna lifa þau svo vel í minningunni – þessi Jóajól okkar. Menn eru ólíkir svo ekki sé meira sagt. Sumir böðlast áfram í gegnum lífið með bægslagangi og látum og halda víst að þeir séu nafli alheimsins. Svo eru aðrir sem eru fæddir prúðmenni með inn- gróna háttvísi og tillitssemi gagn- vart öðrum í hvívetna. Jói frændi var maður af því tagi og ég held að öllum hafi þótt reglulega vænt um hann sem kynntust honum og mannkostum hans. Jói fór snemma að vinna og reyndist góður verkmaður alla tíð, trúr og samviskusamur í starfi. Það var sama hvort hann var uppi á heiðum og öræfum landsins í raf- línulögnum eða steig ölduna úti á miðunum í kringum landið, alls staðar gat hann sér gott orð sem víkingsduglegur maður, traustur félagi og góður drengur. Já, þannig var Jói frændi og mér finnst gott að muna hann og hugsa til hans eins og hann var því það mun alltaf gera mér gott. Oft mun glíman hafa verið hon- um harðsótt til sjós og lands en ströngust mun sú glíma þó hafa verið sem hann háði við Bakkus. Sá andstæðingur hefur mörgum góð- um manni á kné komið og víst tap- aði Jói mörgum lotum í glímunni við þann meinbölvaða fjanda, eink- um framan af. En því verður held- ur ekki á móti mælt að svo fór að lokum að hann stóð uppi sem full- kominn sigurvegari í þeirri glímu. Þá mun mörgum virkilega hafa þótt bjartara um alla vegi hans vegna og þó einkum aldurhnignum foreldrum sem glöddust innilega yfir þeim mikla manndómssigri sem í höfn var og sáu sólskin þar sem skuggsýnt hafði áður verið fyrir augum þeirra. Jói var foreldrum sínum mikill stuðningur og lyftistöng síðustu ár þeirra og mér er það minnistætt hvað þau töluðu alltaf um það með mikilli tilhlökkun, að Jói kæmi um helgina, en það var orðinn fastur gleðipunktur í tilveru þeirra, að hann kæmi í heimsókn eftir vinnu á föstudegi og aftur á sunnudegi ef hann var ekki að vinna úti á landi. Það lá vel á afa og ömmu við þær aðstæður og sjaldan sá ég þau hýrari í bragði og hressari en ein- mitt þegar Jói kom í slíkar heim- sóknir. Og nú er komið að síðustu kveðj- unni. Ég kveð Jóa frænda minn með þökk fyrir sérhverja samveru- stund okkar því öll samskipti við hann voru til að auka virðingu manns fyrir honum og því mann- gildi sem í honum bjó. Gott er að eiga sem mest samleið með slíkum mönnum sem Jóhannesi Björnssyni frá Bergstöðum á Skagaströnd. Blessuð veri minning hans um ókomna tíð. Rúnar Kristjánsson. Jóhannes Björnsson ✝ Ingibjörg Jó-hanna Ingi- mundardóttir, fæddist í Efri-Ey 25. mars 1922. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæj- arklaustri, 23. mars 2007. Foreldrar hennar voru Ingimundur Ingimundarson, fæddur 16. júlí 1886, látinn 9. des- ember 1943. Móðir hennar var Halldóra Bergsdóttir, fædd 22. mars 1893, dáin 23. nóvember 1973. Systkini hennar eru Berg- ur, Sigríður, Ingimundur, Hall- dór, Vigfús, Ólafur Þórður, Vig- dís Valgerður, látin, og hálfsystur Margrét og Vilborg, báðar látnar. Ingibjörg giftist 15. júlí 1944 Jóni Árnasyni, fæddum 1. nóv- ember 1908, látnum 25. desember 1992. Foreldrar Jóns voru Árni Jónsson, fæddur 7. september 1875, látinn 21. febrúar 1946, og Sunnefa Ormsdóttir, fædd 23. apríl 1884, látin 30. september 1976. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Meðallandi, fyrst í Efri-Ey 1 frá 1942–1953, þá fluttust þau að Efri-Ey 2. Þau eignuðust sjö börn sem eru: 1) Ingveldur Halla Jónsdóttir, fædd 19.9. 1943, gift Magnúsi Emilssyni. Sonur þeirra er Jón Emil í sambúð með Berg- lindi Jónu Þráinsdóttur, börn þeirra eru Halla Berglind og Hulda Bryndís. 2) Sunnefa Jónsdóttir, fædd 10.12. 1944, gift Ólafi Einarssyni. Dóttir þeirra er Gréta Björg, gift Þorsteini Þorsteinssyni, sonur þeirra er Styrmir Óli, fyrir á Þor- steinn soninn Haf- stein 3) Sveinn Grétar, fæddur 13.3. 1948, dáinn 31.1. 1966. 4) Árni Hilmar, fæddur 26.7. 1950, kvæntur Guðlaugu B. Olsen. Börn þeirra eru Guðrún Erla, gift Alberti El- íssyni, börn þeirra eru Brynjar Dagur og Elvar Árni. Inga Dís í sambúð með Hólmgeiri Þor- steinssyni, börn þeirra eru Krist- íana, Bárður og Konráð. Jón Björn, dóttir hans er Guðrún Em- ilía. 5) Svavar, fæddur 9.12. 1952, kvæntur Fjólu Þorvaldsdóttur. Börn þeirra eru Hrafn, Ingi og Sunneva. 6) Sveinbjörg Eygló, fædd 18.5. 1961, gift Jón Ingvari Pálssyni. Synir hennar eru Gísli og Halldór Ingi. Gísli er í sambúð með Olgu Stefánsdóttur, barn þeirra er Stefán Sævar, Olga á dótturina Sóleyju Diljá. Jón Ingvar á synina Arnar Inga, Pál Guðfinn og Jón Ingvar. Arnar Ingi er í sambúð með Margréti Möndu Jónsdóttur, þau eiga soninn Hugin. 7) Ómar, fæddur 12.2. 1964, kvæntur Fanneyju Jóhanns- dóttur. Dóttir þeirra er Katla Björg, Fanney á soninn Fannar Þór. Ingibjörg bjó alla sína ævi í Skaftafellssýslu. Hún var fædd og uppalin í Meðallandinu og bjó þar þangað til hún fluttist að Klaust- urhólum 1995. Útför Ingibjargar fer fram frá Langholtskirkju í Meðallandi 30. mars kl. 14. Elsku mamma. Við systurnar hittumst til að kaupa handa þér afmælisgjöfina frá okkur systkinunum sem við ætluðum að færa þér sunnudaginn 25. mars en þá hefðir þú orðið 85 ára. Við rétt náðum að kaupa gjöf- ina en náðum ekki að koma með hana til þín. Það var ekki vafi hvað þú ættir að fá í afmælisgjöf það voru föt, þú elskaðir að vera vel klædd og hafa hárið í lagi. Okkur datt ekki í hug að kveðjustundin værir komin þótt þú værir búin að vera lasin, þá vorum við vissar um að við gætum hitt þig á afmæl- isdaginn. Það er svo margs að minnast. Við minnumst þín með hlýju og söknuði. Þú varst kjarna- kona, fórst þínar eigin leiðir, hafðir þínar skoðanir og varst fylgin þér. Alla tíð hugsaðir þú um heilsuna. Í þínum huga var hollur matur og hreyfing grunnurinn að góðu lífi. Það voru ófáir kílómetrarnir sem þú hefur gengið um á Kirkjubæj- arklaustri eftir að þú fluttist þang- að og það gerðirðu til að halda þér í formi og hreinsa hugann eins og þú sagðir sjálf. Ég, yngsta dóttir þín, varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að geta farið með þér í þína einu utanlandsferð sem þú fórst, það var til Kaup- mannahafnar. Þegar eitt af barna- börnunum þínum fór í nám til Dan- merkur sagðir þú mjög ákveðin að þangað ætlaðir þú að komast til að heimsækja hann og við það stóðstu. Þetta var mjög skemmti- leg og eftirminnileg ferð. Þótt þú værir farin að veikjast þá varstu aldrei hressari og gekkst okkur öll af þér. Þú svo innilega straujaðir Strikið og fleiri stræti í þeirri borg. Við vitum að núna ertu sátt við lífið og komin til eiginmanns og sonar er þú misstir ungan. Þú sagðir alltaf að það að missa barnið sitt væri ekki hægt að komast yfir. Núna ertu kominn til þeirra beggja er þú misstir og saknaðir og við vitum að þið munið öll taka á móti okkur þegar við komum. Elsku mamma, við þökkum þér fyrir allan þann tíma sem þú hefur gefið okkur, börnum og barnabörn- um okkar. Þínar dætur, Halla, Sunnefa og Eygló. Elsku amma nú er komið að kveðjustund. Minningarnar eru margar og ljúfar og viljum við þakka fyrir all- ar þær stundir sem áttum við með þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Minning þín lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Kveðja frá barnabörnum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Í dag kveðjum við Ingibjörgu Ingimundardóttur frá Efri-Ey í Meðallandi. Björg frænka, eins og ég kallaði hana alltaf, unni sveitinni sinni og fólkinu sem þar bjó og var sér- staklega gestrisin kona. Í nokkur sumur var ég hjá henni og hjálpaði til við þau störf er til féllu í sveit- inni. Þetta var lærdómsríkur og skemmtilegur tími og kynntist ég vel þessi sumur henni frænku minni og hennar fjölskyldu. Mynd- aðist góð vinátta á milli okkar og fylgdist hún vel með frændfólki sínu. Ég þakka fyrir allar góðu samverustundirnar í gegnum árin. Blessuð sé minning Ingibjargar Ingimundardóttur frá Efri-Ey. Guðný Dóra Ingimundardóttir og fjölskylda. Ingibjörg J. Ingimundardóttir REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.