Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 45
1938–1943 og var á því tímabili rit- stjóri kirkjulegs æskulýðsblaðs. Hinn 23. maí 1943 vígðist hann prestur ís- lenska safnaðarins í Seattle í Wash- ingtonríki, en var svo árið 1951 kall- aður til að gegna þjónustu lúterska safnaðarins á Gimli í Manitoba. Þar þjónaði hann til ársins 1955 en hvarf þá aftur vestur að hafi til safnaðar í Kelso. Þar var hann árin 1955–1957. Á Gimli þjónaði séra Harald fjórum sóknum, þ.e. á Gimli, í Húsavík, Ár- nesi og á Mikley í Winnipegvatni. Þar að auki var hann prestur elliheimilis- ins Betel á Gimli. Hann ávann sér ein- stakar vinsældir meðal íbúanna á þessum slóðum. Á Gimli hafði hann forustu um byggingu nýrrar og glæsilegrar kirkju sem var mikið af- rek og tókst með samstöðu fólks und- ir farsælli forustu hans. Hinn 15. júní 1940 kvæntist séra Harald. Kona hans er Kristbjörg Ethel. Foreldrar hennar voru Kristín Ingibjörg Ólafsdóttir Vopni og Hann- es Kristjánsson. Frú Ethel hefur reynst manni sínum traustur lífsföru- nautur og stutt hann drengilega í lífi og starfi. Glöð og hlý gestrisni og góð- vild er báðum sameiginlegt og þess hafa margir notið. Fimm urðu börn þeirra. Þau urðu fyrir þeirri sáru reynslu, að sonur þeirra Wallace Har- ald lést langt um aldur fram. Hann var skólastjóri og við hann bundnar miklar vonir. Kona hans heitir Jean Sigmar, f. Stewart. Fjórar dætur lifa. Kristín Margrethe, Karen Ethel, Thora Stefanie og Emelie. Dæturnar, tengdabörn og niðjar eru nú gleðin stærsta í lífi þeirra hjóna. Árið 1957 urðu þau óvæntu en ánægjulegu tímamót í lífi þeirra, að séra Harald var beðinn að taka að sér kennslu við guðfræðideild Háskóla Íslands. Flutti fjölskyldan því hingað heim og dvaldi hér í tvö ár. Þetta var þeim að vísu mikið átak, en jafnan segja þau, að þetta hafi verið eitt ánægjulegasta tímabilið í lífi þeirra. Séra Harald ávann sér brátt vinsæld- ir og reyndar vináttu nemenda sinna. Hann flutti ferskan blæ með sér inn í starf kirkjunnar hér og kynnti ýmsa nýbreytni. Þau hjón og börn þeirra eignuðust hér góða vini og hafa þau styrkt þau bönd með heimsóknum hingað og frábærri gestrisni í garð þeirra, er komið hafa vestur til þeirra. Að dvölinni hér heima lokinni þjón- aði séra Harald söfnuðum einkum vestur á strönd Kyrrahafs. Síðast var hann prestur í Our Redeemer’s Lut- heran Church í Seattle og þar lauk hann þjónustu árið 1987. Um þessar mundir dvelja hjónin á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Kristínar og Steve. Heimilisfang þeirra er: 509 Poppy Hill Road Corralitos, Calif- ornia 95076, USA. Séra Harald S. Sigmar er að eðli fé- lagslyndur og hefur tekið að erfðum hæfileika til forustu og frumkvæðis. Hann er tónvís og hagmæltur og hef- ur samið fögur lög og ljóð. Hann er gæddur glaðhlýrri kímni og á auðvelt með að gleðjast með glöðum. Hlýtt hjartalag hans hefur og margan stutt í sorg og andstreymi. Ræðumaður er hann ágætur og fer þar saman glögg þekking og íhugun efnis og mjög lif- andi flutningur þess. Að baki býr sannfæring lifandi trúar á Drottin Jesú sem djúptæk lífsreynsla hefur gefið mildan mátt. Þeir bræður séra Eric og séra Har- ald, voru sannir synir Hins evangel- ísk-lútherska kirkjufélags Íslendinga í Vesturheimi. Báðir unnu þeir því fé- lagi vel, meðan það var og hét, og margvíslega áttu þeir ríkan þátt í því að efla samskipti íslensku safnaðanna vestan hafs og austan. Sú var tíð að skiptar skoðanir og ólík trúarafstaða varð þess valdandi að upp hófust harðar deilur í ræðu og riti, sem á ýmsan hátt höfðu skaðleg áhrif á samlíf fólks báðum megin hafsins. Strengur trúar og þjóðrækni brast þó aldrei að fullu og þegar frá leið urðu samskiptin nánari að nýju og fullyrða má, að starf safnaða vestan hafs hafi á margan hátt orðið kirkjunni hér heima hvatning og fyrirmynd. Gagn- kvæm kynni og heimsóknir presta vestur og austur yfir hafið hafa reynst mikilvægur þáttur í þessu sambandi. Allt hefur þetta orðið til þess að nú um langt tímabil hefur sí- vaxandi velvild og samhygð blessað samskiptin ríkulega. Það er í alla staði eðlilegt að þakka þetta, er við minnumst afmælis séra Haralds S. Sigmar, því að hann á hér mikinn og merkan hlut að máli. Í dag munu margir vinir þeirra hjón senda vestur yfir hafið hugheilar hamingjuóskir og biðja þeim og ást- vinum þeirra blessunar Guðs. Bragi Friðriksson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 45 Smáauglýsingar sími 569 1100 Fyrirtæki Tangarhöfða 9 Sími 893 5400 • lms.is Spádómar TómstundirVerslun Vinkjallarinn.is Nú er rétti tíminn til að framleiða sitt eigið vín fyrir vor- ið og sumarið. Vefverslun þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. Góð til- boð. Suðurhrauni 2b, sími 564 4299. Plastmódel í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600 www.tomstundahusid.is ÞjónustaHúsbílar Húsbílar beint frá Þýskalandi. Getum útvegað allar stærðir og gerðir af húsbílum. Upplýsingar husbilar@visir.is eða 517 9350. Veiði Veiðferðir til S-Grænlands í sumar. Stangveiði, sauðnaut og hreindýr. Leitið upplýsinga Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. S.: 511 1515 www.gjtravel.is Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Til sölu lítil heildsala, rekin sam- hliða öðru. Gott tækifæri fyrir þá sem eru þegar með góða dreifingu í versl- anir, söluturna o.þ.h. Upplýsingar á arangur@visir.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.