Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 - 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 8:10 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL 3D WILD HOGS kl. 3:50 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 7 ára 300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL NORBIT kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is SCIENCE OF SLEEPS (SCIENCE DES RÊVES, LA) kl. 8 LADY CHATTERLEY kl. 8 HORS DE PRIX ísl. texti kl. 10:20 TELL NO ONE (NE LE DIS À PERSONNE) kl. 5:40 PARIS, JE T'AIME kl. 5:40 ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA: FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL VAR VALINN BESTA MYND ÁRSINS Í FRAKKLANDI SÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI eeee VJV, TOPP5.IS eeeeV.J.V. eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS MISS POTTER kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ THE GOOD GERMAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 5 - 7 LEYFÐ 300 kl. 9 B.i. 16 ára RENÉE ZELLWEGER VAR TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE SEM BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI. SANNSÖGULEG MYND UM BEATRIX POTTER, EINN ÁSTSÆLASTA BARNABÓKAHÖFUND BRETA FYRR OG SÍÐAR „HREIN UNUN FRÁ BYRJUN TIL ENDA“ eeee SUNDAY MIRROR eee - S.V., Mbl eee - K.H.H., Fbl AUDREY TAUTOUGAD ELMALEH Áður en lengra er haldið vil égtaka fram að mér er af-skaplega vel við Svía. Ég hef ekkert undan þeim að kvarta og ég á meira að segja fjögur hálf- sænsk frændsystkini. En Svíar geta stundum verið svolítið undarlegir.    Þannig er mál með vexti að umhelgar starfa ég sem plötu- snúður á tveimur af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar, Vegamótum og Café Oliver. Um miðnætti síðastliðinn föstudag var ég að byrja að spila á Oliver. Ég hafði heyrt útundan mér að í hús- inu væri 20 manna Svíahópur. Þeg- ar ég var nýbyrjaður að spila kom einn þeirra til mín og sagði: „Bless- aður, heyrðu við erum hérna 20 Svíar og ef þú vilt fá okkur til að dansa ættir þú að smella Abba á fóninn.“ Ég horfði á manninn stutta stund en sagði svo við hann að ég mætti ekki spila Abba á Oliver. Það var þó ekki nema hálfur sannleikur, hinn helmingur sannleikans var sá að mig langaði ekkert að spila Abba. En eins og Svíum sæmir var maðurinn kurteisin uppmáluð og við skildum sáttir. Stuttu síðar voru Svíarnir farnir að dansa eins og þeir ættu lífið að leysa, og það þótt þeir hafi ekki fengið að heyra í Abba.    Þetta er langt frá því að vera ífyrsta skipti sem sænskur ferðamaður biður mig að spila Abba. Ég hef spilað opinberlega í um það bil sjö ár og hugsa að ég hafi lent í því hátt í 20 sinnum að Svíi hefur beðið mig um „Dancing Queen“, „Take a Chance on Me“ eða „Waterloo“. Eftir uppákomuna á föstudaginn fór ég að velta því fyrir mér hvernig stæði eiginlega á þessu, því þetta er náttúrlega ekki alveg eðlilegt. Ekki biðja Íslend- ingar um Björk eða Sigur Rós á skemmtistöðum erlendis, þótt vissulega séu þeir ákaflega stoltir af þessum óskabörnum sínum. Og ég hef aldrei lent í Dana sem hefur beðið um Kim Larsen, Þjóðverja sem vill heyra í Scooter eða Banda- ríkjamanni sem vill fá Elvis Pres- ley. Þá eru Bítlarnir þjóðarstolt Breta, og án alls vafa miklu betri sveit en Abba – en aldrei hefur Breti beðið mig um Bítlalag. Hvernig stendur þá á því að nán- ast allir Svíar sem ég hef spilað fyr- ir vilja heyra Abba? Auðvitað var Abba fín hljómsveit, átti nokkur flott lög og þau voru líka alltaf í flottum búningum, eins og sést á meðfylgjandi mynd. En Abba er samt einhvern veginn svo hallær- isleg hljómsveit, og ansi langt frá því að vera það heitasta í dag, enda sendi hún síðast frá sér plötu árið 1981 – sama ár og Ronald Reagan tók við embætti forseta Bandaríkj- anna!    Ætli Svíar hegði sér svona útum allan heim? Eða ætli þeir geri þetta bara á Íslandi? Mig grun- ar að þetta sé bundið við Ísland, og að þeir séu að reyna að minna okk- ur á að þeir eru stórir en við litlir. Þeir gera þetta þó líklega í Noregi líka, því þeim stafar trúlega ein- hver ógn af Morten Harket og fé- lögum í A-ha.    Ég ræddi þetta mál við félagaminn sem sagði að við mynd- um hegða okkur alveg eins ef Abba hefði komið frá Íslandi. Þótt mér sé illa við að viðurkenna það þá er það líklega rétt hjá honum. Okkur hef- ur dreymt um að vinna Evróvisjón í 20 ár og ef okkur tekst það loksins munum við springa úr stolti, og lík- lega hegða okkur alveg eins og Sví- arnir, ef ekki verr. Eru Svíar of stoltir af Abba? Abba Þau Björn, Anni Frid, Agnetha og Benny eru þjóðarstolt Svía. AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson »Ekki biðja Íslend-ingar um Björk eða Sigur Rós á skemmti- stöðum erlendis, þótt vissulega séu þeir ákaf- lega stoltir af þessum óskabörnum sínum. jbk@mbl.is HALLE Berry hefur upplýst að hún hafi reynt að taka eigið líf. Það var eftir að hjóna- band hennar og hafnaboltastjörn- unnar David Jus- tice rann út í sandinn sem hin 40 ára gamla leikkona settist upp í bíl sinn og hugðist sofna svefninum langa með hjálp frá útblæstri bifreið- arinnar. „Ég sat í bílnum þegar ég sá allt móður mína allt í einu fyrir mér þar sem hún kæmi að mér látinni,“ sagði Berry við People-tímaritið. „Hún hef- ur fórnað svo miklu fyrir börnin sín og það að binda enda á líf mitt væri hræðilega sjálfhverfur verknaður. Ég hét á sjálfa mig að gerast aldrei sek um slíkan gunguhátt aftur.“ Berry reyndi sjálfsvíg Halle Berry OASIS-stjarnan Noel Gallagher vill verða næsti forsætisráðherra Bretlands og hef- ur lofað að lög- leiða hengingar að nýju nái hann kjöri. „Ég er að íhuga að bjóða mig fram, í fullri hreinskilni,“ er haft eftir Noel. „Ég er búinn að skoða málið og er viss um að ég gæti komið lagi á landið á einu og hálfu ári. Ég myndi klárlega leiða hengingar aftur í lög til að byrja með. Allir þessir of- beldisfullu brotamenn – þú ert dæmdur þrisvar af þremur að- skildum kviðdómum og þá færðu að hanga. Ef síðar þætti sannað að þú værir saklaus fengi nánasti ættingi þinn 500.000 pund. Kjósið mig!“ Myndi lögleiða hengingar Noel Gallagher
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.