Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 17

Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 17 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna hefur úrskurðað með fimm atkvæð- um gegn fjórum að umhverfisstofn- un Bandaríkjanna, EPA, hafi fulla heimild til þess að hamla gegn losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsa- lofttegunda og beri í reynd skylda til þess. Rétturinn segir í dómi sínum á mánudag að útblástur bifreiða falli undir loftmengun og því undir stofn- unina, sem á m.a. að framfylgja lög- um um hreint loft. EPA verði að sanna að lofttegund- irnar valdi ekki skaða, ella hljóti stofnunin að beita sér fyrir því að dregið verði úr losun. Einn af dóm- urunum níu, John Stevens, sagði er hann rökstuddi álit meirihlutans að EPA hefði ekki dregið í efa að sam- band væri milli hlýnandi loftslags og losunar koldíoxíðs. Stofnunin gæti sloppið við að hefja aðgerðir gegn losun en þá yrði hún að geta „slegið því föstu að gróðurhúsalofttegundir eigi ekki þátt í loftslagsbreytingum“ eða færa fram gildar ástæður fyrir því að hún geti ekki eða vilji ekki komast að því hvort svo sé. Málið sem dómurinn fjallaði um var höfðað af hálfu 12 sambandsríkja og 13 baráttuhópa sem vilja að stjórnvöld setji reglur gegn út- blæstri frá bílum. Ljóst þykir nú að niðurstaðan verði til þess að höfðuð verði ný mál til að þvinga stjórnvöld í Washington til að breyta um stefnu og setja skorður við losun umræddra lofttegunda. Bílar dæla út í loftið um 20% af umræddum lofttegundum en orkuver alls um 40% og því ljóst að þau munu einnig verða að taka fast á sínum málum. Niðurstaða hæstaréttar þykir vera áfall fyrir ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta sem hefur þótt treg til að draga úr útblæstri þótt í reynd hafi áunnist mikið í land- inu síðustu árin. Segir forsetinn að róttækar aðgerðir myndu koma of hart niður á efnahag landsmanna og auk þess sé þýðingarlaust að fylgja ákvæðum Kýótó-bókunarinar gegn losun gróðurhúsalofttegunda nema Kína og Indland taki þátt í þeim. Bush er andvígur þvingunum og seg- ist vilja beita fyrirtæki fortölum til að draga úr losun. „Þetta eru núna landslög“ Bush sagði í gær að hann liti lofts- lagsbreytingar mjög alvarlegum augum og einnig úrskurð hæstarétt- ar. „Þetta eru núna landslög,“ sagði Bush. Hann bætti hins vegar við að ef leysa ætti vandann vegna gróður- húsaáhrifanna krefðist það nýrrar og dýrrar tækni, þess vegna mætti ekki gera neitt sem gæti valdið efna- hagssamdrætti. EPA hefur talið að aukið hlutfall koldíoxíðs í loftinu beri ekki að skil- greina sem mengun og þess vegna beri stofnuninni ekki að beita sér gegn losuninni. Margir vísindamenn telja hins vegar að aukið hlutfall kol- díoxíðs í andrúmsloftinu eigi þátt í hlýnun loftslags á jörðinni. Hæsti- réttur telur að yfirmenn EPA, sem að sjálfsögðu heyra undir stjórn Bush, túlki valdsvið sitt allt of þröngt og hafi ekki fært fram „rökstuddar ástæður“ fyrir aðgerðaleysinu gagn- vart bílaframleiðendum. Fimm dómarar studdu niðurstöð- una en fjórir voru á móti, þ.á m. for- seti réttarins, John Roberts. And- staða fjórmenninganna byggist að mestu á því að þeir telja málið ekki eiga að heyra undir dómstóla heldur þingið, með því að taka málið fyrir séu dómstólar að blanda sér með ótilhlýðilegum hætti í verk löggjaf- arvaldsins. Dómurinn þykir einn sá mikilvæg- asti sem kveðinn hefur verið upp í umhverfismálum á seinni árum og sá fyrsti sem hæstiréttur í Bandaríkj- unum kveður upp í máli tengdu deil- unum um hlýnun loftslags á jörðinni. Þjarmað að Bush í loftslagsmálum Hæstiréttur Bandaríkjamanna kveður upp dóm og segir umhverfisyfirvöld verða að berjast gegn losun gróðurhúsalofttegunda nema þau sanni að þær valdi ekki hlýnun andrúmsloftsins AP Mengun Bandaríkin eru mesta iðnveldi heims og eiga sök á um 22% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem stafa af mannavöldum. Um 20% af útblæstrinum eru frá bílum en 40% frá orkuverum sem brenna jarðefnaeldsneyti. Í HNOTSKURN »Bandaríkjamenn eiga söká útblæstri um 22% allra gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum, sem er mun hærra hlutfall en gerist í Evr- ópulöndunum. »Stuðningur fer vaxandi íBandaríkjunum við að- gerðir gegn losun gróð- urhúsalofttegunda. En tals- menn bílaverksmiðja og orkuvera eru andvígir harka- legum aðgerðum, telja þær geta valdið efnahagskreppu. Gizo á Salomonseyjum. AFP. | Björg- unarmenn hafa ekki enn komist til afskekktra eyja á Salómonseyjum á Kyrrahafi og því ekki fyllilega ljóst hve mikið tjón varð vegna flóðbylgj- unnar á sunnudagskvöld. Ljóst er samt að minnst 28 manns létu lífið og 5.400 misstu heimili sín. Nokkuð hef- ur borist af hjálpargögnum til nauð- staddra í sumum héruðum en emb- ættismenn þar sögðu brýnt að fá drykkjarvatn, mat, teppi og tjöld handa þeim sem komust af. Vegna þess hve langt er á milli eyjanna er tímafrekt að koma nauð- synlegum gögnum á vettvang og er talið að taka muni nokkra daga að ná til allra. Fulltrúar stjórnvalda í Ástr- alíu sögðu í gær að send yrði flugvél til hamfarasvæðanna með hjálpar- gögn og munu Ástralar verja sem svarar rösklega hundrað milljónum króna til aðstoðarinnar. Um hálf milljón manna býr í eyrík- inu. Embættismenn segjast óttast að tala látinna muni hækka til muna en fullyrt er að flóðbylgjan hafi jafnað 13 þorp á vesturströndum eyjanna við jörðu og margra sé saknað. „Næstum því öll húsin eyðilögðust,“ sagði Mick Spinks, talsmaður lög- reglunnar. Upptök skjálftans voru um 40 km frá borginni Gizo í vestanverðum eyjaklasanum, fjöldi fólks þar sefur nú utandyra á hæðum utan við borg- ina af ótta við fleiri flóðbylgjur og jarðskjálfta. Allmargir eftirskjálftar hafa orðið en enginn mjög skæður. Að sögn Rauða krossins misstu um 2.000 manns í Gizo heimili sín en þar búa alls um 20.000 manns. Hús í borginni eru flest reist á stólpum og urðu mörg fyrir skemmdum í skjálft- anum en flóðbylgjan olli auk þess geysilegum usla og sundraði mörg- um verslunarhúsum og opinberum byggingum á láglendi. Bylgjan var allt að fimm metra há. Hún myndaðist við jarðskjálfta á hafsbotni og mældist hann átta stig á Richterkvarða. Skortir enn hjálpargögn FRÖNSK TVG-járnbrautarlest setti í gær nýtt met er hún náði 574,8 kílómetra hraða á klukkustund, myndin var tekin er hún sló metið á sérhannaðri braut austan við París. TVG-lest átti líka gamla metið sem var 515,3 km á klst. og var sett árið 1990. Talið er að atburðurinn muni bæta samkeppnisstöðu franskra lestaverksmiðja. AP Lestin brunar hraðar, hraðar …

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.