Morgunblaðið - 04.04.2007, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson,
bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
FULLTRÚAR Orkuveitu Reykjavíkur og banda-
ríska fyrirtækisins Cisco ætla á næstunni að kanna
til hlítar hvort raunhæft sé að setja upp netþjónabú
hér á landi sem nýti umhverfisvæna orku. Þetta var
niðurstaða fundar sem Guðlaugur Þór Þórðarson,
stjórnarformaður OR, átti með forsvarsmönnum
Cisco í Kaliforníu. Jafnframt kynnti Guðlaugur Þór
fyrir Cisco hvað Orkuveitan gæti boðið varðandi
umhverfisvæna orku.
„Cisco hefur sett sér metnaðarfull markmið í um-
hverfismálum. Netþjónar fyrirtækisins í Bretlandi
eru 100% knúnir umhverfisvænum orkugjöfum.
Þetta hlutfall er 20% hjá netþjónum sem fyrirtækið
er með í Bandaríkjunum. Fyrirtækið tekur þátt í
verkefnum sem skuldbinda það til að setja markið
hærra hvað þetta varðar.
Þessi fundur var haldinn til að kynna fyrir
fulltrúum Cisco hvað við hefðum upp á að bjóða og
hvort það væri einhver flötur á samvinnu. Í stuttu
máli sagt var niðurstaðan sú að þetta yrði skoðað
frá öllum hliðum. Þeir bentu á að fjarlægðir sköp-
uðu vissan vanda, en slíkir hlutir breytast. Ég tel
mikilvægt að það liggi fyrir hvort þetta er hægt.“
Guðlaugur Þór sagði að rekstur netþjónabúa
væri orkufrek starfsemi. Forsenda samstarfs Cisco
við OR væri að Orkuveitan gæti boðið upp á næga
orku sem byggðist á endurnýjanlegum orkulindum
á hagstæðu verði.
Guðlaugur Þór heimsótti fleiri fyrirtæki í heim-
sókn sinni til Kaliforníu. Einnig ræddi hann við for-
svarsmenn umhverfissamtaka og orkuiðnaðar í rík-
inu, auk þingmanna þar. Guðlaugur Þór sagði að
Grey Davis, fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu,
hefði sett fram metnaðarfull markmið í umhverf-
ismálum. Arnold Schwarzenegger hefði bætt í þau.
„Fyrirhugað er að leggja fram frumvarp á ríkis-
þinginu um að 33% af orkunni verði umhverfisvæn
árið 2020. Á Íslandi er þetta hlutfall 72% í dag. Í
Kaliforníu er eitt stærsta jarðhitasvæði í heimi og
mikill áhugi á að nýta það. Fram að þessu hafa
menn kannski mest horft á sólarorku og vindorku.
Vandamálið við þessa orkugjafa er að þeir eru ekki
nægilega áreiðanlegir. Orkan sem kemur úr jarð-
hita og vatnsafli er áreiðanleg. Það eru hins vegar
vandamál sem fylgja virkjun vatnsafls eins og við
þekkjum.“
Íslendingar væru í allra fremstu röð þegar nýting
jarðvarma væri annars vegar sagði Guðlaugur Þór.
„Staða okkar núna er mjög góð og mikilvægt fyrir
okkur að nýta þau tækifæri sem eru á þessu sviði.“
Skoða möguleika á að Cisco
setji upp netþjónabú á Íslandi
Viðræður Guðlaugur Þór hitti fulltrúa Cisco í Kaliforníu og ræddi við þá um hugsanlegt samstarf
við OR. Tal Finney (l.t.v.), Rob Thurman, Michelle Wright Conn og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
TÖLUVERT verður þrengt að
starfsemi Landhelgisgæslu Íslands
á Reykjavíkurflugvelli þegar nýtt
háskólasvæði rís í Vatnsmýrinni.
Auk þess sem ólíklegt er að Gæslan
fái nýtt flugskýli þykir ljóst að með
aukinni umferð á svæðinu verði erf-
itt fyrir starfsmenn gæslunnar að
komast leiðar sinnar þegar útkall
ber að. Formaður skipulagsráðs
borgarinnar segir mið hafa verið
tekið af athugasemdum Gæslunnar
og breytingar gerðar á að-
alskipulaginu.
Spurð um áhrif þeirrar miklu um-
ferðar sem bætast mun við í Vatns-
mýrinni með tilkomu háskólasamfé-
lagsins segir Geirþrúður Alfreðs-
dóttir, flugrekstrarstjóri Gæsl-
unnar, að eins og staðan sé í dag sé
ekki búið að leysa það vandamál.
„Það verður erfitt fyrir útkallsvaktir
okkar. Það er nógu erfitt núna, s.s. á
sumrin þegar kemur góður sól-
ardagur og fólk flykkist í Nauthóls-
vík, fyrir okkar fólk að komast í út-
köll.
Einnig er ljóst að það mun
þrengja verulega að starfsaðstöð-
unni og fá úrræði í stöðunni. „Við
höfum ekki mörg úrræði ef það er
þrengt svona að okkur, nema við
fengjum leyfi til að teygja okkur
lengra til norðurs.“ Hún segir að
verið sé að skoða þessi mál innan
Gæslunnar um þessar mundir.
Afar þröngt er nú orðið um starf-
semina á Reykjavíkurflugvelli og
hefur verið brugðist við því með
bráðabirgðalausn, á næstunni verð-
ur komið fyrir gámum sem nýtast
munu en Geirþrúður bindur þó vonir
við að húsnæðið verði stækkað.
Haukur Hauksson, fram-
kvæmdastjóri flugvalla- og leið-
sögusviðs Flugstoða, segir stórkost-
leg vandræði með landsvæðið
umhverfis Gæsluna vegna þrengsla.
„Þetta þýðir mikil þrengsli fyrir
gæsluna og flugvöllinn í heild. Borg-
in hefur tekið þessa ákvörðun, út-
hlutað þessu svæði til HR og á sín-
um tíma þegar það var í
undirbúningi var ekki einu sinni
beðið um umsögn frá flugmála-
yfirvöldum.“
Fyrirvari settur á skipulagið
Hanna Birna Kristjánsdóttir, for-
maður skipulagsráðs borgarinnar,
segir að rætt hafi verið við Gæsluna
á sínum tíma og fundir verið haldnir.
„Við töldum okkur hafa tekið mjög
mikið mið af þeim athugasemdum
sem fram komu,“ segir Hanna Birna
og bætir við að ákveðnar breytingar
hafi verið gerðar á aðalskipulags-
tillögunni sem sneru m.a. að því að
setja fyrirvara við skipulag á svæð-
inu næst flugbrautunum.
Hanna Birna vísar einnig í tillögu
sem samþykkt var í framhaldi af
fundum með forsvarsmönnum Gæsl-
unnar en þar segir m.a.: „Gert er
ráð fyrir að núverandi starfsemi
Landhelgisgæslu Íslands geti verið
áfram á svæðinu og jafnframt er
heimilt að endurnýja húsnæði henn-
ar í samræmi við nýtt deiliskipulag
fyrir viðkomandi reit.“
Innan Landhelgisgæslunnar er verið að skoða áhrif nýs
háskólasvæðis á starfsemina á Reykjavíkurflugvelli
Verulega þrengt að
!"
#$!
%&$" !
'!"(!
BJÖRN Jóhann Björnsson hefur á
ný tekið við fréttastjórn viðskipta-
fréttadeildar Morgunblaðsins. Hann
hefur undanfarin misseri verið einn
af kvöldfrétta-
stjórum blaðsins,
jafnframt því að
hafa umsjón með
Viðskiptablaði
Morgunblaðsins á
fimmtudögum.
Hann var ráðinn
fréttastjóri við-
skiptafréttadeild-
ar í nóvember
2005 og gegndi
því starfi þar til á
síðasta ári er breytingar urðu á
stjórnskipulagi ritstjórnar og hann
varð einn af kvöldfréttastjórum
blaðsins. Þar á undan starfaði Björn
á innlendri fréttadeild og skrifaði þá
mikið um atvinnutengd málefni, svo
sem virkjanamál og stóriðju.
Björn fæddist 20. maí 1967 á Sauð-
árkróki. Hann varð stúdent frá Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki 1987 og stundaði nám í
íslensku og fjölmiðlafræði við Há-
skóla Íslands um þriggja ára skeið.
Hann hefur m.a. verið blaðamaður á
Degi, bæði nyrðra og í Reykjavík, og
á DV en réðst til starfa á Morgun-
blaðinu haustið 2000.
Björn Jóhann er kvæntur Eddu
Traustadóttur hjúkrunarfræðingi og
eiga þau tvö börn.
Fréttastjóri
viðskipta-
frétta á ný
Björn Jóhann
Björnsson
♦♦♦
SETT hafa verið upp ný gangbraut-
arljós yfir Háaleitisbraut í því
augnamiði að auka öryggi skóla-
barna og annarra vegfarenda. Nýju
ljósin eru norðan við verslunarmið-
stöðina Miðbæ og verða þau tekin í
notkun í dag. Ljósin eru af nýrri
gerð umferðarljósa sem skynja
gangandi vegfarendur. Skynjarinn
fylgist með vegfarandanum og lætur
græna ljósið loga þar til hann er
kominn yfir.
Með þessu fyrirkomulagi er ljós-
stýringin aðlöguð þeim sem eru
lengur á leiðinni og ennfremur er ak-
andi umferð aðeins stöðvuð þann
tíma sem nauðsynlegt er hverju
sinni. Eins og á öllum gangbrautar-
ljósum þurfa gangandi vegfarendur
að ýta á hnapp til að panta ljósin.
Ný gang-
brautarljós
TVÆR fjölskyldur taka þátt í óp-
erunni Cavalleria Rusticana, sem verð-
ur frumsýnd í Íslensku óperunni á
annan í páskum. Þetta er samstarfs-
verkefni óperunnar og Óperukórs
Hafnarfjarðar og það er stofnandi
hans og stjórnandi, Elín Ósk Ósk-
arsdóttir, sem syngur aðalkven-
hlutverkið og eiginmaður hennar,
Kjartan Ólafsson, er aðstoðarkórstjóri
og syngur í kórnum eins og Heimir
Þór Kjartansson sonur þeirra. Annar
einsöngvari, Hörn Hrafnsdóttir, á for-
eldra í kórnum; Hrafn Andrés Harð-
arson og Önnu Sigríði Einarsdóttur.
Auk þeirra eru nokkur hjón og pör í
kórnum þannig að sterk fjölskyldu-
stemning ríkir í hópnum.
Fjölskyldu-
söngur
í Óperunni
Morgunblaðið/Kristinn