Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 10

Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Jarðfræðingar semrannsakað hafa set-hjalla og rofstalla ásvæðinu sem hverf- ur undir Hálslón hafa komist að því að efsti hluti Dimmu- gljúfra er mun yngri en talið hefur verið og myndaðist að hluta eftir landnámið á ní- undu öld. Gjóskulög af þekktum aldri voru notuð til að tímasetja þróunina. Áður hefur verið talið að gröftur Dimmugljúfra hafi byrjað fyrir um 4.000 árum og verið enn í gangi fyrir um 1.800 árum. Annað sem vekur athygli er að ekki bendir neitt til að hamfaraflóð hafi orðið í Jöklu. Um- merki flóða sem fundist hafa stafa af venjuleg- um leysingaflóðum á vorin á tímaskeiðinu áður en sjálf gljúfrin voru orðin að veruleika. Áin flæmdist þá um eyrar sem voru þar sem nú eru stórir hjallar eins og Sandskeiðshjallinn og hjallinn í Lindum. Gerðist þetta í þeirri hæð lík- lega fram á 12. öld. Sagt var frá rannsóknum jarðfræðinganna í blaðinu Austurglugganum í fyrra. Rannsóknir á rofsögu voru á hendi Snorra P. Snorrasonar og Sigmundar Einarssonar hjá Almennu verk- fræðistofunni, Ingibjörg Kaldal og Skúli Vík- ingsson hjá Íslenskum orkurannsóknum sáu um rannsóknir á setlögum og Guðrún Larsen og Bergrún A. Óladóttir hjá Jarðfræðistofnun Há- skóla Íslands tímasettu upphleðslu og rof set- laga og gröft efsta hluta Dimmugljúfra. Jökullinn hörfaði inn í dalinn Guðrún Larsen segir að áður en þessar rann- sóknir voru gerðar hafi að vísu verið búið að gera grein fyrir því hvernig dalurinn hefði fyllst. „Það var jökull sem hörfaði inn dalinn og fyllti hann smátt og smátt. Neðst settist framburður úr jöklinum en síðan kom rólegt tímabil og stöðuvatn var í dalnum fyrir um 7.500 árum, landið umhverfis það greri upp. Stöðuvatn var enn í dalnum fyrir um 2.500 árum og Vatnajök- ull virðist hafa verið mun minni en núna. Þegar loftslag versnaði á ný fór áin í dalnum að bera fram möl yfir allt svæðið, hún var þá orðin að jökulá. Þegar áin var komin niður að berghöftunum við Kárahnjúka fór hún að naga þau niður. Það gerðist fyrir um það bil 1.500– 2.000 árum.“ – Sagt hefur verið að þarna hafi áður orðið mikil hamfaraflóð og þau gætu endurtekið sig með alvarlegum afleiðingum. Hvað er um þetta að segja með tilliti til rannsókna ykkar? „Þau merki sem menn töldu sig hafa séð um þessi stóru flóð sem hefðu fyllt gljúfrið skýrast af leysingaflóðum eða einhverju slíku, að minnsta kosti ekki af neinum hamfaraflóðum hafi gljúfrið ekki verið til í núverandi mynd. Hafi gljúfrið verið grunnt eða jafnvel ekki verið farið að myndast þarf ekki mikið leysingavatn til að það sullist upp á barma farvegarins. Þessi ummerki eru ekki eftir stórflóð enda er gljúfrið ekki grafið í neinum hamförum. Það var áin sem rann þarna til skamms tíma sem gróf gljúfrið. Þegar áin var komin með tæki til að grafa með, möl og grjót, þegar það var orðið auravatn inni í dalnum fyrir ofan núverandi Kára- hnjúkastíflu og áin fór að bera möl ofan á berg- höftin, fóru þau að sverfast niður. Vatn eitt út af fyrir sig getur reyndar grafið með því að hola og getur grafið undan fossbrún ef þar er bergstál og mjúkt millilag, þannig getur gljúfur myndast aftur á bak. En í þessu tilfelli held ég að áin hafi bara nagað þetta niður með möl. Hafrahvammagljúfur, öðru nafni Dimmu- gljúfur, er nokkuð langt, það grófst auðvitað ekki allt niður á stuttum tíma. En það var haft þarna sem áin byrjaði að naga fyrir 1.500–2.000 árum. Og þetta berghaft hélt uppi setlögunum í dalnum.“ Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur segir að niðurstöður jarðfræðinganna séu afar athyglisverðar. Hann telur umræðurnar um hamfaraflóð lengi hafa verið á villigötum og nú sé búið að ljúka þeim. „Góðar fréttir fyrir stífluna“ „Það lá reyndar alltaf fyrir. En það má segja að þetta séu einnig góðar fréttar varðandi sprungurnar á botni gljúfursins. Þegar gljúfrið verður skyndilega til þrýstist botninn saman af því að bergið í honum verður að taka við allri spennunni í berginu sitthvorumegin við gljúfrið. Fargið sitthvorumegin þrýstir saman berginu í gljúfurbotninum. Það er svo stutt síðan þetta gerðist að það getur verið að sprungurnar í botninum séu enn spenntar saman og það eru góðar fréttir fyrir stífluna. Þetta eru því í meginatriðum góðar fréttir varðandi stöðugleika stíflunnar. Á móti kemur að uppi á gljúfurbörmunum gæti verið meiri til- hneiging til að sprungur víkki. Þar verður hins vegar vatnsdýpið ekki eins mikið og á botninum. Niðurstöðurnar segja okkur hins vegar ekkert um það hvernig þróunin muni verða við Desj- arárstíflu. Og auðvitað verða að líða nokkur ár áður en hægt er að tala um einhverja reynslu af lóninu, þá fyrst getum við fullyrt eitthvað um það. Það var á sínum tíma umræða um það hvort það væri óhætt að hleypa vatni í gljúfrið en mín skoðun hefur alltaf verið að það hafi í reynd ekki verið annað að gera,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson. Jökla fékk tæki og fór að grafa Morgunblaðið/RAX Guðrún Larsen Rannsóknir jarðfræðinga sýna að Dimmugljúfur eru mun yngri en talið hefur verið og kenningar um mikil hamfaraflóð í ánni fyrr á öldum virðast ekki vera á rökum reistar Tign náttúrunnar Fyrir átta árum fór hópur manna niður Dimmugljúfur og framhjá þver- hníptum hamraveggjunum á tveim gúmmíbátum sem ekki virðast burðugir í þessu umhverfi. ALLS biðu 112 sjúklingar á Land- spítalanum – háskólasjúkrahúsi (LSH) eftir varanlegri vistun í byrjun síðasta mánaðar. Þar af biðu 62 aldraðir eftir rými á hjúkrunarheimili og 50 skjólstæð- ingar geðsviðs LSH eftir búsetu- úrræði. Í samtali við Morgunblaðið seg- ir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri LSH, þennan fjölda ekki ásættanlegan en bendir á að þetta séu samt færri en oft áður, sem skýrist af ýmsum sam- spilandi þáttum. Beri þar fyrst að nefna að framkvæmdastjórn LSH hafi leitað til hjúkrunarheimila og heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins um aðstoð við út- skrift sjúklinga sem þurfi á vist á hjúkrunarheimili að ræða, en aldr- aðir sjúklingar á LSH hafa fengið um 90% rýma sem losna á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni, á Vífilsstöð- um og í Skógarási. Þá hafi þjón- usta Miðstöðvar heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu eflst og auk- ist að undanförnu, t.d. í formi kvöld- og næturþjónustu. Bendir Anna á að um 900 sjúk- lingar sem útskrifuðust af LSH árið 2006 hafi fengið heimahjúkr- un eftir útskrift. Einnig hafi LSH undanfarin ár starfrækt sérstakt útskriftar- og öldrunarteymi, sem hafi aðstoðað við 1.125 útskriftir á sl. ári eða 4% útskrifta spítalans. Spurð segir Anna óraunhæft að engir sjúklingar á LSH bíði eftir varanlegri vistun. Segist hún gera sér vonir um að hægt verði að ná því markmiði að jafnan verði ekki fleiri en 30–40 sem bíði eftir var- anlegri vistun. Aðspurð um að- stæður fólks á biðlistanum segir Anna alla öldruðu einstaklingana dvelja á Landakoti, þar sem þeir búi ýmist í tví- eða þríbýli. Tekur Anna fram að það sé aldrei auð- velt fyrir fólk að búa á spítala í langan tíma. Hvað skjólstæðinga geðsviðs áhræri dvelji þeir allir á Kleppsspítala. „Margt af þessu fólki er tiltölulega ungt, en hefur dvalið hjá okkur lengi, jafnvel ár- um saman. Það er ekki ásætt- anlegt fyrir það fólk að búa hjá okkur á spítalanum,“ segir Anna og tekur fram að beðið sé eftir bú- setuúrræðum fyrir geðfatlaða sem félagsmálaráðuneytið sé með á sinni könnu. Fjöldinn ekki ásættanlegur 112 sjúklingar á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi bíða varanlegrar vistunar                                             !" #               $%   "%  &    '                 !    

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.