Morgunblaðið - 04.04.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 04.04.2007, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti gagnrýndi í gær Sýrlands- heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þings- ins. Bush sagði Pelosi senda Sýr- lendingum „blendin skilaboð“ sem græfu undan tilraunum Banda- ríkjastjórnar til að einangra Bas- har al-Assad, forseta Sýrlands. Walid alMoualem, utanrík- isráðherra Sýrlands, tók á móti Pelosi við komu hennar til Damas- kus. Pelosi vísaði gagnrýni Bush á bug og sagði að viðræður við Sýr- lendinga væru mikilvægur þáttur í því að koma á friði í Írak. Bush áréttaði ásakanir sínar um að sýrlensk stjórnvöld styddu hryðjuverka- starfsemi. Hann sagði yfirvöld í Sýrlandi hafa greitt fyrir ferð- um vopnaðra manna frá Sýr- landi til Íraks eða a.m.k. látið hjá líða að koma í veg fyrir þær. Sýrlendingar hefðu einnig neitað að framselja liðsmenn Hamas og Hizbollah og græfu undan stjórn- völdum í Líbanon. Bandaríkja- stjórn hefur sniðgengið sýrlensku stjórnina frá morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráð- herra Líbanons, árið 2005. Bush gagnrýnir ferð Nancy Pelosi til Sýrlands Nancy Pelosi FUNDIN hefur verið lausn á raf- hlöðuvanda farsímaeigenda utan þjónustusvæðis ístungunnar. Að sögn vefsíðunnar Trendhunter ætl- ar japanskt fyrirtæki að markaðs- setja hleðslutæki með handsveif og verður hægt að afla nægilegar orku til að nota gemsann í allt að átta mínútur. Einkum er talið að tækið geti komið sér vel fyrir þá sem eru á ferð á afskekktum stöðum. En einnig er bent á að fólk sem lendir í náttúruhamförum geti notað sím- ann til að koma frá sér neyð- arboðum þótt rafhlaðan tæmist. Hátækni – með sveif TALSMAÐUR þýsku stjórnarinnar fordæmdi í gær hóp vígamanna í Írak fyrir að birta myndband með tveim gísla sinna, 61 árs gamalli, þýskri konu, Hannelore Krause, og tví- tugum syni hennar, Sinan. Faðir Sinans er íraskur læknir og búa þau öll í Bagdad. Mæðginin grétu á myndbandinu og báðu um að lífi sínu yrði hlíft. Þeim var rænt fyrir 10 dögum og þess krafist að Þjóðverjar drægju herlið sitt frá Afganistan, ella yrðu gíslarnir myrtir. Angela Merkel kanslari sagði nýlega að Þjóðverjar myndu ekki láta þvinga sig til að hverfa frá Afganistan Örvænting Hannelore Marianne Krause með syni sínum, Sinan, á myndbandi ræningjanna. Hóta að myrða mæðgin Reuters NORÐMAÐURINN Josef Jørgen- sen er ekki af baki dottinn í pólitík þó að hann sé orðinn 95 ára. Hann er í sjöunda sæti á lista flokksins Rautt kosningabandalag í bæj- arstjórn í Sarpsborg en segist hafa beðið um efsta sætið. Til alls vís HÓPUR vísindamanna undir for- ystu Kaupmannahafnarháskóla hefur þróað aðferð til að breyta blóðflokkunum A, B og AB í O sem hægt er að gefa öllum sjúklingum. Mörg ár mun taka að sannreyna að- ferðina áður en hún verður nothæf. Breyta blóðflokki GURBANGULY Berdymukhame- dov, nýkjörinn forseti Túrkmen- istans, hefur af- létt ferðabanni af ráðherrum landsins. Forveri Berdymukhame- dovs í forseta- embættinu, Sap- armurat Niyazov, öðru nafni „Túrkmen- bashi“, bannaði öll ferðalög ráð- herranna til að koma í veg fyrir að þeir flýðu land. Nýi forsetinn sagði að ráðherrum væri nú „heimilt að ferðast til út- landa til að kynna sér aðferðir er- lendra stjórnvalda“. Fyrstu ferð- irnar hafa verið skipulagðar, en menntamálaráðherrann hyggur á ferð til Malasíu og viðskiptaráð- herrann er á leið til Rússlands. Ráðherrar fá að ferðast Kurbanguly Berdy- mukhamedov JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, varaði í gær við því að skorn- ar yrðu niður fjárveitingar til hers- ins, það myndi vera bæði „einfeldn- islegt og ábyrgðarlaust“. Forsetinn lætur af völdum í næsta mánuði. Vill öflugan her HUNDRUÐ Sómala, sem flúðu hörð átök í Mogadishu, hafa verið stöðvuð við landamærin að Kenýa og kúldrast þar í tjöldum við skelfilegar að- stæður. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins, BBC, sagði að sex börn hefðu dáið af völdum niðurgangssýki í bænum Doble þar sem flóttafólkið hefst við. Yfirvöld í Kenýa lokuðu landamærunum á síðasta ári og segjast ekki ætla að taka á móti flóttafólki frá Sómalíu. Allt að 100.000 manns hafa flúið frá Mogadishu vegna átakanna sem hafa kostað um 400 manns lífið, að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Flóttafólk í mikilli neyð Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is VIKTOR Jústsjenkó, forseti Úkra- ínu og hetja „appelsínugulu bylting- arinnar“ 2004, tók mikla áhættu með því að gefa út tilskipun um að leysa bæri upp þingið og efna til kosninga 27. maí. Margir fréttaskýrendur telja líklegt að tilskipunin komi for- setanum sjálfum í koll og verði að- eins til þess að andstæðingar hans eflist. Janúkóvítsj forsætisráðherra hafnaði tilskipun Jústsjenkós, sagði á skyndifundi á þinginu að forsetan- um hefðu orðið á „örlagarík mistök“ og hvatti þingið til að halda áfram störfum. Seinna hótaði forsætisráð- herrann að knýja fram forsetakosn- ingar ef Jústsjenkó rifti ekki tilskip- uninni. Stuðningsmenn forsætisráð- herrans eru í meirihluta á þinginu og það samþykkti strax að leysa upp yf- irkjörstjórn Úkraínu, hindra að fé yrði veitt til að halda þingkosningar og biðja stjórnlagadómstól landsins um að úrskurða hvort tilskipun for- setans samræmdist stjórnarskránni. Anatolí Grytsenko varnarmála- ráðherra, annar af stuðningsmönn- um Jústsjenkós í ríkisstjórninni, kvaðst styðja ákvörðun forsetans og sagði að her Úkraínu myndi fara eft- ir tilskipuninni. Hinir ráðherrarnir samþykktu á hinn bóginn tillögu um stuðning við afstöðu þingsins. Forsetinn gaf tilskipunina út í fyrradag eftir að sjö klukkustunda samningaviðræðum hans við leið- toga þingmeirihlutans lauk án þess að árangur næðist. Jústsjenkó sakar Janúkovítsj um að reyna að taka öll völd í sínar hend- ur með því að telja stjórnarandstæð- inga á að ganga til liðs við stjórnina. Stjórnin nýtur stuðnings 250 þing- manna af 450 en snúist fimmtíu þing- menn á sveif með henni getur stjórn- in hnekkt neitunarvaldi forsetans og breytt stjórnarskránni. Ellefu þingmenn stjórnarandstöð- unnar ákváðu í síðasta mánuði að styðja stjórnina en forsetinn segir það brot á stjórnarskrárákvæði um að aðeins þingflokkar, ekki einstak- lingar, geti gengið til liðs við stjórn- ina. Jústsjenkó forseti sakar einnig forsætisráðherrann um að hafa brot- ið samkomulag sem þeir undirrituðu í fyrra um stefnu stjórnarinnar. Jústsjenkó aðhyllist sterkari tengsl við Vesturlönd og vill að Úkraína gangi í Atlantshafsbanda- lagið. Janúkóvítsj er frá austurhluta landsins þar sem margir íbúar eru rússneskumælandi og vill efla tengslin við Rússland en láta nægja að auka samstarfið við NATO. Janúkóvítsj reyndi að verða for- seti í kosningum 2004 og var lýstur sigurvegari en andóf lýðræðissinna í „appelsínugulu byltingunni“ varð til þess að hann varð að sætta sig við að kosið yrði á ný. Þá tapaði hann naumlega fyrir Jústsjenkó. Janúkóvítsj komst þó aftur til valda á liðnu ári þegar flokkur hans fékk flest atkvæði í þingkosningum. Janúkóvítsj tókst að mynda meiri- hlutastjórn og Jústsjenkó neyddist því til að skipa hann forsætisráð- herra í ágúst. Vatn á myllu Týmóshenkó Jústsjenkó hefur oft verið gagn- rýndur fyrir að vera of linur stjórn- málamaður og tilskipun hans kom því nokkuð á óvart. Stjórnmálaskýrendur sögðu að þingrofstilskipunin væri örþrifaráð af hálfu forsetans og hún myndi efla helstu keppinauta hans, Janúkóvítsj og Júlíu Týmóshenkó, sem var bandamaður forsetans í „appelsínu- gulu byltingunni“. Jústsjenkó gerði hana að forsætisráðherra en deilur þeirra urðu til þess að hann vék henni úr embætti árið 2005. „Með tilskipuninni lét hann undan þrýstingi og gerði það sem Júlía vildi,“ hafði fréttastofan AFP eftir Mykhaíló Pogrebínskí, stjórnmála- skýranda sem tengist stjórn Janúkó- vítsj forsætisráðherra. Hann sagði að Týmóshenkó hefði beitt sér harð- ast fyrir þingrofi, enda bentu skoð- anakannanir til þess að flokkur hennar hagnaðist mest á því að boð- að yrði til kosninga. Kannanirnar benda til þess að flokkur forsetans lendi í þriðja sæti verði kosningunum flýtt, á eftir flokkum Janúkóvítsj og Týmós- henkó. Pólitísk áhrif Jústsjenkós hafa minnkað jafnt og þétt frá því að Ja- núkóvítsj varð forsætisráðherra og mikil spenna hefur því verið í sam- skiptum þeirra. Vikublaðið Stolytsj- níje Novostí sagði að engu væri lík- ara en forsetinn gegndi aðeins táknrænu hlutverki sem þjóðhöfð- ingi líkt og Bretadrottning og hann hefði því neyðst til að leysa upp þing- ið. „Forsetinn vissi að hann myndi bráðlega missa völdin,“ sagði blaðið. Úkraínski fréttaskýrandinn Vad- ím Karasev tók í sama streng og sagði að forsetinn hefði átt einskis annars úrkosti en að rjúfa þingið. „Átti hann að horfa þegjandi á and- stæðingana hrifsa til sín öll völd hans?“ Rússneska dagblaðið Kommers- ant sagði að ekki væri víst að Jústsj- enkó héldi stuðningi leiðtoga vest- rænna ríkja. „Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Evrópulöndum eru ekki yfir sig hrifin af stjórn Vikt- ors Janúkóvítsj en þau vita að þing- rof gæti orðið til þess að ástandið í Úkraínu yrði óviðráðanlegt.“ Þingrof gæti komið Jústsjenkó í koll Líklegt að andstæðingar forseta Úkraínu eflist í kosningum AP Keppinautar Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu (til vinstri), á fundi með Viktor Janúkóvítsj forsætisráðherra í Kíev í gærmorgun. AP Mótmæli Stuðningsmenn Júlíu Týmóshenkó, einnar af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, fagna henni á mótmælafundi í Kíev í gær. Tugir þúsunda stuðningsmanna og andstæðinga forseta landsins fóru í kröfugöngur um götur borgarinnar í gær eftir að hann gaf út tilskipun um þingrof. Í HNOTSKURN » Margir Úkraínumenntelja að Jústsjenkó forseti hafi ekki staðið við loforð sín um að bæta efnahag landsins og hann hafi fengið stjórnvöld í Rússlandi upp á móti sér að þarflausu. » Rússneska utanríkisráðu-neytið lét í ljósi áhyggjur af deilunni í Úkraínu og hvatti allar fylkingarnar til að semja um málamiðlunarlausn. Evr- ópusambandið tók í sama streng.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.